Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 15. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13. Alistair Mair: Það var sumar í gær Hún kinkaði kolli. — Aldrei. — Og Simon sagði að þú værir átján ára. — Ég varð átján i siðasta mánuði. Hann hristi höfuðið með hægð. Hún fann að hann brosti. — Jæja, ég veit svei mér ekki hvar þú hefur alið manninn, en þú átt mikið ólært. Hann smeygði handleggnum inn fyrir hana með- fram trjástofninum og þrýsti henni að sér. — Það verður ein- hver að kenna þér, Susan, sagði hann mjúkum rómi, — og ég er ekki verri en hver annar. Höfuð hans skyggði á stjörnunóttina. — Littu á mig, hvislaði hann. — Lok- aðu nú augunum. Opnaðu munninn. Slakaðu á. Þú þarft ekkert að gera nema þú viljir það sjálf. Láttu mig um það. En slakaðu á. í öllum bænum slakaðu á. Hún fann heitan andardrátt hans og svo mættust varir þeirra og varir hans voru heitar og lif- andi eins og þær höfðu áður verið og hún var þarna lika, tungan i honum, iðandi og leitandi og hún reyndi að slaka á, reyndi að hugsa ekki um að þetta var tung- an i honum sem hún var með uppi i sér, en hún gat ekki hugsað um neitt nema þá skelfilegu stað- reynd. Og um leið fann hún nýjan óhugnað. Hönd hans var komin inn fyrir kjólinn hennar, inn fyrir brjóstahaldarann, hún strauk brjóst hennar, gældi við það, svo að geirvartan reis eins og i köldu steypibaði og á sama andartaki tók hún viðbragð án þess að hugsa. Hún rak hnéð upp i nárann á honum. Hendurnar keyrði hún i bringuna á honum og hún var komin burt frá honum og stóð álengdar másandi af smán og reiði. — Hver fjandinn! Henni fannst hún enn heyra sársaukastunu hans. — Láttu mig vera! Hún hafði hrópað þetta. — Láttu mig vera! Hann hafði snúið sér að henni, rétt úr sér seinlega og hélt hendinni enn i nAanum. — Hafðu engar áhyggjur! Rödd hans var hás af sárauka. — Ég myndi ekki vilja snerta þig Isköld reynsla sameiningar- mannsins Á þessum tízkutimum sam- einingarinnar getum vér Stanglverjar ekki látið vorn hlut að sameiningarmálum eftir liggja. Til að bæta úr áralangri þögn vorri um þessi mál höfum vér ákveðið að birta grein eftir nýjan liðsmann Stangls, flokksbundinn Alþýðuflokkskrata, en grein þessi hefur verið birt áður i tveim blöðum, en allt er þegar þrennt er. Og h.efjum nú lesturinn: Hátt upp til hlíða... ,,Ég fer ekki dult með þá skoðun mina, nú sem fyrr i þessu máli, að ég er einn af þeim tortryggnu, en ég tel það óskynsamlegt, að þeir sem i dag eru trúaðastir á að sam- eining i einu eða öðru formi, eigi sér stað við Frjálslynda og vinstri menn, ásamt hluta af ungum framsóknarmönn- um, fái ekki að sanna heilindi og hug hlutaðeigandi aðila i raun og sannleika. — Ekkert annað en isköld reynsla getur sannfært þetta fólk.... Vitneskja um það, aö hverju er verið að ganga getur heldur enginn veitt ennþá — einfald- lega vegna þess, að viðræð- urnar eru ekki komnar neitt i námunda við neinar niður- stöður. — Þær eru i miðjum hliðum og fjallatoppar þvi viðs fjarri — Það er enn ógenginn góður spölur. EKKERT Á siðasta flokksþingi okkar urðu þvi ekki teknar neinar ákvarðanir með eða móti samvinnu við einn eða neinn. — Spurningin, sem við svöruð- um var sú, — viljum við að frekari viðræður um samein- ingu eigi sér stað, eða að þær verði stöðvaðar nú þegar? Meðan jafnmargir hlutir i þessu hugsanlega samstarfi eru óþekktir, — eða eins og sjómenn segja gjarnan — of margir endar lausir, — þá tel ég og taldi óskynsamlegt að stöðva viðræður nú. Það verður að fá fram niðurstöður viðræðnanna og bera þær sið- an undir það fólk, sem með okkur hefur staðið i gegnum öll áföll og hræðist ekki að mæta fleirum. Og hvað þá Hvað stoðar okkur að taka ákvarðanir um samvinnu og samstarf i þessa átt eða hina, ef okkar traustasta stuðnings- fólk fylgir okkur ekki?..." A tarna var ekki ónýtur pist- ill. Það á að visu ekki að þurfa að taka það fram, en vér ger- um það nú samt, að höfnund- urinn er enginn annar en hinn landsþekkti Eggert G., en vér höfum sannfrétt að hann hafi verið ráðinn til þess að múra saman flokksbrotin ef úr sam- einingu einhverra þeirra verður. Og hvaðer þá verið að vand- ræðast? Niður-Skurður með töngum. Þú hlýtur að vera lesbisk! Þá hafði hún hlaupið, þrifið kápu sina úr auðri fatageymsl- unni, fleygt henni yfir berar axl- irnar á hlaupunum upp stigann sem lá gegnum garðinn hjá sam- komuhúsinu að aðalgötunni. Þegar hún kom i bjarma götuljós- anna, hægði hún á sér og gekk framhjá lokuðum búðunum, leit undan þegar hún stikaði framhjá unglingunum sem himdu fyrir utan lokað veitingahúsið, gekk burt úr miðbænum i áttina i öryggið heima. Nema það var ekkert öryggi heima. Hún gat ekki létt á hjarta sinu við neinn, ekki talað við neinn. Og það sem hún hafði orðið vitni að i dagstofunni, hafði verið eins og framhald af atriðinu undir trénu. Nema hvað það var ennþá verra. Þau vöru gömul. Og ef það var hræðilegt fyrir ungt fólk, þá var það tiu sinnum verra hjá gömlu fólki. Þess vegna grét hún svo að rúmið nötraði, þangað til kodda- verið var gegnvott af tárum, þar til Elisabet kom og settist á rúmið hjá henni. — Susan, sagði hún lágri röddu. Stúlkan hörfaði undan hugg- andi snertingu móður sinnar. — Láttu mig vera! — En ég get ekki látið þig gráta svona. Ég verð að fá að vita hvað er að þér. — Það er ekkert að mér. — En þú ert ekkert barn, Sus- an. Þú grætur ekki útaf engu. Stúlkan grúfði andlitið niður i heitan, votan koddann. — Farðu! Elisabet andvarpaði og horfði niður á samanhnipraðan likama dóttur sinnar. — Ég skil ekki af hverju þú ferð að gráta, þótt þú komir að okkur pabba þinum að kyssast. — Ég er ekkert að gráta af þvi. — En þú grézt ekki áður, góða min. Þú varst ekki grátandi þegar þú komst. Þú leizt inn i stofuna, og áður en við gátum komið upp orði, þá hljópstu burt. Og svo kem ég að þér i þessu ástandi. Hvað á ég að halda? Stúlkan kreisti rúmteppið svo að hnúarnir hvitnuðu, en hún sagði ekkert. Sitt hárið féll fram yfir andlitið og huldi roðann. Þegar Elisabet lagði milda hönd á bera öxl hennar, fann hún hvernig vöðvarnir drógust saman og veigruðu sér við snertingunni. Hún neyddi sjálfa sig til að fjar- lægja höndina. — Heyrðu mig, Súsan, sagði hún bliðlega. — Þú verður að skilja þetta. Við pabbi þinn elsk- um hvort annað. Þess vegna gengum við i hjónaband. Og ef maður elskar einhvern, þá langar mann að kyssa hann og sýna honum ástaratlot. Og það breytist ekki þótt fólk eldist. Við höfum verið gift lengi, sennilega óra- tima i þinum augum. Við elskum hvort annað ennþá. Og okkur langar stundum til að vera eins og þegar við vorum ung. Og við njót- um þess ennþá að vera ein saman. t kvöld héldum við að við værum ein. Svo komst þú og ég kem að þér svona hágrátandi, og ég veit ekki hvers vegna. Kjökrið i stúlkunni var ögn að sefast. Án þess að lyfta höfðinu frá koddanum, þreifaði hún niður i kápuvasa sinn eftir vasaklút. Elisabet fann hann handa henni. — Susan, segðu mér eitt. Af hverju komstu svona snemma heim? — Af þvi ég vildi það. Ég vildi það bara. — En hvað varð til þess að þú vildir það? — Ekki neitt! Hún kreisti orðið út á milli samanbitinna tanna og hélt samanvöðluðum klútnum upp að munninum. — Ekki neitt. Elisabet settist upp. Nú var hún orðin áhyggjufull. Og það var til- gangslaust að sækja Peter. Hún yrði að fást við þetta sjálf. Hún talaði eins léttum rómi og hún gat, þreifaði fyrir sér. — Kom vinur Simonar? - Já. — Hvernig var hann? Hún beið. Ekkert svar kom. — Hét hann ekki Philip Carr? — Jú. — Og hvernig var hann? Simon hefur talað um hann, en ég hef aldrei séð hann. Hvernig var hann? — Ágætur. — Dansaðirðu við hann? - Já. MIÐVIKUDAGUR 15. nóvember. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7. 00, 8.15 og lO.lúFréttirkl. 7. 30, 8. 15 (og forustugr.dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir heldur áfram að segja sögu sina ,,Helgi stendur i striðu” (3) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Ritn- ingarlestur kl. 10.25: Séra Kristján Róbertsson les bréf Páls postula (4). Sálmalög kl. 10.40: Bethesda-kórinn i Klakksvik i Færeyjum syngur; Jógvan við Keldu stjórnar. Fréttir kl. l.OO. Tónlist eftir Grieg: Lille- mari Ostvig syngur nokkur lög. Philharmoniu-hljóm- sveitin leikur Sigurð Jór- salafara, svituj fyrir hljóm- sveit: Georg Weldon stj. Josef Suk og Josef Hála leika Sónötu nr. 3 i c-moll op. 45 fyrir fiðlu og pianó. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Ljáðu mér eyra. Séra Lárus Halldórsson svarar spurningum hlustenda. 14.30 Siðdegissagan: „Gömul kynni” eftir Ingunni Jóns- dóttur. Jónas R. Jónsson bóndi á Melum byrjar lestur bókarinnar. (1) 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlist. a. Hljómsveitarsvita eftir Helga Pálsson. Hljómsveit Rikisútvarpsins leikur. b. Lög eftir Pál Isólfsson. Guðmundur Jónsson syng- ur; Ólafur Vignir Alberts- son leikur £ pianó. c. Lög eftir Sigvalda Kalda- lóns, Jón Leifs. Steingrim Hall og Sigfús Einarsson; Ingvar Jónasson leikur á fiðlu og Guðrún Kristins- dóttir á pianó. d. Lög eftir Bjarna Þorsteinsson. Karlakór Reykjavikur syngur; Páll P. Pálsson stj. Einsöngvar- ar: Sigurður Björnsson og Guðrún Tómasdóttir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. Jón Þór Hannesson kynnir. 17.10 Tónlistarsaga.Atli Heim- ir Sveinsson sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn. Þór- dis Asgeirsdóttir og Gróa Jónsdóttir sjá um þáttinn. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein lina til stjórnarand- stöðunnar. Jóhann Hafstein formaður Sjálfstæðisflokks- ins og Gylfi Þ. Gislason for- maður Alþýðuflokksins svara spurningum hlust- enda. Fréttamennirnir Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson stjórna þættin- um. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur Guðmunda Eliasdóttir syngur lög eftir Jórunni Viðar, Höfundurinn leikur á pianó. b. Klerkurinn á Klaustur- hólum.Séra Gisli Brynjólfs- son flytur fjórða frásögu- þátt sinn. c. I mannfagnaði. Auðunn B Sveinsson fer með frum- ort kvæði d. Grjótrullan, saga eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Höskuldur Skagfjörð les. e. Uin islenzka þjóðþætti. Arni Björnsson cand. mag flytur þáttinn. f. Kórsöngur Alþýðukórinn syngur undir stjórn dr. Hallgrims Helgasonar. 21.30 Að tafli. Ingvar As- mundsson flytur skákþátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Útvarpssagan: „Utbrunnið skar” eftir Graham Greene. Jóhanna Sveinsdóttir heldur áfram lestri þýðingar sinn- ar (11). 22.45 Iljassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 15. nóvember 1972 18.00 Tciknimyndir. 118.35 Týndi konungssonurinn. l«..sa íynai Konungssomnn. Leikrit byggt á ævintýra- leiknum Konungsvalinueft- ir Ragnheiði Jónsdóttur. 1 og 2. hluti. Leikstjóri Kristin Magnús Guðbjartsdóttir. Leikendur Kristján Jóns- son, Þórunn Sveinsdóttir, Erna Gisladóttir. Gunnar Kvaran, Sævar Helgason, Guðrún Stephensen o.fl. Aður á dagskrá 16. nóvem- ber 1969. 19.05 Hlc. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Páskaliljur handa frúnni. Brezkt sjónvarps- leikrit úr flokki gaman- leikja eftir Ray Galton og Alan Simpson. Leikstjóri David Askey. Aðalhlutverk Stratford Johns og Patsy Rowlands. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Ekkillinn Lawrence Warner hefur orðið að sjá á bak fimm ást- rikum — og vandlega lif- tryggðum — eiginkonum. En það er dýrt að hirða sómasamlega um fimm leiði og kaupa blóm á þau öll. Herra Warner fer þvi brátt að svipast eftir konu til að fjármagna þessi útgjöld og önnur 20.55 Maður er nefndur: Árni óla, ritstjóri. Markús örn Antonsson ræðir við hann. 21.30 Snilldarverkið (The Horse’s Mouth) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1958, byggð á sögu eftir Joyce Cary. Leikstjóri Ronald Neame. Aðalhlutverk Alec Guinness, Kay Walsh og Renee Houston. Þýðandi óskar Ingimarsson. Myndin greinir frá list- málara og brösóttum við- skiptum hans við yfirvöldin og ýmsa góðborgara. Jimson málari er snillingur á sinu sviði, en undarlegur i háttum. Sifellt er hann, vilj- andi eða óviljandi, að reita einhvern til reiði — og á stundum fótum fjör að launa. 23.00 Dagskrárlok. Auglýsingasiminn er 17 500 DIOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.