Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 15
Miftvikudagur 15. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Ræða Stefáns Framhald af bls. 9. fjármagnið, sem i þeim var bundið,kallaði á enn meiri fisk frá öðrum landshlutum milli vertiða. — t stuttu máli sagt, þá hefur það verið hið óupplýsta fjármagn i fiskiskipum og fiskiðjuverum, sem fram til þessa hefur ráðið nýtingu fiskimiðanna okkar. Ef við reynum að gera okkur grein fyrir útlinum nýrrar vist- pólitiskrar stefnu i fiskveiðimál- um, þá yrði hún sennilega á þá lund að byggðirnar með ströndunum hafi forgangsrétt að fiskimiðunum hið næsta sér. Sjó- maður, sem rær heiman að frá sér að morgni og kemur aftur að kvöldi, njóti forréttinda á þeim fiskimiðum, sem hann getur nytjað með þeim vinnubrögðum. Aðeins hin ytri fiskislóð verði al- menningur fyrir stóra togara, sem leggja upp afla sinn i fjar- lægum byggðarlögum. Vistfræðileg rök eru fyrst og fremst þessi: — það fólk, sem á persónulega hamingju og velferð sina og sinna undir þvi að fiskur haldist á miðunum er liklegra til að fara vel með þau og stuðla að verndun þeirra, en menn sem bera aðeins velferð fiskiðjuvera fyrir brjósti. Og af þvi að áður var minnzt á þann hluta af matvælum okkar soltna heims, sem fer i gripa- fóður, má klykkja út hugleiðing- arnar um vistpólitík i sjávarút- vegi með þeirri athugasemd, að enn i vetur munum við framleiða svinafóður úr loðnuaflanum. í fyrra bjuggum við til þess háttar fóður úr fiski, sem hefði nægt til að forða sjö miljónum manna frá hungurdauða i heilt ár. Ef fiski- fræðingar reynast sannspáir gæti svo farið að við framleiddum svinafóður i vetur úr fiski sem ella myndi nægja til þess að bjarga lifi 14 miljóna. Ráðslag sem vekur náttúrlega vissar spurningar um þær hvatir, sem liggja að baki fyrirhugaðri smá- fjárveitingu til hjálpar fátækum þjóðum. 1 þessari yfirferð skulum við sleppa umræðum um bankakerfi, heilbrigðiskerfi og jafnvel skóla- kerfi, sem sniðið er að þörfum hagvaxtarstefnunnar. Þeir brimskaflar vistpólitiskra mistaka, sem við okkur blasa þegar við hugleiðum nú lifsnauð- synlegar breytingar á skipan samfélags okkar, eiga sér nefni- lega langt aðsog, — og við skulum gera okkur grein fyrir þvi, að margir afbragðsmenn hafa lagt hönd að þeim mistökum i góðri trú. Skaðræðisverkið i Gljúfurveri. Jafnvel ýmis þau mistök, sem framin hafa verið á allra siðustu árum, — á mörkum hinnar vist- pólitisku vitundar, eru þess háttar, að við höfum ekki leyfi til að væna upphafsmennina um ill- ar hvatir. Svo við tökum sem dæmi um það mál, sem mestum styrr hefur valdið á þessu sviði, Laxármálið, þá vil ég ekki trúa þvi, að þeir aðilar, sem upphaf- lega lögðu á ráðin um Gljúfur- versvirkjun hafi gert sér grein fyrir þvi vistfræðilega skaðræðis- verki, sem þar var á döfinni, og enn siður munu þeir hafa rennt grun i að hér voru þeir að koma af stað vistpólitiskri borgarastyr- jöld i landinu. Sjálft verkið var hafið áður en fslendingar höfðu vaknað til vistfræðilegrar vitundar. En svo vöknuðum við, — við dálitinn dynk, sem þeir gerðu Þingeyingarnir, norður við Miðkvisl i Mývatnssveit. Og trú min er að sú pólitiska hræring, sem sú sprenging olli, þvert i gegn um alla stjórnmálaflokka landsins, muni er timar liða, þyk ja engu ómerkilegri en upphaf Samvinnuhreyfingarinnar þar i Suður-Þingeyjarsýslu, þvi eftir þessa sprengingu skal timaskeiði vistpólitiskra afglapa i góðri trú vera lokið, og til staðfestingar á þeim timamótum er flutt þessi tillaga um vistfræðilegan undir- búning áætlunargerðar um nýtingu islenzkra orkulinda. Kisilgúrinn rauf griðasáttmála vist— rikisins. Og af þvi að við erum nú komnir mgð hugann norður á þær slóðir, þá liggur beint við að nefna fleiri dæmi um vistpólitiskar skyssur i Þingeyjarsýslum: Kisilgúrverksmiðjan i Mývatnssveitereittallra ljósasta dæmið um kórvillu blindrar tækni — og fégróðahyggju, þar sem rofin eru ævaforn grið manns og umhverfis. Hér var framin vist- pólitisk skyssa, sem er fullkomið skóladæmi um innrás tækni- veldisins i vistfræðilega heilbrigt samfélag. Á þúsund árum hefði skapazt nær þvi fullkomið vistpólitiskt samfélag i þessari gróðurvin á Norðausturöræfunum, þar sem afkoma fólksins byggðist á vernd þeirra fiska og fugla, sem það hafði viðurværi sitt af. Árangurinn hefur blasað við aug- um vegfarandans til skamms tima: Fuglaparadis á undrafögru stöðuvatni, kviku af silungi, ein- hverju heilnæmasta lostæti i vatnafiski sem um getur. Þess háttar félag fólks og náttúru, sem rikt hefur i Mývatnssveit frá ómunatið, er það sem Arne Ness prófessor i heimspeki við óslóar- háskóla og Sigmund Kvaloy lektor hafa nefnt ,,hið ákjósan- lega vistriki” i ritum sinum um ökófilósófiu, eða vistlieimspeki. Svo var sem sagt reist þar kisil- gúrverksmiðja fyrir skemmstu. 1 þessu sambandi skulum við sleppa fagurfræðilegum viðhorf- um til fremur óþekkilegra mann- virkja i fallegri sveit. Við skulum lika láta nægja að drepa lauslega á þá staðreynd, að alls engar lif- fræðilegar, hvað þá vistfræði- legar, athuganir voru gerðar á hugsanlegum afleiðingum þessarar verksmiðju á lifriki Mývatnssveitar. Hér var einnig að unnið áður en þorri Islendinga hafði vaknað til vitundar um þau mál. En við tökum þessa nýlegu verksmiðju og rekstur hennar i Mývatnssveit sem dæmi um vist- pólitisk mistök, og afleiðingar þeirra eru eftirfarandi: Siðan byrjað var að reisa Kisil- gúrverksmiðjuna hafa fleiri menn átt fasta búsetu i Mývatns- sveit en þeir, sem eiga aðild að fyrrnefndum griðasáttmála vist- rikisins, og þeim fer fjölgandi. Þetta er ágætis fólk, og ekkert út á það að setja annað en það, að það lifir ekki á þeim gæðum landsins sem hafa gefið mannlifi sveitarinnar sitt sérstaka gildi i umhverfi sinu i þúsund ár. Hags- munir verksmiðjufólksins liggja á öðrum sviðum og stangast á við hagsmuni þeirra, sem eiga aðild að fyrrnefndum vistrikissátt- mála. Hagsmunastreitan hefur þegar leitt til þess að ungmenna- félag sveitarinnar hefur klofnað. Samvinna fólksins að skólamál- um hefur lika látið undan i þess- um átökum. Unnið er að þvi af hálfu byggðarlagsins undir verk- smiðjuveggnum að þar verði reistur sérstakur skóli handa börnum þess fólks, sem ekki hefur lært þau sannindi, kynslóð fram af kynslóð, að það eigi lif sitt og sálarró undir þvi að húsöndin fái að koma upp ungunum sinum, og að áreitni bitmýsins sé fyrst og fremst fyrirheit um góða silungs- veiði i vatninu. Mývatnsbændur kalla verk- smiðjubyggðina við austanvert vatnið „Hagsmunahverfi.” Það hvarflar ekki að mér að fólkið þar vilji skemma náttúru Mývatnssveitar. Hættan liggur i þvi að þarna hefur myndazt byggð manna, sem ekki eiga þegnrétt i vistriki sveitarinnar, heidur lita það augum aðkomu- mannsins, og hagsmunir þessa góða fólks stangast á við hags- muni þegna lifrikisins. Ferðaútvegur skapar einnig hættur. Dæmið um kisilgúrverk- smiðjuna i Mývatnssveit á raunar ekkí aðeins að vera viti til varnaðar i sambandi við vist- fræðilega skipulagningu iðnaðar á islandi yfirleitt, — heldur liggur það i augum uppi, að hefjast verður handa hið allra fyrsta um brottflutning verksmiðjunnar á einhvern þann stað, þar sem hún veldur ekki tjóni. Annað dæmi, sem draga má af algildan fróðleik um hættulega vistpólitiska þróun, getum við raunar nefnt úr sömu sveit, enda þótt það sé hvergi nærri jafn gróft og : kísilgúrhneykslið, — enda stendur siðara dæmið þó að minnsta kosti i óbeinum tengsl- um við hið ævaforna og dásam- lega vistriki Mývatnssveitar. Hér er átt við túristaiðjuna. Mývatnssveit hefur lengi laðað að sér skemmtiferðamenn, útlenda sem innlenda, vegna fegurðar landslags, náttúrundra og furðulegrar auðlegðar i mynd fugla og fiska. Heimamenn ágætir, mývetnskastir allra Mývetninga, hafa komið þarna upp sumargistihúsum með prýðilegri ferðamannaþjónustu. Þeir hafa raunar ekki gert annað en að selja það yndi, sem skoðun dásemda þessa vistrikis getur veitt skilningarvitum ferða- manna um sumartimann. Gestgjafarnir við Mývatneru þegnar vistríkisins. En salan er bara orðin svo mikil, vegna vaxandi eftirspurnar ferða- manna, að hún stofnar nú unaðs- semdum vistríkisins i voða. Bændur við Mývatn kvarta nú undan ágengni ferðamanna, sem geri'st nærgöngulir við hreiður og valdi þess konar ókyrrð i sveitinni að fulglalifinu, sem ferða- mennirnir koma til að skoða, sé stefnt i hættu. Túristaiðjan, i þeirri mynd sem hún er nú rekin á landi hér, er vissulega eitt þeirra atriða, sem taka þarf til skjótrar og gagn- gerðrar athugunar frá vistfræði- legu og vistpólitisku sjónarmiði. Álverið: alvar- legustu mistökin. Og svo við endum með dæmi um alvarlegustu mistökin, sem orðið hafa i vali milli hagsmuna islenzks vistrikis og kapitals i uppbyggingu iðjuvers, þá vil ég ekki trúa þvi, að þeir aðilar, sem heimiluðu Alusuisse að reisa verksmiðjuna i Straumsvik án hreinsitækja, hafi gert sér grein fyrir þvi hermdarverki, sem þeir voru að fremja á lifi þessa lands, — fremur en verkfræðingarnir, sem dreifðu 10 tunnum af DDT- skordýraeitri á bakka Sogsins, til þess að draga úr áhrifum mývargsins á afköst verka- mannanna. Tillaga okkar, flutnings- mannanna þriggja, um vistfræði- legar og vistpólitiskar rannsóknir til undirbúnings áætlanagerð um nýtingu orkulinda landsins, miðar að þvi að komið verði i veg fyrir óhappaverk af þessu tagi. (Ræðan er nokkuð stytt). Helgi Seljan Framhald af 5. siðu. niður i lestur leikrita og fá sig seint fullsadda'. Þess eru jafnvel mörg dæmi, að margra ára leikstarfsemi hafi leitt til þess, að leikarinn fór sjálfur að setja saman smáleik- þætti, sjálfum sér til ánægju ot hugarhægðar og öðrum til nokk- urs gamans. Ekki er þar um neina listsköp- un að ræða, enda ekki skoðað sem slikt af hálfu höfunda. hJn skemmtilegur árangur af starfi getur hér komið fram og ég tek sveitapiltinn aftur til vitnis, hann hefur samið gamanþætti af tölu- verðri kunnáttu og glatt sam- borgara sina með góðlátlegu skopi i skemmtilegum búningi. Auðvitað dettur honum ekki i hug að ætlast til neinnar annarrar I viðurkenningar en þeirrar, sem felst i glaðværum . hlátri sam- komugesta. Allt þetta,og miklu fleira en hér er talið, er vissulega nokkurs virði, jafnt einstaklingn- um sem oft daufu félags- og menningarlifi dreifbýlisins. Ég hika þvi ekki við að telja leiklistarstarf áhugafólks menningarstarf og ég vil gjarnan undirstrika það, að þvi fylgir i mörgum tilfellum meiri reisn og meiri menning en mörgu af þvi, sem hástöfum er auglýst og talið til hinnar æðstu menningar á stundum. Enginn skilji þó orð min svo, að ég viöurkenni ekki æðri list og menningu en þá sem fram- leidd er við erfið skilyrði úti á landsbyggðinni, siður en svo. Við erum einmitt svo lánsöm að eiga mikla listamenn i sköpun og túlkun á flestum sviðum og vist virði ég þá og dái. Enn siður vil ég miklast eða ofmetnast af leik- starfi áhugafólks, enda væri það i hróplegu ósamræmi við þess eigin skoðanir og álitá starfi sinu. Aðeins -vildi ég með þessu greinarkorni, þó i litlu væri, vekja athygli á'þyi, hve merkilegt starf hér væri unnið, starf sem rétti- lega á að meta. Ég gæti nefnt ótal fleira máli minu til sönnunar: Ég gæti sagt i'rá leiktjaldamálaranum okkar eystra, sem festir myndir á léreft af þeirri iþrótt, að margur lærður mætti öfunda hann af, leikur sjálfur. þegar tök eru á, fylgist með leikstarfi i heimabyggð sinni og næsta nágrenni af lifi og sál, en i mundi aldrei láía sig dreyma um ’ listamannsnafn. Og vel á minnzt . | Margur hefur einmitt við gerð ; leiktjalda fengið svalað löngun sinni til að fást við að mála og skilað hvoru tveggja: ágætum árangri fyrir auga sýnignargests- ins og innri ánægju áhugastarfs- ins. Og ætli þetta siðasttalda sé ekki þegar allt kemur til alis nokkuð dýrmætt i þessu linnu-1 lausa iifsþægindakapphlaupi okkar. þar semalltof margt verður að vikja fyrir öflun imyndaðra lifsgæða. Þetta er kannski bezti og verðmætasti árangur áhugastarfsins, þó hljótt fari. Ég þekki a.m.k. vel þessa tilfinningu og vil kalla hana ,,ekta.". Sizt af öllu vildi ég gera greiri þessa að langloku. nóg kann hún að missa marks, þó það sé forð- azt. Að lokum öríá orð til þeirra sem stjórna ..alvöru"-leiklistinn( okkar. Vilduð þið nú ekki hjálpa okkur, hinum litilsigldari I listinni til þess að ná feti lengra með því að senda okkur öðru hverju leik- stjóra eða leiðbeinendur og opna leikhúsin ykkar lyrir áhugafólki, sem vildi sjá og læra. Ég sá um daginn „Sjálfstætt fólk”, og mikið gladdi það mig að sjá áhugaleikarann lleimi Ingi- marsson skila sinum bónda sann- ari og óýktari en hinum tókst, að undanskildum Bjarti sjálfum. Gæti ekki hugsazt, að þið grædduð jafnvel á þvi að kynnast beztu kröftum landsbyggðarinn- ar, gæli ekki hugsazl, að þeir mættu komast á leiksviðin ykkar án þess að hætta va>ri á, að þeir óhreinkuðu fjalirnar eða hina annars ágætu list ykkar. Mætti t.d. biðja um Sigurð Hall- marsson á Húsavik i gott hlutverk i Þjóðleikhúsinu, ég held enginn yrði fyrir vonbrigðum. Þið getið rétt okkur hjálpar- hönd við uppbyggingu blómlegs áhugastarfs og ég efa, að þið rækið skyldurnar við leiklistina að fullu fyrr en þið hjálpið okkur og aðstoðið duglega. Eitt megið þið vera viss um. Það stendur ekki á okkur að þiggja hjálpina. Helgi Seljan Lömun Framnald af bls. 6. Allt þeila vissi ég áður en ég fyrst leit tækið augum og fylgdist með þvi að starfi i lækningastofu Aléjefs og hjálpaði til að festa rafskautin á hinn lamaða iikams- hluta sjúklingsins. Læknirinn athugaði sjúklinginn fyrir og eftir aðgerðina. Engin framför. En nú kemur röðin að einum, sem fær slika meðferð i ellefta sinn. liann kannast orðið vel við þá tilfinningu, sem að gerðinni fylgir. En allt i einu kcmur eitthvað nýtt til sögunnar, sem þó er jafnframt æði kunnug- legt. „Læknir! ” Röddin lýsir undrun og fögnuði. Stóra táin á fætinum, sem lam- aðist i slysi fyrir mörgum árum, er farin að kvika. Læknirinn er ekki siður ánægð- ur en sjúklingurinn. Á morgun er næsta lota. Aléjef veit, að ekki nægja færri en ca. 30 lotur. Eftir 30 aðgerðir með Mioton hef- ur margur maðurinn gengið héð- an óstuddur, sem áður varð að bera inn. Á tveim siðustu ráðstefnum i Stokkhólmi og Briissel báru læknavisindamenn frá mörgun. löndum saman þann árangur, sem náðst hefur á þessu sviði. Það kom i ljós, að starfshópur Aléjefs er um margt i farar- broddi, enda er það einróma álit þeirra erlendra sérfræðinga, sem heimsótt hafa Borgarsjúkrahúsið i Kiev. A. Gavrilenko (APN' Borðtennis Framhald af bls. 11. þingsins, en hann gat ekki komið. Þingið sendi honum kveðjur og þakkir fyrir störf hans. 1 fyrstu stjórn Blaksam- bandsins voru kjörnir: Albert Valdimarsson, for- maður, Guðmundur Arnaldsson, Magnús Gunnlaugsson, Halldór Jónsson, Guðmundur Valtýsson. 1? or ð t e n n i s s a m b a n d í s 1 a n d s (BTÍ). I'essir yðilar stóðu að stofnun sambandsins: tþróttabandalag Reykjavikur, Héraðssambandið Skarphéðinn. Iþróttabandalag Keflavikur, Iþróttabandalag Hafnarfjarðar, Ungmennasamband Kjalarnesþings; Héraðssamband Súður-Þingey- inga, íþróttabandalag Akureyrar, Ungmennasamband Borgar- fjarðar, Iþróttabandalag Akraness. 1 fyrstu stjórn Borðtennis- sambandsins voru kjörnir: Sveinn Áki Lúðviksson, formað- ur, Gunnar Andrésson, Pétur Ingimundarson, Sigurður Guðmundsson, Margrét Bjarnadóttir. Með tilkomu þessara tveggja nýju sérsambanda leggjast nið- ur störf Blaknefndar og Borð- tennisnefndar ISl, sem starfað hafa með ágætum undanfarin ár. Nú eru þvi innan 1S1 12 sér- sambönd fyrir þessar iþrótta- greinar: Knattspyrnu, hand- knattleik, sund, frjálsiþróttir, skiði, golf, körfuknattleik, fim- ieika, babminton, blak og borð- tennis. Blak Framhald af 10. siðu. Tilkynna skal þátttöku fyrir 26. okl. 1972, kl 20,90, ein- hverjum eftirtalinna manna, sem skipa mótanefnd: Guðmundur Ólafsson, Ernin- um, . simi 83516 Hjálmar Aðalsteinsson, KR, simi 13233 Sigurður liall, Ármanni, simi 33526 Útför eiginmanns míns, Ilenrýs A. Hálfdánarsonar skrifstofustjóra ler fram frá Dómkirkjunni 1 Reykjavik fimmtudaginn 16. nóvember n.k. kl. 13.30. Þeir, sem minnast vilja hins látna, eru vinsamlegast beðniraðláta Slysavarnafélag Islands eða Dvalarheimili aldraðra sjómanna njóta þess. Fyrir hönd móður hins látna, barna, tengdabarna, barna- barna og annarra vandamanna. Guðrún Þijrsteinsdóttir. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför ffi Guðmundar Magnússonar múrarameistara Kambsvegi 22. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.