Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. nóvember 1972 IÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Stórveldin deila um
gerfihnattasjónvarp
Að nokkrum árum liðn-
um kemur að því, að á því
verða tæknilegir mögu-
leikar að menn geti upp til
hópa sezt við sjónvarpstæki
sitt og tekið við útsendingu
sem byrjaði hinum megin á
hnettinum. Stórveldin tvö,
Bandarikin og Sovétríkin,
hafa fyrir löngu komið
auga á hugsanlegar
plólitiskar afleiðingar
slíkrar þróunar — og þau
eru nú komin í hár saman
út af máli þessu.
Beint tilefni deilunnar er
tillaga sem Sovétríkin hafa
borið upp hjá Sameinuðu
þjóðunum, um að setja
vissar skorður við notkun
gerfihnatta til sjónvarpsút-
sendinga milli ríkja. Sovét-
menn segjast þar með vilja
vinna að bættri sambúð
þjóða, en Bandaríkjamenn
svara með þvi að hér sé á
ferð viðleitni til að koma í
veg fyrir að þegnar Sovét-
ríkjanna fái aðrar upp-
lýsingar en þær sem vald-
hafar vilja. Hér fara á eftir
greinargerðir um málið —
önnur er f rá sovézku frétta-
stofunni APN, hin frá
bandarisku upplýsinga-
þjónustunni í Kaupmanna-
höfn.
Hér skal farið nokkrum
orðum um röksemdir
aðilanna.
Það er sjálfsagt að taka
undir fögur orð Sovézkrá
um að fjölmiðla megi ekki
misnota i illum tilgangi o.s.
frv. En óneitanlega er
leiðinda ritskoðunarhreim-
ur af þeirra tillögum. Þeir
vilja ekki að geimsjónvarp
breiði út ,,rangar
upplýsingar", ,,ósiðsemi''
eða sé notað til ,,íhlutunar
um innanríkispólitík". En
hver ætti að skera úr um
það, hvað sé leyfilegt og
hvað ekki i slikum efnum?
Mundi ekki niðurstaðan
verða samkomulag stór-
veldanna að sýna ekkert
það í geimsjónvarpi, sem
nokkru máli skipti?
Bandaríkjamenn gerast
málsvarar tjáningafrelsis.
Gott og vel. En í því sam-
bandi gleymist einfaldlega
það sem efst var á baugi í
kanasjónvarpsmálum
okkar (slendinga. Málfrelsi
fyrir hverja? Það er Ijóst,
að aðeins örfáar stórþjóðir
gætu haft sig að ráði í
frammi í geimsjónvarpi,
og þá fyrst og fremstgeim-
ferðaþjóðirnar tvær —
Bandarikin og Sovétríkin. l
reynd munu þær breiða út
sín viðhorf, sína menningu,
sínartungur— málfrelsið í
geimsjónvarpinu verður
öðrum að mestu forms-
atriði, sem þeir geta aldrei
fært sér í nyt.
Máske ,,þjóðir heims"
ættu að taka sig saman um
að hafa ekkert geimsjón-
varp? Það er nefnilega svo
komið að það er ekki lengur
sjálfsagt mál að öll þau
tækniævintýri, sem eru
framkvæmanleg, verði að
veruleika.
Sovézka fréttastofan APN:
Framfarir
eiga sínar
skuggahliðar
Hraði og viðfeðmi tæknilegra
framfara nú um stundir hafa
fengið menn til að lita á hnött
þann, sem við byggjum, sem
einskonar geimskip, skapað af
náttúrunni. Nauðsyn ber til þess
að farþegar þessa geimfarkosts
búi i sátt og samlyndi. Menn hafa
ekki fyrr gert sér jafnvel grein
fyrir stöðu mannkyns i alheimi.
Menn skilja æ betur að eining
verður að rikja, og framsæknustu
menn finna æ meir til ábyrgðar af
framhaldi mannlifs á jörðunni.
Jarðarbúar standa við upphaf
nýs áfanga i þróun fjölmiðla:
sjónvarpstækni i geimnum opnar
áður óþekkta möguleika á
upplýsingamiðlun. t náinni fram-
tið verður raunhæf bein móttaka
sjónvarpsefnis frá gerfihnöttum.
Þetta er ánægjuefni — menn fá i
hendur nýtt og öflugt tæki til að
styrkja frið og vináttu milli þjóða,
framfarir á sviði menningar- og
félagsmála.
Sovétrikin hafa jafnan talið
mikilvægt, að tryggja að geim-
urinn og tæknilegar framfarir séu
fyrst og fremst nýtt sem mest i
þágu fólks, og hafa þau átt frum-
kvæði um ýmsar þýðingarmiklar
alþjóðareglur og samninga þar að
lútandi.
Nú hefur sovétstjórnin borið
upp hjá SÞ drög að samþykkt um
notkun gerfihnatta til beinna
sjónvarpssendinga.
Samkvæmt þeim munu aðilar
nota slika gerfihnetti i þvi skyni
að efla menntunarstig og sam-
skipti milli þjóða. f þvi samhengi
verður sérstakt tillit tekið til
þeirra þróunarlanda, sem lýsa
sig fús til að nota þessar
sendingar til hvatningar þróun
sinni.
Geimsjónv. er samt afkvæmi
nútimavisinda og tækni, sem hafa
ekki aðeins haft blessun i för með
sér. I Hiroshima deyr enn fólk
sem varð fyrir sprengingu, þegar
leystust úr læðingi kraftar sem
eru nú orkugjafar i kjarnorkuraf-
stöðvum. Af biturri renslu hefur
mannfólkið !ært, að mannsandinn
getur bæði þjónað guði og djöfli.
Spurt er, hvort menn hafi vit og
styrk til að koma i veg fyrir seinni
möguleikann.
Þvi verða lönd, sem gerast
aðilar að samþykktinni, að skuld-
binda sig til að útiloka frá gerfi-
hnattasjónvarpi dagskrár, sem
reka áróður fyrir striði,
hernaðarstefnu, fasima, þjóða- og
kynþáttahatri. I geimsjónvarpi
verður ekki rúm fyrir ósiðlegt
efni eða efni sem miðar að
ihlutun i innanlandsmál annarra
rikja eða utanrikispólitik þeirrá.
Geimsjónvarpið verður að vera
sannmannlegt, halda uppi vörn-
um fyrir grundvallarrétti manna
og virðugleika einstaklingsins.
Aróður fyrir valdbeitingu,
hrollverkjum.klámi og eiturlyfj-
um verður að útiloka. Geimsjón-
varp má ekki nota til að grafa
undan þjóðmenningum og þjóð-
tungum, eða til að breiða út
rangar upplýsingar.
Til að ekki sé unnt að reka
áróður af þessu tagi nafnlaust eða
af óábyrgum aðilum er lagt til að
sendingar um gerfihnetti annist
aðeins stofnanir sem eru undir
rikiseftirlit i. Hvert land, sem
undirritar samþykktina, verður
að setja reglur til að koma i veg
fyrir að sendar séu út dagskrár
sem brjóta i bága við hana —
hvort sem er frá eigin landi eða
frá stöðvum úti i geimnum.
Sovétrikin hafa lagt drög sin
fyrir 27. Allsherjarþing S.Þ. Þau
telja að gerð sliks samnings muni
stuðla að jákvæðri Jiróun réttar-
reglna um hagnýtingu geimsins,-
gagnkvæmum skilningi milli
þjóða og að framförum á sviði
efnahags- og félagsmála.
Boris Bannof.
Bandariska upplýsingaþjónustan:
Höfum tjáningarfrelsið í heiðri
Bandarikin hafa látið i ljós al-
varlegaráhyggjur i sambandi við
tillögu sein Sovétrikin hafa borið
fram hjá Sameinuðu þjóðunum,
um að teknar 'verði upp tak-
markanir á notkun svokallaðs
gerfihnattasjónvarps — þ.e.a.s.
sjónvarpssendinga beint frá
gerfihnöttum til sjónvarps-
notenda.
Sendih. Bandarikjanna hjá SÞ.,
George Bush, lýsti þvi yfir i
hinni pólitisku nefnd S.Þ. að hið
sovézka samningsuppkast gengi
gegn grundvallaratriði, sem
Bandarikin og önnur iýðræðisriki
legðu mikla áherzlu á/ frjáls
skipti á upplýsingum og hug-
myndum, þar eð tjáningarfrelsi
er forsenda lýðræðislegra
stofnana.
Bush minnti um leið á það, að
gerfihnattasjónvarp væri enn
ekki veruleiki. Allar þær aðferðir
sem nú eru notaðar við sjónvarp
byggja á þvi, að viðtækin fái
sendingar frá öflugum stöðvum á
jörðu niðri. Sendiherrann taldi,
að það mundi liða langur timi —
að likindum mörg ár — þar til
gerfihnattasjónvarp verður tekið
i notkun, þvi að þróun þessa
forms sjónvarps er takmörkuð
bæði af tæknilegum og fjárhags-
legum ástæðum.
Þegar samningsdrögin voru
lögð fyrir SÞ sagði Malik, fulltrúi
Sovétrikjanna, að öll lönd ættu að
hafa möguleika á að vernda
þegna sina fyrir sjónvarps-
sendingum sem tengdar eru
glæpum og kynæsingum.
Sjálft samningsuppkastið
stefnir þó að miklu viðtækara
eftirliti með gerfihnattasjón-
varpi, þar eð þaö gerir ráð fyrir
þvi, að allar beinar sjónvarps-
sendingar til annars lands séu
bannaðar nema að þær hafi bein-
linis verið leyfðar af viðtöku-
landinu. Ef leyfi þetta fæst ekki er
bannað að senda um gerfihnött,
hver sem ástæðan fyrir banninu
kann að vera.
Samkvæmt sovézka samnings-
uppkastinu á að vera bannað að
senda nokkuð það um gerfihnetti
sem er „ósiðlegs eða ögrandi
eðlis” einsog þarstendur. Rússar
hafa ekki enn gefið neina nánari
skýringu á þvi hvað þeir eiga við
með þessari formúlu.
Bandarikin hafa svarað þessari
tillögu með þvi að hvetja aðrar
þjóðir til að ihuga „grundvallar-
vandamál” sem upp kunna að
koma i sambandi við gerfihnatta-
sjónvarp. Meðal þeirra vanda-
mála er það, sagði Bush, hvort
takmarkanirá tjáningarfrelsi eru
yfir höfuð samræmanlegar
meginatriðum i mannréttinda-
yfirlýsingu SÞ.