Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 12
12,SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. nóvember 1972 SKILIN EFHR . . . Teiknimyndasaga frá Kína 19. Hsiang-lien vill ekki enn koma manni sinum i vandræði svo að hún biður hliðvörðinn að segja að hún sé móðir Tung og Chuns. Hann gerir það. Shih-mei verður undrandi en heldur rósemi sinni og segir: ,,Þótt hún sé móðir þeirra þekki ég hana ekki. Þú getur gefið henni silfurmola og beðið hana að fara.” 20. Hsiang-lien neyðist nú til að koma upp um hver hún er. Hliðvörð- urinn veit varla hvað hann á að gera, þvi að hann er i erfiðri aðstöðu. Loks biður hann hana að rifa stykki úr kyrtlinum sem hún er klædd og afhenda sér það. Hsiang-lien gerir eins og hann segir. ÚTLENDINGA- EFTIRLITIÐ er flutt i aðallögreglustöðina, Hverfisgötu 113—115, H. hæð. Inngangur um austurdyr. Lögreglustjórinn í Reykjavik, 13. nóvember 1972. Y firsaumakona Staða yfirsaumakonu við þvottahús rikis- spitalanna er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. febrúar n.k. Laun sam- kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum, sem greini menntun og fyrri störf, sé skilað til stjórnarnefndar rikis- spitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 15. desem- ber n.k. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 14. nóvember 1972. Skrifstofa rikisspitalanna. LITLI GLUGGLNA ONNO + INNI heita þessar sögur, sem eru eftír Vagn Steen. ONNO+ INNI eru orö, alveg eins og sögurnar eru orð. En það er ekki hægt að snúa öllum orðum á jafn marga vegu og ONNO + INNI. Þessar sögurgerast í dönskum bæ, sem heitir _ TVEDHUSE. Aðalper- sónurnar eru: Karen, sem er 9 ára, Anna, sem er 6 ára,og Hans Pétur, sem er 2 ára. Meyra seyra heyra eyra hvað má heyra með mínu meyra rauða eyra? hrópaði Anna til Karenar. Hún hafði tautað þetta fyrir munni sérfrá Karli Nielsen og heim. Hverníg átti Karen nú að svara? Til að fá umhugsunarfrest sagði Karen þú mátt heyra með þinu meyra seyra eyra ekkert fleira — en það bull, sagði Knútur Jörgen sem hafði heyrt þetta utan af göt- unni. En seinna hafði Karen svar á reiðum höndum. Knútur Jörgen var að mjólka. Anna og Karen stóðu hjá og fylgdust með. Allt í einu sagði Karen getur þú sveigt eða augað beygt — Það er ekki hægt að sveigja og beygja auga, sagði Anna. — Jú, sagði Karen. — Og augað getur spaugað. — Og auga er hægt að lauga, sagði Knútur Jörgen. — Og það er ekki að spauga. — Og vökvaref þú skrökvar, sagði Karen hlægjandi. — Það sést ekki á auganu mínu þó ég skörkvi pínu, sagði Anna. Um kvöldið sagði hún þetta við pabba. — ÞAÐ SÉST EKKI Á AUGANU MlNU ÞÓ ÉG SKROKVI PÍNU, söng Anna og horfði i augað á pabba. — Sést ekki á Önnu-auga þínu þótt þú skrökvir pinu, sagði pabbi hlægj- andi. Svo leit hann beint í augu hennar og sagði: — heldur þú það ekki? Framhald. ALKOHOL HEFUR ALLTAF AHRIF A HEILANN Það svæði heilans ,þar sem áhrifa gætir % alkóhóls f blóði Magnið sem drukkið er Þyngd neytanda A H R I F Tfminn, sem alkó- hóiið er að eyðast 45 kg 68 kg 0,05% 2 bjórar 3 bjórar • Skert dómgreind • Vald yfir hugsunum og gerðum minnkar • Viðkvæmni eykst • Hitatilfinning 7 stundir 0,1% 3 1/2 bjór 5 bjórar • Jafnvægis- og samræmingarskyn ruglað • Fljótfærni og talandi eykst • Oftraust á sér og öðrum - oföryggi • Málfar þvoglukennt 10 stundir 0,2% 6 bjórar 8 bjórar • Göngulag riðandi • Viðkvæmni úr hófi fram • Skert sjón (sér tvöfait) 19 stundir f) * 0,5% 2/3 flaska af whisky 1 flaska af whisky • Meðvitundarleysi 30 smndir Hærri afengisprósenta getur valdið dauða Hömlur haldbetri en fræðsla Þekktur sænskur geð- og fé- lagslæknir, Niels Bejerot að nafni, hefir nýlega skrifað hand- bók um fikniefni og fikniefna- neyzlu. Mjög eftirtektarvert er, að Bejerot er eindregið fylgjandi ströngum dreifingarhömlum til að draga úr skaðlegum afleiðing- um fikniefnaneyzlu og er áfengi þar ekki undan skilið. Bejerot álitur fræðslu um áhrif efnanna gagnlega, en hann bætir við, að það séu aðrir þættir, sem gegna mikilvægara hlutverki i þessu sambandi, — þ.e. hversu auðvelt cr að nó i efnið. Hann sannar þetta tölfræðilega og skýrt i grein, sem hann nefnir: ,,Hvaða ályktanir má draga af fikniefnanotkun lækna?”. Þar kemur fram, að um það bil einn hundraðshluti læknastéttarinnar i Bandarikjunum er háður fikni- efnum, — þ.e.a.s. 30-100 sinnum fleiri eiturefnasjúklingar eru meðal þeirra en nokkurrar ann- arrar þjóðfélagsstéttar þar vestra. Af þessu m.a. dregur hann eftirfarandi ályktanir: „Menntun og þekking virðist vera veik vörn, ef auðvelt er að afla efnanna. Jafnvel læknis- menntun veitir þannig enga vernd gegn fikniefnaneyzlu.” Samanburður, sem Bejerot læknir gerir á lögum margra landa um fikniefnamál, leiðir afar skýrt i jós, að verst er átandið, þar sem löggjöfin er frjálsust. Minnst er um skaðlegar afleiðingar fikniefnanna, þar sem löggjöf er ströng og dreifingar- hömlum beitt. (Afengisvarnaráð).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.