Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 15. nóvember 1972
UOOMUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eifiur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 iinur).
Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði.
Lausasöiuverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
SA YÐAR, SEM SYNLDLAUS ER
Formaður Alþýðuflokksins ritaði fyrir
nokkrum dögum grein i Alþýðublaðið,
sem hann nefndi: ,,Um visitölumálin,
verkalýðssamtökin og rikisstjórnina”.
Með svop þess, sem syndlaus er, setur
hann yfir mynd sina i Alþýðublaðinu þessi
orð: ,,Þá mun reyna á það á Alþingi,
hvaða flokkar standa með málstað verka-
lyðshreyfingarinnar og hverjir gera það
ekki”.
Auðvitað verður formaður Alþýðu-
flokksins að vera i takt við áróður
Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins
um unnin og yfirvofandi voðaverk núver-
andi rikisstjórnar gegn verkafólkinu i
landinu.
En Alþýðuflokkurinn, undir forustu dr.
Gylfa, er ekki fyrst núna að komast i takt
við Sjálfstæðisflokkinn. Þingmenn þess-
ara flokka hafa býsna mikla æfingu i þvi
að rétta sameiginlega upp hendurnar, og
ekki frítt við, að slikar samræmdar að-
gerðir hafi stundum komið ónotalega við
visitöluna og kjör launafólks.
í upphafi samstjórnar þessara tveggja
flokka fyrir rúmum 12 árum var það
þeirra fyrsta verk að afnema með öllu
verðtryggingu launa og rifta með frekleg-
asta hætti gildandi kjarasamningum. í 23.
grein viðreisnarlaganna sagði: ,,Nú er
þrátt fyrir ákvæði 1. málsgreinar þess-
arar greinar ákveðið i samningi stéttarfé-
laga eftir gildistöku þessara laga, að
greidd skuli verðlagsuppbót samkvæmt
visitölu og er þá slikt ákvæði ógilt og hlut-
aðeigandi vinnuveitendum er óheimilt að
fylgja þvi”.
Sem sagt, sérhver atvinnurekandi, sem
greiða vildi verkafólkinu visitölubætur
var bannfærður með fyrstu lagasetningu
viðreisnarinnar. Til þess settist dr. Gylfi i
ráðherrastól.
í umræðu á alþingi 15. febrúar 1960
sagði þáverandi viðskiptaráðherra, dr.
Gylfi Þ. Gislason: ,,Það er pauðsynlegt að
afnema visitölukerfið, af þvi að það færir
launþegum engar varanlegar kjarabætur,
engar varanlegar hagsbætur heldur stuðl-
ar að hækkunum kaupgjalds og verðlags á
vixl, færir launþegum fleiri krónur, en
ekki bætt kjör”.
Handauppréttingin á alþingi 1960 kost-
aði verkafólk verulega kjaraskerðingu, og
kaupmáttinn, sem gilt hafði fyrir visitölu-
ránið tókst ekki að vinna upp aftur fyrr en
1965, þrátt fyrir fjöldamörg harðvitug
verkföil og vaxandi þjóðartekjur. Rikis-
stjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins skammtaði launþegum kjörin.
Viðreisnarstjórnin var með júni-sam-
komulaginu 1964 neydd til að afturkalla
lögin um bann við visitölugreiðslum á
kaup, en að loknum siðustu kosningum,
sem hún slapp frá með meirihluta, árið
1967 varð það enn hennar fyrsta verk að
rjúfa júni-samkomulagið og afnema á ný
verðtryggingu launa.
Fullar visitölugreiðslur á kaup fengust
svo loks aftur viðurkenndar að loknu stóru
verkfalli 1970, en ekki voru liðnir nema
nokkrir mánuðir, þegar viðreisnarstjórn-
in réðist enn til atlögu við verkalýðshreyf-
inguna og svipti launþega 4 visitölustigum
við setningu verðstöðvunarlaganna haust-
ið 1970. En þá var lika stutt i endalokin á
ráðherradómi Gylfa Þ. Gislasonar, Jó-
hanns Hafsteins og félaga þeirra, sem svo
lengi höfðu beitt rikisvaldinu til að ræna
verkafólk umsömdum kjarabótum.
Árið 1970, siðasta valdár viðreisnar-
innar, var kaupmáttur timakaups verka-
manna aðeins 7% hærri en hann var árið
1959, siðasta árið fyrir viðreisn.
Kaupið hafði hækkað 7% meira, en
framfærslukostnaðurinn eins og fram-
færsluvisitalan, sem sett var á viðreisnar-
timanum mælir þann kostnað.
7% á ellefu árum og kostaði sfendur-
tekin verkföll. Á þvi tæplega eina og hálfa
ári, sem núverandi rikisstjórn hefur verið
við völd hefur þessi sami kaupmáttur vax-
ið, ekki um 7%, heldur um 25—30%, án
verkfalla.
Flogið hefur fyrir, að á Alþýðusam-
bandsþingi i næstu viku verði borin upp
tillaga um að senda þeim dr. Gylfa og Jó-
hanni Hafstein sérstakt þakkarávarp fyrir
samskipti liðinna ára og um að fela þeim
meðferð visitölunnar til frambúðar.
Áróður dr. Gylfa og Morgunblaðsins
þessa dagana mun miða að þvi að tryggja
slikri tillögu meirihluta.
Baráttan
við lömun
Lœknisfrœðin í bandalagi
við st jórnunarfrœði
Það er engin nýjung
lengur, að menn hafi stjórn
á taugaboðum, þeir ná æ
meira valdi á þeim orku-
sveiflum, sem myndast i
likamanum. Smiðuð hefur
verið gervihönd, sem bygg-
ist algjörlega á slíkum
sveiflum. i Sovétríkjunum
eru stundaðar umfangs-
miklar rannsóknir varð-
andi taugaboð.
Hér á eftir fer frásögn af
starfsemi ungs læknis í
Kiev.
Frá örófi alda hefur læknis-
fræðin glimt við lömun, sjúkdóm.
sem lýsir sér i þvi, að vöðvar
missa starfshæfni sina. Áður fyrr
tókst aðeins örsjaldan að gera
lamaða vöðva starfshæfa á ný.
Nú er hér breyting á orðin. T.d. f
Borgarsjúkrahúsini i Kiev er
lömun læknuð með aðstoö stjórn-
unarfræðinnar, með „kyberne-
tisku” tæki. ,
A hverju byggir þessi aðferð?
Minnumst tilraunar Galvanis,
sem allir þekkja úr eðlisfræði-
kennslubókum: hann bar raf-
skaut að vöðvavef frosks, og i
hvert skipti dróst vöðvinn saman.
Svipað er þessu farið með starf-
semi vöðva yfirleitt, þeir dragast
saman fyrir áhrif frá ákveðnum
straumum, taugaboðum. Starf-
semi þessi er geysiflókin, og
vandinn var i þvi fólginn aö aö-
greina hinu ýmsu þætti hennar og
finna þá, sem gætu, ef þeir væru
margefldir, haft sömu áhrif á
lamaðan vöðva i mannslikam-
anum og rafskaut Galvanis haföi
á frosklöppina.
1 Stjórnunarfræðistofnun VIs-
indaakademiu Úkraínu hófust
læknirinn A. Aléjef og verkfræð-
ingurinn S. Búnimovitsj handa
um rannsóknir í þessa átt. Við
marga erfiðleika var aö etja, og
það helzt, að einfaldasta hand-
hreyfing — krepping og rétting —
útheimtir a.m.k. starfsemí
tveggja vöðvatvennda, sem
verka hvor á móti annarri. Með
venjulegum straumi, var aðeins
unnt að verka á einn vöðva.
Aléjef og Búnimovitsj skráðu
þá strauma, sem mynduðust i
hverjum vöðva, við ákveðið
strangt afmarkað átak. Hina
skráðu örvunarskammta sendu
þeir svo i gegn um sérstakan
magnara og létu þá verka á lam -
aðan likamshluta. Hinir
„utanaðkomandi” straumar
fengu vöðvann til að starfa sem
væru þetta hans eigin taugaboð.
Tilraunin var margendurtekin.
Vöðvinn þjálfaðist smátt og smátt
i eðlilegum viðbrögðum og fór
loks að taka við eigin tauga-
boðum og hlýða þeim.
Eftir þennan árangur kom
fram sú hugmynd að smiða tæki,
ser gerði það kleift að velja að
vild mismunandi „likams-
strauma” og skammta þá i mis-
munandi magni. 1 tilraunaverk-
Dr. Leonid Aléjef og Sergei Majboroda, læknar, athuga skýrslur um árangur lækninganna.
smiðju nokkurri var svo búiö til
tæki, er hlaut nafnið „Mioton 1”.
Aléjev og Búmimovitsj gerðu
fyrst fjölda tilrauna á dýrum og
sjálfum sér og tóku siðan að
reyna tækið við sjúklinga.
Fyrstu tilraunirnar sýndu, að
þeir félagar voru á réttri leið.
Hér kemur frásögn eins af sjúk-
lingunum:
„Eftir fall ofan úr sjöttu hæð á
húsi lamaðist ég á hægri hendi og
vinstra fæti. Ýmsar lækninga-
stofnanir reyndu árangurslaust
að hjálpa mér. Það fór að bera á
vöðvaryrnun, og ég varð ógang-
fær að kalla. En eftir að ég hafði
fengið „Miotonmeðferð” i Kiev,
varð mikil breyting til hins
betra. Hreyfingasviðið Ijókst að
miklum mun og mér varð léttara
um gang...”
Þetta er frásögn manns, sem
virtist dæmdur til að geta ekki
hreyft sig og sem fyrir lækningu
gat ekki tekið upp blýant.
Þannig hófst sigurganga Miot-
ons. Tækið var endurbætt, gert
fjölþættara og meðfærilegra.
Eftir fjögra ára starf er hægt að
státa af góðum árangri. Tii
dæmis læknuðust 90 af hundraði
þeirra, sem höfðu lamaða and-
litstaug og hlotið höfðu alla hugs-
anlega meðferð aðra, þ.á.m. nál-
stungu. Frh. á bls. 15