Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVlLJiNN Miðvikudagur 15. névember 1972 FYRIRLESTUR UM LOFTMENGUN Mánudaginn 20. nóvember n.k. flytur prófessor Cyril Brosset, efnafræðingur, fyrirlestur i Norræna húsinu um útbreiðslu loftmengunar frá iðnaðarhéruð- um Evrópu og áhrif hennar, sér- staklega á Noröurlöndum. Vandamál þetta hefur vakið mik- ið umtal vegna tjóns, sem talið er hafa orðið á skógum og vatnafisk- um i Noregi og Sviþjóð af völdum súrrar úrkomu. Fyrirlestur þessi er fluttur á vegum Rannsóknarráðs rikisins, og er öllum heimill aðgangur. Fyrirlesturinn, sem verður á ensku, hefst kl. 17:15. Aðalfiuidur FEF haldinn í kvöld AÐALFUNDUR Félags einstæðra foreldra verður að Hallveigarstöðum annað kvöld kl. 21. Formaður FEF, Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður, fiytur ársskýrslu stjórnar, gjald- keri les reikninga og lagðar verða fram tillögur um lagabreytingar. Meðal þeirra tillagna er sú, að félagi i FEF, sem gengur i hjóna- band, skuii hafa rétt til áfram- haldandi aðildar að félaginu. Skýrt verður frá undirbúnings- vinnu, varðandi byggingafram- kvæmdir, sem félagið hyggst fara út i. Er það fjölbýlishús, meö 40- 50 ibúðum fyrir einstæða foreldra og börn þeirra. Ætlunin er, að þar verði einnig starfrækt vöggu- stofa, dagheimili, skóladag- heimili og aðstaða fyrir unglinga. Stefnt er að þvi, að ibúðirnar verði leigðar út og fái þær til um- ráða einstæðir foreldrar, sem búa við timabundna húsnæðis- erfiðleika. Geta má þess, að fjáröflunar- nefnd hefur verið sett á laggirnar til að skipuleggja fjáröflun til að ýta þessu brýna nauðsynjamáli á flot. Kjörin verður siðan stjórn EFE fyrir næsta starfsár. bá verður jólakortum félagsins dreift á fundinum og félagar beönir að annast sölu þeirra og dreifingu, eins og undan farin ár. Að þessu sinni eru þrjár nýjar gerðir af kortum, og tvær endurprentaðar siðan i fyrra, vegna mikillar eftirspurnar. Þá er félagið einnig að gefa út litprentað minningar- spjald. Sinfónía eftir Mahler flutt hér í fyrsta sinn Gustav Mahler Sinfónia eftir austurriska tón- skáldið Gustav Mahler verður flutt i fyrsta sinn hér á landi annað kvöld á tónleikum Sin- fóniuhljómsveitar tslands i Háskólabiói. Stjórandi er dr. Róbert A. Ottósson. Dr. Róbert hefur áður stjórnað flutningi tveggja verka Mahlers hér, Das Lied von der Erde 1969 og Lieder eines fahrenden Gesellen Söngvum förusveins) 1964. Auk þeirra verka hefur hljóm- sveitin flutt eftir Mahler Kindentotenlieder 1965. Fyrir utan 1. sinfóniu Mahlers er á efnisskrá tón- leikanna Es-dúr sinfónia Mozarts (nr. 39), svo þeir sem þykjast sviknir af þvi að fyrir- hugaður fiðlukonsert brást að þessu sinni, fá samt sinn Mozart. A fundi með blaðamönnum i gær gat dr. Róbert þess, að þessar tvær sinfóniur eru skrifaðar meö nákvæmlega 100 ára millibili; Mozart reit sina 1788, en Mahler 1. sin- fóniu sina 1888. Þær eiga vel saman á konsert, fannst Róberti, eru andstæður, en þó dálitið svipaöar. Það er eiginlega fyrst núna, _ð fariö er að leika verk Mahlers að ráði fyrir utan þýzkumælandi löndin i Mið- Evrópu, og ekki seinna vænna, endá má segja, að hann hafi komizt i tizku i tónlistarsölun- um austan hafs og vestan siðustu árin. Mahler kemur oft á óvart i verkum sinum og mætti kannski kalla hann fyrsta absúrdistann, þvi hann beitir stundum likum brögð- um t.d. I sorgarmarsi 3. kafla sinfóniunnösinfóniunnar, sem leikin veröur á morgun, þar sem fram kemur gráthlægi- legur tviskinnungur, sem enda stórhneykslaði samtimamenn hans. Dr. Róbert sagði, að flutningur þessa verks væri mikið álag fyrir hljóm- sveitina, sem hann hrósaði mjög, ekki sizt hornleikurun- um, sem eru fjórir, en ættu i rauninni að vera sjö, Og horn- leikarana verður reyndar sér- stakt tækifæri til að sjá að þessu sinni; i lokakaflanum eiga þeir, samkvæmt forsögn Mahlers, að standa upp og reglulega láta hornin glymja yfir salinn. —vh Dr. Róbcrt. Umræður um varaaflsstöðvar: 500 kílóvatta færanleg raf stöð á Norðurlandi vestra þingsjá þjóðviljans I nii Þaö kom fram i svari Magnúsar Kjartanssonar iönaöarráöherra i svari við fyrirspurn frá Ragnari Arnalds á alþingi í gær að Rafmagnsveitur ríkisins hafa fest kaup á 500 kíló- vatta færanlegri disilraf- stöö, sem valinn hefur ver- ið staöur á Norðurlandi vestra. Ragnar Arnalds bar fram fyrir- spurnir um vararafstöðvar i fyrirspurnatima alþingis i gær. Ragnar minnti á að þegar fyrsta vetraráhlaupið skall yfir 26.—28. október fylgdi þvi mikil ismynd- un, sem olli þvi að mörg hundruð rafmagns- og simastaurar brotn- uðu. 1 Miðfirði brotnuðu og skemmdust 45 staurar og var al- gerlega rafmagnslaust á Hvammstanga i rúma 3 sólar- hringa, eða þar til sett var upp disilrafstöð, sem flutt var frá Reykjavik. Fyrirspurnir Ragnar beindi þvi þeim fyrir- spurnum til iðnaðarráðherra hvort rafstöðin sem komið hefur verið upp á Hvammstanga verði þar til frambúðar sem vararaf- stöð og hve viða þannig háttar til á þéttbýlisstöðum með fleiri en 300 ibúa, að ekki séu varaafls- stöðvar. Færanleg dísilrafstöð á Noröurlandi vestra Ráðherrann sagði að disilstöð sem tekin var i notkun til bráða- birgða á Hvammstanga yrði flutt til Búðardals i Dölum eins og ætl- Sigurður Blöndal á Alþingi Sigurður Blöndal, skógarvörð- ur, tók i gær sæti Lúðviks Jóseps- sonar á Alþingi. Magnús Kjartansson að hefði verið áður. Hins vegar hafi Rafmagnsveita rikisins fest kaup á 500 kilóvatta færanlegri disilrafstöð, sem nú er rétt ókom in til landsins. Vatnsaflsstöðvar á öllum þéttbýlisstöðum Raforkumálaráðherra greindi frá þvi, að það væri stefna raf- orkustjórnar landsins að vara- aflsstöðvar verði á öllum þétt- býlisstöðum. Unz þvi marki er náð er ætlunin að hafa færanlegar rafstöðvar þar sem þörfin er mest. Einkum skortir varaafl á tveimur svæðum, þ.e. á Norður- landi vestra og á Suðvesturlandi. Áður getur um hversu ætlunin er að leysa þessi vandamál á fyrr- nefnda svæðinu, en á Suðvestur- landi verður siðar höfð færanleg varaaflsstöð. t öðrum landshlut- um virðist ekki brýn þörf færan- legra stöðva eins og stendur. Þá vék ráðherrann að dreif- býlissvæðum. Þar er á ýmsum stöðum mjög mikil þörf fyrir varaorku. Á stórum búum er vá fyrir dyrum ef rafmagnið bregst. Rafmagnsveitur rikisins gera sér þennan vanda ljósan og þess vegna er haft i huga tvöfalt linu- kerfi eða hringtengingar. Ráðherrann skýrði frá þvi að Rafmagnsveitur rikisins hefðu tekið saman könnun um varaafls- stöðvar i landinu. Var niðurstöð- unum dreift til alþingismanna i gær er fyrirspurn Ragnars Arnalds kom fyrir. 5 stór kauptún án varaafls 1 greinargerð RR kemur meðal annars fram, að 8 kaupstaðir og kauptún með 26.500 ibúa hafa varaaflsvélar i einhverju formi. 8 kaupstaðir og kauptún með 26.000 ibúa hafa varalinu i einhverju formi. 5 kauptún með 4.000 ibúa eru án nokkurs varaafls. t þess- um tölum eru Reykjavik og Kópavogur ekki talin með. Töl- urnar sem nefndar hafa verið eiga við rafveitur sveitarfélag- anna. 15 kauptún að mestu án varaafls A svæðum Rafmagnsveitna rikisins er ástandið aftur á móti þannig: 30kaupstaöir og kauptún með 13.500 ibúa eru með varaafls- vélar, 8 kauptún með 4.300 ibúa eru að mestu án varaafls. Sveita- veiturnar, sem ná til 20 þúsund ibúa, eru að mestu án varaafls. Samkvæmt þeirri flokkun, sem að ofan getur, búa 25—27 þúsund manns við þau skilyrði að ekki er um neitt varaafl að ræða. Hvað skal gert til úrbóta? Ráðherrann nefndi einkum tvö atriði, sem hann kvað nauðsyn- legt að gera til úrbóta: 1. Koma verður upp nokkrum nýjum föstum varaaflsstöðvum og skipta út þeim lélegustu, sem nú eru i notkun og kallast vara- stöðvar. 2. Koma verður upp hæfilegum fjölda hreyfanlegra stöðva. Jólakort Asgrimssafns á þessu ári er gert eftir oliumálverkinu A Þjórsárbökkum, Hekla i kvöld- skini. Mynd þessa málaði As- grimur Jónsson árið 1918, og er eitt þeirra verka sem sent var i viðgerð til Statens Museum i Kaupmannahöfn. Þetta nýprentaða kort er i sömu stærð og hin fyrri listaverkakort safnsins, með islenzkum, dönsk- um og enskum texta á bakhlið, ásamt mynd af Ásgrimi, sem Ós- valdur Knudsen tók af honum ár- ið 1956. Mindiðn sá um ljósmynd- un. Litróf gerði myndamót, en Ragnar Arnalds Til þessara verkefna þarf 40—50 milj. kr. Þessar aðgerðir mætti þó gera i áföngum. A fjár- hagsáætlun næsta árs eru áætl- aðar 8 milj. kr. til disilvélakaupa og er sú upphæð vafalaust of lág. Mágnús Kjartansson lagði að lokum áherzlu á að hér væri að sjálfsögðu um ákvörðunaratriði að ræða, hversu miklu fé yrði verið til þessara verkefna. Ragnar Arnalds þakkaði ráð- herra svörin. Hann fagnaði þvi, að ákveðið hefur verið að færan- leg 500 kilóvatta rafstöð verði á Norðurlandi vestra. Vikingsprent hf. annaðist prent- un. Einnig hefur safnið látið endur- prenta kortið A flótta undan Kötluhlaupi.en það hefur verið ó- fáanlegt i nokkur ár, en margur um það spurt. Agóði kortasölunnar er notaður til greiðslu á viðgerð og hreinsun gamalla Jistaverka i safninu. Listaverkakortin eru aðeins til sölu i Asgrimssafni, Bergstaða- stræti 74, og Baðstofunni Hafnar- stræti 23, þar sem safnið er ekki opið nema 3 daga i viku, sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1,30-4. Nýtt jólakort Ásgiímssafns

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.