Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVlLJtNN Miftvikudagur 15. nóvember 1972 Miðvikudagur 15. nóvember 1972:ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Ræða Stefáns Jónssonar varaþingmanns Alþýðubandalagsins í sameinuðu þingi 9. nóvember s\. við umræður um tillögu til þingsályktunar um „nýtingu íslenzkra orkulinda til raforkuframleiðslu”. Flutningsmenn ásamt Stefáni: Bjarni Guðnason og Steingrímur Hermannsson. Stefán Jónsson. Vistfræöileg skynsemi og breytingar á samfélaginu Á bls. 8 i litilli bók, sem hæstv. forsætisráð- herra, ólafur Jóhannesson, setti landsmönnum fyrir að lesa mjög oft — fyrir all- löngu, — og ég ætla að' háttv. alþingismenn kunni nú orðið talsvert i, segir meðal annars um * fyrirætlanir vinstri stjórnarinnar á þessa leið: „Rannsóknarstörf og visindi verði efld og tengd áætlunum um « þjóðfélagsþróun,-—” Og þremur linum neðar kemur fyrirheit um: ,,Að stuðla að breyttu gildismati á þann veg, að til hinna eftirsóknarverðustu lifs- gæða verði talið hreint og ómengað umhverfi. Við hagnýtingu islenzkra auðlinda skal kostað kapps um alhliða náttúruvernd, svo að hver þjóðfélagsþegn eigi þess kost að njóta heil- brigðra lifshátta.” Ég er ekki viss um að margir lesenda hafi hrokkið i kút við lestur þessarar alþýðlegu yfir lýsingar, sem geymir þó i sér fyrirheit um algjör stakkaskipti pólitiskrar hugsunar á þessu landi. Hvorki meira né minna. Við þremenningarnir, sem stöndum að tillögu þeirri, sem hér um ræðir, til þingsályktunar um gjörð áætlunar um nýtingu islenzkra orkulinda með tilliti til vistfræðilegra sjónarmiða og bú- setusjónarmiða i vistpólitiskum skilningi, skirskotum nú til þess- arar hógværu stefnuyfirlýsingar i sáttmála samsteypustjórnar Ólafs Jóhannessonar er við leggj- um það til við háttvirt Alþingi að hvatað verði framkvæmdum á þessu sviði. Fyrsti flutningsmaður til- lögunnar, Steingrimur Hermannsson, hefur greint frá þvi i framsöguræðu sinni, hvi flutningsmenn miða tillögu sina við áætlun um nýtingu orkulinda landsins og þá fyrst og fremst vatnsafls. Ég er honum samdóma um að æskilegt sé aö byrja vist- fræöilegar rannsóknir á þessu sviði, og liggja til þess þrjár ástæður öðru fremur: • 1 fyrsta lagi er hér um að ræða auðlindir landsins, næstar á eftir frjósemi sjávar á landgrunninu. í öðru lagi er þegar hafin mjög umfangsmikil og kostnaðarsöm áætlunargerð, tæknileg og hagfræðileg, um nýtingu þessara auðlinda, án þess að áætlunargerðin nái til vistfræðilegra sjónar- miða. t þriðja lagi hefur þegar skorizt í odda milli lands- manna út af þessum málum, svo að við hefur legið vist- pólitiskri borgarastyrjöld. Okkur flutningsmönnum er öllum ljóstað vistfræðileg og vist- pólitisk sjónarmið eiga að koma til álita i öllum þeim málum, sem varða meiriháttar framkvæmdir i landinu, og aö endurskoða þarf margar ráöstafanir frá fyrri dög- um, sem reynzt hafa óheppilegar, og sumar stórskaðlegar frá vist- fræðilegu sjónarmiði.AÖ þeim vik ég seinna i ræðu minni, — en framangreindarástæðurliggja til þess að við höfum miðaö tillögu okkar við áætlanagerö um nýtingu orkulinda. Græni sós- ialisminn Iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, hefur fyrir skemmstu gert grein fyrir hug- myndum sinum um iðnþróun á landi hér á næstu árum, byggöum á niðurstöðum bráðabirgða- athugana, tæknilegra og hag- fræðilegra. Sjálfur mun ráð- herrann hafa á prjónunum til- lögur um að vistræðilegar og vist- pólitiskar athuganir verði lagðar til grundvallar þeirri iðnþróunar- áætlun, sem gerð verður, og kynni þá svo að fara að ónefndum aðilum þætti hún taka að likjast öðru meir en skrautsýningu á stélfjöðrum háttv. 1. þingmanns Reykvikinga, þvi þar yrði þá stefnt að vistfræðilegri áætlunar- gerð um búsetu á tslandi i anda „græna sósialismans,” — eða „grænu félagshyggjunnar” — svo við notum heldur það heitiö, sem fleirum kann að vera að skapi. Nú treysti ég mér að visu ekki til að uppfræöa háttv. þingheim i vistfræði, — fyrst og fremst vegna þess að ég hef alls ekki til að bera þá þekkingu sem til sllks þyrfti, — en lika vegna þess að ég hef óljósan grun, — aðégkalli það ekki beinlinis ugg — um að ýmsir háttvirtir þingmenn séu ekki haldnir knýjandi þörf til að með- taka nýja vitneskju innan þykkra veggja þessa virðulega húss. Samt verö ég aö gera tilraun til þess að auövelda mönnum skilning á þvi, sem fyrir flutningsmönnum vakir meö þessari tillögu, og þá helzt með þvi aö skilgreina hugtökin „vist- fræöi” og „vistpólitik”, sem bæöi hafa sprottið upp úr rökræðum um nýtt og furðu vinsælt við- fangsefni, sem nefnist umhverfis- vernd , og er orðið tizkuorð meðal rikra þjóða, sem þykjast nú hafa bægt hungurvofunni frá dyrum sinum i eitt skipti fyrir öll, en á þeim þjóðum brennur eldurinn nú heitastur, þvi þær hafa gengið svo á auðlindir náttúrunnar heima hjá sér, og á unaðssemdir hennar, til þess að skapa sér allsnægtir, að þar stappar nú nærri gjöreyöingu ýmissa þeirra verðmæta, sem gera söddum manni lifið þess vert að lifa þvi. Fram til skamms tima snerust orðræöur hinna söddu um umhverfismálin eigi að siður nær eingöngu um „verndun fagurs” og „sérkennilegs” landslags. Það var ekki fyrr en tók að skerðast um sjálft andrúmsloftiö og drykkjarvatnið að menn fóru að gera sér grein fyrir þvi að marki, að lita varð á hin ýmsu og aðkall- andi vandamál umhverfis- verndar i miklu viðara samhengi en þvi, sem við auganu blasti. Stjórn eða óstjórn lifsvistarskil- yrðanna. Það var ekki fyrr en fyrir fimm árum, þegar menn komust að þvi að eiturgufurnar yfir Los Angeles, New York og Chicago myndu verða öllu lifi banvænar innan 15 ára, ef svo héldi áfram sem horfði. Eftir að Heyerdahl kunngerði athuganir sinar á mengun Atlanzhafsins, og eftir að félagsfræðilegar rannsóknir höfðu leitt i ljós að það var ónáttúrulegt umhverfi og kvöl neyzlusamfélagsins, sem olli hraðvaxandi glæpahneigð meöal rikra þjóða, þá fóru menn að átta sig á þvi, að umhverfi mannsins yrði ekki borgið með einni saman hugarfarsbreytingu einstak- linganna, heldur væru umhverfis- vandamálin pólitisk vandamál, sem stæðu — eins og öll önnur pólitisk vandamál, — i tengslum við stjórn- eða óstjórn — efna- hagsmála samfélagsins. Upp úr þeim skilningi hafa rökræðurnar um vandamál umhverfisverndar getið af sér orð eins og „vist- fræði”, „vistkreppa”, „vist- pólitik”, og „vistheimspeki.” — Þetta eru þýðingar á skandinavisku orðunum Hvar eiga fuglar og fólk friðland? „ökologi”, „ökokrise”, „ökopolitik” og ökofilosofi.” Ef við skilgreinum hugtökin I stuttu máli, þá fjallar „vist- fræðin” um samstarfið i náttúrunni, og skýrir tengslin milli lifveranna — að mönnunum með töldum — og umhverfisins. Vistkreppan” kemur til sögunnar þegar skilyrðum fyrir þessu sam- starfi hefur verið spillt og tengslin rofi'n. Hugtakið „vist- pólitik” grundvallast á hinum tveimur og miðar að viðtækri skilgreiningu á samfélaginu út frá vistfræðilegri þekkingu. Grundvöllurinn undir „vistpóli- tiskri” hugsun, — vistfræðin sjálf, stefnir að þvi að veita heildaryfir- sýn yfir vistriki jarðar og full- naðarskilning á lifsskilyrðum á hnettinum. Má svo hver sem vill lá mér þaö, þótt ég treysti mér ekki til að flytja hér tæmandi erindi um „vistpólitik”. Þó er einfaldur skilningur á merkingu orðsins nauðsynlegur þeim, sem taka vilja afstööu til þeirrar tillögu, sem hér er nú til umræðu um áætlun um nýtingu orkulinda. Séð i viðara samhengi, — má lika til sanns vegar færa, að sæmilegur skilningur á merkingu þessara nýyrða sé nauðsynlegur hverjum þeim íslendingi, sem taka vill þátt i umræðum um ráð- stafanir til þess, að lifvænlegt geti orðið á þessu landi eftir þrjátiu ár. Ef við reynum nú að færa þess- um siðustu dómsdagsorðum stað, með þvi að gera okkur grein fyrir válegum afleiðingum af rangri vistpólitik, sem hefur verið rekin af rikum þjóðum heims siðustu áratugina, þá verður upp- talningin á þessa lund: Dánarorsök sultur eða eitrun. Tveir þriðju hlutar mannkyns þjást nú af næringarskorti. í svipinn er ástæðan fyrst og fremstsú að matvælum heimsins er ekki útbýtt á réttlátan hátt, og fjöldi fátækra þjóða er til neyddur að sinna hráefnisöflun handa iðnaði rikra þjóða i stað þess að vinna við matvælaframleiðslu handa sjálfum sér. Mikill hluti landbúnaðarafurða og sjávar- afurða, (þar með talin loðnan okkar) sem væru raunar ágætis mannamatur, fer til skepnu- Vistpólitísk umræöa þarf að fara fram um allt er varðar meiri háttar framkvæmdir í landinu Þegar mengun andrúmsloftsins er orðin svo mikil, að fólk þarf að fara að ganga með gasgrimur, hætta blómin að blómstra og fuglarnir að syngja. Fegurð Mývatnssveitar. Ferðamannaútvegurinn hefur sínar hættur. fóðurs hjá rikum þjóðum til fram- leiðslu á lúxuskjöti. A næstu árum verður svo komið að matvælin nægðu ekki þótt þeim væri rétt skipt milli allra. Með núverandi hröðun fólksfjölg- unar i heiminum veröa ibúarnir orðnir 13 miljarðar um aldamótin — tvöfalt fleiri en nú. Ljóst er, að enda þótt beitt yrði öllum tiltæk- um ráöum til þess að auka mat- vælaframleiðsluna á þessum tæp- lega þrjátiu árum, veröur hvergi nærri mögulegt að sjá þessum fólksfjölda fyrir næringu, — nema þvi aðeins að hafizt verði handa um endurskipulagningu' fram- leiðslunnar um allan heim nú þegar, og rikar þjóöir taki upp sparnaö i stað aukinnar eyðslu. Samkvæmt skýrslum, sem taldar eru áreiðanlegar, um not- kun þeirra hráefna, sem mestu máli skipta i nútima iðnaði , verða flestir nytjamálmar þrotnir innan 30 ára, miðað við sömu hröðun og verið hefur á hagvexti siðustu tiu árin. Járn er talið að muni endast lengst, eða i sjötiu og fimm ár. — Nýtanlegt hráefni til álvinnslu er talið aö muni endast i 35 ár, — sem er ihugunarvert fyrir þá, sem gera vilja áætlanir til langs tima Um fjölgun álvera á landi hér. Brennsluoliur munu endast i 20 ár með óbreyttum hagvexti, og kol álika lengi. Það er athyglisverð niðurstaða, þegar tekið er tillit til þess að vestrænar þjóðir fá 96% af rafmagni sinu úr oliu og kolum, en aðeins 4% frá vatnsafls- og kjarnorkustöðvum. Nú er að visu ekki taliö alveg vist, að mannkyni endist aldur til þess að yrja upp hráefni jarðar og deyja sultardauöa, heldur bendir ýmislegt til þess að framhald á hagvexti rikra þjóöa leiði til þess að loft, láð og lögur eitrist áður af úrgangsefnum hins þróttmikla efnahagslifs, svo að öllu æðra lifi á hnettinum, — og þar á meðal mannlifinu, — verði útrýmt áður. Þetta er kjarninn úr niðurstöð- um ýtarlegrar athugunar sem gerð var fyrir skömmu við Massachusetts Institute of Technology i Bandarikjunum. Að rannsóknunum vann hópur heimsþekktra visindamanna frá mörgum löndum, undir forystu Bandarikjamannsins dr. Dennis L. Meadows. Niðurstöður þessarar athugunar hafa ekki verið véfengdar i aðalatriðum. Að hlaupa i kapp við stóra traktorinn. Vitaskuld hefur hlutdeild okkar Islendinga i hagvaxtarkapp- hlaupinu . valdið vistpólitiskri lemstrun á samfélagi okkar. Bændur hafa sloppið einna bezt, vegna þess hversu illa þeir voru i stakk búnir að taka þátt i kapp- hlaupinu. Og þó neyddust þeir til þess. Ég get sagt ykkur dæmisögu frá árinu 1948 um það, með hvaða hætti islenzkir bændur neyddust til að taka upp ranga vistpólitik i landbúnaði: Þá um vorið var landbúnaðar- nefnd Alþingis boðið, ásamt fréttamönnum, upp að Keldum þar sem Sambandið sýndi fyrsta Fergusontraktorinn sem kom til landsins. Ég sat i bil á milli Páls Zóphóniassonar og Sigurðar Guðnasonar uppeftir, og man það eins og það hefði gerzt i gær, þegar við komum inn að Elliða- ánum, að Páll benti Sigurði á Öshólmana og sagði: Sérðu þennan gróður, Sigurður. Hann er nákvæmlega eins og þið Kommúnistarnir, — veit aldrei hvort hann á að vera gras eða þari. Það var Hjalti sonur Þáls, sem sýndi traktorinn, sem allir dá- sömuðu.- Á eftir var drukkið kaffi heima á Keldum og Páll eyöilagði áhrif sýningarinnar meö þvi að segja okkur frá áhrifunum, sem innflutningur þessara dásamlegu tækja myndi hafa á landbúnaðinn. Mig minnir að traktorinn kostaði þá 16 þúsund krónur en 22 þúsund meö nauðsynlegum tækj- um. Páll sagði að ekkert einyrkjabú á Islandi stæöi undir þessum kostnaði. Hestverkfærin væru það eina, sem nokkur grundvöllur væri fyrir að nota. Svona traktor — sagði Páll að kallaði á stærri tún með stærri bústofni, sem aftur kallaöi á annan traktor, sem enn heimtaði stærri tún. Hann sagði að það sama gilti með stór- virku landbúnaðarvélarnar. Stór skurðgrafa, sem miklir peningar lægju i, heimtaði mýri til að ræsa fram, og þegar svo væri komið, þá yrðu litil hyggindi eftir i bú- rekstrinum. Og vitaskuld reyndist Páll sannspár. Þó er það á sviði land- búnaðar, sem unniö hefur verið nokkurt undirbúningsstarf til vistpólitiskrar hagsýslu á þessu landi, en þar á ég við rannsóknina sem gerð hefur verið á beitarþoli afréttanna. Niðurstaða hennar bendir til þess að gróðurlendi sé stefnt i voða á hluta hálendissins. Eins og að líkum lætur, þá er það á blómasvæöi hagvaxtarins, Suð- vesturlandi, sem ofbeitt er, — þar sem bændur voru harðast knúðir til að þenja sig til þess að halda i við hið glaða neyzlusamfélag Reykjavikur. Vistfræðiíega hefur vandamál of- beitarinnar verið útskýrt á eftir- farandi hátt: Þótt aldrei færu Islendingar vel meö beitiland sitt, þá laut sauðfjárbúskapur eigi að siður náttúrulegu öryggiskerfi hvað hagagönguna snerti. t hörðum árum, þegar gróður- lendi afréttanna var viðkvæmast, þá fækkaði lika sauðfénu i landinu og færra var rekiö á fjall. Nú þegar heyskapur er sóttur með vélum á ræktuðu landi, og fóðurbætir fæst að auki, er niður- skurður vegna fóðurskorts úr sögunni, og hægt að reka sivaxandi fjölda á fjall, ár eftir ár, hvernig sem gróðrinum þar er komið. En eins og bændur hafa staðið verst að vigi i hagvaxtar- keppninni, eins munu þeir vera fúsastir og bezt búnir til þess að hætta henni, og snúa aftur til vist- pólitiskra starfshátta. Og næsta sumar munu þau undur gerast, i fyrsta sinn i aldir, að ekki verða rekinn hross á Auðkúluheiði. Vistfræðileg fásinna i sjávarútvegi Það getur orðið okkur erfiðara að endurskipuleggja sjávarútveginn I áft til vistfræðilegrar skynsemi, beinlinis vegna þess að margfalt fleira fólk byggir afkomu sina þar á gróinni vistpólitiskri fásinnu. Verstöðvarnar á Suðvesturlandi, — og Reykjavik þar á meðal, byggðust upp af fólki, sem réðist þangað til þess að anna fiski- drætti og fiskverkun á háver- tiðinni. Með stækkandi fiski- skipum, og loks togurum, var svo tekið að sækja fisk á miðin, sem áttu að sjá byggðarlögunum á Vestur- Norður- og Austurlandi fyrir sjófangi. A seinni striðs- árunum og upp úr þeim voru reist dýr fiskiðjuver á Suðvesturlandi, sem einnig voru miðuð við hámarksafla vetrarvertiðar og Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.