Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 16
Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Helgar- kvöld- og næturþjón- usta lyfjabúðanna i Reykja- vík vikuna 11.- 17. nóvember er i Laugarnes og Ingólfs Apóteki. Bein lina ínilli Bonn og Berlinar — Barzel sakar Brandt um falsanir Bar/.cl — gagnrýnir samkomu- iagiö, ckki innihaldiö BONN 14/11 — Vestur-þýzka stjórnin tilkynnti öllum á óvart i dag, að komið yrði upp beinu sima- sambandi milli rikisstjórnanna i Bonn og Austur- Berlin. Simalínan milli höfuðborganna tveggja á sér fyrirmynd i linunni milli Washington og Moskvu. birt opinberlega i Austur-Þýzka- landi. Sakaði hann stjórn Brandts um falsanir og nefndi i þvi sam- bandi sérstaklega yfirlýsingar og skjöl viðvikjandi rikisborgara- rétti, endursameiningu fjöl- skyldna, aðild að SÞ og vinnuskil- yr i blaðamanna. Brandt Bcrlinar. Austur Tilgangurinn með beinu linunni er að rikisstjórnirnar geti náð sambandi hvor við aðra ef eitthv. uggvænlegt er á seyði. Samþykkt var að koma upp sambandinu um leiö og rætt var um grundvallar- samningihn um sambúð þýzku rikjanna tveggja, sem undirrita á að kosningunum i Vestur-Þýzka- landi loknum. Þurfa þing beggja rikja að staðfesta samninginn. Leiðtogi vestur-þýzku stjórnar- andstöðunnar, Reiner Barzel, hélt i dag áfram að gagnrýna samkomulagið sem slikt án þess aögagnrýna innihald þess. Hann hefur sagt, að hann taki ekki af- stöðu til þess fyrr en eftir kosn- ingar. I kosningaræðu i Suður-Þýzka- landi hélt Barzel þvi fram, að mörg þeirra atriða samningsins, sem rikisstjórnin i Bonn hefði vitnað til, hefðu alls ekki verið Stœrsti getrauna- vinningur í heimi skiptist milli 48 SANTA TEREZA, Brasiliu, 14/11 — 48 manns munu deila minn- ingnum mcð Mario Ronconi, 28ja ára la ndbúna ða rverka m anni, scm vann 14 miljónir cruzeiros (um 11)0 miljónir isl. kr.) i knatt- spyrnugetraunum i gær. Er þetta stærsti vinningur, sem unnizt hef- ur i gelraunum i heiminum fram að þessu. Roconi fór i felur þegar hann komst að hve stór vinningur feng- ist á miðann, en skýrði frá þvi i gærkvöldi, að 48 manns ættu kröfu á hluta vinningsins. Ronconi, sem er nýgiftur, er foringi hóps, sem spilar saman i knattspyrnugetraununum i Santa Tereza og hefur hann sjálfur fundið upp kerfið, sem hópurinn notað. Hver meðlimur hefur lagt fram eins mikla peninga og hann hefur viljað og verður hlutfalls vinningur hvers og eins nú reikn- aður út eftir þvi, sagði Ronconi. Sjálfur mun hann fá um '1 miljón cruzeiros (um 13 1/2 miljón isl. kr.) LE DUC A I.ETD . PARlSAR rr — hittir Kissinger einhvem næstu daga WASINGTON 14/11 — Stjórn Norður-Víetnams hefur fallizt á enn eina um- ferð vopnahlésviðræðna við Bandarikjastjórn og vill með þvi enn einu sinni sýna góðan vilja og leggja á- herzlu á, hve mikil alvara stjórninni sé með samning- unum. Dr. Hen.ry Kissinger öryggis- málaráðgjafi Nixons forseta vann i dag að undirbúningi viðræðn- anna, enr búizt er við, að einn fundur nægi til að fullbúa samn- inginn til undirritunar. Frá Hvita húsinu hefur verið tilkynnt, að nauðsynlegt kunni að reynast að hafa samráð bæði við stjórn N-Vietnams og Saigon- stjórnina eftir fund þeirra Kiss- ingers og Le Duc Thos, samn- ingafulltrúa n-vietnömsku stjórnarinnar, i Paris. Le Duc Tho kom til Peking i dag, þar sem hann ræddi við for- sætisráðherra Kina.Sjú En-Lai,og að sögn Reutersfréttaritara i Peking var þar almennt álitið, að þeir hefðu rætt afstöðu N-Viet- nama til nýju viðræðnanna við Bandarikin. Le Duc Tho mun einnig ræða við sovézka ráða- menn þegar hann millilendir i Moskvu á morgun á leið til Parisar. 1 tilkynningu n-vietnömsku stjórnarinnar i Hanoi i morgun um að hún stæði ekki gegn frekari samningaviðræðum, var tekið fram, aðstjórnin gerði þetta til að sýna enn einu sinni góðan vilja og leggja áherzlu á, hve mikil alvara fylgdi máli hjá Norður-Vietnöm- um. Jafnframt var varað við frekari frestunum, sem gætu leitt til harðnandi bardaga. Hefnd BELFAST 14/11 — Kaþólskri hús- móður var i dag misþyrmt og hún mökuð tjöru i annað sinn á fjórum dögum af stuðningsmönnum skæruliða, sem ásökuðu hana um að hafa gefið brezka hernum upp- lýsingar. Brezkir hermenn fundu Agnesi Griffith i Ardoyne hverfinu I Bel- fast snemma i morgun og fluttu hana á sjúkrahús og var sagt, að liðan hennar væri alvarleg. Sagð.i frú Griffith hermönnunum, að hún hefði verið dregin frá heimili sinu á laugardaginn var, mökuð tjöru og bundin við staur eftir að árásarmennirnir höfðu krúnu- rakað hana. Hún var varla búin að ná sér eftir þessa meðferð þeg- ar ráðizt var á hana aftur i nótt. Atvinnimiálaráðstefna á Raufarhöfn Yilja bræða loðnu í vetur — vilja fá niðurlagningaverksmiðju Raufarhöfn, 14/11 — Hér á dögunum var haldin atvinnu- málaráðstefna til úrbóta fyrir atvinnulifið i plássinu. Að þessari ráðstefnu stóðu aðilar eins og Atvinnumálanefnd Raufarhafnar, sveitarstjórn, stjórn Verkamannafélags Raufarhafnar, stjórn Jökuls, frystihússins og stjórn Ut- vegsmannafélags Raufar- hafnar. Siðan sildin hvarf hefur frystihúsið ásamt smábáta- gerð verið meginuppistaðan i atvinnulifinu á Raufarhöfn. Ennfremur hefur togveiði- báturinn Jökull lagt upp afla sinn i frystihúsinu. Búið er að selja togveiðibát- inn úgerðarfélaginu Rifi h.f. á Snæfellsnesi. Fór báturinn vestur i júni i sumar. Að hluta þarf að selja þennan bát til þess að standa undir kaupum á nýjum skuttogara, sem er væntanlegur næsta sumar til Raufarhafnar. Eru þetta held- ur harðir kostir að þurfa að selja stóran bát og missa þannig af afla hans til verk unar i frystihúsinu allt að heilu ári. Hins vegar hefur afli sjö dekkbáta verið sæmilegur núna i haust. Hafa þeir verið að allt að þessu, en núna fara i hönd ströng vetrarveður i skammdeginu. Þurfa menn ef til vill að leggja þessum bát- um svo mánuðum skiptir. Hef- ur frystihúsið þannig ekkert hráefni og er þá hægt að búast við timabundnu atvinnuleysi á Raufarhöfn i vetur. Nú er fyrir höndum 10 daga vinna i frystihúsinu við flatn- ingu kola. Hefur þetta hráefni verið geymt siðan i sumar og er verðmæt framleiðsluvara á Bandarikjamarkaði. Atvinnumálaráðstefnan komst að þremur niðurstöðum til úrbóta fyrir atvinnulifið i plássinu. 1 fyrsta lagi er ætlunin að leita stuðnings stjórnvalda og fjárveitingarsjóða við Jökul og kaup hins fyrirhugaða skuttogara, sem á að heita Rauðanes. Hreppsfélagið er fjárhagslega vanburða siðan sildarspekúlantar stukku burtu með sildargróðann og settu meðal annars kaupfé- lagið á höfuðið. Þurrkaðist Kaupfélag Raufarhafnar út; og er nú rekið þar útibú frá Kaupfélagi Þingeyinga á Kópaskeri. 1 öðru lagi er lagt til að Sild- arverksmiðjur rikisins bræði ioðnu næsta vetur, jafnvel kol- munna, og hagnýti þannig vél- ar og verksmiðjuhús á staðn- um. Hægt er að veiða loðnu út af Norðausturlandi og norðan- verðum Austfjörðum i janúar og febrúar. I þriðja lagi er lagt til að komið sé hér upp niðurlagn- ingarverksmiðju fyrir grá- sleppuhrogn. Sjómenn á Raufarhöfn eru að tiltiölu einna hæstir grá- sleppuútflytjendur á landinu. Þeir býrja að veiða grásleppu fmarz og eru að fram i mai og júni. Á siðastliðnu vori söltuðu þeir um þúsund tunnur af grá- sleppuhrognum. Nægur húsa- kostur og bryggjupláss liggur ónotaður hér. Mætti með litl- um tilkostnaði setja upp nið- urlagningarverksmiðju. A.E. I I I I I I I I I I I I I I Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Joseph Godber Nýr fiski- mála- ráðherra í Bretlandi Joseph Godber hefur verið skipaður ráðherra landbún- aðarmálefna, fiskveiða og matvæla i brezku stjórninni. Tekur hann við þeirri stjórn- ardeild er James Prior veitti áður forstöðu, en Prior var ný- lega „sparkað upp á við”. Ber hann nú titilinn Lord President of the Council og er ráðherra án stjórnardeildar. Godber er 58 ára að aldri og hefur setið á þingi fyrir Ihaldsflokkinn siðan 1951. Fjölskylda hans fékkst við landbúnað og það gerði hann sjálfur til 1958. Prior sem áður var fiskimálaráðherra var Is- lendingum engan veginn hollur i landhelgisdeilunni, og nú er eftir að sjá hvernig eftir- maður hans, Godber, reynist. Spasski sótti jeppann um borð Fyrrverandi heims eistari i skák, Boris Spasski kom um borð i Bakkafoss, þar sem hann lá i höfninni i Leningrad í siðústu viku, en Bakkafoss hafði meðal annars varnings að færa Sovétmönnum. Rangs-Rover jeppann hans Spasskis. Að sögn skipstjórans á Bakka- fossi, Agústar Jónssonar, var heimsmeistarinn fyrrverandi hinn hressasti er hann kom um borð, en ætlun hans var að aka jeppanum við annan mann, allar götur til Moskvuborgar. — úþ Fárviðrið kost- aði nær 70 lífið LONDON 14/11 — Björgunar- sveitir hófu i morgun störf á stór- um svæðum Evrópu eftir versta óveður sem komið hefur i fjölda ára. Kostaði fárviðrið nær 70 manns i sjö löndum lifið, hundruð slösuðust og þúsundir heimila eyðilögðust i flóðum. Mesta fárviðrið geisaði i Austur- og Vestur-Þýzkalandi, Bretlandi, Irlandi, Hollandi, Belgiu, Frakklandi og Póllandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.