Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 7
Miftvikudagur 20. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Finnst kaupmönnum álagningin of há? Hvarvetna verður nú vart við að kaupmenn noti ekki verðlagsákvæði til fulln- ustu og bjóði vörur á lægra verði í búðum sinum. Af þessu tilefni er ástæða til þess að spyrja, hvort kaupmenn búi ekki við of rýmileg álagningarkjör ekki sízt þegar vitnað er til hirinar miklu umsetningar í reykvískum verzlunum að undanförnu. 1 gær auglýsir Matkaup, innkaupasamband 40 stórra mat- vörubúða hér i Reykjavik, 10 til 20% afslátt á vörum tiltekna daga á hálfs mánaðar fresti. Þarna er boðið upp á að lækka 2 kg strá- sykurpoka úr 81 kr. i 69 kr., kaffið úr 60 kr. i 52 kr. og þannig mætti telja. Strásykur er seldur á misjöfnu verði i matvörubúðum. Þannig kostar 25 kg poki 1013 kr. hjá smákaupmanni með fullri álagn- ingu. t vörumarkaðnum við Ármúla er 25 kg poki seldur á 932 kr. og i Hagkaup 745 kr. t hinum 40 matvörubúðum Matkaups, er auglýsa verðlækkun i heilsiðu- auglysingu i Morgunblaðinu, — ætti 25 kg poki að kosta 863 kr. Við gengisfellingar hafa verð- lagsákvæði verið umreiknuð. Að óbreyttri álagningarprósentu fær kaupmaðurinn fleiri krónur fyrir að selja vöru á hærra innkaups- verði lækkað i islenzkum krónum. Þegar þessi verðlagsákvæði verða umreiknuð að venju við þessa gengisfellingu kemur vel til greina að læka álagningarpró- sentu kaupmanna meira en gengisfellingarmun nemur. rueoo KF-- kR. 60r SMJORUk! SUÐusúkm. 76- kAFFí X" 52- /ZWb bauai/r. ■m lHr C-n 3kGr 215 r Svona bjóða 40 matvörubúðir i Keykjavik verðlækkun þessa daga. Eru verðlagsyfirvöld beöin að athuga þennan möguleika. Mikið fannfergi austanlands Mjög hefur verið umhleypinga- samt áNorðfirði undanfarið eins og viðast hvar á landinu. Siðustu viku hefur hiti oftast verið yfi frostmarki og snjór þvi sjatnað all verulega, á laglendi. Hins vegar er gifurlegt fannfergi til fjalla og Reykvikingum þætti ef- laust torfært hér um göturnar innanbæjar. Miklu fé hefur þurft að veita 'i snjóruðning, áreiðanlega nokkrum hundruðum þúsunda, að sögn bæjarstjórans. Samgöngur við kaupstaðinn hafa verið sæmi- legar að undanförnu,þrátt fyrir þelta, flogið hingað öðru hverju, og 3 fastar ferðir með snjóbil yfir Oddskarð i viku hverri. — llj.G. HEILSULIND HEIMILISINS VIBROSAN nuddtækiö nuddar einnig með örbylgjum, en án hita. Gerir yfir- leitt sama gagn og nuddpúðinn. Regluleg notkun hindrar hrukku- myndun. Á tækinu er styrk- leikastillir. Fimm mismunandi munnstykki fylgja. Sex önnur fást aukalega, þ.á.m. brjóstklukka, sem sett er i sam- band við tækið. — Einnig fæst loftpúði, sem hægt er að setja i samband við tækið. Nýi nuddpúöinn frá Vibrosan Vibramed Therm "|1í§1íIÉ|I1éI mmmmámm mæmmmzmá Hvílík sæla hefur 3 styrkleika á nuddinu með eða án hita, alls SJö stillingar. Á sex minútum getið þér lokiö nuddi með VIBRAMED THERM, sem eykur velliðan og hressir dásamlega. Gangöryggi, margs konar notkun og vönduð framleiðsla gerir VIBRAMED THERM nudd- púðann að gjöf, sem öllum er kærkomin, kon- um sem körlum, ungum sem gömlum. i VIBRAMED THERM er örbylgjusegull, sem ekki slitnar og þarf þvi ekkert viðhald. Púðinn er léttur og vel lagaður og þvi hægt að nota hann margvislega, jafnvel við andlitsnudd. FIMM ÁRA ÁBYRGÐ. ÞAÐ BEZTA ER ALDREI OF GOTT. BORGARFELL HF. m í§ Fyrir strákana: FÓTBOLTAR, þrjár gerðir, vönduð handavinna. FÓTBOLTASKÓR, stærðir 31-45, úr ekta leðri með plastsólum. otrúlega ódýrir eða aðeins 600.00 krónur pariö. BADMINTONSETT OG BORÐ- TENNISSPAÐAR. Allt kinversk gæðavara i algerum sérflokki. SKoLAVóRÐUSTlG 23, simi 11372 OPIÐTILKL 10 FoSTUDAGSKVoLD ÖlSoLUSTADUR I KEFLAVlK: SPORTViK HAFNARGoTU 36. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.