Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 5
ÞJÖDVILJINN — StÐA 5 í hjarlans lef/inttn / hjartans leynum eftir BARBÖRU CARTLAND, einhvern vinsælasta skáldsagnahöfund kvenþjóðarinnar í dag. Þetta er ástarsaga, sem gerist meðal brezks hefðarfólks og bandarískra auðkýfinga. Spyrjið einhvern sem las „Ást er bannvara“ í fyrra, eftir AUSTURLANDAHRAÐIISTIN er eftir Agöthu Christie og hana er óþarft að kynna. Þetta er flókin morðgáta, sem leysist ekki fyrr en á síðustu blaðsíðunum, og eins og venjulega kemur lausn gátunn- ar lesandanum algerlega á óvart. Fyrir þá sem vilja spennandi bók er þetta jólagjöfin HÖRKUSPENNANK SAKAMÁIASAGA HREYSIKÖTTURINN eftir E. PHILIPS OPPENHEIM Þetta er ekta karlmannasaga úr undir- heimum Lundúna. — Ungur maður, sem hefur verið í glæpaflokki er tekinn hönd- um við gimsteinarán og er settur í fangelsi. Honum þykir hann hafa verið svikinn, og þegar hann er látinn laus, einsetur hann sér að koma öllum fyrri félögum sínum undir lás og slá. Þrjár þýdd- ar unglinga- bækur frá Snæfelli Bókaútgáfan Snæfell i Hafnarfirði hefur gefið út þrjár jýddar unglingabækur. Gullborgin á hafsbotni eftir Victor Appleton er ein af átján bókum i flokknum Ævintýri Tom Swifts. Tom Swift er uppfinninga- maður sem margt er til lista lagt — i þessari sögu rannsakar hann hina týndu borg á hafsbotni, Atlantis. Þýðandi er Skúli Jens- son. Frænkurnar fjórar og amma i Fagradal mun ætlað ungum stúlkum eins og þar stendur. Amma er norsk, rik og gömul — á fjórar dætur i fjórum löndum — og ákveður að bjóða þeim heim. Höfundur er Dikken Zwilgneier, Hörður Zóphoniasson skólastjóri jýddi. Ævintýri á Dalseyju heitir bók eftir Erik Kullerud, sem Þórir S. Guðbergsson hefur þýtt og endur- sagt. Segir hún frá nokkrum ung- um skátum, og óvæntum ævintýr- um sem að þeim steðja i útilegu. Reykingar aukast aftur í Bandaríkj- unum WASHINGTON. Nýlegar skýrsl- ur herma, að reykingar fari aftur i vöxt i Bandarikjunum og hafa þær ekki verið meiri um fjögurra ára skeið. Bandarikjamenn, átján ára og eldri, reykja að meðaltali 202,5 pakka á ári hver. Hér eru með taldir allir þeir sem ekki reykja, svo að reukingamenn eru afar iðnir við puið i þvi landi. Hámarki náðu sigarettureyk- ingar i Bandarikjunum árið 1963, þegar fyrsta var sýnt fram á samhengi milli reykinga og lungnakrabba. Skildu 100 miljónir eftir á tunglinu HOUSTON. Bandaríkjamenn hafa nú skilið eftir sig á tunglinu andvirði 517 miljóna dala i ýmis- konar útbúnaði og tækjum. Apollo-17 skildi eftir sig tæki sem kosta um það bil hundrað miljónir dollara. Alls hefur tunglferðaáætlun Bandarikjanna kostað til þessa 2,500 miljónir dollara. Verzlunar- tíðindi komin út Verzlunartiðindi eru nýkomin út og innihalda meðal annars greinar eins og Gildi lif — eyrissjóða i peningakerfinu, eftir Guðmund H. Garöarsson, Hag- ræðingaþátt um staðsetningu söluvarnings i verzlunum. Þá er sagt frá nýjum verzlunum eins og verzíuninni Straumnes, Vestur- bergi 76 og minningargrein er um Sigurliða Kristjánsson. Skýrt er frá aðalfundi Verzlunarráðs og birt er skrá yfir ný fyrirtæki innan Kaupmannasamtaka STOKKHÓLMI 7/12 Atta manns fórust og 15 slösuðust i járn- brautarslysi um 40 km. frá Stokkhólmi. Slysið varð um hádegisbilið á föstudag meö þeim hætti að hraðlestin frá Stokkhólmi til Gautaborgar lenti i árekstri yið lest, sem gengur milli útborga Stokkhólms BROSIÐ SMMnmgu rfUr KKISTMAXA «r»Miix»ssox BROSIÐ eftir KRISTMANN GUÐMUNDSSON Saga þessi gerist í sjávarþorpi um síðustu aldamót. Hún greinir frá foreldralausum systkinum, er bjuggu þar á jarðarskika. Þessi saklausu börn verða svo tilefni til ýfinga milli ákveðinna hópa fólks í þorp- inu, svo af verður tvísýn barátta inn örlög þeirra. Með þessari bók kynnumst við nýrri hlið þessa kunna og fjölhæfa höf- undar, sem enn mun auka vinsældir hans. Arfleifð frumskógarins eftir SIGURÐ RÓBERTSSON Þetta er sjöunda bók þessa reynda rithöf- undar, og fjallar um nútímamanninn og viðleitni hans til að fylgjast með ham- skiptum tímans. Efni, sem hverjum hugs- andi manni er ofarlega í sinni. — Þetta er því bók fyrir hugsandi fólk. Málsvari myrkrahöfðingjans eftir MORRIS L. WEST Morris L. West hefur þegar öðlazt stóran lesendahóp hér á landi, enda rithöfundur, sem til greina hefur komið við úthlutun Nóbelsverðlauna. — Áður hafa komið út á íslenzku þessar bækur hans: Gull og sandur, Babelsturninn, Sigurinn, og Fót- spor fiskimannsins. Fleiri eru væntanlegar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.