Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Úrsögn úr þingflokki SFY og stuðningur við stjórnina Þjóðviljinn birtir í heild yfirlýsingu Bjarna Guðnasonar alþingismanns Þjóðviljinn birtir hér í heild yfirlýsingu þá er Bjarni Guðnason alþingis- maður flutti þingheimi á mánudag áður en umræðurnar hófust um gengisfellingarmálin, en með þessari ræðu sinni sagði Bjarni sig úr þing- flokki Samtaka frjáls lyndra, sagðist áfram mundu verða í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og styðja núverandi ríkistjórn. Þess skal getið að í þingf|okki Björns og Hannibals eru nú fjórir menn eftir úrsögn Bjarna Guðnasonar. Seðlabankinn hefur nú i sam- ráði við rikisstjórninna, fellt gengi isl. krónunnar um 10,7%. Af þeim sökum vil ég taka fram eftirfarandi. Á fundi stjórnmálanefndar Samtaka frjálslyndra i Reykjavik var gerð svofelld ályktun, áður en gengisfellingin var ákveðin. ,,Fundur i stjórnmálanefnd Samtaka Frjálslyndra i Reykja- vik, haldinn 16. desember 1972, lýsir yfir, að af þeim leiðum, sem svo kölluð Valkostanefnd hefir lagt fram skv. upplýsingum fjöl- miðla, er gengisfellingarleiðin sú lakasta fyrir launþega, fordæmd áratugum saman af þeim og forystumönnum þeirra. Gengisfelling er afleiðing af verðbólgu og leiðir til frekari verðbólgu eins og ferill Við- reisnarinnar hefir sýnt. Og kemur það mat skýrt fram i stjórnmálayfirlýsingu stofn- fundar S.F.V., undirstrikað i öll- um málflutningi S.F.V. fyrir siðustu kosningar svo og staðfest i sjálfum stjórnarsáttmálanum. Gengisfelling nú yrði til þess að staðfesta þann áróður stjórnar- andstöðunnar, að ekki séu til aðrar leiðir i efnahagsmálum, en þær , sem Viðreisnarstjórnin fór. Þess vegna skorar stjórnmála- nefnd S.F. i Reykjavik á alla launþega hvar i flokki, sem þeir standa»að berjast af alefli gegn þvi, að þessi lausn verði valin.” Öþraft er að ræða um almennar afleiðingar gengisfellingar. Hún er, eins og kom fram i ofan- greindri ályktun, sprottin af verð- bólgu og leiðir til frekari verð- bólgu. Hún ómerkir islenzku krónuna, elur á skuldasöfnun og rýrir fé sparifjáreigenda. Hún, stuðlar að röngu gildismati og fjárhagslegu misrétti. Hún stangast þvi á við grundvallar- boðskap Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, enda hafa þau sýknt og heilagt fordæmt hana og bent á fjórar gengisfellingar við- reisnarstjórnarinnar sem viti til varnaðar. Gengisfelling má heita algert neyðarúrræði, að aðrar þjóðir forðast hana i lengstu lög. Þegar aflabrögð eru sæmileg, eins og verið hefur á bessu ári, verðmætaaukning i framleiðslu sjávarafurða veruleg og markaðsverð útfluttra sjávar- afurða i hámarki og fer stöðugt hækkandi, bresta að minu viti eðlilegar forsendur gengis- fellingar. Þingflokkur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna hefur átt frumkvæði að þvi og knúið fram, að rikisstjórnin leysti efnahags- vandann með gengisfellingu, sem bersýnilega er bráðabirgðaráð- stöfun. Hann hefur brugðizt þeim fyrirheitum, sem gefin voru kjósendum og staðfest eru i stjórnarsamningnum. Og með þvi að vinnubrögð sumra forystu- manna þingflokksins eru af þvi tagi, að þau eru fremur fallin til að splundra vinstri mönnum en sameina — segi ég mig úr þing- flokknum. Þetta merkir alls ekki, að ég segi mig úr Samtökunum, heldur mun ég kappkosta eftir mætti að hrinda fram stefnumálum þeirra, eins og þau eru mótuð i stefnu- yfirlýsingu SF i Reykjavik frá stofnfundi 1969 og i stjórnmála- yfirlýsingu heildarsamtakanna frá stofnfundi. Núverandi rikisstjórn hafa verið i ýmsu mislagðar hendur, Lögð hefur verið of þung skatta- byrði á herðar lágtekju- og miðlungstekjufólki og enn kunna margir á þvi lagið að koma sér undan þvi að greiða eðlilegan skatt til almannaþarfa miðað við tekjur. Fjárfestingar og útgjöld hins opinbera hafa farið úr hófi fram, og skort hefur sparsemi og ráðdeildarsemi. Þótt þetta komi til og gengisfelling rikisstjórnarinnar, kem ég ekki auga á, eins og nú hagar i islenzkum stjórnmálum, neina aðra hugsanlega rikisstjórn sem ég treysti betur en núverandi stjórn til að leiða deiluna um fisk- veiðilögsöguna farsællega til lykta, vinna að brottvikningu varnarliðsins og þoka áleiðis þeim umbótum i atvinnu- og félagsmálum, sem hún hefur þegar lagt grundvöllinn að. Þess vegna mun ég styðja áfram stjórnina, en jafnframt veita henni aðhald eftir beztu vitund,” Laust embætti, er forseti íslands veitir. Héraðslæknisembættið i Flateyrarhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1973. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 18. desember 1972. FÉLAG ÍSLEiVZKRA IIUIÍMLISI \l!\l\\\\ útvegar yður hljódfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tíckifari Vínsamlnqast hringið i ZIIZIi!) milli kl. 14-17 MÁL OG MENNING, Laugavegi 18, Reykjavík. ÞAÐ ER RÉTT, BÆKUR HAFA HÆKKAÐ í VERÐI. . . En félagsmenn Máls og menningar fá ódýrar bækur — og góöa r FÉLAGSBÆKUR Félagsbækur ársins 1972 eru sem hér segir, auk Tima- rits Máls og menningar: 1) Þórbergur Þóröarson: Frásagnír. Safn af styttri frásögnum meistarans. 2) Lazarus frá Tormes. Fræg spænsk hrekkjasaga frá 16. öld. Guðbergur Bergsson þýddi og skrifaði eftirmála. 3) Magnús Stefánsson (Örn' Arnarson): Bréf til tveggja vina. Jóhann Gunnar Ólafsson sá um út- gáfuna. 4) Albert Mathiez: Franska byltingin. Fyrra bindi. Loftur Guttormsson þýddi. 5) David Horowitz: Kalda striðið. Gefið út í samvinnu við SÍNE, 6) Marx og Engels: Kommúnistaávarpið. Þýtt og gefið út af Sverri Kristjánssyni. 7) Myndlist/Matisse. Aukabók til félagsmanna sem taka minnst fjórar bæk- ur. VAL Velja má um þrennskonar árgjöld: kr. 1200 (2 bækur + Tímarit), kr. 1800 (4 bækur + Tímarit), kr. 2200 (6 bækur + Timarit). ÞÓRBERGUR Frásagnir Þórbergs Þórðarsonar fást í mjög smekklegu skinnbandi. mmm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.