Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 14
14. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 20. desember 1972 ai ÍJTVE GS B AJNICI ÍSLANDS Ferðir strandferðaskipa. IM/S Herjólfur 22/12 frá Rv kl. 19.00 til Ve 23/12 frá Ve kl. 13.00 til Þh 23/12 frá Þh kl. 17.00 til Ve 23/12 frá Ve kl. 21.00 til Rv 27/12 frá Rv kl. 21.00 til Ve 28/12 frá Ve kl. 21.00 til Rv 29/12 frá Rv kl. 19.00 til Ve 30/12 frá Ve kl. 13.00 til Rv 2/1 frá Rv kl. 21.00 til Ve 3/1 frá Ve kl. 21.00 til Rv 4/1 frá Rv kl 21.00 til Ve 5/1 frá Ve kl. 21.00 til Rv 8/1 frá Rv kl. 21.00 til Ve M/S KSJA 28/12—21/12 Vcstfjarðaferft M/S IIEKLA 28/12— 7/1 fcrð til hafna frá Raufarhöfn til Ilurnafjaröar. Viirumóltaka i bæði skipin 21. og 22. des. og einnig árdegis 27. des. M/S KSJA 5/1—14/1 austur um landjhringferð M/S IIKKLA 1021—19/1 vestur um land; hringferð Rikisskip Hagstæð verðþróun í utanríkisverzlun ’71 Útflutningsverð á sjávarafurðum hœkkaði um 23,9% en á iðnaðarvörum um aðeins 3,3% V e r ð þr ó Laust embætti, er forseti Islands veitir. Héraðslæknisembættið i Þingeyrarhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1973. lleilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1S. desember 1972. e r o pr o u n i millirikjaviðskiptum varð hagstæö um 13-13% á árinu 1971 miðaðvið 1970/ segir i Verzlunarskýrslum. Það sem olli mestu um þetta var 24% hækkun á út- fluttum sjávarafurðum. Samtimis þessu jókst innf lutningsmagn veru- lega, en dró úr útflutningi. Frá 1970 til 1971 hækkaði verð innfluttrar vöru um 7,1% og innflutningsmagn jókst um 21,7%. Samsvarandi hlutföll útfluttrar vöru voru 20,9% verðhækkun og 16,5% rýrnun á vörumagni. Er þá útflutningur á áli meðtalinn. Sé þvi hins vegar sleppt (þar sem þar er i raun og veru um erlenda vöru að ræða, þótt ákveðnir verkþættir séu unnir af islenzkum höndum, er um að ræða 22,4% verðhækkun útfluttar vöru, en 11,3% rýrnun á vörumagni. Verðhlutfall út- fluttrar vöru og innfluttrar hefur samkvæmt þessu breytzt um 12,9% landinu i hag, sé ál meðtalið, en það þvi slepptu 14,3% Verðlag á útfluttum sjávar- vörum hækkaði um 23,9% frá 1970 til 1971, en aftur dró úr út- flutningsmagni um 12,4%. Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða nam alls 11 miljörðum króna 1971, en allur vöruútflutningurinn nam 13,2 miljörðum það ár. Af stórum liðum i sjávarafurðum má nefna þessa: Saltfiskur óverkaður hækkaði i verði um 40,8% en útflutningsmagnið stóð i stað. Blokkfryst þorskflök hækkuði i verði um 40,2% en úr útflutningi þeirra dró um 20,3% að magni miðað við árið áður. önnur fryst þorskflök hækkuði i veröi um 45,3%, en útflutningur á þeim dróst saman um 26,4% að magni miðað við 1970. Verðlag á útfluttum landbúnaðarafurðum hækkaði einnig um 23,9% á umræddum tima og dró úr vörumagninu um 28,8%. Alls voru fluttar út land- búnaðarafurðir fyrir rúml. 400 miljónir króna á árinu 1971. Stærsti liðurinn var fryst kindaket fyrir 153 miljónir. Hækkaði verð þess um 29,7% en útflutningurinn minnkaði að magni um 37,3%. Iðnaðarvörur voru fluttar út fyrir 1,6 miljarða króna, en verð- lag á þeim hækkaði um aðeins 3,3% af meðaltali. Rúmlega helmingur útflutningsins 1971 var ál, en útflutningur á þvi einu hefði verið tvöfalt meiri 1970 en 1971. Allur útflutningur 1971 nam 329 þúsund tonnum, en inn- flutningurinn var rúmlega 3svar sinnum meiri að þyngd, eða 1.037 þúsund tonn. Veitaheimild til verkfalls Samningar um togarakjör eru löngu komnir til sáttasemjara. Var siðast haldinn sáttafundur annan laugardag hér frá. Litið hefur miðað i samkomulagsátt og hafa einstök sjómannafélög innan Sjómannasambands islands veitt heimild til vinnustöðvunar svo sem Sjomannafélag Hafnar- fjarðar. Kjarasamningar togarasjó- manna runnu út 1. október siðastliðinn. Minning Lilju Magnúsdóttur Hinzta kveðja lllédræg kona lilaðin störfum liugljúl móðir rik af ást. Von og sigurvissan brýndi viljans stál scm aldrei brást. Oróin spor á sandi sjást. Skemmtiieg m m m m u m m i sparisjóðsdeildum Útvegsbanka islands, fáið þér afhentan sparibauk, við opnun nýs sparisjóðsreiknings, með 200 kr. inn- leggi. „Trölla" sparibaukur og sparisjóðsbók er skemmtileg gjöf til barna og unglinga, auk þeirra hollu uppeldisáhrifa, sem hún hefur. Forðist jólaös, komið nú þegar í næstu sparisjóðsdeild bankans og fáið nytsama og skemmtilega jólagjöf fyrir aðeins kr. 200.00. Þetta kom mér í hug, þegar mér var tilkynnt lát vinkonu minnar Lilju Magnúsdóttur Grettisgötu 20, en hún andaðist 9. þ.m. og fór jaröarför hennar fram 18. þ.m. Lilja var ættuð úr Breiðafjarð- ardölum eins og þau hjón bæði. 1925 hófust okkar fyrstu kynni og frá þeim tima höfum við haldið vináttu og enginn skuggi á fallið. Lilja var mjög vel gefin kona, las mikið og var bæði minnug og fróð. Þau hjón áttu lika stórt og mikið bókasafn og hafði hún þvi yndi af að ræöa um bækur. Hugur hennar stefndi þó mest til sveitarinnar. Hún unni gróðri jarðar. öllum skepnum hafði hún yndi af og hlúði að þeim, enda sá maöur það á heimili hennar. Margar sortir af fuglum i búrum, hömstrum og fleira hafði hún og hlúði að. Mörgum sortum blóma skreytti hún glugga sina með og mörgum urðu þau augnayndi. Lilja gaf sig ekki mikið til starfa á opinberum vettvangi, heimilið var henni ailt. Enda var hún fegurst þar sem móðir og amma. Oft var þröngt á þingi þar, þegar heill hópur utan af götu var kominn inn til hennar. Þetta voru leikfélagar og þeir nutu gestrisni eins og aðrir og sjálf tók hún þátt i gleðinni sem hún væri ein i hópn- um. Hjónaband Lilju og Guðmundar Finnbogasonar var mjög farsælt. Þau ferðuðust viða um landið og einnig til útlanda. Þetta var það sem þau veittu sér i þrotlausri baráttu lifsins. Þau komu upp stórum hópi mannvænlegra barna og menntuðu þau. Þau voru gæfusöm með hópinn sinn, þvi öll þeirra börn eru i orðsins beztu merkingu góð börn, sem allt vilja gera fyrir foreldra sina. Huggun er það harmi gegn fyrir föður þeirra, aö þau styðja hann i hans stóru sorg. En það er lika huggun að horfa yfir farinn veg þeirra mörgu minninga. Að siðustu sendi ég eiginmann- inum og börnunum hugheilar samúðarkveðjur og ömmubörn- unum. Sjálf kveð ég þig með þökk fyrir ótal ánægjustundir og vin- áttu. Guð blessi þig, sof þú rótt, góða nótt. Theódóra Guðlaugs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.