Þjóðviljinn - 29.12.1972, Síða 16

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Síða 16
Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavfkur, simi 18888. Föstudagur 29. desember 1972 Lyfjaþjónusta apótekanna vikuna 23.-29. des. er i Ingólfsapóteki og i Laugar- nesapóteki. Nætur- og helgi- dagavarzla er i Ingólfs- apóteki. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opiq all- an sólarhringinn. „ Kvöld-, nrétur og helgidaga- vakl a heilsuvernarstöóinni. Sími 21230. Einörð afstaða Norður- landa vekur athygli PARIS 28/12 Leiðtogar smárikjanna á Norðurlöndum þora að segja það sem flestir aðrirláta sér nægja að hugsa, segir hið áhrifarika franska blaö Le monde i dag um mót- mæli leiðtoga á Norðurlöndum gegn loftárásum Bandarikj- anna á Norður-Vietnam. Le monde segir ennfremur: Hin heiftarlegu viðbrögð Bandarikjastjórnar við fordæmingu sænska forsætis- ráðherrans á loftárásunum sýnir glögglega hversu illa stórveldin þola gagnrýni. Það hefur komiö i ljós, að riki þarf ekki að vera „stórt” til að hafa kjark til að láta i ljós siðferði- legar skoðanir. Stjórnir Dan- merkur og Noregs hafa nú tekið sömu afstöðu og Sviar, þótt þær hafi ekki orðað af- stöðu sina jafn skorinort. Þetta er góð staðfesting á friðarstefnu Noröurlanda, sem orðin er erfðavenja og einkennist af trú á ytri og innri eindrægni og virðingu fyrir sjálfstæði og fullveldi annarra. Þetta mikla hrós er i forystugrein Le monde á for- siðu. Blaðið segir að Norður- löndin hafi áöur i verki sýnt, að þeim sé alvara með þessari stefnu. Það hafi þau gert með stuðningi sinum við þróunar- löndin og þjóðfrelsis- hreyfingar i undirokuðum iöndum. Þessi kjarkmikla afstaða, segir Le monde ennfremur, leiðir til vissra óþæginda fyrir Norðurlöndin vegna óvildar Bandarikjast jórnar. En Norðurlöndin mega lika vita, það, að þau fá ekki aðeins viðskotaillsku að launum fyrir hreinskilni sina heldur einnig virðingu. Slik virðing sé lika miklu meira virði heldur en sú varkára þögn, sem mörg riki sýni, t.d. Frakkland. Margir svokallaðir „vinir Bandarikj- anna” afneiti sinni eigin sannfæringu til þess að falla ekki i ónáð hjá hinum volduga bandamanni, Bandarikjunum. Bandarikjamenn varpa yfir Norður-Vietnam 50 þúsund lestum af sprengjum á 10 dögum Saigon/Paris 28/12 — Logandi B- 52 sprengjuþota hrapaði til jarðar i grennd við forsetahöllina i Hanoi, og margir af áhöfn vélar- innar fórust, segir i frétt frá ung- versku fréttastofunni MTI i kvöld. Fréttaritari MTI i Hanoi sagði, aö logandi brak úr þotunni hefði dreifzt yfir þéttbýlt svæði i borg- inni, Ba Dinh, þar sem forseta- höllin er. Tvær B-52 sprengjuþot- ur voru skotnar niður með eld- flaugum og þrjár i viðbót af norð- ur-vietnömskum orrustuþotum, sagði fréttaritarinn. Áframhaldandi sprengjuregn Sendinefnd Norður-Vietnama á friðarfundinum i Paris sagði i dag, að bandariskar sprengju- flugvélar héldu áfram Ioftárásum á Hanoi og Haiphong af sama ákafanum og áður. Þetta liktist ógnarlegum jarðskjálftum og þúsundir borgara biðu bana i þessum árásum. Gifurlegt flugvélatjón Loftvarnalið Norður-VIetnams hefur skotið niður 71 bandariska árásarflugvél, þar af 31 af gerð- inni B-52 siðustu niu sólarhring- ana, að sögn sendinefndarmanna. Hér væru þó aðeins taldar þær vélar, sem hrapað hefðu til jarðar yfir Norður-Vietnam. Margar fleiri vélar hefðu verið hæfðar skotum og hrapað á ýmsum stöð- um á bakaleiðinni til bækistöðva sinna. Talsmaður nefndarinnar, Nguyen Thanh, sagði að banda- riskar flugvélar hefðu varpaö 50 þúsund lestum af sprengjum yfir stærstu borgir Norður-Vietnam siðan 18. desember. Bandariska herstjórnin i Saigon viðurkennir að 73 flug- manna sé saknað eftir árásar- ferðir til Norður-Vietnam siðast- liðna viku. Tvær B-52 þotur hefðu verið skotnar niður á miðviku- dagskvöld og ein flutningaþyrla yfir Laos. Hins vegar viðurkennir hugsa um að hætta loftárásum norðan 20. breiddarbaugs eftir nokkra daga til þess að bæta horf- urnar á friðarsamningum i Paris. Það var einmitt af sömu ástæðu sem Nixon ákvað að hefja hinar heiftarlegu loftárásir á stórborgir Norður-Vietnams að nýju hinn 18. desember. Hann ætlaði að bæta samningsaðstöðuna i Parisarvið- ræðunum og hræða Norður-Viet- nama til undanhalds. Útkoman hefur hins vegar orðið sú, að Norður-Vietnamar eru aldrei ákveðnari en nú i þvi að láta ekki undan ógnunum Banda- rikjamanna, og bandariski flug- herinn hefur goldið mikið afhroð i loftárásunum. Bandarisku risasprengjuþoturnar B-52 bera 30 lestir af sprengjum og voru taldar óhuitar fyrir loftvörnum. En á síðustu 10 dögum hafa Norð- ur-Vietnamar grandað 31 slikri flugvél. herstjórnin aðeins að hafa misst 14 risasprengjuþotur siðan 18. desember. Þrátt fyrir fréttir frá fréttariturum og öðrum sjónar- vottum i Hanoi, harðneitar bandariska herstjórnin að sprengjum hafi verið varpað á ibúðarhverfi og sjúkrahús i borg- um Norður-Vietnams. Er Nixon að heykjast? Dagblaðið Tin Song, málgagn Saigon-stjórnar, heldur þvi fram i dag, að Bandarikjamenn séu að Vinnuslys Vinnuslys varð við uppskipun úr Rangá I Reykjavikurhöfn i gær. Slitnuðu virar á uppskip- unarhlera með þeim afleiðingum, að hann datt á bryggjuna. Tveir menn voru þar nálægir og urðu fyrir vörunni, en þó ekki undir henni. Féllu mennirnir við og slösuðust nokkuð. Voru þeir flutt- ir á sjúkrahús. Danir ætla að veita N-Vietnömum hjálp KAUPMANNAHÖFN 28/12 — K.B. Andersen, utan- ríkisráðherra Danmerkur sagði í dag að stjórnin hefði jákvæða afstöðu til þess að senda Norður-Víetnam sér- staka efnahagslega hjálp. Svarti september BANKOK 28/12 Fjórir félagar úr sk ær u 1 iða sa m t öku m Palestinu-Araba, Svarta september, réðust i morgun inn i sendiráð Israels i höfuðborg Thailands. Tóku þeir a.m.k. 6 gisla og hótuðu að taka þá af lifi ef arabiskum skæruliðum i Israel yrði ekki sleppt úr fangelsi. Thailandsstjórn reyndi að fá skæruliðana til að sleppa gislun- um og hét þeim frelsi i staðinn, en seint á fimmtudagskvöld neituðu skæruliðarnir að halda samningaumræðum áfram. Aður hafði þó verið tilkynnt i Bankok að skæruliðarnir hefðu fallizt á að sleppa gislunum, ef þeir fengju sjálfir að fara frjálsir ferða sinna úr landi. AFGREIÐSLUBANN A BANDARÍSKAR VÖRUR KAUPMANNAIIÖFN 28/12 for- maður danska vcrkalýðssam- bandsins, Thomas Nielsen, hcfur lagt fram tillögu um viðtækt afgreiðslubann i Evrópu á bandariskar vörur — eða að minnsta kosti sameiginlega af- stöðu Norðurlandaþjóðanna gegn sprengjuárásum Bandarikjanna i Norður-Vietnam. Nielsen kvaðst ekki i vafa um, að öll verkalýðshreyfing Evrópu gæti sameinazt i andstöðunni gegn loftárááum Bandarikja- manna. Nielsen sagði i dag að að- gerðir yrðu ræddar hinn 2. janúar n.k. á fundi 15 fulltrúa verkalýðs- sambandanna á Norðurlöndum, EBE-landanna og Sviss og Austurrikis. Til fundarins var boðað i Kaupmannahöfn fyrir löngu vegna 75 ára afmælis verkalýðssambands Danmerkur. Samstaða nauðsynleg Danskir hafnarverkamenn ræddu þessa tillögu á fundi sinum i dag. Alit fundarins var það, að viðtæk samstaða innan hinnar al- þjóðlegu verkalýðshreyfingar væri nauðsynleg, ef árangur ætti að nást í þeim ásetningi að setja afgreiðslubann á allar bandariskar vörur. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað er á Verkalýðs- sambandið að hefja þegar við- ræður á alþjóðlegum grundvelli i þvi skyni að koma á allsherjar- banni á bandariskar vörur. Formaður sænska verkalýðs- sambandsins, Arne Geijer, sagði i Stokkhólmi i dag, að alþjóðlegu banni, eins og gert er ráð fyrir i tillögu Nielsens, hefði aldrei tekizt að koma i framkvæmd til þessa. Kvaðst Geijer vantrúaður á að allsherjareining fengist um þetta i allri Vestur-Evrópu. Ekki hafði frétzt um undirtektir verkalýðssamtakanna á öðrum Norðurlöndum en Danmörku og Sviþjóð. Þetta lét ráðherrann i Ijósi á fundi með dönsku Víetnam-hreyfingunni. Hann vildi ekki nefna neina upphæð, en viðmæl- endur hans töldu að um væri að ræða 3—5 miljónir danskra króna. I fréttaviðtali um nýárið sagði Andersen, að um þessi áramót einkenndist ástandið á alþjóða- vettvangi af tveimur andstæðum atriðum. 1 fyrsta lagi af sorg, ugg og harmi vegna hinnar vanhugs- uðu og tilgangslausu stefnu Bandarikjamanna i Vietnam, og i öðru lagi bjartsýni vegna vaxandi friðar og samkomulags i Evrópu. Andersen benti á, að það væri rikasta og tækniþróaðasta riki heims, Bandarikin, sem nú væri með sprengjuregni að reyna að ýta fátækustu þjóð veraldar út i yztu neyð og hörmungar. Eina lausnin er pólitisk lausn, samn- ingar sem gefa Vietnam-þjóðinni það frelsi sem hún hefur barizt fyrir i 25 ár, sagði Andersen. I þessu sama viðtali sagði And- ersen, að Danir myndu halda áfram að veita þjóðfrelsishreyf- ingunum i portúgölsku nýlendun- um i Afriku ■ mannúðlegan stuðning. Hann sagði ennfremur, að danska stjórnin hefði samband við stjórn Norður-Kóreu, en eðli- legast væri að Norðurlandaþjóð- irnar tækju sameiginlega ákvörð- un um stjórnmálasamband við það riki. Tunglgullið bliknaði HOUSTON 28/12 — Tungl- grjótið sem tunglfararnir á Apollo 17 höfðu með sér til jarðar, mun að likindum gefa góðar upplýsingar um tunglið og sköpunarsögu þess. Hið gullbjarta grjót, sem svo fagurlega glóði á tunglinu reyndist þó hafa allt annan lit þegar til jarðar kom, og olli það nokkrum vonbrigðum. Ýmsir höfðu gert sér vonir um að þetta grjót sannaði að elds- umbrot hefðu átt sér stað á tunglinu. Grjótið reyndist vera ryð- rautt á litinn, en forstöðumað- ur jarðfræðideildar geim- stofnunarinnar i Houston sagði, að tvfmælalaust væri þetta mikilvægasta grjót, sem borizt hefði til þessa frá tungl- inu. Sýnishornin ættu, að áliti visindamannanna, að geta breytt fyrri hugmyndum manna um uppruna tunglsins. USA-skip í bann í Ástralíu SYDNEY 28/12 — Sjómannasam- bandið i Astraliu tilkynnti i dag, að það hefði ákveðið að setja af- greiðslubann á öll skip, sem kæmu frá Bandarikjunum eða sigldu þangað. Þetta er gert til að mótmæla loftárásum Banda- rikjamanna á Norður-Vietnam. Talsmaður Sjómannasam- bandsins sagði, að Nixon hefði verið sent skeyti með tilkynningu um bannið og að það yrði i gildi þar til loftárásum yrði hætt.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.