Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 3
Dregið i köstinn Laugardagur :!(). desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Það var mikið um að vera h já strákunum i Ilvassaleitinu við að hlaða upp bálköstinn. íslenzka Vietnamnefndin: Viðurkennum réttan fulltrúa fólksins Fundi L.Í.Ú. frestað þar- nefnist áramótagleði sjónvarpsins í ár Stefán Baldursson Sjónvarpiö sendir út i nær 10 klukkustundir á morgun, gamlársdag. Hefjast út- sendingar klukkan 2 á fréttum, siðan veröur flutt barnaefni af ýmsu tagi fram til klukkan 16.00. Klukkan 20 flytur forsætis- ráöherra, Ólafur Jóhannes- son, ávarp í 20 minútur. Þá veröa fluttir innlendir og erlendir fréttaþættir frá liöna árinu. Skemmtidagskrá kvöldsins er undir stjórn Stefáns Baldursson- ar. Dagskráin hefst kl. 22.25 og nefnist „Hvað er i kassanum” og fylgir þvi þessi kynning sjón- varpsmanna: „Áramótagleð- skapur i sjónvarpssal, þar sem fjöldi þekktra og óþekktra lista- manna kemur fram. Leikstjóri Stefán Baldursson, kynnir Vigdis Finnbogadóttir, stjórn tónlistar annast Sigurður Rúnar Jónsson og stjórnandi upptökunnar er Tage Ammendrup. Dagskrá þessi stendur i liölega klukkustund, eða til klukkan 23.40. Vigdis Finnbogadóttir Hvað er í kassanum? til í dag Framhaldsaðalfundur Lands- sambands islenzkra útvegs- manna átti að fara fram i gær, en var frestað þar til i dag. Stöðugur fundur var i gær i yfirnefnd vegna fiskverðsinsog stóð fram á kvöld. Einar Ágústsson, utanrikisráð herra ÁTTADAGSGLEÐI í L AU G ARD ALSHÖLL Stúdentaráð lláskóla tslands heldur árlega Attadagsgleði sina i Laugardalshöllinni á gamiárskvöld, og hcfst hún klukkan 11 um kvöldið. Ætla stúdentarnir að nota sömu skreytingar og menntskælingar settu upp fyrir gleðskap þann sem þeir höfðu i Höllinni i gær. Ætlun stúdentanna er að fá til gleðinnar 2500 manns og þar með að halda fjölmennasta ball sem haldið hefur veriö hér á landi i seinni tið. Brauð, vin og tóbak fær fólk á staðnum að vild, á sama verði og annars staðar tiökast á vertshúsum venjuleg skemmti- kvöld, en á slikum stöðum er hærra verð á gamlárskvöld en ella. Hljómsveitin Brimkló leikur bæði nýja og gamla dansa, og veröur auk þess með sérstaka skemmtidagskrá. Agóði af Attadagsgleði hefur verið stærsta tekjulind Stúdenta- ráðs, en hann rennur til starfsemi ráðsins. Miðinn kostar 650 krónur við innganginn en 500 i forsölu. —úb Vietnamnefndin gerði á fundi ;inum 23. desember 1972 eftirfar- indi ályktun: Vietnamnefndin fagnar þeim ifanga sem náðst hefur með yfir- lýsingu islenzku rikisstjórnar- innar um viðkenningu á stjórn Alþýðulýðveldisins Vietnam. A hinn bóginn hefur nefndin nú, sér til furöu, fengið þær upplýs- ingar frá utanrikisráðuneytinti, Einar Ágústsson, utanrikisráðherra: Aldrei fjallað mn viður- kenmngu á Saigonstjóm t fréttatilkynningu frá islenzku Vietnamnefndinni, sem birtist hér á siðunni, segir að islenzk rikisstjórn muni hafa veiðurkennt leppstjórn Bandarikjanna i Saigon á árinu 1964. Þar sem okk- ur hér á Þjóðviljanum komu slik tiðindi nokkuð á óvart snerum við okkur til Einars Águstssonar, utanrikisráðherra, og spurðum hann hvað rétt væri i þessum efn- um. ' Svar utanrikisráðherra var á þessa leið: Simskeytaskipti munu hafa átt sér stað milli utanrikisráðuneyt- anna i Reykjavik og Saigon á ár- inu 1964, en mér vitanlega hefur aldrei verið fjallað um viður- kenningu á Saigonstjórninni af neinni islenzkri rikisstjórn. að islenzka rikisstjórnin hafi þegar árið 1964 viðurkennt lepp- stjórn Bandarikjanna i Saigon, en þessu virðist hingað til hafa verið haldið algerlega leyndu, jafnvel svo að núverandi ráðherrum ■f hefur verið ókunnugt um þetta. : Nefndin krelst þess að rikis- j stjórnin rjúfi nú þegar öll tengsl við Saigon-stjórnina og viður- kenni réttan fulltrúa fólksins i Suður-Vietnam, Bráðabirgða- byltingarstjórnina. Nefndin bendir á, að 36 riki hafa þegar fullt stjórnmálasamband við Bráðabirgðabyltingarstjórnina i Lýðveldinu Suður-Vietnam, auk Mótmæltu Ilöfn, 29/12— Það hefur verið til siðs að bandariski herinn á Stokksnesi hefði jólaboð fyrir börn og unglinga i herstöðinni. A Þorláksmessu stóð fólki til boða að sækja jólafagnað þar eins og áður. Höfðu þá nokkrir ungir menn i Höfn samið dreifibréf og fóru með það i hús og andmæltu þess sem meira en 60 hlutlaus riki, eða meiri hluti rikja heims, veiltu BBS viðurkenningu sem hinum eina rétta fulltrúa fólksins i Suður-Vietnam á utanrikisráð- herrafundinum i Guyana nýverið. jólaboði þessum jólafagnaði. Varð af þessu mikill urgur i kauptúninu. Ein- hverjir sóttu þetta boð sem áður. t dag er gengiö i hús með undir- skriflaskjal til þess að mótmæla aðgerðarleysi Landhelgisgæzl- unnar, — einkum að togarar séu ekki teknir og fluttir til hafnar. Ekki frá Veður- stofunni komið Sagði Flosi Sigurðsson settur veðurstofustjóri um tilvitnun i veðurstofuna i bréfi Landsvirkjunar til raforkuráðherra Vegna þeirrar fullyröingar Landsvirkjunar i svarbréfi til Magnúsar Kjartanssonar raf- orkuráðhcrra að einstakur veðurofsi hafi verið þann dag, scm raflinumastrið með Búr- fellslinunni féll niður og taka varð upp stifa rafmagns- skömmtun rctt fyrir jólin, og eins að samkvæmt lauslegri alhugun Veðurstofunnar hafi veðurhæð verið 16 vindstig, sncrum við okkur tii Flosa Sigurössonar sem cr settur veðurstofustjóri og spurðum hann hvort rétt væri að þetta veður hafi verið cinstakt, og eins hvort V'eðurstofan hafi gefið upp 16 vindstig þcnnan dag sem mastrið féll. Orðalagið á bréfi Lands- virkjunar er algerlega frá ráðamönnum hennar komið og Veðurstofan hefur ekkert gefið upp um þetta, enda hún ekki beðin um það. Hins vegar mun einhver hafa komið á Veðurstofuna frá Landsvirkj- un og spurt veðurfræðing á vaktum veðrið. Hins vegar vil ég taka fram, að Veðurstofan mælir ekki meiri vindhraða en 12 stig, þannig að það er hrein ágizkun að veðurhæð hafi verið 16 vindstig, þegar það er haft eftir Veðurstofunni. Um það hvort þetta veður sé einstakt eða ekki er þvi til að svara, að vissulega gerist það ekki oft að svona veður komi, en það má þó fastlega reikna með þvi einu sinni á hverjum áratug; það er nokkuð öruggt. Þetta sagði Flosi Sigurðsson og hann tók fram, að Veður- stofan myndi senda Lands- virkjun og raforkumálaráð- herra greinargerð vegna þess- arar tilvitnunar Landsvirkj- unar i Veðurstofuna. Hún hefði enga yfirlýsingu gefið og allt orðalag bréfsins um veðr- ið væri frá Landsvirkjun komið en ekki Veðurstofunni. S.dór. Litlu strákarnir bjarga brennu- gleðinni Neskaupstað, 29/ 12— Skin- andi gott véður var hér á Þor- láksmessu og fram eftir að- fangadegi, bjart, logn og nokkurt frost. A aðfangadags- kvöld gékk upp með suðaust- anátt, og var mjög byljótt á jólanótt; og yfir jóladagana var dumbungur og talsverð rigning. Á þriðja i jólum birti upp með suðvestanátt og hélzt bjart veður þangað til i dag. Tók þá aö snjóa. Oddsskarð hefur verið fært öllum bilum siðan 20. desember, en nú er hætt við að það lokist. Rólegt helur verið hér yfir hátiðis- dagana, nema talsvert er um ótimabærar sprengingar og flugeldaskot. Skólafólk setur mikinn svip á bæjarlifið og birlast hér mörg sjaldséð and- lit. Sjósókn liggur alveg niðri er mér tjáð. Hefur verkafólk fremur náðuga daga. Aramótin framundan ælla að verða með daufara móti, þar eð enginn fæst til þess að standa fyrir brennu á vegum iþróttafélagsins. liefur það verið aðalbrennan að undan- förnu. Sjálfboðaiiðar af yngstu aldursflokkunum reyna þó að bæta þetta upp með þremur brennum af minni gerðinni. Eru þær i næsta nágrenni við kaupstaðinn. Aramótadansleikur ætti ekki að þurfa að bregðast þeim, sem hann sækja, en margir bæjarbúa eyða ára- mótunum i heimahúsum við glens og gaman, — jafnvel við heimspekilegar vangaveltur. Hj.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.