Þjóðviljinn - 30.12.1972, Síða 5
Laugardagur :t<). desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
innlend
Dœgurlaga
keppni á
Sauðárkróki
Sauðárkróki, 29/12 — Hér
hefur alltaf verið mikið um
sprell á gamlárskvöld og
verður vart brugðið út af þeim
vana, sagði Hreinn Sigurðs-
son, fréttaritari blaðsins. Þá
hefur orðið samkomulag um
að reisa stóra brennu uppi á
Nöfunum og sameina alla
krafta að þessari stóru brennu
i staðinn fyrir að skiptast nið-
ur i smáhópa og standa að
mörgum smábrennum eins og
stundum er gert hér á gaml-
árskvöld.
Mikill dansleikur verður
haldinná gamlárskvöld. Siðan
er efnt til dægurlagakeppni á
vegum kvenfélagsins á nýárs-
dag og þá leikin ný lög er sér-
stakri nefnd hefur borizt frá
þvi i haust. Er þetta orðin
fastur siður hér undanfarin ár.
Hafa sum lögin náð vinsæld-
um i landinu svo sem lag eftir
Geirmund Valtýsson —
„Biddu min.”
Hér hafa verið rauð jól og er
ennþá auð jörð og stafalogn
með eilitlu frosti.
Hjónaklúbbar
og flugeldar
Grindavfk, 29/12 — Þrjár
brennur verða i útjaðri kaup-
túnsins á gamlárskvöld og
hafa strákar verið að safna i
þessar brennur, sagði Guð-
finnur Bergsson, lögreglu-
varðstjóri.
Nýtt félagsheimili var opn-
að hér i haust, en ekki verður
dansleikur á gamlárskvöld.
Vilja menn sitja heima. Hins
vegar sjá hjónaklúbbar um
dansleik á nýársdag og er bú-
izt þar við fjöri hjá ungum
sem öldnum. Litið er um
sprell á gamlárskvöld utan
flugeldar er liða upp á himin-
inn i ró og spekt. Aður fyrr
voru hér tið sprell um áramót-
in, en þau hafa verið lögð nið-
ur og er það vel, sagði Guð-
finnur.
Tveir linubátar eru á sjó i
dag. Hefur verið treg veiði hjá
Grindavikurbátum og gæftir
stirðar.
Eldiviðarköstur
í litilli eyju
Höfn i Hornafirði, 29/12 —
Hér er ætið ein stór brenna á
gamlárskvöld og er reist i eyju
framan af þorpinu. Heitir eyj-
ar ósland og er nú orðin land-
föst. Hafa strákar verið að
safna eldiviði að undanförnu,
sagði Benedikt Þorsteinsson,
fréttaritari blaðsins. Meðal
annars er þar kominn gamall
nótabátur og nokkuð af timbri
i bátinn.
Tveir dansleikir eru hér ætið
á gamlárskvöld, — annar i fé-
lagsheimilinu Sindrabæ og
hinn haldinn i hótelinu. Er
heldur ráðsettara og eldra fólk
á hótelinu. A nýársdag hafa
menn hægt um sig og sofa úr
sér dansgleðina.
Leikfélag Hornafjarðar sýn
ir nú Gullna hliðið undir leik-
stjórn Kristjáns Jónssonar.
Hafa verið sýndar þrjár leik-
sýningar fyrir fullu húsi og nú
á að sýna fjórða sinn i kvöld.
Kerlingu leikur Sigrún Eiriks-
dóttir og Jón bónda leikur
Gisli Arason.
Brennan fyrir
ofan Krókinn
Flateyri, 28/12-— Hér er allt
á kafi i snjó og ófærð á götum
þorpsins. Heyrt hef ég að fyr-
i nær hverju kauptúni á landinu logar glatt i brennum á gamlárskvöid.
irtækið Hjálmur ætli að standa
fyrir áramótabrennu i hliðinni
fyrir ofan kirkjugarðinn. Hér
sukku þrjár trillur i sumar og
voru dregnar á þurrt. Stendur
til að brenna þessa báta ásamt
öðrum eldivið, sagði Þórður
Gislason, sveitarstjóri. Hins
vegar verður erfitt að flytja þá
meðan frá bryggjunni i þess-
ari ófærð. Þá verður áramóta-
dansleikur i samkomuhúsinu
að venju. Jólaverzlun var
sæmileg hér hjá kaupmönnum
og kaupfélagi.
Gæftir hafa verið stirðar að
undanförnu og hefur afli verið
rýr hjá Flateyrar-og Þingeyr-
arbátum borið saman við ná-
grannafirði. Nú nota þessir
bátar sömu smokkbeitu. Búið
er að leggja bátnum Asgeiri
Torfasyni vegna manneklu.
Hins vegar róa héðan 4 bátar i
vetur.
Áramótagleði
á Þrettánda
Akranesi, 28/12—Aramóta-
gleði fer aðallega fram á
iþróttavellinum á þrettándan-
um. Standa þá skátar fyrir
brennu og álfadansi. Fjöl-
mennir fólk i álfabúningum og
gamla árið kvatt i tötrum
búnu gamalmenni og nýju ári
heilsað með bjartri álfamey,
sagði Bjarnfriður Leósdóttir.
Á gamlárskvöld er haldinn
unglingadansleikur á hótelinu
og fullorðna fólkið fer á dans-
leik á nýársdag. Þá kveikja
strákar i smábrennum siðasta
kvöld ársins.
Hér eru hvit jól og gott
skiðafæri. Hins vegar er litið
um skiðafólk á Akranesi.
Skátar hafa verið i útilegu i
Skarðsheiði.
Mikil byggingarvinna hefur
verið hér i haust. Hins vegar
hafa verið miklar ógæftir sið-
ustu daga. Hafa bátar róið lit-
ið og jafnvel skortur á neyzlu
fiski.
Aðalbrennan
í Olafsvíkurenni
ólafsvik, 28/12 — Þrjú
brennuleyfi hafa verið veitt
hér i plássinu, sagði Guð-
brandur Guðbjartsson, hrepp-
stjóri á staðnum.
Aðalbrennan er fyrir ofan
kauptúnið á svonefndum Bekk
i Enninu og sést vel til hennar
að venju. Þá er haldinn dans-
leikur i félagsheimilinu eftir
miðnætti og stendur fram eftir
nóttu.
Gæftir hafa verið stirðar i
nóvember og desember og
bátar vart farið á sjó. 1 dag er
Auðbjörgin ein á sjó, sagði
Guðbrandur. Við fáum svona
fisk i soðið.
Mikill hugur er hér fyrir
vertiðina og fjölgar bátum um
þrjá á næstu vertið. Hafa
bræðurnir Guðmundur og
Gunnar Jónassynir keypt bát-
inn Feng frá Þorlákshöfn, þá
hefur Hörður Guðmundsson
keypt bát frá Hornafirði og i
fyrrasumar var Bliki keyptur
frá Kópavogi. Eru þetta 40 til
' 60 tonna bátar. Um 19 dekk-
bátar yfir 20 tonn og 6 trillu-
dekkbátar 8 til 10-tonn verða
gerðir út á næstu vertið
Dansað i nýju
félagsheimili
Húsavik, 29/12 — Hér eru
núna hvit jól. Stafalogn og lit-
ilsháttar snjókoma og ákaf-
lega notalegt veður, sagði
Haukur Harðarson, bæjar-
stjóri.
Aðdrættir eru nú i fullum
gangi i stóra brennu norðan
við kaupstaðinn. Þá verður
áramótadansleikur á gaml-
árskvöld i nýju félagsheimili i
miðjum bænum. Er verið að
opna þetta félagsheimili til
notkunar.
Stirðar gæftir hafa verið hjá
Húsavikurbátum að undan-
förnu og litið farið á sjó.
Bandalag kvenna um uppeldis- og skólamál:
Dagheimilum fjölgi og bann
aðir séu leikir á götunni
Aðalfundur Bandalags kvenna i
Keykjavik i nóv. sl. skoraði á
yfirvöld Reykjavíkurborgar að
fjölga verulega gæzluvöllum og
dagvistunarstofnunum borgar-
innar.
Bent var á, að heildarþörfin á
auknu dagvistunarrými fyrir
börn er á milli 3200 — 3800 sé lagt
til grundvallar eigið mat kvenna,
eins og það birtist i könnun
Þorbjarnar Broddasonar lektors,
og er hlutfallið milli einstakra
tegunda stofnana: 1/10 dag-
vöggustofurými, 1/5 dagheimila-
rými, 2/5 leikskólarými og 3/10
skóladagheimilarými.
Beint er til borgaryfirvalda,
hvort ekki sé timabært að banna
foreldrum og forráðamönnum
barna að láta ung börn sin til
leikja á götuna og forráðamenn
áminntir um hættuna, sem þeir
stofna börnum i með þessu móti.
Skorað er á barnaverndarnefnd
Rvikur að birta sem oftast i fjöl-
miðlum áminningar um löglegan
útivistartima barna og þökkuð
aukin umferðargæzla við
skólana.
Þeim tilmælum er beint til
Félags einstæðra foreldra að
gangast fyrir álmennri fræðslu
foreldra.
Lýst var yfir ánægju með fram-
komið frumvarp um að Fóstru-
skóli tslands verði rikisskóli og
með frumvarp um hlutdeild rikis-
ins i byggingu og rekstri dag-
vistunarheimila.
Beint var til borgaryfirvalda að
byggja einfaldari og ódýrari dag-
vistunarstofnanir og bent á, hvort
ekki mætti bæta úr brýnustu þörf
með að taka á leigu eða kaupa
húsnæði i eldri hverfum borgar-
innar.
Til heilbrigðismálaráðuneytis-
ins var beint þeirri áskorun að sjá
hið bráðasta fyrir dag- og vist-
heimili fyrir taugaveikluð börn og
til sjóðsstjórnar heimilissjóðs
taugaveiklaðra barna að koma til
hjálpar t.d. með húsakaupum,
þar eð peningar rýrna, en safnað
hefur verið i þennan sjóð árum
saman.
Skorað var á borgaryfirvöld að
hlutast til um stofnun heilsu-
gæzlustöðva fyrir ungbörn i út-
hverfum borgarinnar (Fossvogi
og Breiðholti III).
Bent var á nauösyn þess, að
opnunar- og lokunartimi leikskóla
væri sveigjanlegri vegna breyti-
legs vinnutima fólks og þess ein-
dregið óskað, að leikskólum og
dagheimilum borgarinnar verði
ekki lokað meðan starfslið þeirra
tekur sumarleyfi. Lýst var yfir
stuðningi við stefnu borgar-
yfirvalda i skóladagheimila-
málum og bent á nauðsyn þess, að
þeim verði fjölgað.
Skorað var á viðkomandi yfir-
völd að breyta reglum um öku-
skírteini þannig, að þau verði að
endurnýja á árs fresti frá 17 ára
aldri til tvitugs, þar sem fram
kemur i umferðarskýrslum, að
tiltölulega margir tjónvaldar eru
á þessum aldri.
Að lokum er i ályktunum
bandalagsins um uppeldis- og
skólamál bent á, að verkmenntun
þjóðarinnar hafi ekki verið nægi-
legur sómi sýndur og iðnnám
dregizt saman. Iðnmenntun og
tækninám þurfi að breytast svo
þaðsamræmist kröfum nútimans
og verði uppvaxandi æsku eftir-
sóknarvert ekki siður en aðrar
menntabrautir. Iðnskólar verði
rikisskólar, lúti sömu stjórn, og
nám verði það sama i þeim, hvar
sem er á landinu.
Getnaðarvarnaherferð á. Indlandi
Stjórnvöld hafa um nokkra hrfð háð niikinn áróður fyrir takmörkun
harneigna, en ekki hefur hann borið þann árangur að skipti sköpuin.
Myndin sýnir stöð seni Norðinenn reka á lndlandi — á plakatinu er
áróður fyrir þvi á hindi, að hver fjölskvlda láti sér nægja tvö börn. Þar
hiða menn eftir upplýsingum eða jafnvel eftir aðgerð sem gerir þá
ófrjóa.