Þjóðviljinn - 30.01.1973, Síða 13

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Síða 13
Þriöjudagur 30. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA13 © Alistair Mair: Það var sumar í gær Likaminn lá kyrr undir snertingu handarinnar, en hugur- inn starfaði áfram, reyndi að ein- beita sér, finna glætu áður en myrkrið skylli á. Og sem snöggv- ast varð hugsunin skýr. Andlitið á Barrie skýrðist fyrir augum hans. Tungan myndaði orð. — Kransinn? — Já.'Barrie kinkaði kolli. — En hafði engar áhyggjur. Þú verður kominn á sjúkrahús eftir hálftima. — Hvað um . . . morfin? — Þú ert búinn að fá |pað, sagði Barrie. — Eftir tiu minutur verð- urðu kominn i draumaland. — Já. — Hann leyfði augnalok- unum að siga niður. — Það er gott. — Hann lá kyrr. Hann fann ekki fingur Bobs á slagæð sinni. Um- hverfið var að fjarlægjast. Sárs- aukinn var að hjaðna eins og næturþoka fyrir sólskini. Og dimma hvelfingin var orðin breytt, þögul og kyrr eins og nótt á reginfjalli, eins og fjallavatn á logndegi, friðsæll hvildarstaður Lausn á krossgátu Lausn á krossgátu i sunnudags- blaðinu I = B, 2 = R, 3 = L, 4 = M, 5 = S, 6 = K, 7 = A, 8 = L, 9 = H, 10 = 0, II = T, 12 = A, 13 = U, 14 = Ð, 15 = N, 16 = J, 17 = 0, 18 = Æ, 19 = D, 20 = E, 21 = E,22 = F, 23 = 0, 24 = G, 25 = P, 26 = Ú, 27 = 1, 28 = V, 29 = Þ, 30 = Ý. sem svöl snerting handar hennar kallaði hann burt frá. Elisabet leyndi kviða sinum og tryggð og horfði i rænulitil augu hans. — Ég er hérna, sagði hún blið- lega. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. Varir hans bærðust. Ilún hall- aði sér nær en engin orð heyrðust. Hún strauk honum bliðlega um hárið. — Sofðu, hvislaði hún. — Hugs- aðu bara um að sofa. Hann horfði á orðið falla niður frá vörum hennar. Andlit hennar flökti fyrir framan augu hans, i útjaðri veraldarinnar, ungt og yndislegt eins og i upphafi kynna þeirra. Það var andlit daga og nátta æsku hans, andlit hamingju og ástar og hinna fjarlægu daga sumars og vetrar og tunglsljóss og sólskins. Það var andlit lifs hans. Hann slakaði á og tók það með sér inn i dökka tómið og lá nú grafkyrr i friðsælu myrkri. — Fimm minútur, sagði systir- in. — Hann er mjög veikburða ennþá. Elisabet gekk inn i hliðarher- bergið, þar sem siðdegissólin féll skáhallt inn á rúmið sem Peter lá i. Fimm dagar voru liðnir frá hinni minnisstæðu nótt, tveir dag- ar þegar hann hafði svifið milli heims og helju, þrir dagar hæg- fara afturbata. Nú lá hann i hvitu rúminu i blómailmi og horfði á andlit eiginkonu sinnar, sem ver- ið hafði hjá honum i myrkrinu, og var nú komið til hans aftur i skæru sólskini. — Hæ. — Hæ. Hendur hennar voru styrkar. Varirnar mjúkar og hlýjar þegar þær snertu varir hans. Umurinn var eins og fjarlæg minning, úr fortið sem nú virtist langt i burtu og óraunveruleg eins og draum- ur. Og i brosi hennar bjó framtið- in og fyrirheit um löngu árin sem framundan voru. — Þú ert þokkalegur, sagði hún óstyrkri röddu. — Þú gerðir okkur aldeilis skelkuð. Hann brosti. — Sjálfan mig lika, sagði hann. — Ég skal ekki gera þetta að vana. Hann horfði i róleg augu henn- ar, sem nú voru skær af gleði og það þurfti ekki að segja neitt. Aður, meðan hann beið þess að hún kæmi, hafði svo margt virzt ósagt. En nú var nóg að vera i ná- vist hennar og þakklætiskenndin gagntók hann. — Simon, sagði hún. — Hefurðu frétt það? — Hann kinkaði kolli. — Já, systir sagði mér það. Með rænu siðan á laugardag, sem er meira en sagt verður um mig. Á góðum batavegi. — Já, sagði Elisabet. — En það er ekki bara það. Lögreglan fellur frá kærunni um manndráp. Svo virðistsem vörubillinn hafi staðið þarna ljóslaus. Allmargir öku- menn hafa vitnað það og sagzt hafa verið að þvi komnir að aka á hann. Og hann verður ekki kærður fyrir það. — En þá er það ákæran um ölv- un við akstur, sagði Peter. — Og hann þarf að lifa með samvizku sinni vegna Jean . Elisabet leit undan. —Já.sagði hún. —Hann fyrir- gefur sjálfum sér það aldrei. — Ég vona ekki, sagði Peter. — En þetta gæti þó orðið til að gera •hann að manni. Það var verst að lexian skyldi verða svona harka- leg. Og þó ætti það ekki að koma á óvart. — Hvað áttu við? Hann brosti við. — Vegna þess að þetta er eins með mig. Lexian min var lika hörð. Ef ég hefði verið skynsam- ari, hefði þetta aldrei komið fyrir. — Elskan min. —- —En það er satt. Þú veizt að það er satt. Ég hélt að ég væri öðru visi . . .Ég hélt að ég gæti of- gert mér án þess að nokkuð kæmi fyrir. Þar til á föstudaginn. Þá of- bauð ég sjálfum mér. — En það er liðin tið. — — Já. Vissulega. Það er liðin tið fyrir mig. En Simon er ekki búinn að bita úr nálinni, og gerir trúlega aldrei. Og Susan — Hún sneri sér snöggt að honum. —En það er búið hjá henni, sagði hún. Hann starði á hana. — Hvað áttu við? — Ja, ég veit ekki hvernig ligg- ur i þvi. Ég hélt alltaf að þetta væri misskilningur. Og ég veit ekki hvort öll ósköpin sem dundu yfir á föstudaginn höfðu sin áhrif. En á laugardagsmorgun var allt komið i lag, með eðlilegum hætti! Systkinabrúðkaup Þann 29/12 ’72 voru gefin saman i hjónaband i Há- teigskirkju af séra Arngrimi Jónssyni ungfrú Ingi- björg Andrésdóttir ög Hreinn Guðmundsson. Heimili þeirra er að Hvassaleiti 18. Stúdíó Guðmundar Garðastræti 2. Simi 20900. Þann 29/12 ’72 voru gefin saman i hjónaband i Há- teigskirkju af séra Arngrimi Jónssyni ungfrú Bryndis Jónsdóttir og Ágúst Ingi Andj-ésson. Heimili þeirra er að Njálsgötu 43. Stúdió Guðmundar Garðastræti 2, sími 20900. Þriðjudagur 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Hulda Runólfsdóttir heldur áfram að endursegja söguna um Nilla Hólmgeirs- son eftir Selmu Lagerlöf (8) Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25. Björn Dagbjartsson efnaverkfræðingur talar um fullnýtingu humars. Morgunpopp kl. 10.40. Rowan Brothers syngja. Fréttir kl. 11.00. llljóm plöturabb (endurt. þáttur G.J.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Fræðsluþáttur um al- mannatry ggingar (endurtekinn) Fjallað um sjúkradagpeninga. Umsjón Örn Eiðsson. 14.30 Frá sérskólum i Reykjavik, V: Fiskvinnslu- skólinn. Anna Snorradóttir talar við Sigurð B. Haralds- son skólastjóra. 15.00 Miðdegistónlcikar. Jörg Demus leikur á pianó Part- itu nr. 1 i B-dúr eftir Bach Walter Klien leikur á pianó Sónötu i B-dúr (K 281) eftir Mozart. Wilhelm Backhaus og Filharmónisveitin i Vin leika Pianókonsert nr 2 i B- dúr op. 19 eftir Beethoven, HansSchmidt Issersted stj. 16.00 Frétlir. 16.15 Veóurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Kramburðarkennsla i þýzku, spænsku og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „úglan hennar Mariu” eftir Finn Havrevold. Olga Guðrún Árnadóttir les (12) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 úinhvcrfismál. 19.35 Umhverfismál 19.50 Barnið og samfélagið Pálina Jónsdóttir talar við Gyðu Sigvaldadóttur fóstru um dálæti barna á bundnu máli. 20.00 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynnir 20.50 íþróttirJón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit op 18 eftir Bo Linde. Karl-Ove Mannberg og Sinfóniuhljómsveitin i Gávle leika, Rainer Miedel stj. 21.35 Naust og vör.Bergsteinn Skúlason segir frá (Aður útv. i júni s.l.) 22.00 Fréttir 22.15 Veðu. rfregnir. Rannsóknir og fræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. talar við Jón Böðvarsson cand. mag. um Njálu og b ók m en n ta f r æðs 1 u i skólum. 22.45 Harmonikulög. Arnt Haugen og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi. Dame Peggy Ashcroft les úr ,,The Wife og Bath”, Góðu konunni frá Bath, úr Kantaraborgarsögum Chaucers. 23.40 Fréttir i suttu máli. Dagskrárlok. 0.0.40.4^. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Ashton-fjölskyldan. Brezkur framhaldsflokkur. 38. þáttur. Hold og blóð. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 37. þáttar: Shefton heldur veizlu til að fagna heimkomu Helenu, systur sinnar, frá Astraliu. Hann notar tækifærið og vekur máls á hugmynd sinni um að selja prentsmiðjuna. Helena fylgir Edwin og börnum hans að málum og Shefton verður að láta undan siga. Skömmu siðar kemur Davið til hans i pen- ingavandræðum og selur honum sinn eignarhluta i fyrirtækinu, og þar með telur hann sig ráða meiri hluta hlutafjárins. Davið heimsækir Sheilu og reynir að fá hana til að sættast, en hún er treg til að treysta honum. 21.20 Tónlistarþáttur frá. Munchen 22.00 Setið fyrir svörum. Um- ræðuþáttur i sjónvarpssal. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. TILKYNNING til áskrifenda ÞJ()ÐVILJANS úr Vestmannaeyjum ÞJÓÐVILJINN hefur ákveðið að áskrif- endur blaðsins i Vestmannaeyjum fái blaðið ókeypis fyrst um sinn. Vinsamlegast tilkynnið afgreiðslu blaðs- ins um núverandi heimilisfang. Simi 17500. SPRUNGUVIÐGERÐIR - ÞAKRENNUR - Lekur liúsið? — Lekur rennan? Við sjáum um viðhaldið. Reynið viðskiptin. Vilhjálmur Ilúnfjörð. Simi 50-3-11.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.