Þjóðviljinn - 25.03.1973, Side 13
þangað til fyrsta sýningin átti að
hefjast. Stöðugur straumur gesta
þokaðist milli bilánna i áttina að
innganginum. Þeir færðu sig mót-
þróalaust til að hleypa gula
Kádilljáknum framhjá. Nokkir
gægðust inn i bilinn til aö gá hver i
honum væri og snéru sér siðan að
næsta manni og sögðu: „Var
þetta ekki...?” En það voru
fimm karlmenn i langa bilnum og
og enginn var alveg viss.
Andy Paxton sat i aftursætinu á
milli tveggja manna, rétt eins og
hann væri konungborinn. Tveir
sátu i framsætinu og annar þeirra
ók bilnum. Þeir voru allir i
þjónustu hans á einhvern hátt.
Vinstra megin við Andy sat Bake
vinur hans. Til hægri Lanny
Munce, listrænn ráðunautur
plötuútgáfunnar. Bilstjórinn var
Hub, lifvörður hans og við hliðina
Eftir Whit
Masterson
i.
Blöðin kölluðu það glæp ársins.
Það voru skiljanlegar ýkjur. At-
burðirnir i fyrstu viku júli voru
ömulegir og ógnvekjandi og hefðu
orðið forsiðufrétt, jafnvel þótt um
venjulegan borgara hefði verið að
ræða. En þetta voru ekki venju-
legir borgarar...þeir voru sjálfir
afkvæmi auglýsingastarf-
seminnar, og allt sem fyrir þá
kom, tðk á sig ýkta mynd. Þetta
varð harmleikur sem átti sér
engan lika, og öll þjóðin varð
áhorfandi og gagnrýnandi. Fylgzt
var með hverri hreyfingu með-
leikaranna, hvert smáatriði
grandskoðað og það rætt við
morgunverðarborðin og á
rakarastofunum stranda i milli.
Og þó gerðist hinn raunverulegi
harmleikur bakvið sviðið, utan
sviðsljósanna og fjarri augum
hinna forvitnu, i undarlegri, há-
vaðalausri baráttu milli manns
sem átti enga vini og manns
sem átti of marga....
Samucl Skolman kynnir ANDY
PAXTON. Frumsýning i kvöld!
Kvöldþokan sem læddist inn af
Kyrrahafinu myndaði daufan
geislabaug kringum rauða ljósa-
stafina. En hún huldi þá ekki og
ekki heldur útlinur leikhús-
loftsins, sem hófst hundrað
metrum fyrir aftan neonskiltiö,
eins og furðulegt sjóskrýmsli sem
rekið hafði á land með flóði. En E1
Dorado var engin tilviljun fremur
en landið sem það stóð á. Hvort
tveggja var byggt upp af kost-
gæfni, tanginn úr sandi úr
Skákþraut
No. 9.
Þessi staða kom upp i skák
þeirra Baumstark og Kozlovska i
Ohrid 1971. Hvitur leikur og vinn-
ur.
Lausn á dæmi nor. 8.
1. Dxe5, svartur tapar nú miklu
liöi vegna þess að hann getur ekki
leikið dxD vegna 2. Bf6 Kg8 3. Rh6
mát.
höfninni, næturklúbburinn til aö
nýta umhverfið sem bezt. Með
vatn á þrjá vegu og borgarljósin
sem glitrandi bakgrunn, var E1
Dorado nær eingöngu glerveggir
og gluggarjaðeins landmegin var
heill veggur. Þeir sem höfðu efni
á að greiða það sem nætur-
klúbburinn setti upp, höfðu ekki
áhuga á útsýni yfir bilastæðið.
Samuei Skolman kynnir ANDY
PAXTON. Frumsýning i kvöid.
1 nánd við hvolflaga innganginn
voru tveir risastórir ljóskastarar
farnir að senda ljós sin upp i
1
himininn eins og þeir gerðu
næstum hvert einasta kvöld.
Gagnstætt mörgum svipuðum
stofnunum sem kvörtuðu um
skorti áskemmtiatriðum, sem
viðráðanleg væru kostnaðarins
vegna en samt hægt að græða á,
gat E1 Dorado viku eftir viku
ráðið skemmtikrafta sem voru
eins og klipptir út úr óskalista.
Það var ekki vegna þess að
Samuel Skolman greiddi meira
en aðrir. Það gerði hann ekki,
reyndar siður en svo. Þetta
byggðist eiginlega á happasælli
tilviljun. Það hafði komið i ljós að
borgin sem E1 Dorado var i, var
kjörinn staður til að færa upp ný
næturklúbbaatriði — þægilega
nærri Los Angeles og Las Vegas,
en þó ekki svo nærri að ljóminn
hyrfi af siðari hátiðasýningum.
Söngvarar, dansarar, gaman-
leikarar ... allir voru þeirrar
skoðunar, að E1 Dorado væri sá
staður þar sem hægt væri að fága
ný atriði og lappa upp á gömul.
Það gaf auga leið að atriði sem
hlaut vinsældir i E1 Dorado myndi
moka inn peningum á dýru
skemmtistöðunum fyrir norðan.
Atriðin sem misheppnuðust voru
tekin út af dagskrá og stokkuð
upp áður en þau voru reynd að
nýju
Samuel Skolman kynnir ANDY
PAXTON. Frumsýning i kvöld.
Það er sama hve oft það gerist,
hugsaði Andy Paxton, þegar
billinn ók inn á bilastæðið, — ég
venst þvi vist aldrei að horfa á
nafnið mitt i neonljósum. Honum
fannst það á einhvern hátt óraun-
verulegt að nafnið hans -- þessir
flötu, kauðalegu stafir — var jafn
þekkt og sigarettutegund eða
handsápa. Þaö þurfti ekki einu
sinni að bæta við skýringu svo
sem „söngvari” eða „sjónvarps-
stjarna.” Nafnið nægði. Allir eða
að minnsta kosti flestir þekktu
það. Aðeins — ANDY PAXTON.
Frumsýning i kvöld.
Bilastæðið var þegar fullt af
bilum, þótt enn væri klukkutimi
á Hub sat Ed Thornburg, blaða-
fulltrúi hans. Þetta var engan
veginn allt fylgdarlið hans. Ef
allir hefðu átt að vera með i einu,
hefði þurft að leigja strætisvagn.
Ef hljómsveitin var meðtalin, var
fylgdarliðið um þrjátiu manns.
Bake hafði veriö að spauga með
þetta i flugvelinni á leið frá Los
Angeles. — Litla velferðarrikið
okkar. Andy vinnur fyrir
peningunum og við skiptum þeim
með okkur.
Andy hafði ekkert við þetta að
athuga. Honum féll vel við með-
bræður sina,og þegar peningarnir
streymdu inni striðum straumum
viku eftir viku, virtist það ekki
nema sanngjarn að aðrir fengju
hlutdeild i þessu mikla láni.
Þannig leit hann á þetta innst
inni, sem einskæra heppni sem
hann átti sjálfur býsna litinn þátt
i. Andy var ekki ennþá orðinn
eigingjarn sjálfbyrgingur eins og
flestar meiri háttar stjörnur.
Hann hafði ekkert á móti sam-
starfsmönnum sinum eða þeim
sæg aðdáenda sem höfðu gert lif-
vörð nauðsynlegan. Gagnstætt
mörgum listamönnum, sem létu
oft i ljós gremju yfir mann-
fjöldanum sem stöðugt elti þá,
fann Andy til þakklætis, næstum
væntumþykju i garð þeirra.
Eins og til að mynda i kvöld.
Þegar Kádilljákurinn stanzaði
við sviðsinnganginn i E1 Dorado,
flykktist samstundis að honum
mannsöfnuður. Það var einkum
ungt fólk og táningar sem um-
kringdu bllinn, góndu inn um
gluggana og hrópuðu nafnið hans.
Hub stöðvaði vélina og sagði við
Andy: — Biddu þangað til ég get
stuggað þeim ögn frá. Hann þaut
úr úr bilnum, þrekvaxinn maður
með myndugleika i fasi.
Thornburg blaðafulltrúi sagði;
— Þarna sérðu, Andy. Þú ert
strax búinn að ná ofsalegum vin-
sældum.
— Hann má þakka fyrir ef hann
kemst inn i buxunum heilum,
tautaði Bake. — Þetta minnir
mig á bandóðan múg sem vill
hengja einhvern. Er þessi náungi
þarna ekki með reipi?
— Hver? spurði Munce og
leit skelfdur i þá átt. Bake skelli-
hló. Hann var óforbetranlegur
sprellugosi, áhyggjulaus náungi á
aldur við Andy, en stærri og
dekkri yfirlitum. Þeir höfðu verið
vinir siðan i æsku. Bake hafði
verið varnarmaður Andys i
Rugby-liðinu i menntaskóla og
var það reyndar enn að vissu
leyti. Þeir höfðu verið með
óljósar ráðagerðir um að fara
saman út i viðskiptalifið, en her-
skyldan hafði aðskilið þá. Þegar
Bake losnaði úr hernum, var
Andy þegar á leið upp á stjörnu-
himininn. Bake hafði reynt fyrir
sér líka og reynt með litlum
árangri að verða leikari. Þegar
Sunnudagur 25. marz. 1973 ÞJ6ÐVILJINN — StDA 13
BRIDGE
Meistarar eigast viö
A móti meistarasveita sem
haldið var i Deauville fyrir þrem-
ur árum tókst Georges Théron að
vinna „game” — sögn sina vegna
frábærs hæfileika sins til að gera
sér grein fyrir þvi, hvernig spil
andstæðinganna skiptust.
Noröur
sp. K 10 8 6 5
hj. D 9 6
ti. 7 3 la. G 7 4
Vestur Austur
sp. D 9 4 sp. A G 3 2
hj. G 2 hj. 8 4
ti K D G 10 5 4 ti. A 8
la. 5 2 Suöur la D 10 9 6 3
sp. 7 hj. A K 10 ti. 9 6 2 7 5 3
la. A K 8
Sagnir: Suður gefur. Noröur
Suður á hættunni. (Borð nr. 3 —
Suður: Theron, Vestur: Reese
Norður: Desrousseaux, Austur:
Flint)
Suöur Vestur Noröur Austur
1 hj. 1 gr. 2 hj. pass
3 ti. dobl 4 hj. pass
kom honum inn á spaðaásinn, svo
að hann neyddist til að láta út lauf
og missa þannig báða laufaslag-
ina.
Strax að spilinu loknu ásakaði
Reese meðspilara sinn fyrir að
hafa ekki tekið útspil sitt (tigul-
kónginn) með ásnum og láta sfð-
an út tiguláttuna.Reese hefði þá
látið út tigul i þriðja sinn til þess
að sagnhafi freistaðist til að
trompa með háspili i blindum þ.e.
með hjartadrottningu, til þess að
forðast yfirtrompun frá Austri.
Það hefði þá verið eðlilegt að
sagnhafi gerði ráð fyrir að Vest-
ur ætti aðeins einspil i hjarta,
tromplitnum, og myndi þvi reyna
að ná trompgosanum með svin-
ingu...
Trompstytting Albarrans
Það eru liðnir meira en tveir
áratugir siðan Pierre Albarran
vann þess gjöf á glæislegan hátt.
Lausnin liggur ekki i augum
uppi, þótt öll spilin liggi á borð-
inu.
Noröur
sp. A D 7
hj. A K 7 6
ti. 4
la. K D 8 7 6
Reese lét út tigulkóng og siðan
tiguldrottningu, sem Austur varð
aðtaka með ásnum. llann lét svo
út trompfjarkann.Hvernig spilaði
Theron til þess að vinna sögnina
íjögur hjörtu, gegn beztu vörn?
Þannig fóru spilin i þessari
sömu gjöf við hin borðin tvö:
(Uppsetning (borð nr. 3) nafna-
skrá, sagnir, spurning) — Svar:
Þegar Théron komst að þvi að
Flint átti tigulásinn, skildist hon-
um að eins grands yfirboð Vest-
urs væri ekki „eðlilegt”, heldur
lægi annað á bak við það, og að
Reese myndi aðeins eiga einn
sterkan lit, sennilega i tigli, og
doblun hans við þremur tiglum
staðfesti það. Það mátti þvi gera
ráð fyrir þvi að Austur ætti
spaðaás að tryggja sér með kast-
þröng.
Spilið fór á þennan veg: Þegar
Théron hafði tekið hjartagosann
með hjartadrottningu, tók hann i
hjartakónginn til þess að taka siö-
ustu tromp andstæðinganna. Sið-
an trompaði hann þriðja tigul
sinn með siðasta trompinu hjá
blindum og komst sjálfur inn á
laufakónginn.
Siðan tók hann á öll hjörtu sin
þar til þessi lokastaða kom upp
(spil Vesturs skipta ekki máli):
sp. K 10 la. G 7
sp. A G )a. D 10
sp. 7 hj.A la.A8
t siðasta trompið kastaði
Théron spaðatiunni frá blindum,
en Austur varð að kasta af sér
spaðagosanum til þess aö halda i
laufadrottninguna. En Théron
Vestur
sp. —
hj. 10 8 4 3
ti. A K G 10 9 3 2
la. G 2
Austur
sp. G 9 6 5
hj. D G 9 5 2
ti. D 8
la. 9 3
Suöur
sp. K 10 8 4 3 2
hj- —.
ti. 7 6 5
la. A 10 5 4.
Sagnir: Norður gefur. Hvorugir
á hættunni.
Vestur Norður Austur Suöur
— l hj. pass 2 la.
3 ti 4 la. pass 4 sp.
pass 4 gr. pass 5 ti.
pass 6 sp. pass pass.
Vestur lætur út tigulkóng, siðan
tigulás. Asinn er trompaður með
sjöunni i borði, siðan tók Albarr-
an á spaðaásinn, en Vestur
reyndist vera blankur.
Hvernig spilaði Albarran úr
þessu til þess að tryggja sér vinn-
ing i hálfslemmu i spaða gegn
beztu vörn?
Athugasemd um sagnirn-
ar:
Albarran spilaði á móti eigin-
konu sinni, eftir sagnkerfi sem
hann hafði nýlega fundið upp.
Þegar Norður hefur opnað á einu
hjarta, er hönd Suðurs fullveik til
þess að hann svari með tveim
laufum i fyrstu umferð, til þess að
segja siðan frá spaðalit sinum.
En Albarran óttaðist að ef hann
segði strax einn spaða, gæti hann
ekki gefið visbendingu um ágæta
skiptingu spila sinna.
Brunaverðir
Störf þriggja brunavaröa viö slökkviliö Hafnarfjaröar eru
laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum
starfsmannafélags Hafnarfjaröarkaupstaðar.
Upplýsingar um störfin veitir slökkviliösstjóri
Umsóknir skulu sendar undirrituðum eigi siöar en 4. aprfl
n.k.
Bæjarstjórinn I Hafnarfiröi
Tilkynning til
bifreiöaeigenda í Reykjavík
Af gefnu tilefni tilkynnist, að eindagi bif-
reiðagjalda er ekki bundinn við skoðun
bifreiðar. Eindagi þungaskatts og
annarra bifreiðagjalda ársins 1973 er 31.
marz næstkomandi. Bifreiðaeigendur i
Reykjavik eru hvattir til að greiða bif-
reiðagjöldin fyrir 1. april, svo komist
verði hjá stöðvun bifreiðar og frekari inn-
heimtuaðgerðum.
Tollstjórinn i Reykjavik.