Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 16
DfOÐVll/m
Sunnudagur 25. marz. 1973
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara Lækna-
félags Reyk javikur, simi
18888.
Kvöld-, nætur- og 'helgar-
þjónusta lyfjabúðanna i
Reykjavik vikuna 23.-29.
marz er i Reykjavikurapóteki
og Borgarapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspital-
ans er opin ailan sólarhring-
inn.
Kvöld-, nætur og helgidaga-
vakt á heilsuverndarstöðinni.
Simi 21230.
RÆTT VIÐ
SKIPSTJÓR-
ANN Á
BJARTI NK
Skoðanakönnun
á vegum
íhaldsblaðs
í Noregi um
50 mílur:
Fylgis-
menn
útfœrslu
í sókn
OSLÖ — útfærsla fisk-
veiðilögsögunnar virðist
geta orðið dagskrármál í
Noregi innan tíðar, ef
marka má skoðanakönnun
Aftenposten i Osló. Sam-
kvæmt henni töldu 49%
hinna spurðu sig fylgjandi
því að fiskveiðilögsagan
yrði færð út í 50 mílur, en
51% kvaðst þvi andvígur.
Greinilegt var, að hræðslan við
refsiaðgerðir af hálfu Efnahags-
bandalagsins vegur þungt hjá
þeim sem vilja fara sér hægt i
málinu. Og spurningar hins
ihaldssama blaðs vöktu sérstaka
athygli á þeim viðhorfum. I skoð-
anakönnuninni kom fram, að
fylgjendur hægri flokksins voru
yfirleitt andvigir útfærslu, en þeir
sem fylgja hinum strjálbýlisvin-
samlega Miðflokki að málum og
einnig Sósialiska alþýðuflokknum
studdu stækkaða landhelgi.
Tvennt hefur einkum vakið þá
hreyfingu yfir 50 milna landhelgi
sem nú er að vaxa fiskur um
hrygg i Noregi. Annars vegar er
niðurstaðan af þjóðaratkvæða-
greiðslunni um aðild að EBE og
sá skilningur á sérstöðu norska
atvinnulifsins sem NEI-hreyfing-
in efldi meðal þjóðarinnar. Hins
vegar er útfærsla tslendinga á
sinni fiskveiðilögsögu i 50 milur.
tslenzkir námsmenn i Noregi
hafa unnið ötullega að kynningu á
málstað tslands i landhelgisdeil-
unni við Breta og Vestur-Þjóð-
verja, og hafa þeir náð samstöðu
með öflugum samtökum norsks
æskulýðs sem hafa tekið upp mál-
ið sem norskt baráttumál fyrir 50
milum. Er landhelgishreyfingin i
Noregi greinilega i sókn.
Eltingaleikur
Lögreglan i Keflavik átti i
fyrrinótt langan og erfiðan
eltingaleik við óðan Amerikana,
sem ók um götur Keflavikur og
nágrennis á yfir 100 km hraða og
neitaði að sinna nokkrum kröfum
um stöðvun.
Maðurinn hafði ekið út um
girðingarhliðið á Keflavikurflug-
velli án þess að nema þar staðar,
eins og reglur mæla fyrir um. Var
þá lögreglan i Keflavik beðin að
handsama ökumanninn, og gekk
það heldur illa eins og að ofan
greinir. Þegar loks tókst að króa
manninn af kom i ljós, að hann
var hvorki undir áhrifum áfengis
eða deyfilyfja, en liklega hefur
honum verið farin að leiðast vist-
in innan girðingar og þráð frelsið.
Hittannst i hmtpfélaginu
-
Nýi skuttogarinn
þeirra Noröfiröinga
Bjartur, . kom úr sinni
fyrstu veiðiferð sl. mið-
vikudag.
Við slógum á þráðinn
til skipstjórans, Magna
Krist jánssonar, og
spuröum frétta af þess-
ari fyrstu veiðiferö.
Það komu nokkrir smá-
vægilegir vankantar fram i
túrnum, sagði Magni. Til að
mynda voru átaksmælarnir
bilaðir, dýptarmælirinn mældi
ekki rétt dýpi og við lentum i
vandræðum með trollið.
- Hvar hélduð þið ykkur?
Kyrstu tvo dagana vorum
við fyrir austan, en fórum sið-
an á Selvogsbanka og vorum
þar i 5 daga. A þessum 5 dög-
um fengum viðaðeins ldtonna
afla. Siðan fórum við austur
aftur og fengum 140 tonn þar á
limm dögum.
Hvað takið þið mörg höl á
sólarhring?
Niu ef vel gengur. Við
fengum þessi 140 tonn i 45 höl-
um, 3 tonn að meðaltali i hali.
Er það vont eða gott
fiskiri?
Það verður að teljast aII-
gott, þvi meðalafli á togtima
er á að gi/.ka 7—800 kiló.
Hvernig eru vaktirnar
um borð?
— Það er skráð eftir báta-
kjarasamningum, sem þýðir
að heimilaðar eru allt að 18
tima stöður á sólarhring, en
samt sem áður er vöktum
þannig hagað, að staðið er 6
tima og siðan er 6 tima hvild.
— Var mikið af aflanum
þorskur?
— Þetta var allt þorskur.
Við isuðum 85 tonn af honum i
60 kilóa kassa, en við höfðum
áður gert tilraun með það á
Barða. Siikur fiskur verður
fyrsta flokks hráefni
— Hvernig gengur þeim á
Barðanum?
Þaðgengurvel hjá þeim.
Þeir eru búnir að fá 630 tonn
frá áramótum.
— Hvernig reyndist svo
Bjartur þegar á allt er litið?
— Mjög vel. Til að lagfæra
þessar smábilanir, sem ég
minntist á áðan, og hagræða
einu og öðru smálegu, eru
komnir hingað austur Japanir
frá vérksmiðjunum sem smið-
uðu togarann. Við ætlum að
láta gera smávægilegar
breytingar til hagræðis á
vinnudekki og i lestinni.
— Hvað er ábyrgðartimi
langur á Bjarti?
— Tólf mánuðir.
— Þú ert sem sagt ánægður
með skipið?
— Hæstánægður. já. —úþ
Margir
þekktu
Norður-
pólinn
Fjölda margir hringdu,
bæði hingað á Þjóðviljann
og á Þjóðminjasafnið, til
að gefa upplýsingar um
gömlu myndirnar, sem
birtust í blaðinu á sunnu-
daginn var. Flestir þekktu
húsið i Reykjavik, sem enn
stendur við Hlemmtorg, og
varkallað Norðurpóll, en er
nú Hverfisgata 125. Sem
sjá má hefur Norðurpóllinn
tekið nokkrum breyt-
ingum, ma. verið settur á
•það stór kvistur. Myndina
tók Ari ijósmyndari nú í
vikunni.
Þessi inynd var tekin af Kjarti þegar hann koin til Neskaupstaðar frá Japan i byrjun niánaðarins.
Magni Kristjánsson
Þátturinn með gömlu myndununt heldur áfram I blaðinu i dag á IX. siðu og segjum við þar nánar frá
fyrri myndunum og birtum tvær til viðbótar, sem við vonum, að lesendur hjálpi okkur lika til að finna.
i
ÞRJÚ TONN í HAIJ