Þjóðviljinn - 27.03.1973, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 27.03.1973, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. marz. 1973 VTBOÐ Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar- innar óskar eftir tilboðum i eftirtalda verkþætti við byggingu 314 ibúða i Breið- holtshverfi i Reykjavik. 1. máiun úti og inni 2. eldhúsinnréttingar 3. skápar 4. inni- og útihurðir 5. stigahandrið 6. gler. Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B. Lágmúla 9 Reykjavik, gegn 5000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudag- inn 10. april 1973 kl. 14,00 á Hótel Esju. FÉLAG J ÁRNIÐN AÐ ARM ANN A F élagsf undur verður haldinn fimmtudaginn 29. marz 1973 kl. 8,30 i Félagsheimili Kópavogs, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. önnur mál 3. Erindi: „Valdakerfið á Islandi” Ólafur Ragnar Grimsson lektor flytur. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Aðalfundur Alþýðu- bankans hf. verður laugardaginn 14. april 1973 að Hótel Sögu (Súlnasal) og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf svk. 18. gr. samþykkta bankans. 2. önnur mál. sbr. 17. gr. samþykkta bankans. Aðgöngumiðar að fundinum, ásamt atkvæðaseðlum, verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra I bankanum, Laugavegi 31, dagana 12 og 13. aprll 1973, kl. 13.00 - 16.00 báða dagana. Reykjavik 20. marz 1973 Hermann Guðmundsson form. bankaráðs Björn Þórhallsson ritari. Sala hlutabréfa Á aðalfundi Hf. Eimskipafélags íslands 16. mai 1972 var samþykkt að veita félags- stjórn, um óákveðinn tima, heimild til að selja aukningarhlut i félaginu að fjárhæð kr. 38.067.750.- gegn staðgreiðslu. Með skirskotun til samþykktar þessarar tilkynnist hér með að framangreind hluta- bréf eru til sölu hjá félaginu. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS, Hlutabréfadeild. Ólafur Ólafsson, landlœknir: Nafnbirtingar vegna útgáfu lyf jaávísana Herra ritstjóri. Undanfarið hafa verið til um- ræðu í blöðum viðbrögð land- læknisembættisins við beiðni sakadóms Reykjavikur um birt- ingu á nöfnum einstaklinga, sem á árunum 1968—1971 hafa fengið ávisað eftirritunarskyldum lyfj- um oftar en 50 sinnum, svo og um birtingu á nöfnum lækna þeirra, er látið hafa einstaklingum þau I té. Eftirritunarskyld eru t.d. morfin og önnur skyld lyf, pethedin og amfetamin. Það er rétt, að landlæknis- embættið hefur undir höndum upplýsingar um nöfn þessara lækna og sjúklinga. Það skal tekið fram, að fyrrv. landlæknir, Sigurður Sigurðsson, sendi sakadómara hinn 28. april s.l. upplýsingar um þá ein- staklinga, sem fengið hafa ofan- greint magn af eftirritunarskyld- um lyfjum á árunum 1968—1971, en hvorki nöfn né sjúkraskrár viðkomandi. Til þess að almenn- ingi sé kunnugt um ástæðuna fyrirþví, að landlæknir hefur ósk- að eftir dómsúrskurði, og þá væntanlega frá Hæstarétti, um hvort honum beri að gefa upp nöfn lækna og einstaklinga, vil ég benda á eftirfarandi: Samkvæmt 10. grein læknalaganna ber lækni að gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál, er hann kann að kom- ast að sem læknir, nema lög bjóði annað. Þess vegna er beiðni ekki nægjanleg, heldur er krafizt dómsúrskurðar. Eftir að ég tók við embætti hefi ég unnið að áframhaldandi könn- un gagna um eftirritunarskyld lyf ásamt lyfjafræðingi við heil- brigðismálaráðuneytið, þó að henni sé ekki að fullu lokið. Kom- ið hefur i ljós, að fólk það, er hér um ræðir, má að mestu flokka i eftirfarandi hópa: 1) Fólk haldið andlegri vanllð- an, m.a. geðveilu, drykkjusýki (dipsomani) o.fl. 1 þessum hópi eru allmargir, sem með hjálp lyfja starfa sem nýtir þjóðfélags- þegnar. Fullyrða má, að ef þetta fólk fengi ekki lyfjameðferð, lægi margt af þvi á sjúkrahúsum eða væri að öðru leyti óstarfhæft. 2) Fólk með krabbamein og aðra illkynja sjúkdóma og þar af leiðandi mjög þjáð. 3) Fólk með aðra sjúkdóma, t.d. taugasjúkdóma, sem þarfn- ast þessara lyfja, en væri að mestu óstarfhæft að öðrum kosti. 4) Fólk með persónuleikagalla, en sumt af þessu fólki leitar á náðir heimilis- og geðlækna. Verkefni læknanna er að veita þessu fólki hjálp, uppörvun, styrk og traust. Þessi hópur er mjög vandmeðfarinn og erfitt að fylgja ákveðinni reglu um meðferð, en oft er reynd lyfjameðferð. 5) Fólk, sem virðist reyna með öllum tilt. ráðum að fá ávlsað ofangreindum lyfjum, til sölu, þótt erfitt sé að sanna slíkt athæfi. Þessi hópur er fámennur. Siðan eftirritunarskyldan hófst, en sá siður var upp tekinn fyrir tugum ára, hefur það verið hlutverk landlæknis að benda læknum á aðila, sem sannað er að stundi þá iðju, og svo hefur einnig verið gert nú. Gæta verður ýtrustu varkárni, er þetta er gert, og far- ið er eftir þeirri reglu, að sá, er sakar, skal sanna sök. Þetta hefur tekizt m.a. vegna góðrar samvinnu lyf jafræðinga og lækna við landlæknisembættið. Fyrrv. landlæknar og núverandi hafa gefið nokkrum læknum aðvaranir vegna óvarlegra lyfjaávisana, og I vissum tilfellum hafa læknar að tillögu landlæknisembættisins verið sviptir lækningaleyfi um tima eða varanlega. Sakadómari hefur fengið nöfn þessara lækna og má finna þessar upplýsingar i Heilbrigðisskýrslum. Ef dómsúr- skurður verður uppkveðinn um birtingu nafna iækna og jafn- framt ofangreindra sjúklinga, mun ég vitaskuld hlita þeim úr- skurði, en ennfremur mun fylgja sjúkdómsgreining hvers sjúk- iings og jafnframt ástæða fyrir lyfjaávisun læknis. Fyrir tilstuðlan fyrrv. land- læknis var gerður samanburður á heildarinnflutningi lyfja, sem eru eftirritunarskyld á Islandi á ár- unum 1967—68 og borið saman við innflutning á Norðurlöndum og I Englandi. Tafla Cr þessari töflu má lesa, að heildarinnflutningur til íslands er hlutfallslega minnien margra þessara landa. Ég hefi orðið var við, að fólk blandar oft s.k. „geðlyfjum” og róandi lyfjum saman við eftirritunarskyld lyf og gjarnan er rætt um, að læknar ávlsi fyrr- nefndum lyfjum um of. í nóvembermánuði 1972 var fyrir tilstuðlan landlæknisembættisins og heilbrigðisráðuneytisins gerð tæmandi könnun á lyfjaávlsunum á Reykjavikursvæðinu varðandi geðlyf, svefn- lyf, „róandi lyf” og verkjalyf, þótt þessi lyf séu ekki eftirritunarskyld. Þrátt fyrir ýtarlega könnun meðal nágrannalanda, er ekki kunnugt um, að svo nákvæm könnun hafi verið gerð þar. Ætlunin er að sllk könnun verði gerð af og til Morphin (lOmg) Pethidin (lOOmg) Methadon (lOmg) Total svnthetic analgetics Oll eftirritunarskyld verkjalyf Hydrocon (5mg) Thebacon (7,5mg) Codein (20mg) Ethylmorphin (20mg) 011 eftirritunarskyld hóstastillandi lyf 011 eftirritunarskyld ávana- og fiknilyf ÍSLAND 1967 312 312 75 387 699 58 15 3384 30 3487 4186 1968 216 306 148 454 670 96 1 6846 48 6991 7661 Danmörk 1966 841 589 205 794 2791 205 82 22379 513 23200 25991 Noregur 1966 613 163 107 270 1096 266 5023 107 5889 6985 Sviþjóð 1966 141 72 38 110 360 26 11482 1351 12987 13347 Finnland 1966 129 103 194 297 534 43 18506 1056 19806 20340 England 1966 760 184 83 266 1384 7 10567 179 12763 14147 I töflunni kemur fram f jöldi skammta á 100 Ibúa hvers lands. Ólafur ólafsson. Frá barnavinafélaginu Sumargjöf FORSTÖÐUKONU vantar að dagheimili stúdenta I Valhöll við Suðurgötu. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar, Fornhaga 8, fyrir 2. apríl n.k. Alþingishátíðarkantata Emils Thoroddsens flutt á fimmtudag Næstkomandi fimmtudag 29. marz klukkan 20.30 verður flutt I Háskólabiói Alþingishátlðar- kantata eftir EmilThoroddsenvið texta Davíðs Stefánssonar. Flytj- endur verða Sinfónluhljómsveit- in, óratoriukórinn, Karlakórinn Fóstbræður og einsöngvararnir Elisabet Erlingsdóttir, Kristinn Hallsson og Magnús Jónsson. Sögumaður verður óskar Hall- dórsson og stjórnandi Ragnar Björnsson. Alþingishátiðarkantatan var samin fyrir einsöngvara, bland- aðan kór, karlakór, framsögn og stóra hljómsveitog ætluð til flutn- ings á hátiðinni 1930. Af þvi varð þó ekki, þar sem hún hlaut önnur verðlaun. Formaður dóm- nefndarinnar, Carl Nielsen, lauk á hana sérstöku lofsorði og kvað margt i henni vera bæði fagurt og frumlegt. A þeim árum voru eng- Emil Thoroddsen in tök á að flytja hana lengi vel, og má vera að það hafi valdið þvi, að tónskáldið gekk aldrei frá henni til fulls. Af hendi höfundar voru fullgerðir aðeins 8 þættir. Verður þvi seint fullþakkað fram- tak hins mæta tónlistarfrömuðar, dr. Victors Urbancic, er hann tók að sér að fullgera kantötuna af þeirri alúð og natni sem honum var lagin. Notaði hann allt efni sem til var i drögum, svo það væri i anda höfundarins eins og fram- ast mætti verða. Þannig búin var kantatan flutt i fyrsta sinni I tilefni 10. ártiðar tónskáldsins 11. mai 1954. Var hún flutt i Þjóðleikhúsinu og siðan endurtekin á Austurvelli 17. júni. Flytjendur voru Þjóðleikhús- kórinn, Guðrún Á Simonar, Guð- mundur Jónsson Ketill Jensson og Jón Aðils, sem var þulur. Sinfóniuhljómsveitin lék undir stjórn dr. Victors Urbancic. Flutningur kantötunnar nú er i tilefni þess að 16. júni i ár eru 75 ár liðin frá fæðingu Emils Thoroddsens.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.