Þjóðviljinn - 27.03.1973, Side 6

Þjóðviljinn - 27.03.1973, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Þriðjudagur 27. marz. 1973 MALGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: CJtgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingast jóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 llnur). Askriftarverð kr. 300.00 á mánuði. Lausasöiuverð kr. 18.00. Prentun: Blaðaprent h.f. KAUPMATTURINN HEFUR AUKIZT VERULEGA Þjóðviljinn birti á sunnudag töflur sem sýna gjörla þróun kaupmáttar launa frá 1. ágúst 1971 og allt til þessa dags. Hér er með öðrum orðum um að ræða allt valda- skeið núverandi rikisstjórnar. 1 þessum töflum kemur i ljós að laun fyrir hafnar- vinnu hafa á umræddu timabili hækkað um 54,3%, en visitala framfærslu- kostnaðar hefur á sama tima hækkað um 25,7%. Þessar tölur staðfesta það, sem sagt hefur verið af forustumönnum verka- lýðssamtakanna, að kaupmáttur launa hefur aldrei verið betri á Islandi en ein- mitt nú. Kaummáttur hafnarvinnu- kaupsins hefur hækkað á þessu umrædda timabili um 22,3%. 1 þessu tilfelli er miðað við tölur Hagstofu íslands. Þjóðviljinn minnir á að þessar tölur um kauðmátt launa segja meira en allt annað um kjör verkafólks og al- mennings á íslandi i dag; fúkyrði Morgunblaðsins breyta þar engu um. Þjóðviljinn vill vekja sérstaka athygli á þvi, að stjórnarandstaðan þorir aldrei að nefna tölur þegar rætt er um kaupmátt og verðlagsmál. Stjórnarandstaðan, sem fylgdi sannkallaðri kaupránsstefnu meðan hún var við völd, á ekki úr háum söðli að detta, en pólitisk stefna hennar annars vegar og stjórnarflokkanna hins vegar kemur skýrast fram i athugun á kaupmætti launanna; þar kemur fram það mat sem stjórnarvöld á hverjum tima leggja á vinnuaflið, á fólkið i landinu og hafi þess. Þjóðviljinn telur enga ástæðu til þess að draga f jöður yfir það, að hér hafa átt sér stað verðhækkanir og raunar sumar hverjar verulegar, en það er engu að siður staðreynd, að með traustri stjórn við- skiptaráðherra á verðlagsmálunum hefur tekizt að halda verðlagi hér á landi mikið niðri, og á siðasta ári varð dýrtiðar- aukning raunar meiri i nágrannalöndum okkar en hér á íslandi. Hefur slikt varla gerzt áður — venjulega hefur Island átt verðbólgumet meðal Evrópuþjóða og jafnvel þó að viðar væri leitað. En þegar mikil dýrtiðaraukning verður i nágrannalöndum og helztu viðskipta- löndum hefur það auðvitað áhrif á verðlag innanlands hjá þjóð sem byggir jafnmikið á útflutningsverzlun og við íslendingar. Auðvitað hlýtur það að hafa áhrif þegar aðalgjaldmiðill auðvaldsrikjanna, dollarinn, brestur. Viðskipti okkar við út- lönd fara að miklu leyti fram i dollurum, og þess vegna eru íslendingar dæmdir til að fylgja honum hvort sem okkur likar betur eða verr. Það var einmitt i ágúst 1971 að dollarinn tók að riða til falls, og hann hefur formlega verið felldur tvisvar sinnum siðan. Slikur brestur hefur áhrif á allt okkar efnahagskerfi eins og annarra þjóða. í annan stað veldur dýrtiðaraukning erlendis vöruhækkunum á okkar inn- flutningi. Ýmsar vörur hafa hækkað geypilega á heimsmarkaði; járn hefur hækkað um 71%, timbur hefur hækkað um 68%, hveiti hefur hækkað um 50%, fóður- vörur hækkuðu um 49%, sykur hækkaði um 45%, kaffi um 45%, og þannig mætti enn lengi telja. Siðan verða innlendar verðhækkanir af ýmsum ástæðum, þvi það er einfaldlega ekki unnt að halda verðlagi gjörsamlega óbreyttu. Hækkun landbúnaðavaranna er hinsvegar byggð á á gömlu kerfi sem á að sjá bændunum fyrir sama kaupi og aðrir hafa. Ýmsir innlendir aðilar þrýsta sifellt á um verðhækkanir, en þær eru ýmist skornar niður verulega eða þeim hrein- lega hafnað. Það er til marks um heilindi ihaldsins i verðlagsmálum að þeir ganga fremst i þvi að heimta verðhækkanir. Þannig krafðist borgarstjórnarihaldið 22,6% hækkunar á rafmagni, 29,6% hækkunar hitaveitu, 44% hækkunar. strætisvagnafargjalda, en allar þessar kröfur ihaldsins voru skornar mjög mikið niður i meðferð við- skiptaráðuneytisins svo að almenningur hefur ekki þurft að finna fyrir þessum hækkunum með fullum þunga — eins og verið hefði undir annarri rikisstjórn. Má i þessu sambandi enn minna á, að aðal- forustumenn Sjálfstæðisflokksins eru i heildsölunum og i alls konar milliliða- eða þjónustustarfsemi. Einmitt þessir aðilar vildu fá verulegar hækkanir; skipafélögin heimtuðu 33 og 52% hækkun, veitinga- húsaeigendur heimtuðu 22% hækkun, heildsalar kröfðust 36% hækkunar á álagningu sinni, en þeir hafa enga hækkun fengið. Þannig mætti lengi telja hækkana- .kröfur ihaldsins, og enginn gengur þess dulinn að þær væru allar komnar út i verð- lagið ef hér væri ihaldsstjórn Kaupmáttartölurnar, sem nefndar voru i upphafi þessarar forustugreinar, færa okkur heim sanninn um það að hér hefur setið rikisstjórn með aðhaldssemi i verð- lagsmálum og vilja til þess að bæta kaup- mátt verkalauna. Það eru staðreyndir sem útilokað er að mótmæla. Mun ihaldinu ekki duga þar að beita þeirri al- kunnu aðferð ritskoðunarrikjanna að treysta á að almenningur lesi ekkert nema Morgunblaðið. Úr rœðu Svövu Jakobsdóttur á alþingi í gœr: Að missa höfuðin upp á þingpallana Á að innsigla frystikisturnar? Viö umræöur utan dagskrár á alþingi I gær um veröiags- málin voru margar ræöur fluttar. Aheyrendastúkur alþingis voru þéttsetnar eins og sagt er frá annars staöar i blaðinu. Gestir voru prúð- mannlegir en sumar kvenn- anna nokkuö vfgreifar og gætti stundum minni háttar ókyrröar og frammikalla. Meöan Svava Jakobsdóttir flutti mál sitt mátti hins vegar heyra saumnál detta og vakti ræöa hennar greinilega verðskuldaða athygli. Þeir Jóhann Hafstein og Ingólfur Jónsson höföu talað stuttu á undan Svövu og voru ræður þeirra beggja flutar meö mjög sérstæöu fasi og höfuö- hreyfingum, sem þessir ágætu þingmenn eiga ekki vanda til hversdagslega á þingfundum. i byrjun ræðu sinnar vakti Svava athygli á tilburðuni þessara tveggja fyrrverandi viðreisnarráðherra, sem þarna reyndu aö koma fram fyrir gestina sem sérstakir óvinir- verðbólgunnar. Svava sagði m.a.: — bað hefur verið fróðlegt að fylgjast með þessum umræðum, en alfróðlegast var þó að fylgjast með hvernig þeir Jó- Svava Jakobsdóttir hann Hafstein og Ingðlfur Jóns- son tylltu sér svo hátt á tá, að við lá að þeir misstu höfuðin upp á pallana. Slikum höfuðburði höfum við, sem hér sitjum dag lega, ekki átt að venjast af þeirra hálfu, þó að gestir hafi mætthér á þingpalla eins og t.d. togarasjómenn um daginn. Jóhann Hafstein atyrti hér Ágúst Þorvaldsson þingmann fyrir þær upplýsingar, vafa- laust réttar, sem hann flutti um hækkun á ýmsum vöruteg- undum svo og launum til samanburðar við hækkun land- búnaðarvara. Það var eins og Jóhann Hafstein teldi að konur væru ekki hingað komnar til að hlusta á rök manna og vega siðan og meta, hver færi með réttast mál. Ég vil hins vegar segja að ég treysti fyllilega þeim húsmæðrum úr sveit og borg sem hér eru mættar og einnig öðrum konum til að hlusta á rök i þessu máli, sem öðrum, og draga siðan álykt- anir. Vissulega eiga konur i þessu máli heimtingu á þvi, eins og vera ber i hverju máli, að á kröfur þeirra sé hlustað og á þær fallizt, ef fyrir þeim reynast fullgild rök, en rök þeirra annars hrakin séu þau ekki rétt- mæt. Jóhann Hafstein segir, að kjörorð Sjálfstæðisflokksins sé „stétt með stétt”. Þá kemur mér i hug það sem Frakkar spyrja um — „Hver er konan?” í þvi máli, sem hér er til umræðu, er aftur á móti full ástæða til að spyrja: Hver er eiginmaðurinn? Er hann verka- maður? Er hann sjómaður? Eða er hann e.t.v. atvinnurek- andi? Eða er hann bóndi? Þegar húsmæður bera fram kröfur undir fána húsmæðratit- ilsins þá er reynt að breiða yfir andstæða hagsmuni. Húsmóðir á verkamannsheimili hefur annarra hagsmuna að gæta en húsmóðir á forstjóraheimili. 1 Morgunblaðinu i gær er viðtal við 3 konur. Tvær þeirra leggja þar áherzlu á að aðgerðir þessar séu ópólitiskar. En þessar tvær konur eru þá varla sammála þeirri samþykkt Húsmæðra- félags Reykjavfkur sem mér skilst að þessar mótmælaað- gerðir séu byggðar á. t samþykkt Húsmæðra- félagsins er án rökstuðnings talað um óraunhæfar launa- hækkanirog mætti e.t.v. ætla að þar væri átt við kjarasamninga verkalýðssamtakanna frá 1. des. 1971 yfirleitt. Ég hefði viljað fá að vita, hvort Húsmæðrafélag Reykja- vfkur teldi, að þeir samningar, sem verkafólk náði 1. des. 1971, hafi verið óraunhæfir. t þessum samningum var samið sérstak- lega um viðbótarlaunahækkanir fyrir þá lægst launuðu umfram það, sem aðrir fengu, en i hópi hinna lægst launuðu eru eins og allir vita fyrst og fremst konur, sem vinna úti á hinum almenna vinnumarkaði. Var það óraun- hæft að tryggja einmitt þessum hópi sérstakar kjarabætur? Annað atriði, sem ég vil minnast á, er talið um stórfellda Framhald á bls. 15. Laun hækkuðu um 60-80% en kjöt og mjólk innan við 30% Miða6 er viÖ 1 kg vör- unnar, nema annars sé getið Nymjólk, 1/1 hyrna KjólkurostAir 45% Smjör, I. fl. Súpukjöt, I. veröfl. Kótelettur Kindabjugu RúgbrauÖ, öseytt, 1 1/2 Franskbrauö, 500 g Hveiti, pakkaö kg tsa, slægÖ og hausuö Þorskflök, roölaus, ný Saltfiskur Fiskbollur, 1/2 dös Epli Rúsínur, pakkaöar Kartöflur í 5 kg pokum Strásykur Kakö Kaffi, brennt og malað Maltöl, 33 cl. flaska Frá þvi i nóvember 1970 hefur almennt timakaup verkamanna i dagvinnu hækkað kringum 60% og laun opinberra starfsmanna hafa hækkað kringum 80%. Rétt er þó að geta þess, að laun þau, Verö í nóv. Verö í febr. Verö 20. marz 1970, kr. 1973, kr. 1973, kr. Hækkun, % 15,30 19,50 27 237,00 238,00 0 199,00 250,00 26 150,20 190,40 27 176,80 226,00 28 144,00 177,00 23 kg 26,00 32,00 23 18,50 25,00 35 26,00 36,50 40 31,00 52,00 68 53,50 77,00 44 55,00 80,00 45 35,00 53,00 51 67,05 85,75 28 94,00 158,90 69 23,10 17,50 + 24 20,35 43,75 115 205,30 279,20 36 190,00 296,00 56 11,50 * 16,00 39 sem opinberir starfsmenn sömdu um i desem'ber 1970, voru látin verka aftur fyrir sig. Verölags- grundvöllur landbúnaðarafurða hefur hækkað um 52% frá haust- verðlagningu 1970.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.