Þjóðviljinn - 28.03.1973, Síða 3
Miðvikudagur 28. marz 1973. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3
Birgitta Ulfsson og Lasse Mártenson í „Kyss sj'álv
Lilla teatern frá Helsinki i heimsókn:
Kabarett um sam
skipti kynjanna
Hópurfrá Lilla teatern
i Helsinki, sem hér sýndi
á Listahátíð i fyrra við
góðan orðstír, kemur í
heimsókn um helgina.
Sýnir hann kabarett-
sýningu í um tuttugu
atriðum sem fjalla um
samskipti kynjanna, og
mun sýningin full með
kímni og hvassar
stungur ef að líkum
lætur. Sýningin nefnist
,,Kyss sjálv".
Leikfélag Reykjavikur og
Norræna húsið hafa i sam-
einingu staðið að þessari
heimsókn. Leikararnir, sem
eru þrir, gera hér stuttan
stanz og sýna aðeins á mánu-
dagskvöld i Iðnó.
Þeir eru Birgitta Ulfsson
Elina Salo og Lasse
Martenson. Birgitta er eigin-
kona Lasse þess Pöysti, sem
sérlega hrifningu vakti i fyrri
gestaleik Lilla teatern i vor
leið, en þá var fluttur sjónleik-
ur um „Umhverfis jörðina á 80
dögum”. Þau hjón hafa um 12
ára skeið stjórnað þessu
sænskumælandi leikhúsi, sem
er allt i senn róttækt, fram-
sækið og hið vandaðasta i
vinnubrögðum. Eru þau um
þessar mundir að taka við
stjórn Alþýðuleikhússins i
Tampere.
Leikararnir flytja rúmlega
tuttugu atriði eftir ýmsa
þekkta samtiðarhöfunda, t.d.
Christer Kihlman, sem er
hreinskilnari um sjálfan sig og
aðra en flestir þora, Sonju
Akeson, Wava Sturmer ofl.
Nöfn atriðanna gefa sitt af
hverju til kynna um anda
sýningarinnar: eitt heitir
Satan skapaði konuna, annað
Frú Góð og Umhyggjusöm,
hið þriðja Herra Orsök og frú
Afleiðing — osfrv. Sviðs-
búnaður er einn sófi,
þriskiptur. Pianóleikarinn
Esa Katjuvuori er með i
förinni.
Sérsambönd innan ASÍ orðin 7 talsins
Stofnað Landsam-
band iðnverkafólks
Laugardaginn 24. þ.m.
var, að hótelinu Varðborg á
Akureyri, stofnað Lands-
samband Iðnverkafólks.
Aðildarfélög eru Iðjurnar
þrjár, á Akureyri, i Hafnar-
firði og Reykjavik, með
rúmlega 3300 meðlimi.
Stofnþingið sátu 23
fulltrúar.
1 stjórn sambandsins voru
kjörnir: formaður Björn Bjarna-
Hækkuð
gatnagerð-
argjöld frá
og með
Stóragerðinu
Félagsmálaráðuneytið hefur
staðfest umleitan borgarráðs
Reykjavikur frá i janúar um 20%
hækkun á gjaldskrá gatnagerðar-
gjalda og lá bréf ráðuneytisins
fyrir fundi borgarráðs i sl. viku.
Samþykkt var að gjaldskráin
eftir hækkun skuli gilda um út-
hlutun lóða við Stóragerði, sem
fram fór i desember sl.
son Reykjavik, varaformaður
Jón Ingimarsson Akureyri, ritari,
Bjarni Jakobsson Reykjavik,
gjaldkeri, Runólfur Pétursson
Reykjavik, meðstjórnendur,
Guðmundur Þ. Jónsson Reykja-
vik, Magnús Guðjónsson Hafnar-
firði og Þorbjörg Brynjólfsdóttir
Akureyri.
Aðsetur sambandsins verður
fyrst um sinn að Skólavörðustig
16 Reykjavik.
—0—
Blaðið hafði samband við for-
mann sambandsins, Björn
Bjarnason, og sagði hann, að með
þessu sambandi væru sérsam-
bönd innan ASI orðin 7 talsins.
Sérsamböndin eru: Verka-
mannasambandið, Lands-
samband islenzkra verzlunar-
manna, Málm- og skipasmiða-
sambandið, Rafvirkjasam-
bandið, Samband bygginga-
manna, Landssamband vörubif-
reiðastjóra og nú Landssamband
iðnverkafólks.
Björn sagði að viða úti á landi
ynni verkafólk eftir Iðjutaxta, en
væri samt félagar i almennu
verkalýðsfélögunum, sem ekki
semdu fyrir það. Fjöldi þessa
fólks er 3-400.
Eftir stofnun landssambands
geta verkalýðsfélögin stofnað
deildir fyrir iðnverkafólk og siðan
geta þessar deildir orðið aðilar að
Landssambandinu.
— Til þess, að sem flest iðn-
verkafólk geti átt aðgang að
Landssambandi iðnverkafólks,
og treyst með þvi samstöðu sina,
þurfum við að ná góðu samstarfi
við verkalýðsfélögin úti á landi,
sagði Björn.og ég vænti þess að
það takist. —úþ
Björn Bjarnason
Jón Ingimarsson
Lóðaslagsmál
í uppsiglingu
Lengi hefur borgurunum þótt
fint eða finast að búa i Vestur-
bænum og er fyrirsjáanlegt, að
slegizt verður um lóðirnar, þegar
úthlutað verður á siðasta blettin-
um þar.
Þessi siðasti „fini” blettur
verður á svæðinu milli Hagamels,
Nesvegar og Hofsvallagötu, rétt
hjá Einimelnum, en á þeim reit
hefur nú verið ákveðið endanlegt
skipulag og var bókun skipulags-
nefndar um deiliskipulagið þarna
lagt fyrir borgarráð i siðustu
viku.
Samkvæmt upplýsingum Más
Gunnarssonar, skrifstofustjóra
borgarverkfræöings, er þarna
gert ráö fyrir einbýlishúsum, fjöl-
Viðbygging
Vesturbæjar-
laugar boðin
út að nýju
Borgarráð samþykkti á fundi
sinum i sl. viku að heimiia útboð
að nýju á viðbyggingu við Sund-
laug Vesturbæjar, og verði stefnt
að þvi, að húsið verði fokhelt á
þessu ári og byggingu ljúki á
árinu 1974.
Verk þetta var boðið út i fyrra,
en engu þeirra tilboða er þá
bárust var tekið, heldur fór
borgin sjálf i að framkvæma
ákveðnar breytingar. Er nú búið
að vinna vissan hluta verksins og
verður það boðið út sem eftir er.
Þvi miður fyrir fasta laugar-
gésti hefur verkið gengið heldur
hægt i vetur og hefur fólk einkum
saknað þess að komast ekki i eina
heita pollinn, sem er við Vestur-
bæjarlaugina. Miðaö við nýja út-
boðið virðist eiga að vinna aðal-
hluta verksins á þessu ári eða i
sumar, og hefði óneitanlega verið
sundfólkinu þægilegra, að megin-
vinnan hefði farið fram að vetrar-
lagi en ekki yfir sumartimann,
þegar laugarnar eru langmest
sóttar. —vh
Borgarráð hefur samþykkt til-
lögu umferðarnefndar um að
framvegis verði einstefnuakstur
á Naustunum til suðurs frá
Tryggvagötu að Hafnarstræti.
Þá var samþykkt, að bann við
vinstri beygjum af Háaleitisbraut
til norðurs og suðurs i
Kringlumýrarbraut veröi afnum-
ið.
býlishúsum, dagheimili og svo-
kölluðu grænu svæði, þe. úti-
vistarsvæði fyrir norðan Sund-
laug Vesturbæjar.
Ekkert er enn ákveðið um aug-
lýsingu lóða, sagði hann. Fyrst
verður deiliskipulagið auglýst og
athugasemdir kannaðar, ef fram
koma, og þvi þá etv. breytt eitt-
hvað. Má búast við, að þetta taki
amk. tvo mánuði.
En að þessu öllu ioknu kemur
að lóðaúthlutuninni og verður þá
áreiðanlega handgangur i
öskjunni, ef að likum lætur. —vh
Enn fá
þeir
loðnuna
Fjórtán bátar fengu rúm 4
þúsund tonn af lobnu i fyrri-
nótt og um 5 leytið I gær höfðu
3 bátar tiikynnt um veiði, en
vitað var um fleiri báta, sem
veiði höfðu fengið.
Ileildaraflinn er nú á milli
390-400 þúsund tonn.
t fyrrinótt fengu allir þeir
bátar sem voru á miðunum
veiði, það er að segja, ef
ekkert var að hjá þeim.
Hæstir voru Eldborg með
530 t., óskar Magnússon meö
480 tonn, Pétur Jónsson með
360 tonn og Gisli Arni með 350
tonn.
Loðnuna fengu bátarnir á
tveimur veiðisvæðum undan
Skarðsvik og úti á miðjum
Flóa.
Þrjú skipanna fóru með
1300-1400 tonn til Bolungar-
vikur, og einn bátur fór á tvær
aðrar hafnir á Vestfjörðum.
Eru nú allar þrær vestra full-
ar. Aðrir bátar lönduðu i
Faxaflóahöfnum.
Klukkan 5 i gær höfðu þegar
tilkynnt sig ti! loðnunefndar
þrir bátar með fullfermi. Það
voru Vörður með 230 tonn,
Seley með 250 tonn og Helga
með 240 tonn. Vitað var um
fleiri báta sem fengið höfðu
afla.
Um þetta leyti i fyrra var
loðnuveiði hætt fyrir nokkru
en nú eru ennþá 25 bátar að
veiðum.
Sú loðna sem nú veiðist er
nokkru siðri en sú sem fyrst
veiddist. Til að mynda er mun
minna lýsismagn i loðnunni nú
en var fyrr i vetur. —úþ.
Einstefna
Kjör iðnverkafólks
með öllu óviðunandi
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi frcttatilkynning frá
Landsambandi iðn verkafólks:
Stofnþing Landsambands Iðn-
verkafólks telur að núverandi
ástand i launamálum iðnverka-
fólks sé með öllu óviðunandi, þar
sem laun þess eru með þeim allra
lægstu er þekkjast i landinu.
Hlýtur þetta að standa heilbrigðri
þróur. iðnaðarins fyrir þrifum,
þar sem hann er ekki sam-
keppnisfær við aðrar starfs-
greinar um vinnuafl.
Bætt launakjör iðnverkafólks
myndu stuðla mjög að þvi að
skapa festu i vinnuafli iðnaðarins.
Þingið felur sambandsstjórn og
samninganefndum félaganna að
vinna að þvi að fá leiðréttingu á
þessu við gerð næstu samninga.
Sótt um leyfi til vínveit-
inga í myndlistarhúsinu
Mikligarður hf„ scm hefur mcð
höndum veitingarekstur i Mynd-
listarhúsinu á Miklatúni, hefur
sótt um leyfi til vlnveitinga.
Matsnefnd vfnveitingahúsa
hefur gefið dómsmálaráðu-
neytinu þá umsögn, að veitinga-
staðurinn uppfylli vinveitinga-
skilyrði samkvæmt áfengislög-
um, en borgarstjórn hefur ekki
tekið afstöðu til málsins. Var bréf
dómsmálaráðuneytisins varðandi
umsóknina lagt fram á fundi
borgarráðs i fyrri viku, en
borgarráð vísaði þvi aftur til um-
sagnar hússtjórnar Myndlistar-
hússins.
Upphaflega mun aðeins hafa
verið gert ráð fyrir rekstri ein-
hverskonar kaffiteriu á þessum
stað og varð ágreiningur i
borgarstjórn um það, hvort
borgin sjálf annaðist reksturinn
eða léti I hendur einkaaðilum.
Var meirihlutinn sem vænta
mátti með einkarekstri og var
veitingahúsið leigt Miklagarði hf.
— vh.