Þjóðviljinn - 28.03.1973, Qupperneq 5
Miðvikudagur 28. marz 1973. JjJóÐVILJINN — SH>A 5
Ágœtir fundir
Alþýðu-
bandalagsins
Mikið hefur verið um
fundarhöld úti um land hjá
Alþýðubandalaginu nú siðustu
vikurnar og margir fundir
framundan. Við ræddum af
þessu tilefni við ólaf Jónsson,
framkvæmdastjóra Alþýðu-
bandalagsins, og spurðum
liann frétta af fundunum.
ólafur sagði:
Að undanförnu hefur
Alþýðubandalagið boðað til
funda á mörgum stöðum úti
um land. Hávaði stjórnarand-
stöðunnar og ofurkapp hennar
við að fella rikisstjórnina hafa
vakið nokkurt umtal, og uggur
er i fólki vegna stöðunnar i ■
landhelgismálinu.
Föstudaginn 23. marz hélt
Alþýðubandalagið i Arnes-
sýslu fund i Selfossbiói. Þar
mættu Lúðvik Jósepsson og
Garðar Sigurðsson. Var
fundurinn vel sóttur og stóðu
umræður fram yfir miðnætti.
A sunnudaginn var félags-
fundur i Alþýðubandalaginu i
Borgarfirði. Þar mætti Einar
Olgeirsson og ræddi lengi dags
um gömul og ný baráttumál,
við mikla ánægju fundar-
manna. A báðum þessum
fundum mætti einnig fram-
kvæmdastjóri Alþýðubanda-
lagsins og ræddi um flokks-
starfið og Þjóðviljann.
A sunnudaginn var haldinn
opinn fundur á vegumAlþýðu-
bandalagsins á tsafirði. Þar
Ólafur Jónsson
framkvæmdastjóri
Alþýðubandalagsins
mættu þeir Haukur Helgason,
Karl Sigurbergsson og Jón
Snorri Þorleifsson.
Siðastliðinn mánudag voru
svo haldnir félagsfundir
Alþýðubandalagsins i Kópa-
vogi og Keflavik. A fundinn i
Kópavogi komu þau Adda
Bára Sigfúsdóttir og Eðvarð
Sigurðsson. Ræddi Adda Bára
um landhelgismálið og önnur
stórmál, sem rikisstjórnin
hefur þegar framkvæmt eða
er að vinna að á alþingi eða á
öðrum vettvangi. Að loknu
framsöguerindi var Adda
Bára spurð um ástandið hjá
Tryggingastofnun rikisins og
fleiri mál, sem hún hefur eink-
um til meðferðar i ráðu-
neytinu.
Eðvarð Sigurðsson ræddi
um samskipti rikis-
stjórnarinnar og verkalýðs-
hreyfingarinnar einkum
samningana 1971. Sagði hann
að verkalýðshreyfingin hafi
aldrei notið eins mikils
stuðnings rikisstjórnar i starfi
sinu og nú. Taldi hann ekki
ástæðu til að óttast það, þó að
nokkur skoðanaágreiningur
væri um einstök mál; slikt
kæmi upp öðru hverju þar sem
tveir sjálfstæðir aðilar
fjölluðu um viðkvæm mál.
Minnti hann á átökin, sem nú
standa yfir i Ðanmörku,sem
dæmi um slikan ágreining þó
að verkalýðsflokkarnir réðu
þar bæði rikisstjórn og verka-
lýðshreyfingu.
A fundinum i Keflavik mætti
Svavar Gestsson ritstjóri og
ræddi um Þjóðviljann og
svaraði svo fyrirspurnum um
önnur mál.
Um næstu helgi eru fyrir-
hugaðir fundir á Austurlandi á
Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og
Höfn i Hornafirði.
Á Norðurlandi er einnig
fyrirhugað að halda fundi á
Húsavik á föstudagskvöld, á
Akureyri á laugardaginn og á
Sauðárkróki á sunnudag, ef
færi er gott um Norðurland.
Faxaflóaveiði til um
ræðu hjá borgarstjóm
t umræðum I borgarstjórn
Reykjavikur um lagafrumvarpið
um breytingu á lögum um bann
gegn veiðum með botnvörpu og
flotvörpu þar scm gert er ráð
fyrir veitingu leyfis til aö veiða
neyzlufisk i botnvörpu eða drag-
nót i Faxaflóa með nánari
skilyrðum og takmörkunum,
greindi borgarfulltrúa m.a. á um,
hvort veita ætti fortakslaust leyfi
cða hvort hér ætti að vera um
heimild að ræða.
Skemmtilega óvenjulegt við
umræður um þetta mál i borgar-
stjórn var, að afstaða mótaðist
ekki af flokkslinum, eins og lang-
oftast við umræður þar. Höfðu
t.d. Alþýðubandalagsfulltrúarnir
tveir ekki sömu afstöðu. Adda
Bára Sigfúsdóttir kvaðst verða að
hafa þá persónulegu afstöðu
reykviskrar húsmóður, að sér
þætti afleitt að hafa ekki fisk i
matinn, þótt henni væri ljóst, að
skiptar skoðanir væru um drag-
nótaveiðarnar bæði hjá sjómönn-
um og visindamönnum. Hins
vegar væri hún á móti þvi, að
borgarstjórn legði blessun sina
yfir ákveðna, tiltekna tölu báta,
sem leyfi fengju, eins og gert
væri ráð fyrir i frumvarpinu,
enda talan þar býsna há.
BÓKABÚÐ
MÁLSOG
MENNINGAR
LAUGAVEGI 18
SlMAR 24240 & 24242
Sigurjón Pétursson lagði hins
vegar megináherzlu á skiptar
skoðanir fiskifræðinga og útvegs-
manna, benti ma. á andstöðu
útvegsmanna á Akranesi við til-
slökun á dragnóta- og botnvörpu-
banninu i Faxaflóa. Kvaðst hann
óttast opnun flóans, en þó ekki
treysta sér til að dæma um, hvort
takmörkuð öflun neyzlufisks hefði
áhrif. Hann tryði þvi, að athugan-
ir fiskifræðinga hefðu sitt að
segja, en einnig yrði að taka tillit
til reynslu þeirra, sem stundað
hefðu þessi mið. Sagðist hann
ekki vilja taka afstöðu i þessu
máli að svo komnu.
Kristján Benediktsson bfltr.
Framsóknar og Steinunn
Finnbogadóttir bfltr. SFV höfðu
þá afstöðu, að ekki bæri að styðja
stefnu um leyfisveitingar til báta,
heldur skyldi ráðherra hafa
heimild til að veita leyfi hverju
sinni um takmarkaðan tima.
Þeim fannst einnig, að ekki mætti
tiltaka tölu báta og fannst talan
13 i frumvarpinu alltof há. Flutti
Kristján tillögu um stuðning við
meginstefnu frv., en að heimild
kæmi i stað leyfis og tiltekin tala
yrði 5—8 bátar.
Björgvin Guðmundsson bfltr.
Alþýðuflokksins minnti á tillögu
vinstri fulltrúanna um fisksölu-
miðstöð, sem rekin væri af borg-
inni, mánuði fyrr, er skortur á
neyzlufiski var sem mestur i fisk-
búðunum og fjöldi þeirra hafði
lokað. Dragnótaveiði tiltekins
fjölda báta mundi bæta ástandið,
þótt tala bátanna i frumvarpinu
væri of há. Kvaðst hann vilja
vekja athygli á þvi ákvæði frv. að
aflað yrði til sérstakrar dreifi-
stöðvar fisksala og sveitarfélags
og sagðist ekkert hafa á móti þvi,
að fisksalar tækju þátt i þvi að
mynda fisksölumiðstöð ásamt
borgary firvöldum.
Það voru borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins, sem báru upp
stuðningstillöguna við frum-
varpiö, og var hún að loknum um-
ræðum samþykkt með nokkrum
breytingum með 10 atkvæðum, en
aðrir sátu hjá. Tillaga Kristjáns
var felld. Endanleg samþykkt er
svohljóðandi:
„Borgarstjórn Reykjavikur
skorar á Alþingi að samþykkja nú
á þessu þingi þá meginstefnu
frumvarps til laga um breytingu
á lögum um bann gegn veiðum
með botnvörpu og flotvörpu, að
rétt sé að leyfa tilteknum fjölda
báta veiðar á neyzlufiski i Faxa-
flóa með dragnót og botnvörpu,
en frumvarp þetta er flutt af Pétri
Sigurðssyni, Þórarni Þórarins-
syni, Svövu Jakobsdóttur, Gylfa
Þ. Gislasyni ólafi G. Einarssyni
og Ellert B. Schram. Gerir frum-
varpið ráð fyrir, að ráðherra
veiti leyfi til að veiða neyzlufisk i
botnvörpu eða dragnót i Faxaflóa
með nánari skilyrðum og
takmörkunum, sem i frum-
varpinu greinir.
Samþykkt þessarar stefnu, sem
i frumvarpinu felst, og fram-
kvæmd hennar myndi ef að likum
lætur mjög bæta hið erfiða ástand
i öflun neyzlufisks i Reykjavik.
Með samþykki þessarar tillögu
er ekki tekin afstaða til ákvæða
lagafrumvarpsins um veiðisvæði,
fjölda báta eða meðferð þess
fisks, sem á land berst.” —vh.
þingsjá þjóðviljans
Frumvarp Karls Sigurbergssonar:
Um róðra-
tíma fiskibáta
Karl Sigurbergsson, skipstjóri i
Kcflavik, sem nú situr á alþingi,
sem 1. varamaður Alþýðubanda-
lagsins i Reykjaneskjördæmi,
mælti i fyrradag fyrir frumvarpi,
sem liann flytur um róðratima
fiskibáta.
Efni frumvarpsins kemur fram
i 3 fyrstu greinum þess, en þær
eru á þessa leið:
1. gr.
Rikisstjórninni er heimilt að
ákveða með reglugerð brott-
farartima allra þeirra báta til
fiskiróðra, sem sækja til fiskjar,
svo og setja ákvæði um eftirlits-
skip og um samband bátanna við
þau, eftir þvi sem þurfa þykir.
2. gr.
Hreppsnefndir og bæjarstjórnir
hlutaðeigandi sveitar- og bæjar-
félaga skulu hver um sig kjósa 3-5
bátaformenn til þess, ásamt skip-
stjórum eftirlitsskipa, að hafa
eftirlit með þvi, að fylgt sé fyrir-
mælum þeim, er sett kunna að
verða samkvæmt ákvæðum 1. gr.
3. gr.
Brot gegn reglugerð, sem sett
kann að verða samkvæmt lögum
þessum, varða sektum frá 5000.00
— 50.000.00. ttrekað brot getur
varðað missi réttinda til skip-
stjórnar i 6 mánuði. Mál út af
brotum skulu sæta meðferð opin-
berra mála.
t greinargerð með frumvarpinu
segir ma.:
Lög þau, sem nú gilda um
róðrartima fiskibáta, eru frá
árinu 1945. Breytingin, sem frum-
varp þetta felur i sér, er veiga-
mest i 1. gr., þar sem lagt er til,
að. rikisstjórninni sé heimilt að
ákveða með reglugerð róðrar-
tima fiskibáta yfirleitt, hvar sem
er á landinu, eftir þvi sem ástæða
þykir til. En samkvæmt núgild-
andi lögum er heimildin eingöngu
bundin við veiðistöðvar við Faxa-
flóa.
Vegna ósamræmis i reglu-
gerðum, sem i gildi eru, annars
vegar reglugerð um róðrarlima
fiskibáta i Grindavik, sem gefin
var út af atvinnumálaráðuneyt-
inu 27. febr. 1953 samkvæmt
lögum nr. 86 14. nóv. 1917, um
fiskveiðasamþykktir og lendinga-
sjóði og hins vegar reglugerð um
róðarartima fiskibáta við Faxa-
flóa, sem út var gefin af sjávarút-
vegsráðuneytinu 21. febr. 1963
samkvæmt lögum nr. 1 12. jan.
Karl Sigurbergsson
1945, um róðrartima fiskibáta,
hefur komið til missættis og tiðra
árekstra milli linubátamanna frá
Grindavik og öðrum verstöðvum
á Suðurnesjum
Breyttir hættir i sjósókn og út-
gerð hafa valdið þvi, að þurft
hefur að gefa út nú á undan-
förnum árum reglugerð um skipt-
ingu veiðisvæða milli einstakra
veiðarfæra i Faxaflóa og við Suð-
vesturland. I þeim reglugerðum
hefur linusvæðið aðallega verið
ákveðið á svæði i kringum Eldey
og Eldeyjarboða, eða á svo-
kölluðu „Skerjasvæði”. Þetta
hefur m.a. leitt til þess, að linu-
svæðið er takmarkaðra en ella
hefði verið.
Sökum misræmis milli brott-
farartima báta frá verstöðvum
samkv. núgildandi reglugerðum
hafa hinar ýmsu verstöðvar á
Suðurnesjum^ upp á misjafna
aðstöðu að bjóða til hagnýtingar á
nefndu linusvæði. Grindavik
hefur þar séraðstöðu, sem heima-
menn viðurkenna, að ekki hafi
við nein eðlileg rök að styðjast.
Breytingin á 2. gr. tekur til
fjölda þeirra eftirlitsmanna, sem
tilnefndir eru af viðkomandi
hreppsnefndum og/eða bæjar-
stjórnum, þar sem lagt er til i
þessu frumvarpi, að heimilt sé að
tilnefna allt að 5 menn i stað 3
áður. Þetta er til komið vegna
breyttra aðstæðna og hefur t.d.
verið þannig i framkvæmd
siðustu ár, að tilnefndir hafa
verið 5 menn eftir beiðni skip-
stjórnarmanna sjálfra. Þykir þvi
rétt að breyta lögunum hvað
þetta ákvæði snertir til samræmis
við venjur.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta meS
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavik — Sími 30688
AUGLÝSINGASÍMINN
ER 17500. ÞJÓÐVILJINN