Þjóðviljinn - 28.03.1973, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.03.1973, Qupperneq 6
(i SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. marz 1973. DJQÐVIUINN MALGAGN SÓSiALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Slmi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 ó mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. AÐ VITA MINNA EN EKKI NEITT Það nýjasta i málflutningi Morgun- blaðsins um landhelgisbaráttu okkar íslendinga er, að Bretar vilji fyrir alla muni komast hjá afskiptum Haagdóm- stólsins af landhelgismálinu. í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins siðasta sunnu- dag segir: „Raunar er ástæða til að ætla að Bretar vildu helzt af öllu losna frá málarekstri i Haag” — og á öðrum stað i sama Reykjavikurbréfi: ,,Ef Bretum verður gert fulljóst, að við munum fara þessa leið (það er að leggja mál okkar i vald dómstólsins), verða þeir þægilegri i samningaviðræðum, þvi að þá vita þeir, að þeir hafa tapað málinu”. Er nú hægt að komast lengra i að snúa við staðreyndum? Það eru sem sagt við íslendingar, sem eigum að draga Breta sárnauðuga til Haag. Morgunblaðsmenn hljóta eins og aðrir, sem hafa mál að flytja, að leiða hugann að þvi fyrir hvers konar fólk þeir skrifa eða tala. Og það er vissulega lærdómsrikt að gera sér grein fyrir þvi áliti Morgunblaðsliðsins á lesendum sinum, sem þeir afhjúpa með svona skrifum, eins og þeim, sem hér var vitnað til. Allir vita, lika lesendur Morgun- blaðsins, að Bretar kúguðu viðreisnar- stjórnina 1961 til að fallast á, að íslend- ingar ættu stækkun landhelgi sinnar undir Haagdómstólnum. Allir vita, lika lesendur Morgun- blaðsins, að Bretar hafa frá byrjun núver- andi landhelgisdeilu til þessa dags krafizt þess að við féllumst á að leggja málin fyrir i Haag vegna samningsins frá 1961, enda þótt íslendingar hafi sagt honum upp á löglegan hátt. Allir vita, lika lesendur Morgunblaðs- ins, að bráðabirgða úrskurður dóm- stólsins i Haag nú i sumar var á þá leið að úrskurða Bretum ,,heimild” til að auka frekar en minnka sóknarþunga sinn á íslandsmiðum. Allir vita, lika lesendur Morgun- blaðsins, að Bretar telja Haagdómstolinn og samningana frá 1961 eina haldreipi sitt i landhelgisdeilunni, og úrskurð dómstóls- ins einu afsökun sina á alþjóðavettvangi fyrir veiðiþjófnaði á íslandsmiðum. Allir vita, lika lesendur Morgun- blaðsins, að engin alþjóðalög eru til um viðáttu fiskveiðilandhelgi og landhelgi annarra þjóða hefur þvi ávallt verið færð út með einhliða yfirlýsingu, en i málum þar sem ekki er við lög að styðjast, dæmir Haagdómstóllinn eftir hefð. Þetta vita allir, og enginri er hissa þó að Bretar vilji lokka okkur til Haag, en rit- stjórar Morgunblaðsins láta eins og þeir viti ekki neitt, eða eins og lesendur þeirra viti minna en ekki neitt. Það er greinilega samfélag heilaþveginna, sem Morgun- HIÐ RÉTTA ANDLIT? Sú alhliða úttekt, sem Magnús Kjart- ansson ráðherra hefur látið gera á Trygg- ingastofnun rikisins og starfsháttum hennar, hefur vakið fádæma athygli. Blöðin keppast við að lofa ráðherrann fyrir framtakið, enda i fyrsta skipti sem umboðsmenn almennings i ráðherra- sætum gangast fyrir slikri alhliða könnun á rekstri þýðingarmikilla rikisstofnana, en vafalaust munu fleiri fylgja i kjölfarið. Morgunblaðið talar um það i forystu- grein i gær, að Magnús Kjartansson hafi þarna unnið þarft verk, en bætir við að niðurstöðurnar séu til marks um það, hversu ómögulegur rikisrekstur sé. Segist blaðið vona að könnunin verði til þess að nú verði „einkarekstur og þjónustustarf- semi einkaaðila hafin til vegs”. Sú var tiðin að Sjálfstæðisflokkurinn barðist hatramlega gegn almannatrygg- ingum á íslandi, en á siðari árum hefur yfirleitt þótt henta að láta gleymskuna hylja þann feril. Máske verður það einn af ávinningunum af skýrslugerðinni að flokkur einkabrasksins sýni á ný sitt gamla andlit i þessum efnum og taki aftur að boða, að hver skuli bjarga sér sjálfur svo sem bezt gegnir, án almannatrygg- inga. öllu frekar á þó væntanlega að skilja orð Morgunblaðsins svo, að Sjálfstæðis- flokkurinn telji almannatryggingar betur komnar i höndum einkabraskara en rikisins að bandariskri fyrirmynd, en i blaðið, fyrir hönd forystu Sjálfstæðis- flokksins, vill koma upp á íslandi. 1 einróma samþykkt alþingis frá 15.2. 1972, segir að „landgrunn íslands og haf- svæðið yfir þvi sé islenzkt yfirráðasvæði”. Hér er þvi ekkert til að fjalla um fyrir erlendan dómstól, frekar en um jarðhita okkar eða vatnsafl t.d. væri að ræða. Fyrir ekki ýkja löngu var talið að allir íslendingar væru sammála um að land- helgismálið væri islenzkt innanrikismal. Nú munu flestir telja úrelt að spyrja Morgunblaðsmenn eða Gunnar Thorodd- sen, hvort þeir telji enn að svo sé. Svarið liggur fyrir. fyrirmyndar riki einkaframtaksins fær jú enginn inni á sjúkrahúsi, þó að lif liggi við, nema hánn eigi miljón, svo að ekki sé nú talað um hégóma eins og ellilifeyri. Má eiga von á, að sjá þá Jóhann Haf- stein, Geir Hallgrimsson, og Gunnar Thoroddsen, sameinast um þá kröfu i næstu kosningum, að rikið hætti að blanda sér i almannatryggingar? Svo sannarlega fer ekki minna i súginn hjá einkabraskinu á íslandi en hjá opin- berum aðilum, og mætti nefna um það ótal dæmi. Margt af þvi, sem aflaga hefur farið i rikisrekstri og hjá rikisstofnunum, hefur hins vegar verið þvi að kenna, að æðstu völd rikisins hafa lengst af verið i höndum aðila, sem fjandsamlegir eru rikisafskiptum á öllum sviðum og segja ,,gróði og meiri gróði”, þegar spurt er um samfélagslega þjónustu. Það eru einmitt yfirráð rikisins yfir Tryggingastofnuninni, sem gera slika könnun á starfsháttum sem hér um ræðir mögulega — og það að allt sé dregið fram i dagsljósið. Væru almannatryggingarnar i höndum einkabraskara, væri rannsóknar- aðila frá umboðsmönnum almennings, eins og þeim er rannsakaði starfshætti Tryggingastofnunarinnar, einfaldlega visað á dyr, ef nálgast ætti heilög vé einkaeignaréttarins, en kostnaðurinn af sukkinu og óreiðunni lagður á viðskipta- vinina — i þessu tilviki aldraða og sjúka. þingsjá þjóðviljans Framlögð gögn í Haag Ekkert finnst, sem bendir til þess að Bretar eigi að virða landhelgina þar til dómur fellur í Haag A fundi Sameinaðs þings i gær svaraði utanríkisráftherra fyrir- spurn Jóns Armanns Héöinssonar um, hvaöa gögn islendingar heföu lagt fram viö Alþjóöadóm- stólinn i Haag vegna landhelgis- deilunnar. Nokkrar umræður uröu um þessi mál, og ræddu þingmenn einnig hugmyndir þær, sem komiö hafa fram i þingsálykt- unartillögu Tómasar Karlssonar um birtingu skjala frá land- lielgisviöræðum tslendinga og Breta 1960 — ’61. Einar Agústsson utanrikisráð- herra gat alls þess, sem lagt hefur verið fram i Haag af hálfu utanrikisráðuneytisins. Meðal þessara gagna eru afrit af orð- sendingu til Breta um útfærslu landhelginnar, afrit af lögum og samþykktum Alþingis, afrit af samningatilboðum Islendinga og mótmæli gegn úrskurði um dóms- yfirráð Alþjóðadómstólsins i málinu. Vegna þeirra ummæla, að tslendingar hefðu ekki sent gögn um visindalegar rannsóknir á samdrætti fiskstofnanna, benti ráðherra mönnum á að kynna sér greinagerð mexikanska dómar- ans Luis Padilla Nervo. 1 greinar- gerð Mexikanans kæmi fram, að dómurunum i Haag væru vissu- lega kunnar meginröksemdir okkar fyrir útfærslu land- helginnar. Gunnar Thoroddsen (S) sagðist Framhald á bls. 15. Rekstrarlán iðnaðarins A fundi Sameinaös þings I gær svaraði Lúövik Jósepsson viö- skiptaráðherra fyrirspurn Stein- grims Hermannssonar um fram- leiöslulán til íslenzks iönaöar. i mai i fyrra voru sett lög um iön- rekstrarlán og á grundvelli þeirra hefur Seðlabankinn gefiö út reglugerð um endurkaup á vixl- um og framleiöslulán fyrir iönaö- inn. 1 reglum þessum er kveöiö á um að fyrst og frcmst skuli leitast við að styðja þau iönaöarfyrir- tæki, er framleiöa til útflutnings. Stcingrímur Hermannsson (F) spurði, hvað liði þessum lán- veitingum bæði til útflutningsiðn- fyrirtækja og til þeirra, er fram- leiða fyrir innanlandsmarkað, og hvað ylli þeirri tregöu sem virtist vera á framleiðslulánum til iðnaðar, er framleiddi fyrir inn- lendan markað. I.úövik Jósepsson viðskiptaráð- herra sagði að r\okkurn tima hefði Framhald á bls. 15. Alþingi vill breyta kosningalögum i gær ályktaði Alþingi, aö fela rlkisstjórninni aö undirbúa ný kosningalög og leggja þau fyrir næsta þing. Skal sú endurskoöun einkum miöast viö að gera utan- kjörfundaratkvæðagreiöslu auö- veldari. Þingsályktunartillaga um endurskoðun laga um kosningar til Alþingis var lögð fram á þingi i haust, og var fyrsti flutningsmað- ur hennar Svava Jakobsdóttir. I greinargerð kemur fram, að endurskoðunin skal einkum miða að þvi, að gera námsmönnum er- lendis og rúmliggjandi sjúkling- um auðveldara að neyta at- kvæðisréttar sins. I gær sam- þykkti Sameinað þing svo tillög- una, en hún er svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að leggja fyrir næsta þing tillögur til breytinga á kosn- ingalögum með það fyrir augum að auðvelda utankjörfundarat- kvæðagreiðslu."

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.