Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. júnl 1973.' ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 \ j Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráðherra: Gera þarf sjómannsstarfið eftir sókn arvert Launakjör sjómanna hafa batnað meir en annarra starfsstétta það sem af er árinu í tilefni sjómannadagsins hafði Þjóðviljinn eftir- farandi viðtal við Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegs- ráðherra, um launakjör sjómannastéttarinnar og önnur mál viðkomandi sjómönnum. Lúövik Jósepsson, sjávarútvegsráðherra. — Hvað segir ráöherrann um kjaramál sjómanna? Hvaö hefur veriö gert til að tryggja sjómönn- um sambærileg kjör viö atvinnu- stéttir i landi? — Samanburðar á kjörum sjó- manna og annarra stétta er alltaf erfiður. Hvort tveggja er, að kjör sjómanna við hinar ýmsu veiðar eru mjög misjöfn, og hækkun á einni tegund fisks er meiri en á annarri, en þar koma aflasveiflur inn i og hafa mikil áhrif. Allmiklar athuganir hafa þó verið gerðar á launakjörum sjó- manna og annarra starfsstéttEtog reynt hefur verið að gera nokkujrn samanburð þar á. Þær breytingar sem orðið hafa á launum sjó- manna þetta árið og hafa mest á- hrif á þennan samanburö eru þessar: Um siðustu áramót hækkaði Sunnudagsgöngur 3/6. Kl. 9,30 Skjaldbreiður. Verð 500,00 Kl. 13 Lyklafell — Mi- dalsheiði. Verð 300,00 Ferðafélag Islands. fiskverð almennt og einstakar tegundir meira, og einmitt nú um þessi mánaðamót er verið að hækka fiskverðið, og má segja, að það hækki um 13% aö meöaltali. Þvi má segja að fiskverðið hafi með þessu hækkað um rúm 22% á árinu. Þetta á þó fyrst og fremst við um þorsk og ýsu og slikan fisk. Verðhækkun á ýmsum tegund- um er aftur mikið meiri svo sem loðnu, en hún hækkaði i verði um 60-70% frá árinu á undan. Verðið á humri, sem nýlega var ákveðið, hækkaði um 3%. Með fiskverðshækkununum hefur þvi launhlutur sjómanna hækkuð verulega, og tvimæla- laust mun meira en annarra stétta á þessu timabili. — Var ekki samiö um kjör á togurunum I vetur? — Jú, en eftir nokkurt verkfall. | Með þeim samningum hækkaði hlutur hvers einstaks sjómanns all-verulega, en þá var einnig samið um ýmsar lagfæringar á kjaramálum togarasjómanna, meðal annars gerðir formlegir samningar um kjör á nýju skut- togurunum. Er ekki hætta á aö aflahlutur fiskimanns hafi minnkað vegna þess, aö aflinn er ekki eins mikili og áöur var? — Jú, það eru nokkur brögð að þessu á sumum veiðiskap. Aflinn var aö visu mjög góður á loðn- unni, og þar hefur aflahlutur fiskimanna orðið mjög góður. Þar var um að ræða bæði hækkun á verðlagningu og þennan góða afla, svo segja má að aflahlutur flestra sjómanna á loðnubátunum hafi orðið mjög góður. En þýðingarmesta ráðstöfunin, sem unnið hefur verið að, og snertir launakjör sjómanna er að minum dómi endurnýjun fiski- skipaflotans. Með þeim sérstöku ráðstöfunum sem rikisstjórnin hefur beitt sér fyrir _með kaupum á nýjum skuttogurum og öðrum stærri fiskibátum hefur verið byggður grundvöllur að stórbætt- um kjörum sjómanna. Enginn vafi leikur á þvi, að nýju togararnir sem eru gerðir út með 15—17 mönnum munu tryggja sjómönnum mjög um- talsverða launahækkun, — og sú hefur lika orðiö raunin á með þau skip af þessari stærðar- gráðu, sem verið hafa i notkun hér, að á þeim hafa sjómanns- launin verið mun betri en áður var. Hér er ekki einvörðungu um að ræða 30 skuttogara af meðal- stærð, sem eru komnir eða eru að koma, og stóru togarana, heldur er lika um að ræða allmörg ný og stór fiskiskip sem keypt hafa ver- ið með annan veiðiskap i huga en togveiðar. Má þar nefna hið mikla aflaskip Guðmund frá Reykjavik, loðnu- og kolmunna- skipið Börk frá Neskaupstað, Jón Finnsson frá Garði og fleiri báta. Þessi og önnur endurnýjun fiskiskipaflotans er stórátak til þess að tryggja sjómönnum meira öryggi, betri aðbúnað og bætt launakjör. — Hafa ckki vcriö uppi ráöa- geröir um skattfriöindi tii handa sjómönnum fiskiskipaflotans? — Jú, þau mál hafa lengi verið i athugun. Nokkrar breytingar hafa fengizt fram, en að minum dómi þarf að gera mun meira. A þvi leikur enginn vafi, að það þarf að gera ýmsar ráðstafanir til þess að gera sjómannsstarfið eft- irsóknarvert. Hitt er svo annað mál, að erfiðlega hefur gengið að koma fyrir skattfriöindum, og reyndar ýmsum sértryggingum sjómanna, þannig að þau réttindi séu ekki jafnharðan látin ganga út til allra annarra. Þess vegna gengur svo seinlega að fá fram sanngjarna leiðréttingu á iauna- kjörum sjómanna fiskiskipaflot- ans, sem þeir eiga fullan rétt á. — Ilvaö viitu scgja um framtlð útgerðarinnar? Fáum við næga menn til að manna fiskiskipaflot- ann i framtiöinni? — Já, ég álit það. Ég trúi þvi.að okkur muni innan skamms takast að ná fullum yfirráðum á fiski- miðunum okkar, og þá munum við fiska meira með nýrri og betri skipum. Ég trúi þvi, aö við fáum góöa menn á þessi nýju og góðu skip, og einnig trúi ég þvi, aö við getum haldið svo háu fiskveröi, að sjó- menn fái hærri laun en fólk al- mennt i landi, eins og þeir reynd- ar eiga að hafa. — úþ. í Balkanlöndum er fólk ótrúlega langlíft, oft talsvert á annað hundrað ára. Niðurstöður athugana benda til þess, að jógúrtin eigi þar stærstan hlut að máli. Heilbrigð meltingarstarfsemi er mikilvæg undirstaða líkamshreysti. og jógúrtin orkar beint á meltinguna. Jógúrtin er því mikilsverð heilsu- fæða. Nú bjóðum við hana án ávaxta og óskum neytendum langra og sælla lífdaga. jógúrt án ávaxta Mjólkursamsalan Nu eigið þér kost á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.