Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júní 1973. Sunnudagur 3. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Sennilega munu Eyjamenn fá að ráða því hvar þeir 100 fjölskyldur og 70 einstaklingar fá fjár- hagsaðstoð að staðaldri A almennum fundi Eyjamanna I Háskólabiói fyrir helgi komu fram margs konar upplýsingar og fyrirspurnir varðandi hag og framtiðarhorfur Vestmannaey- inga. Fréttamaður biaðsins hafði tal af Magnúsi Magnússyni, bæjarstjóra, og ræddi við hann um helztu atriðin sem komu fram á fundinum. — Þú ræddir um fjárhagsað- stoð við fjöldskyldur i inngangs- erindi þinu. — Já. 1 byrjun var það Rauði krossinn sem annaðist þessa að- stoð, en siðan tók við fjárhagsað- stoðarnefnd bæjarins. Til þessa hafa verið greiddar 32 miljónir til fólks sem hefur þurft á aðstoð að halda og hefur þetta fé komið að mestu frá Rauða krossinum og Hjálparstofnun kirkjunnar. Núna eru um 100 fjölskyldur og um 70 einstaklingar sem fá fjárhagsað- stoð að staðaldri. — Þú minntist lika á málefni aldraðra. — Já, Rauði krossinn hefur keypt hús við Kleppsveg með 12 tveggja herbergja ibúðum og þrem einstaklingsibúðum og við höfum tekið á leigu tvær hæðir i iðnaðarhúsnæði við Siðumúla og þar er verið að innrétta 18 tveggja herbergja ibúðir. Svo er verið að ganga frá samningum við Breið- holt um byggingu á 46 ibúða blokk i Breiðholti og þar hugsqm við okkur að eldra fólk fái að minnsta kosti 20 ibúðir. Að byggingu þessa fjölbýlis- húss standa Viðlagasjóöur, bær- inn, Rauði krossinn og Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Við höfum að undanförnu rætt mikið við heilbrigðisyfirvöld um innflutning á dvalarheimili fyrir aldraða,eða sambland af dvalar- heimili og hjúkrunarheimili, og ég persónulega hallast að þeirri skoðun að bezt sé að heimilið rúmi i senn þá sem geta að mestu séð um sig sjálfir og þá sem þurfa á hjúkrun að halda. — Hvað var margt.á elliheim- ilinu i Eyjum? — Það voru 27 manns, en nú þurfum við að fá heimili fyrir fleira gamalt fólk, heimili er rúmi 50—70 manns. Við gætum byrjað með heimili fyrir um 50 manns og fengið svo viðbyggingar siðar, þar sem slikt er mjög auðvelt. Við getum fengið lóð fyrir heimilið syðst á Borgarspitalalóðinni, og það hefur lika verið talað um lóð i Kópavogi fyrir þetta heimili, en bæjarstjórn Kópavogs hefur meiri áhuga á að við komum þar upp barnaheimili. Hugmyndin er sú að viðkomandi sveitarfélög kaupi þessi hús, þegar við þurfum ekki lengur á þeim að halda, og peningarnir verði notaðir til að byggja elli- og barnaheimili i Eyjum. Við erum búnir að taka á leigu Heyrnleysingjaskólann við Stakkholt og byrjum með barna- heimilisrekstur þar um mánaða- mótin og trúlega getum vjð líka tekið þar inn eitthvað af eldra fólki. Ætlunin er að nota þetta húsnæði þar til við höfum leyst barnaheimilaspursmálið til frambúðar. Þá er i athugun að við byggjum barnaheimili, sem falli inn i áætl- anir Reykjavikurborgar. Við get- um nefnt heimili fyrir 60 börn, og þá er hugmyndin sú, að Reykja- víkurborg reki heimilið og við fá- um siðan aðgang að öðrum barnaheimilum i borginni fyrir jarnmörg börn. Við höfum fengið verðtilboö i slikt hús og ég vonast til þess að við getum gengið frá pöntuninni nú i vikunni. Við höf- um fengið okkur til aðstoðar verkfræðifyrirtæki erlendis til að bera saman og skoða norsk og sænsk hús. — Er ekki unnið að þvi að út- vega unglingum vinnu? — Við höfum i huga sumar- dvalarbúðir, vinnuskóla og að út- vega unglingum vinnu. Varðandi sumardvalarbúðir njótum við að- stoðar kirkjunnar. Við höfum rætt við ýmsa atvinnurekendur um vinnu fyrir, 14—16 ára unglinga, og þar á meðal höfum við á prjón- unum að leigja bát til að gera út. Þá kemur inn i þetta Noregsferð- irnarsem byrja 12. júni og standa fram i ágúst. Þátttakendur eru yfir 900 hundruð og auk þess hafa Norðmenn boðizt til að taka á móti 15 eldri manneskjum i 7 daga. Börnin munu dvelja i sum- arbúðum og á einkaheimilum. Norðmenn bjuggust ekki við að það kæmu nema 3—400 börn, en i þessum aldursflokkum eru tæp þúsund börn, þannig að þátttakan er gifurlega mikil. Það er norski Rauði krossinn sem sér alveg um þessar ferðir, tekið verður á móti börnunum á Loftleiðahótelinu og þangað verður þeim skilað aftur. tslenzkir námsmenn i Noregi verða með hverjum hóp auk sér- þjálfaðra Norðmanna. — Þú nefndir útsvarsálagn- ingu á fundinum. — Já. Það er enn ekki búið að ákveða hvernig álögunum verður háttað, en það eru allir sammála um að leggja minna á en við eðli- legar aðstæður. Það er búið að ákveða að innheimta 2/5 af út- svari fyrra árs, en samkvæmt lögum á að vera búið að inn- heimta 50% en við ætlum að inn- heimta 20%, sem jafngildir þvi að þrfr mánuðir falli niður. Ég veit ekki um framhaldið, en allavega er ljóst að álögur verða mun I viðtalinu við Magnús Magnússon, bæjarstjóra, ber á góma samskipti bæjarstjórnar og Viðlagasjóðs, húsbygginga- og félagsmál, lán til Grindavíkurhafnar, útsvarsálagningu, stöðu Vestmannaeyja sem vilja byggja sjálfir, boranir í Eyjum og margt fleira minni en við eðlilegar aðstæöur. — Er ekki fjárhagur bæjarins ákaflega erfiður núna? — Það er ekki svo gott að segja um það, vegna þess að það eru ýmis heimildarákvæði i reglum og lögum Viðlagasjóðs um að hann geti bætt okkur tekjutap og útvegað okkur bráðabirgðalán, en fram að þessu hafa engar ákvarðanir um þetta verið teknar hjá Viðlagasjóði. Það má segja að Viðlagasjóður hafi fjármál okk- ar að verulegu leyti i hendi sér. Sumar gjafanna, em við höfum fengið, eru bundnar skilyrðum um ákveðna ráðstöfun, t.d. til uppbyggingarstarfs eða með ein- dreginni ósk um að þeim verði varið til uppbyggingarstarfs i Eyjum. Þetta á við um hinar miklu gjafir frá dönsku sveitafé- lögunum, en það kom fram i ræö- um Dananna, að þeir vildu að lénu yrði varið til uppbyggingar i Eyjum, en ef svo illa færi, að ekki yrði um uppbyggingu að ræða, sem ég hef reyndar enga trú á, þá yrði bæjarstjórnin sjálf að ákveða livað gert yrði við féð. Þetta fé er komið hingað og nemur um 30 miljónum króna. Þá gaf Kaup- mannahöfn sérstaklega og Frederikshavn, sem er vinabær Vestmannaeyjakaupstaðar i Danmörku. — A fundinum var nokkuð áberandi sú skoðun að Vest- mannaeyingar hefðu i raun ekki sömu réttindi og aðrir lands- menn. Hvað viltu segja um þetta viðhorf? — Það er mikil óánægja hjá fólki að það skuli ekki fá lána- fyrirgreiðslu. Ef þú ert Vest- mannaeyingur og átt heilt hús úti i Vestmannaeyjum færðu ekki að veðsetja það, og þú færð enga að- stoð hjá Viðlagasjóði til aö byggja hús hér. Ef þú aftur á móti átt hús hér i Reykjavik, sem þú ert ekki búinn að ljúka við, þá geturðu fengið lán til að ljúka þvi, ef þú lofar að leigja Vestmannaeyingi. tJt á Vestmannaeying geturðu fengið 3-400 þúsund króna lán, en Vestmannaeyingar sjálfir fá ekki neitt. — Hvað heldurðu að þetta ástand geti varað lengi — hafiði rætt þetta við stjórn Viðlaga- sjóðs? — Það er oft búið að ræða þess i mál, og sér i lagi að það þurfi aö hjálpa Vestmannaeyingum um lán sem vilja og geta hjálpað sér að einhverju leyti sjálfir. Við get- um nefnt tölu eins og miljón á fjölskyldu og þá gæti hún sjálf komið sér upp húsi. Það eru margir sem álita þetta miklu skynsamlegri lausn en að Við- lagasjóður sjálfur sé að kaupa inn hús sem koma til með að kosta þrjár miljónir króna stykkið. Vestmannaeyingar eiga ákaflega erfitt með að skilja, að það borgi sig frekar að kaupa þessi hús en lána þeim hluta af húsverði. Þeir vilja frekar flytja inn hús og leigja okkur — hús sem kosta um þrjár miljonir fyrir utan gatna- og lóðagjöld. Og Viðlagasjóður þarf einnig að lána sveitafélögun- um til að gera lóðirnar klárar. A sama tíma er þeim Vestmanna- eyingum neitað um fyrirgreiðslu sem geta og vilja hjálpa sér sjálf- ir. — Nú virðist almenningur ekki vera sáttur við þetta; er hægt aö breyta reglugerð Viðlagasjóðs til þess að koma á móts við vilja fólksins I þessu tilfelli? — Það er ýmislegt i reglugerð Viðlagasjóðs sem þyrfti að breyta að mínu mati, og við ætlum ein- mitt að leggja fram tillögur um það til bæjarráðs og til Viðlaga- sjóösstjórnar. Það er hægt að nefna, að i reglugerð er ekki gert ráð fyrir neinum bótum vegna af- notamissis húseigna i Vest- mannaeyjum. Maður sem á stórt og mikið hús i Vestmannaeyjum og hefur stóra fjölskyldu þarf eðlilega að greiða háa leigu hér i Reykjavik en hann fær enga að- stoð umfram aðra. Það eru ýmis slik dæmi sem þarf að ræða og taka afstöðu til. — A fundinum var minnzt á borun við Fiskiðjuna. A hvers vegum var þessi borun gerð og hvað leiðir hún i ljós? — Þessi borun var gerð af vis- indamönnum að beiðni háskól- ans. Hún var gerð til að kanna áhrif kælingarinnar. Borað var nálægt Fiskiðjunni og nálægt kaupfélaginu við Heimagötu. Þegar komið var niður á 12 metra dýpi var hitinn 700 til 760 gráður, en þar sem hefur verið borað i ókælt hraun hefur hitinn verið um llOOgráður á fets til eins meters dýpi. Það er álit háskólamann- anna að dæla þurfi i einn mánuð til viðbótar til að kæla hraunið i gegn, en höfuðáherzlan er lögð á kælingu á svæði sem liggur fyrir vestan gig og út á móts við Yzta- klett til þess að fá kældan vegg. Þaö sýnir sig núna, að „massinn” er hallur á hreyfingu og hreyfist aöallega i austur vegna viðspyrnu kælda hraunsins, þó að það hafi ekki enn verið kælt i gegn. Ef við náum að kæla það i gegn, sem há- skðlamennirnir álita að taki mánaðartima, má gera ráð fyrir að varanlegur varnarveggur sé fenginn. Núna er búið að kæla það 12 metra niður, en álitið er að kælingin þurfi að aukast um ann- að eins. Núna hækkar hraun- kanturinn að vestan og það er eðlilegt. þar sem kælingin gerir sveitarfélagið verður fyrir vegna skólahaldsins. Höfuðmarkmiðiö verður það að fólk fái að ráða þvi sjálft hvar það vill hafa lögheim- ili eftir 1. desember. — Hefurðu nokkra hugmynd um hvað margir Vestmanna- eyingar eru hér á höfuöborgar- svæðinu? — Ég hef engar nýjar tölur um þetta, en siðast þegar þetta var kannað þá voru um 60% Vest- mannaeyinga hér i Reykjavik og i kring. Það getur verið að eitthvað hafi fækkað, en allavega er yfir helmingur Vestmanaeyinga hér ennþá. — Þaö kann að vera erfitt fyrir þig að svara næstu spurningu, en hver eru helztu ágreiningsmál ykkar og Viðlagasjóðs? — t stórum dráttum má segja, að Viðlagasjóður hafi ekki haft eins mikið samráö viö bæjar- stjórn eins og gert var ráð fyrir i lögunum um starfsemi Viðlagasj. Mér finnst á ýmsum sviðum að samstarfið sé ekki nógu náið. Ég býst við að stjórn Viðlagasjóðs liti þannig á, að fyrst þrir bæjar- stjórnarmenn séu i Viðlagasjóði þá komi fram sjónarmið bæjar- stjórnar I öllum málum. Ég geri ráö fyrir að þetta geri það að verkum að Viðlagasjóður telji sig ekki þurfa að leita álits bæjar- stjórnarum einstaka málaflokka. t reglugerð er til dæmis sérstak- lega tekið fram að i sambandi við niðursetningu húsa skuli haft samráð við bæjarstjórn Vest- mannaeyja, en það hefur alls ekki verið gert. Það er rétt að benda á að Viðlagasjóöur var stofnaður af Alþingi til að taka að sér ákveðin verkefni og um leið voru tekin völd af bæjarstjórninni, en vissu- lega var þetta allt gert i góðum tilgangi. — Ef eitthvað kemur fram, sem er að flestra dómi rangt, er þá ekki hægt að breyta þvi til hins betra með lagabreytingu? — Við getum sent út ályktanir og gert samþykktir bæði i bæjar- ráði og bæjarstjórn, en það verð- ur Viðlagastjórnin sem samþykk- ir eða hafnar. Við getum gefið umsagnir og Viðlagasjóður getur leitað umsagnar hjá okkur, en hann þarf ekki að fara eftir vilja okkar. Það er einmitt þetta sem mjög margt fólk er óánægt með og það telur að við hefðum getað haft meiri áhrif á Viðlagasjóð. Ég dreg ekki dul á að i einstaka mál- um hefðum við kannski getað sýnt af okkur meiri hörku, en allavega er það Viðlagasjóður sem hefur úrslitavaldið. Fólkinu finnst að ýmislegt gangi hægt, til dæmis lausn hús- næðisvandans. Margt fólk hefur orðið fyrir verulegu andlegu áfalli, eins og skiljanlegt er, og þess vegna er margt fólk óþreyju- fullt og beiskt og ekkert óeölilegt þó að bæjarstjórnin sé skömmuð, en við I bæjarstjórninni, hvar i flokki sem við stöndum, reynum að gera okkar bezta, en það er vissulega ekki nóg. — Nú er eitt erfitt vandamál i uppsiglingu og á ég þar við um- sókn Vestmannaeyinga um hús- byggingar i Mosfellssveit á eigin vegum. Þessir aðiljar hafa farið fram á lánveitingar hjá Viðlaga- sjóði. — Þetta er ákaflega viðkvæmt mál. Gera má ráð fyrir að ef Við- lagasjóður veiti aðstoð, þá fari margir fleiri fram á sams konar aðstoð, en ég álit, að það yrði bara til bóta ef menn þrýstu á slika aðstoö, þvi að þá væri kannski hægt að spara innflutning á 50—100 húsum. t slikum tilfell- um má setja reglur um forkaups- rétt Viðlagasjóðs, þannig að menn geti ekki grætt á húsa- braski þar sem Viðlagasjóður veitir aðstoð. — Þessir aðilar nuðust til að gangast undir slikar kvaðir. — Það er rétt og Viðlagasjóði á að vera innan handar að sjá um aö lánsfé hans verði ekki ein- hverjum einstaklingum að fé- þúfu. — Hér er ég með úrklippu úr sænsku blaði þar sem hneykslazt er á þvi að tollur og söluskattur skuli lagður á innfluttu húsin, sem mörg verða keypt fyrir Framhald á bls. 19 vilja eiga lögheimili eftir 1. desember Húsnæði Heyrnleysingjaskólans við Stakkholt hefur nú verið tekið á leigu af bæjarstjórninni og þar verður barnaheimili í sumar. Húsnæðið er mjög rúmt og kann að vera þar rúm fyrir eldra fólk. það að verkum að hraunið hleðst upp en skriður ekki fram. Núna er skriðið svo til allt i austur og eitt- hvað litilsháttar i norðaustur, en ekkert i vestur. Hraunið hefði vit- anlega skriðið í vestur og yfir bæinn, ef ekkert hefði verið gert til að hindra það. Það er svolitil hætta að gigurinn geti brotnaö niður að norðvestanverðu,og hef- ur reyndar borið á þvi bæöi um páskana og eins sl. sunnudag. En við höfum viðbúnað þar uppfrá til að beita öllu kælikerfinu á þetta svæði, ef eitthvað fer úrskeiðis. — Hvað gerðist þarna á sunnu- daginn? . — Hraunið rann fram um 30 metra, þunnfljótandi, en stöðvað- ist. Sama gerðist á páskunum. Það er talið að það taki ekki nema 20 minútur frá þvi að menn verða varir við framhlaup þangað til allt kælikerfið er komið i gang til að hefta hraunstrauminn. — Ef við vendum okkar kvæði i kross, þá langar mig að nefna gagnrýni sem kom fram á fundin- um I sambandi við Grindavik, og lán til hafnarframkvæmda þar. — Það var deilt á að Viðlaga- sjóður skyldi lána fé til Grinda- vikurhafnar, 44,4 miljónir ef ég man rétt, til þess að bæta aðstöðuV Vestmannaeyjabáta. Það kom fram á fundinum, en ég þorí ekki a ábyrgjast réttmæti þeirra upp- lýsinga, að ekki hafi nema fimm; bátar lagt þar upp að staðaldri. Aftur á móti hafi meginhluti flot- ans lagt upp afla sinn i Þorláks- höfn, en samþykkt var að lána 6 miljónir króna til Þorlákshafnar. Menn telja að það hefði átt að lána meir til Þorlákshafnar til að bæta hafnarskilyröin þar. — Verður þetta mál eitthvað kannað betur á næstunni eða rætt frekar? — Þetta er mjög stutt lán, þannig að þetta er ekki peningur sem er búið að eyða i einhverja vitleysu. Mér er kunnugt um að það er mikill áhugi hjá útvegs- mönnum að aðstaðan i Þorláks- höfn verði bætt fyrir næsta vetur, ef ekki verður hægt að gera út að heiman i stórum stfl. Sjómenn telja að Grindavik sé of vestar- léga sé sótt á heimamið. A fund- inum gat formaöur Viðlagasjóös þess, aö þótt Vestmannaeyingar hafi ekkí sótt mikið til Grindavik- ur' hafi stækkun hafnarinnar létt á Þorlákshöfn og þeir hafi þess vegna getað látið Vestmannaey- ingum I té betri aðstöðu. — Þú nefndir einnig lögheim- ilisspursmál á fundinum. — Þetta er mál sem við höfum talsvert rætt við félagsmálaráðu- neytið. Að óbreyttum lögum verð- ur ekkert sveitarfélag til i Vest- mannaeyjum 1. desember. Ráðu- neytisstjórinn er tilbúinn að leggja fram frumvarp til laga á haustþinginu sem fæli i sér að Vestmannaeyingar geti sjálfir ráöið hvort þeir vilja vera áfram Vestmannaeyingareða hvort þeir vilja eiga lögheimili þar sem þeir eru til heimilis. 1. desember næst- komandi. Þetta mál hefur ýmsar hliðar. Ég vonast eftir að sem flestir vilji áfram teljast Vest- mannaeyingar, þvi þá renna út- svarsgreiðslur áfram til okkar, jöfnunarsjóðsframlög og annað þviumlikt. Aftur á móti yröum við að greiða sveitarfélögum fyrir þjónustu sem þau veita Vest- mannaeyingum i sambandi við skólamál og félagsmál. Við skul- um taka sem dæmi, að þriðjungur nemenda i skóla i einhverju sveit- arfélagi séu Vestmannaeyingar, þá verðum við að sjálfsögðu að greiða þriðjung kostnaðar sem Kælingamenn að þinga inni á miðju hrauni. Starf þeirra hefur borið ótviræðan árangur og verður haldið áfram að kæla hraunið I gegn á skipulegan hátt. Eftir almennan fund Eyiamanna í Háskólabíói:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.