Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júnl 1973. Sendum sjómannastéttinni beztu árnaðar- óskir i tilefni dagsins. Kristján Halldórsson: Lúðvík Einar Belgjagerðin Sendum islenzkum sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra beztu kveðjur og árnaðar- óskir i tilefni dagsins. Varðarútgerðin h.f. Stöðvarfirði Ingólfur Þegar sjávarútvegsmálaráð- herra kom heim, eftir að brezki flotinn var kominn inn fyrir 50 mllurnar þá kom ráðherrann fram í sjónvarpinu 21. mai s.l. og sagði: ,,Ég mun ekki samþykkja það að bjóða Bretum áfram þau kjör sem við buðum þeim siðast, eftir þá atburði sem nú hafa gerzt.” Þessi yfirlýsing ráðherrans kom engum á óvart, svo vel fylg- ist öll þjóðin með framvindu land- helgismálsins. Lúðvik Jósepsson er eini ráð- herrann I núverandi rikisstjórn sem nýtur þeirrar viöurkenning- ar hjá sjómönnum og útgerðar- mönnum, að hafa mikla þekkingu og gott vit á sjávarútveigsmálum. Þeim aðilum var þvi ljóst að það var eingöngu til þess að haida samstöðu innan stjórnarinnar, og i þeirri von að frú Tweedsmuir hefði ekki vit á að taka tilboðinu i siðustu samningaviðræðum, að ráðherrann lét neyða sig til að samþykkja, að bjóða Bretum 117 þúsund tonna hámarksafla á ári, næstu 2 árin, og að þeir sjálfir Bretarnir ættu að hafa eftirlitið með þvi, og i reynd að ákveða hvenær þeir hefðu náð þvi afla- magni árlega — á Islandsmiðum. Ráðherrann fór ekkert dult með ánægju sina yfir þvi, að nú gætu ORÐIÐ ER FRJÁLST og ættu Islendingar að nota þetta gullvæga tækifæri til að draga til baka öll tilboð frá fyrri samn- ingaviðræðum. öll þjóðin var sammála ráð- herranum i tvo daga. Föstudaginn 25. mai kemur svo utanrikisráðherra, Einar Agústs- son, fram i sjónvarpinu, þá ný- kominn tii landsins og segir i við- tali við fréttamann: ,,Það er min skoðun að siðustu tilboð Islendinga i landheigisvið- ræðunum eiga að standa þegar sezt verður aftur að samninga- borðinu, það er 117 þúsund tonna hámarksafli og leyfi til að veiða i ákveðnum hólfum innan 50 miln- anna.” Það setti hroll að þjóðinni við að heyra þetta. Getur maðurinn ekki skilið, að þetta er mál þjóðarinn- ar og þjóðin krefst þess að ráð- herrar blandi ekki sinum per- sónulega metingi, eða flokka sinna inn i það mál, kvað við úr öllum áttum. Þessi ótimabæra yfirlýsing ráðherrans hefur valdið bæði sorg og reiði. En sem betur fer hefur hann ennþá tækifæri til að bæta fyrir þessa vanhugsuðu fljótfærni sina, með þvi að kynna sér vilja og afstöðu þeirra sem þetta mál mæðir mest á, það er sjómanna- og útgerðarmanna og annarra við sjávarsiðuna. Og ef ráðherrann er I einhverjum vafa um vilja sveitafólksins, þá endist honum vonandi gæfa til, sem fulltrúa bændaflokks, að taka sér til fyrir- myndar i þessu máli sveitamánn- inn Ingólf Jónsson frá Hellu, fyrr- verandi landbúnaðarráðherra, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Hann segir i Morgunbiaðinu laug- ardaginn 26. mai: Sendum sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra beztu árnaðaróskir i tilefni dagsins. Fiskmat ríkisins Beztu árnaðaróskir til allra islenzkra sjó- manna i tilefni dagsins. Þorláksvör h.f. Þorlákshöfn Arnarfell Jökulfell Dísarfell Litlafell Helgafell Stapafell Mælifell Skaftafell Hvassafell Sendum öllum islenzkum sjómönnum árnaðaróskir á hátiðisdegi þeirra ,3 júni Sambandsskipin og til Ameriku. eru i stöðugum siglingum til meginlands Evrópu Flytja þaðan vörur til losunar beint á flestum islenzkum höfnum. Upplýsingar um umboðsmenn vora erlendis fúslega veittar. Samband íslenzkra samvinnufélaga Skipadeild „Rikisstjórnin hefur boðið Bretum meira, en mörgum finnst vera rétt og sanngjarnt. Það virð- ist vera mjög óhyggilegt að gera samkomulag um ákveðið afla- magn eins og Bretum var gefinn köstur á. Komi til þess að bráðabirgða- samkomulag verði gert um lausn landhelgisdeilunnar eftir að her- skipin eru farin burt, ætti sam- komulagið ekki að miðast við til- tekið aflamagn yfir árið. Það væri miklum erfiðleikum bundið að fylgjast með þvi, hve mikið brezkir togarar kynnu að veiða við ísland. Það gæti orðið miklu meira en upp væri gefið. Ef samkomulag verður gert, ætti að miða við ákveðinn skipa- fjölda, stærð skipa og ákveðin veiðisvæði á ýmsum árstimum. Verði setzt að samningaborði með Bretum á ný er nauðsynlegt aö islenzkir ráðamenn hafi þetta I huga.” Mæl þú manna heilastur, Ing- ólfur Jónsson. Það er þjóðinni mikils virði þegar menn eins og Ingólfur Jónsson gera sér grein fyrir þvi, að það sem frú Tweedsmuir var boðið, jafngilti þvi sem gömlu mennirnir i Haag töldu hæfilegt, jafnvel meira. Þvi hvort sem tal- an var 117 þúsund tonn eða 170 þúsund tonn skipti engu máli i þessu sambandi, þvi skipstjórum, á borð við þá sem tslendingar hafa kynnzt af skiptum þeirra við landhelgisgæzluna að undan- förnu, þeim og þeirra heiðarleg- heitum átti að fela það trúnaðar- starf fyrir Islendinga, að segja til um það hve stór hluti aflans úr hverri veiðiferð væri fenginn á ts- landsmiðum, og hve stór hluti annars staðar t.d. við Færeyjar. Frá byrjun landhelgisdeilunnar hafa verið reyndar ýmsar leiðir til að þvinga tslendinga til að samþykkja einhvers konar kvóta- kerfi við fiskveiðarnar hér við land, og þá fyrst og fremst af löndum Efnahagsbandalagsins. Nú siðast á fundi Norður-At- lanzhafsnefndarinnar. En þar sem öllum tslendingum eiga að vera augljósir anmark- arnir á þvi, að fylgjast með þvi hvenær umsömdu aflamagni væri náð, þá væru það svik við Islenzka hagsmuni og islenzkan málstað að semja um slikt kvótakerfi. Það eru þvi tilmæli flestra ts- lendinga i dag, að utanrikisráð- herra léti sér nægja, að hafa beygt Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra til að samþykkja 117 þúsund tonna tilboðið einu sinni. en hlifi nú bæði honum og þjóðinni við þvi að rétta andskot- anum Tweedsmuir litlafingurinn, I annað sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.