Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júní 1973. Sendum sjómönnum öllum og aðstand- endum þeirra beztu kveðjur i tilefni sjó- mannadagsins. Fiskanes h.f. Grindavík Sendum sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra beztu árnaðaróskir i tilefni dagsins. Gjögur h.f. Grindavík Sendum sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra beztu árnaðaróskir i tilefni sjó- mannadagsins. Hóp h.f. Grindavik np:mendasamband MENNTASKÓLANS í IIEYKJAVÍK. STÚDENTAFAGNAÐUR verður haldinn að Hótel Sögu mánudaginn 4. júni 1973. Hann hefst með borðhaldi kl. 19,30. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Sögu, i anddyri Súlnasalar, laugardaginn 2. júni kl. 13,30—17,00 og sunnudaginn 3. júni kl. 15,00—17,00. AÐALFUNDUR Nemendasambandsins verður haldinn að Hótel Sögu kl. 19,30. Stjórnin. Frá gagnfræðaskólum Reykjavíkur Innritun nemenda, sem ætla að stunda nám i 3. og 4. bekk gagnfræðaskólanna i Reykjavik næsta vetur, fer fram mánu- daginn 4. júni og þriðjudaginn 5. júni n.k. kl. 14.00 — 18.00 báða dagana. Umsækj- endur hafi með sér prófskirteini. Það er mjög áriðandi, að nemendur gangi frá umsóknum sinum á réttum tima, þvi ekki verður hægt að tryggja þeim skóla- vist næsta vetur, sem síðar sækja um. Um skiptingu skólahverfa er visað til orð- sendingar, er nemendur fengu i skólunum. Fræðslustjórinn i Reykjavik. Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Nýjar friðunar- aðgerðir bæti upp útfærsluna A aftalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem haldinn var 24;—25. mai var sérstaklega lýst áhyggjum af minnkandi þorskafla. Var lögð á það áherzla i samþykktum fundarins, að um leið og halda bæri fast á útfærslu fiskveiðilögsögunnar verði að skipuleggja scrstakar friðunar- aðgerðir á helztu nytjafiskstofn- um ef unnt á að verða að snúa við óheillavænlegri þróun i afla- brögðum. Aðalfundurinn mótmælti ein- dregið ofbeldisaðgerðum Breta i Islenzkri landhelgi. Framleiðslan. t fyrra var framleiðsla sjávar- afurða hjá frystihúsum SH 65,340 smál., sem var 10% minna en árið áður. Munaði þar mestu um minni frystingu þorskafla. Mest var framleitt i Vestmannaeyjum eða 12.360 smál. sem er 19,3% heildarframleiðslunnar. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs framleiddu hús i SH 30.550 smál. og var það 10% meira en á sama tima i fyrra. Það er þó aðeins loðna sem þarna skiptir sköpum — framleiðsla annarra frystra af- urða en loðnu minnkaði um 22,7% frá fyrri vetrarvertið, en loðnu- frysting jókst hinsvegar úr 3.860 smál. i 12.080 smál. Tekið er fram að eldgosið i Vestmannaeyjum hafi af skiljanlegum ástæðum haft mjög truglandi áhrif á fram- leiðsluna. Utflutningur. Útflutningur i fyrra frá SH var 66.700 smái. að verðmæti 5.234 miljónir kr. og va.r verðmætiö 11,2% meira en á árinu áður. Til Bandarikjanna var flutt út fyrir 3.580 milj. og til Sovétrikjanna fyrir 795 milj. Mestar breytingar á erlendum mörkuðum urðu þær að um áramót var samið um sölu fjórfalt meira magns af frystri ioðnu til Japans en selt var i fyrra. Gleymdi að skrúfa fyrir kranann 7. janúar 1971, var FOL- STJÖRNUNNI lagt á leguna við Hafnarhólm. Að morgni þess 8. janúar var báturinn sokkinn. Með aðstoð tveggja báta, tókst að koma PÓLSTJÖRNUNNI upp i fjöru og dæla þar úr bátnum. Kom þá i ljós að botnkrani var ekki full lokaður. Hafði þar runn- ið sjór inn i bátinn. (úr skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa) Israel gefur V estmannaeyjum Sendiherra Israel hr. Moshe Leshem hefur afhent utanrikis- ráðherra framlag til Vestmanna- eyjasöfnunarinnar sem nemur 1.380.000 isienzkum krónum. Við þetta tækifæri lét sendi- herrann i ljós virðingu sina fyrir þeim baráttuvilja og dugnaði sem Islenzka þjóðin hefði sýnt gagn- vart náttúruhamförunum i Vest- mannaeyjum. UMFERÐARFRÆÐSLA 5 og 6 ára barna í Reykjavík. Brúðuleikhús og kvikmyndasýning Lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavik- ur i samvinnu við Fræðsluskrifstofu Reykjavikurborgar efna til umferðar- fræðslu fyrir 5 og 6 ára börn i Reykjavik. Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar, klukkustund i hvort skipti. Sýnt verður brúðuleikhús og kvikmynd, auk þess sem börnin fá verkefnaspjöld. Börnin hafi með sér liti. Fræðslan fer fram sem hér greinir: 4.-5. júni 6 ára börn 5 ára börn Fellaskóli 09.30 11.00 Vogaskóli 14.00 16.00 6.-7. júni Melaskóli 09.30 11.00 Austurbæjarskóli 14.00 16.00 8.-12. júni Hliðarskóli 09.30 11.00 Langholtsskóli 14.00 16.00 13.-14. júni Breiðagerðisskóli 09.30 11.00 Árbæjarskóli 14.00 16.00 15.-18. júni Álftamýrarskóli 09.30 11.00 Laugarnesskóli 14.00 16.00 19.-20. júni Fossvogsskóli 09.30 11.00 ÆfingadeildK.í. 14.00 16.00 21.-22. júni Hvassaleitisskóli 09.30 11.00 Breiðholtsskóli 14.00 16.00 Lögreglan Umferðarnefnd Reykjavikur Iðnskóiinn í Hafnarfirði Iðnskólinn: Innritun i allar bekkjardeildir næsta skólaárs fer fram i skrifstofu skólans Reykjavikurvegi 74 þriðjudag 5., miðviku- dag 6. og fimmtudaginn 7. júni næst-kom- andi kl. 8.30 til 18.00 Ath: Nýir nemendur sýni skirteini um fyrri skólagöngu og nafnnúmer. Verkskólinn: Innritun i verkdeild málmiðna, sem á- formað er að taki til starfa á skólaárinu 1973—74, verður auglýst siðar. Námskeið: Vegna óska fer nú fram könnun á þátttöku i námskeiði fyrir þá húsasmiði og múrara sem æskja heimildar til að hafa umsjón með og bera ábyrgð á byggingafram- kvæmdum. Þeir sem hug hafa á þátttöku láti skrá nöfn sin á ofannefndum stað og tima. Skólastjóri. Reglusamur maður óskar eftir föstu fæði. Upplýsingar daglega i sima 14036.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.