Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 3. júnl 1973.ÞJÓÐV1LJINN — StÐA 9
BSRB
kaupir 40
til 50
orlofshús
A siðast liðnu ári ákvað
B.S.R.B. að hefjast handa um að
reisa nýjan áfanga orlofsheimila
samtakanna i Munaðarnesi i
Borgarfirði.
Ekki reyndist unnt að fá meira
land úr jörðinni Munaðarnesi, en
viðbótarland 40 hektarar bauðst
úr Stóru-Gröf, sem liggur að landi
B.S.R.B. við Norðurá. Var fyrir
ári siðan gengið frá samningi við
eiganda Stóru-Grafar, Sigurð
Jónsson, um leigu á þessu landi.
Siðan hefur landið verið skipu-
lagt, og hófust framkvæmdir við
vegagerð og annan undirbúning i
aprilmánuði i vor.
Jafnframt hafa verið athugaðir
möguleikar innanlands og
erlendis á smiði og uppsetningu
tilbúinna húsa.
Hingað til lands kom i siðustu
viku forstjóri norska fyrirtæki-
sins Trybo A/S, J.H. Gimse, en
hann og umboðsmaður fyrirtæki-
sins hér á landi, Jón Ingvarsson,
héraðsdómslögmaður, áttu við-
ræður við bygginganefnd orlofs-
heimila B.S.R.B.
Voru s.l. laugardag undirritaðir
samningar við fyrirtækið um
kaup á 40-50 húsum, eftir nánari
ákvörðun um tölu siðar, og munu
húsin verða afgreidd á timabilinu
frá byrjun september til nóvem-
ber n.k.
Hróður
Guðmundar
berst viða
i sænska stórblaðinu Dagens
Nyheterá miðvikudaginn var birt
viðtal við Guðmund Kjærnested
skipherra undir fyrirsögninni:
Nýja hetjan á isiandi talar vel um
tsland.
Hetja þorskastriðsins á íslandi
stendur undir mynd af Guðmundi
i hinu sænska blaði. Guðmundur
segir hér frá þvi hvernig skot-
hriðin á Everton gekk fyrir sig.
Hann hafi verið nokkuð viss með
að hitta það sem á var miðað, en
auðvitað sé alltaf áhætta með i
för. Þá áhættu beri að taka. Hann
hafi alls ekki ætlað sér að sökkva
Everton hér um daginn, enda hafi
hann nú tekið þátt i að bjarga
þeim sama Everton mánuði fyrr!
Já, það er sannarlega skritið
strið, þetta þorskastrið, segir
sænski blaðamaðurinn að lokum.
En auðfundið er að hann ber fulla
virðingu fyrir aðferðum islenzku
löggæzlunnar.
Áskriftarsimi
Þjóðviljans er 18081.
TÉKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42600
KÓPAVOGI
Þessi vörubifreið með 212 (DIN) hestafla vél, þrem drif-
hásingum með læstu mismunadrifi, fimmtán tonna
hurðarþoli, kostar aðeins kr. 2,760,000 að fullu tilbúin til
notkunar, með stálpalli, hliðar- og endasturtum, sé pöntun
gerð fyrir 30. júni n.k. 10% vcrðhækkun eftir 30. júnf.
Ennfremur fáanleg með grjótpalli eða á grind í mörgum
mismunandi gerðum.
RÍSPAPPÍRSLAMPINN
FRA JAPAN
Japanski rispappirslampinn fæst nú einnig á ftlandi j 4
stæröum.
Hentar hvar sem er, skapar góöa birtu og er til skrauts
bæöi einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni.
Athyglisverð og eiguleg nýjung.
HÚSGAGNAVERZLUN
,\XELS EYJÓLFSSONAR
SKIPHOLTI 7 — Reykjavlk.
Sfmar 10117 og 18742.
INDVERSKUNDRAVERÖLD
Nýkomið: margar gerðir af fallegum
útsauinuðum mussum úr indverskri
bómull. Batik — efni I sumarkjóla. Nýtt
úrval skrautmuna til tækifærisgjafa.
Einnig reiykelsi og reykelsisker i miklu
úrvali.
JASMIN
Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg)
fflHllftffillHl