Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 03.06.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 3. júni 1973.! ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn 1. kafli — Við viljum að þú farir til London, sagði forsætisráð- herrann, — og takir sendifulltrúa stjórnarinnar fastan fyrir morð. Hann hallaöi sér aftur á bak i stólnum, strauk bognum fingri um kónganefið, sköllóttur, gamall gammur sem haft hafði þessa skrifstofu að hreiðri siöast- liðin tuttugu og fimm ár. Hann renndi tungunni eftir þunnum, þurrum vörunum eins og hann væri að bragða á áfallinu sem Scobie Malone varð fyrir rétt i þessu. Hann var sjötugur að aldri og fimmtiu ár af viðburðarrikri ævi hafði hann fengizt við stjórnmál. Hann kunni að meta það að koma fólki á óvart. — Lögreglustjórinn segir mér, að þið leynilögreglumennirnir séuð eins og nunnur, ykkur sé aðeins hleypt út tveim saman. Hann leit á Malone og siðan á Leeds lögreglustjóra, og óræð augu hans glóöu af illgirnislegri kimni. — Er það vegna þess að þiö treystið ekki hver öörum, Jack? John Leeds hafði verið i lög- reglunni x fjörutiu ár, lögreglu- stjóri i tiu, og hann kunni lagið á stjórnmálamönnunum. — Er þetta álit þitt á nunnum, forsætis- ráðherra? Hlátur Flannerys liktist meira hósta. — Ertu að reyna að tina af mér atkvæði kaþólikkanna, Jack? Fjandinn hirði þessar krákur. Ég er viss um að þú kýst frjálslynda! Hann leit aftur á Malone. — Hvað kýst þú, undir- foringi? Malone var enn að jafna sig á fyrstu athugasemd forsætisráð- herrans. Hann hafði reyndar kynnzt óvæntum áföllum í tiu ára þjónustu, en hann hafði aldrei fengið annað eins og þetta framan I sig. Þegar Flannery hafði sagt þetta, hafði hann litið i skyndi á gamla manninn til að athuga, hvort hann væri að gera aö gamni sinu, skælt brosið hafði sagt honum, að fyndnin var að minnsta kosti ekki ætluð honum. Hann var enn dasaður þegar Flannery ávarpaði hann aftur og endurtók spurningu sina. — Hvað kýst þú, undirforingi? Hann reyndi að koma lagi á hugsanir sinar, en spurningin virtist alveg út i bláinn undir þessum kringumstæðum. — Það er undir ýmsu komið, herra minn. — Undir ýmsu komið? Svo sem hverju? Salon Gahlin — Heldurðu að hann hafi i raun og veru unnið fyrir erlent stór- veldi? — Það er alveg útilokað. Það vald er ekki til i heimi sem gæti fengið hann til að vinna. Malone sá aðvörunaraugnaráö Leeds og dró i land. — Ég er ekki pólitiskur. Ég læt vist duttlunga ráða. Flannery einblindi á hann, augun dökk og gremjuleg. Tvivegis hafði hann næstum fallið á atkvæöum þeirra, sem létu duttlunga ráða, hinna óákveðnu og reikulu. En svo brosti hann allt I einu, þessu furðulega hlýja brosi sem hafði aflað honum atkvæða hjá konum i öll þessi ár. Þegar Malone virti hann fyrir sér, þá varð honum ljóst að þrátt fyrir fullyrðingar blaðanna, þá var það ekki alltaf vangasvipur stjórn- málamannsins eöa kynþokki hans sem gekk i augun á konunumjfjöl- margar þeirra, heill sægur, kaus föðurlegu manngerðina. En ég hefði ekki viljað eiga Flannery að föður, hugsaði Malone; hann heföi notað mig sem kosninga- beitu, áöur en ég var kominn af brjósti. — Jæja, undirforingi, eiginlega ertu að fara til London til að styrkja verkamannaflokkinn. Viltu leiða hann i allan sannleika, Jack? Leeds hikaöi, siðan hallaði hann áfram i stólnum með hendur á hnjánum. Þegar Malone hafði verið i návist lögreglustjórans,. hafði honum ávallt fundizt hann með eindæmum róiegur; það var eins og Leeds hefði sjálfur stjórn á stund og stað, en ekki öfugt, eins ÞEGAR DÝRIN™™*^ HÖFÐU MÁL EFFEL — Eigum við ekki að koma í fallin spýtan? — Þeir hitta okkur ekki þessir veiðimenn. Ég er nýbúinn að éta fjögurra laufa smára. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fó- getaúrskurði, uppkveðnum 1. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrirframgreiðslum opinberra gjalda, sem féllu i gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. april, 1. mai og 1. júni 1973. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framangreindra gjalda, ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, verði tilskyldar greiðslur ekki innt- ar af hendi innan þess tima. Reykjavik, 2. júni 1973. Borgarfógetaembættið. Dagskrá 36. Sjómannadagsins, sunnudaginn 3. júni 1973 Kl.: 08.00 Fánar dregnir að hún á skipum i höfninni. 09.00 Sala á merkjum Sjdmannadagsins og Sjó- mannad^ígsbíaðsins hefst. 09.30 Lúðrasvþit Reykjavikur leikur létt lög við Hrafnistu. 11.00 Sjómannamessa i Dómkirkjunni. Séra Grimur Grimsson minnist drukknaðra sjómanna. Kirkjukór Asprestakalls syngur, einsöngvari Guðmundur Jónsson, organieikari Kristján Sigtryggsson. Blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjó- mannsins. Hátiðahöldin i Nauthólsvik: Lúðrasveit Reykjavikur leikur. Fánaborg mynduð með Sjómannafélagsfán- um og islenzkum fánum. i4.oo Ávörp: a) Fulltrúi rikisstjórnarinnar Lúðvik Jósefs- son, sjávarútvegsráðherra. b) Fulltrúi útgerðarmanna Björn Guðmundsson. c) Fulltrúi sjómanna Guðjón Armann Eyjólfsson. d) Pétur Sigurðsson, formaöur Sjómanna- dagsráðs afhendir heiðursmerki Sjómanna- dagsins. Kl.: 13.30 13.45 Kappróður o. fl. 1. Kappsigling. 2. Kappróður. 3. Björgunar- og stakkasund. 4. Koddaslagur. 5. Þyrla Landhelgisgæzlunnar kemur. Merki Sjómannadagsins og Sjómanna- dagsblaðið ásamt veitingum verða til sölu á hátiðarsvæðinu. Ath. Strætisvagnaferðir verða frá Lækjartorgi og Hlemmi frá kl. 13.00 og verða a.m.k. á 30. min. fresti. Sjómannahóf verður að Hótel Sögu og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Skemmti- atriði. Merkja- og blaðasala Sjómannadagsins: Sölubörn. Afgreiðsla á merkjum Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaðsins verður á eftirtöldum stöðum kl. 09.30 á Sjómannadaginn: Austurbæjarskóli, Alftamýrar- skólii Árbæjarskóli, Breiðagerðisskóli, Breiðholtsskóli, Fellaskóli, Hliðarskóli, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Langholtsskóli, Laugarnesskóli, Laugarásbió, Melaskóli, Mýrarhúsaskóli, Vogaskóli, og hjá Vélstjórafélagi Is- lands, Bárugötu 11 Há sölulaun. Þau börn, sem selja fyrir 500.00 kr. eða meira, fá auk sölulauna aðgöngumiða að kvikmyndasýningu i Laugarásbiói. Sumarnámskeið 10 — 12 ára barna Hið fyrra sumarnámskeið fyrir 10—12 ára börn hefst mánudaginn 4. júni og lýkur 29. júni. Námskeiðsefni: föndur, iþróttir og leikir og kynnisferðir um borgina, heimsótt söfn, fyrirtæki og stofnanir. Daglegur námskeiðstimi er 3 klst. frá kl. 9—12 eða 13—16. Kennslustaðir: Austurbæjarskóli, Breið- holtsskóli og Breiðagerðisskóli. Námskeiðsgjald er kr. 900,00. Innritun á kennslustöðunum kl. 9—10 og 13—14 mánudaginn 4. júni. Fræðsluskrifstofa Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.