Þjóðviljinn - 21.07.1973, Síða 2

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Síða 2
fStfí/t — PJdíyÝltJftW AlWgariftígilr 21. júll 1973. „Vinstri menn ekki nógu tortryggnir” Bandariski lögfræðingurinn Lennard Weinglass, sem var m.a. verjandi Angelu Davis og Daniels Ellsberg, hélt fyrirlestur i Nor- ræna húsinu á mánudagskvöldið, þar sem hann sagði frá ferð sinni til Kambodiu og Norður-Viet- nams fyrir skömmu ög útskýrði aðgerðir Bandarikjastjórnar i Indókina i ljósi Ellsberg réttar- haldanna og þeirra uppljóstrana, sem fram komu i Pentagon-skjöl- unum. Siðan svaraði hann fyrir- spurnum áheyrenda, sem voru mjög fjölmennir. Um ástandið i Kabódiu sagði Weinglass,að stjórn Lon Nols væri hrein skrýtla, þvi að hún réði ekki yfir neinu landssvæði, sem heitið gæti, yfirgnæfandi hluti landsins væri i höndum þjóðfrelsishreyf- ingarinnar. Mjög ömurlegt ástand rikti i Pnom Penh, þvi að þar væri allt i ólestri og öll þjónustustarfsemi i molum, en hins vegar hefði Norð- ur-Vietnömum tekizt að halda allri þjónustustarfsemi gangandi I Hanoi þrátt fyrir styrjöldina: þar voru búðir opnar og strætis- vagnar héldu uppi reglulegum ferðum. Weinglass var spurður að þvi, hvort ástandið hefði ekki snúizt við f Bandaríkjunum: á timum kalda striðsins trúðu hægri sinn- aðir Bandarikjamenn á samsæri kommúnista, sem stefndi að þvi að hneppa þjóðina i heljarkló ein- ræðis, en nú væru það vinstri menn sem tryðu á samsæri hægri manna, sem stefndi að þvi að gera Bandarikin að lögregluriki. Weinglass sagði það rétt vera, að vinstri menn hefðu oft verið ásak- aðir um ofsóknaræði, en Vatns- gatsmálið sýndi nú,að þeir hefðu þrátt fyrir allt ekki verið nærri þvi nógu svartsýnir: nýjustu upp- ljóstranir sýndu,að ástandið hefði veriö miklu verra en nokkur mað- ur hélt. Hann lagði áherzlu á,aö vinstri menn i Bandarikjunum beittu ekki ofbeldi nema i sjálfs- vörn, ofbeldið væri jafnan verk lögreglu og hægri afla, og nefndi hann mörg dæmi um það. Þegar Weinglass kemur aftur til Bandarikjanna, veröur það að- alstarf hans að annast vörn Indi- ánanna, sem gerðu uppreisnina i Wounded Knee, til að krefjast þess.að samningar við þá yrðu virtir. 57,4% með fram- haldseinkun á landsprófi Landspróf miðskóla 1973 fór fram dagana 7.-28. mai, nema hluti prófs i islenzku I (ritgerð), sem fór fram 9. april. Prófið þreyttu 1627 nemendur, eða 35.82% þeirra, sem verða 16 ára á þessu ári. Próf stóðust 1334, þar af 934 með framhaldseinkunn (6.0 eða hærri), en það eru 57.41% þeirra, sem þreyttu prófið og 20.56% þeirra, sem verða 16 ára árið 1973. Heimild til að endurtaka i haust próf í vissum greinum, hlutu 189 nemendur, sem við endurmat hlutu meðaleinkunnir á bilinu 5.6—5.9. Eru það 11.6% þeirra, sem þreyttu próf og 4.16% ár- gangsins. Tíðni þessi: meðaleinkunna var 9—10 0.7% 5—5.9 24.6% 8-8.9 6.2% 4—4.9 13.6% 7—7.9 19.0% 3—3.9 3.7% 6—6.9 31.8% 2—2.9 0.4% Við endurmat landsprófsnefnd- ar á úrlausnum frá skólum utan Reykjavikur og nágrennis, breyttust réttindi 23 nemenda úr 12 skólum. Meðaleinkunnir i einstökum greinum voru sem hér segir, skv. prófskýrslum skólanna: Rvik Utan Landið ognágr. Rvik. allt. Islenzka I 6.6 6.5 6.6 Islenzka II 6.5 6.4 6.5 Danska 6.6 6.2 6.4 Enska 6.3 5.8 6.1 Saga 6.0 5.4 5.7 Landafræði 5.9 5.8 5.8 Náttúrufræði 6.7 6.5 6.6 Eðlisfræði 5.5 5.2 ■ 5.4 Stærðfræði 6.1 5.7 5.9 Meðaleinkunn 6.2 5.9 6.1 Skipunartimi landsprófsnefnd- ar rennur út 31.ágúst og er þvi ekki aö vænta námskrár frá nefndinni fyrir næsta vetur. □ SKAMMTUR AF IN MEMORIAM SILFURLAMPINN F. 1954 — D. 1973 „Horfinn er lampi leikdómara slokknað er Ijós en lögur fægi liggur idós. Þráði svo margur miðill lista að mega þín njóta heima hjá sér á hillu uppi" kvað Jónas. Hve undur vel eiga orð skáldsins ekki við á þessari stundu, þegar hinn elsk- aði og virti kjörgripur, sameiningartákn leikara og gagnrýnenda er nú i dag til hirzlu borin hinzta sinni. Þáð þarf ekki að fjöl- yrða um það hvert áfall hið sviplega fráfall „Lampans", — en það var hann jafnan kallað- ur i vinahópi — var fyrir marga, einkum þá, sem enn höfðu ekki borið gæfu til að njóta návist- ar hans á heimilum sín- um, en til þessa dags hafði hann ávallt verið aufúsugestur hvar sem hann kom og hvers manns hugljúfi. Ekki þarf að fjölyrða um það með hve svipleg- um hætti Silfurlampinn kvaddi þennan heim á sviði Þjóðleikhússins á dögunum, en óhætt er að fullyrða, að „betra fólkið" í bænum hafði vart fyrr átt um jafn sárt að binda, enda lampinn því nákominn. Silf urlampinn var fæddur í Reykjavík árið 1954. Hann var af grísk- um ættum og bar raunar sterkt grískt svipmót. Öskilgetinn var hann sonur Ólafs Gunnarsson- ar frá Vík í Lóni og ó- nafngreindrar hefðar- konu hér í bæ. Varla var „Lampinn" búinn að slíta barnsskón- um, þegar hann strauk úr föðurhúsum og af- neitaði föður sínum, en það vildi honum þá til happs, að fína fólkið í Reykjavík tók að sér að koma þessum einstæð- ingi í vist hjá „góðu fólki" árlega. I þá daga var sannarlega oft gam- an að lifa, þegar við betri borgararnir í höf- uðstaðnum fórum í beztu fötin okkarog borðuðum saman í þjóðleikhús- kjallaranum og hámark veizlugleðinnar var þeg- ar það var tilkynnt, hvar vista skyldi þennan ein- stæða niðursetning, „Lampann", næsta ár. Alltaf var honum tekið opnum örmum af þeim sem sá vandi féll i skaut að bera af honum veg og vanda næsta ár, enda var hann eins og að framan greinir hvers leikara hugljúfi. Hann fékk að vera uppi á hilli í stofunni og þegar gestir komu var dáðst að hon- um og sagt: „Æ! hvað hann er nú dætur litli lampakúturinn". Vist er það satt, að ar Sifurlampinn fór að eldast gerðist hann æ erfiðari, eins og títt er um unglinga, en aldrei mun það hafa flökrað að neinum góðum manni að nokkur . leikari gerðist svo harðbrjósta að neita honum um vist á hillunni heima hjá sér. Þegar þetta skeði i Þjóðleikhúsinu á dögun- um, var því sannarlega mikill harmur upp kveð- inn meðal aðstandenda, en svo mjög fékk þetta á „Lampann", að hann kvaddi þennan heim. Trúlegt er; að hann sitji nú við vinstri hönd Guðs Föður almáttugs, skap- ara himins og jarðar og muni þaðan koma og dæma lifendurog dauða, og væri það sannarlega vel. Lampi minn. Um leið og ég kveð þig hinzta sinni langar mig til að votta aðstandendum þínum einlæga samúð mína. Ég veit, að svo mörg okkar hefðu svo gjarnan viljað hafa þig hjá okkur á hillu heima í stofu. Þú hefðirýljað okkur við eld þinn, lýst okkur við Ijós þitt, og hver veit nema þú hafir búið yfir sömu töfrum og lampi Alla- dínsforðum, aðekki hafi þurft nema nudda sér svolítið utaní þig, þá birtist manni hinn mikli eilífi andi, sem greiðir allar götur manns á hinni grýttu braut lífs og listar. En nú er Ijós vonarinn- ar slokknað, Ijós þitt er kulnað. Þú ert allur. Far vel og megi okkur, sem eftir lifum, auðnast að raula þetta vísukorn: Leiður er nú leikarinn leiðari gagnrýnandinn látinn er nú lampurinn lampa lampakúturinn. Flosi ERLENDAR BÆKUR Marlborough as Military Commander. David Chandler. B. T. Batsford 1973. B.T. Batsford gefur út röð rita um fræga herforingja fyrr og siðar og er þetta ein þeirra. Inntakið er hernaðarsaga þessa forföður Churchills og einnig stjórnmálasaga siðari hluta 17. og fyrri hluta 18. aldar. Hér eru nokkuð nákvæmar útlistanir á herferðum og orrustum og samningamakkinu bak við tjöldin, sem var alltaf snar þáttur i styrjöldum. Styrjaldir eru land- stjórnarmönnum hentugt skálka- skjól.þegar landsstjórn heppnast ekki sem bezt, þá var og er ráðið að draga af stað til manndrápa. Nú á dögum heyrast oft raddir, sem segja að styrjöld sé alltaf styrjöld og enginn munur sé á styrjaldarrekstri rikja, hvorki fyrr né nú. Þessar raddir hafa verið nokkuð háværar i sambandi við styrjaldir Bandarikjamanna i Asiu og ætlunin með þessháttar tali er að afsaka þennan gróða- vænlega atvinnuveg U.S.A. En styrjaldir verða ekki flokkaðar i eitt, styrjaldarrekstur er mjög mismunandi, aðferðir og mat á hvað sé samboðið herjum fer eftir aðstæðum á hverjum tima og sið- ferðismati aðila. Styrjaldir 18. aldar voru mjög frábrugðnar styrjöldum nú á dögum, kemur þar til tækni og meiri hófsemi i manndrápum. Marlborough var einn þeirra fáu hershöfðingja á 18. öld, sem kunni og beitti hertækni, en oftar var svo,að tilviljunarkennd við- brögð og kunnáttuleysi einkenndi striðsreksturinn, þessu eru gerð góð skil af Chandler, sem starfar nú við liðsforingjaskólann I Sandhurst. Uppdrættir, kort og myndir fylgja ásamt registri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.