Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 1
UOWIUINN Sunnudagur 7. október 1973. — 38. árg. — 230. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA f KRON Seyðisfj örður: Meira byggt í ár en allan síðasta áratug Meiri gróska er nú i öllu lifi á Seyðisfirði en verið hefur siðan sildarævintýrinu lauk hér eystra. Hér er mikil atvinna, þannig að segja má að fólk vanti til allra starfa. Til marks um það hve mikil gróska er hér má mefna að nú munu vera i byggingu einar 27 i- búðir, sem er meira en verið hefur samtals siðustu 12 árin. Hinn nýi skuttogari Seyð- firðinga hefur aflað mjög vel i sumar, enda hefur hann skapað hér mikla atvinnu. Gisli Erfitt nú, en verra nœsta vetur A 1 Fyrirsj áanlegt öngþyeiti skólamálum Breiðholtsbúa Fellaskóli í Breiðholti 3 hefur átt í miklum erfið- leikum með að hýsa nem- endursína í vetur, og er tví- sett í allar kennslustofur og þrí- og jafnvel fjórsett í sumar. Horfur eru á að á- standið verði enn verra næsta vetur, því sennilega mun þá tala nemenda tvö- faldast, en skólahúsnæði lítið aukast frá því sem nú er. Þetta kom fram i umræðum i borgarstjórn aðfararnótt laugar- dagsins, en þar var rætt um ört aðstreymi i Breiðholtshverfin og framkvæmdir þar á vegum borg- arinnar. Enginn virðist þó vita með vissu, hver tala ibúa i þessu nýj- asta ibúðahverfi borgarinnar er, og benti Sigurjón Pétursson á, hve alvarlegt það gæti orðið i sambandi við allar framkvæmda- áætlanir, að engar áreiðanlegar heimildir væri að hafa i þessu efni, en áður voru tveir borgar- fulltrúar búnir að nefna hvor sin- ar tölurnar um ibúa og ibúðir i notkun, sem báðir þóttust hafa frá embættismönnum. Kvaðst Sigurjón enda hafa leitað bæði til manntalsskrifstofunnar, borgar- hagfræðings, Hagstofunnar og byggingafulltrúa borgarinnar, en einu upplýsingarnar sem hann fékk voru ágiskunartölur, og var helst giskað á, að nú væri flutt inn i 1500 ibúir i Fella- og Hólahverfi, þ.e. Breiðholti 3, og var þá gengiö útfrá, að reikna mætti með 4,2 ibúum á ibúð til jafnaðar. Fyrr á fundinum hafði borgar- stjóri gefið þær upplýsingar, — sem skýringu á þrengslum i Fellaskóla og erfiðleikum við að skapa viðunandi aðstæður, — að óvenju hátt hlutfall barna væri meðal ibúanna og væru 4% ibúa i hverjum árgangi skólabarna til jafnaðar, en árgangar eru 9 tals- ins. Með þeirri forsendu ætti tala Lúðvík talar um landhelgina á Sögu klukkan 2 I dag verður almennur fundur um landhelgismálið haldinn á Hótel Sögu á vegum Stúdentafélags Háskólans. Frummælendur á fundinum eru tveir: Luðvik Jósepsson sjávar- útvegsmálaráðherra og i dag Gunnar Thoroddsen. Klukkan tvö í dag hefst almennur borgarafundur um landhelgismálið/ sem Stundentafélag Háskólans boðar til í Súlnasal Hótel Sögu. Fundarstjóri er Jón Sigurðsson. Að loknum ræðum fram- sögumanna verða al- mennar umræður. Þetta er fyrsti almenni fundurinn um landhelgismálið síðan fiskveiðiíögsagan var færð útí 50 mílur. Sjá nánar í auglýsingu á bls 4. í DAG Útvarp gegn útvarpsráði? Hefur útvarpsráð komið ótilhlýðilega fram við fréttamenn og starfsmenn útvarpsins, eða er það öfugt? Hafa embættismenn útvarps- ins og undirmenn þeirra skotið sér undan skyld- um sínum innan stofnunarinnar, sagt rangt frá málavöxtum út í frá og komið fram með óréttmætar ásakan- ir á hendur meirihluta útvarpsráðs? Lesi menn greinargerð útvarps- ráðsmanna í blaðinu i dag, þá skilja menn, að hamagangur Morgun- blaðsins undanfarna daga er ekkert annað en pólitísk aðför að rétt kjörnu útvarpsráði, sem vill standa við skyldur sínar. — Sjá bls. 7. Skipin sem okkur vantar Möltu-skipin yrðu árangursrik tæki í land- helgisbaráttunni. Sjá umsögn yfirmanns úr varðskipaflotanum bls. 5 skólabarna, sem eru 1098 i Fella- skóla að vera um 36% af heildar- ibúatölunni, sagði Sigur- jón, og væru þá ibúar ekki nema um 3000 talsins og miðað við að flutt væri i 1500 ibúðir innan við eitt barn að jafnaði i hverri og ekki nema 2 menn, og væri þetta greinilega rangt. Hann benti á, að 15. september hefðu verið samþykktar til bygg- ingarog úthlutað lóðum fyrir 2249 ibúðir i þessu hverfi og væru sum- ar þegar i notkun og gera mætti ráð fyrir að verulegur hluti þeirra yrði kominn i notkun næsta haust..Þótt ekki væri reiknaö með nema einu barni til jafnaðar á i- búð, eins og nú er i Arbæjar- hverfi, væri fyrirsjáanlegt að tvö- falda yrði skólarýmið til að það yrði viðlika rúmt og nú væri i Fellaskóla, sem væri þó siður en svo til fyrirmyndar og nánast i öngþveiti. Miðað við barnatölu einsog i Arbæjarhverfinu mætti þannig reikna með tölu á bilinu 2200—2500 eða rösklega helmingi meiri fjölda en er i Breiöholti 3 nú. Væri þetta þó varlega reikn- að, þar sem gera mætti ráð fyrir meiri barnafjölda i nýju hverfi eins og Breiðholti en i þeim eldri og grónari. Hvernig á skólinn að taka við þessu? spuröi Sigurjón og benti á, að áætlað væri að ljúka við Fella- skóla á næsta ári, en ekki yrði byrjað að hanna Hólaskóla fyrr en 1974 og Seljaskóla á þessu ári og væri augljóst, að ekki kæmi til notkunar annað skólahúsnæði en það, sem enn er ólokið i Fella- skóla. —vh Ein af þeim ám sem brúaðar hafa veriö i ár, er l.axá á Skaga. Brúin er allmikil að mannvirki, en myndin sem hér fylgir var tekin i ágúst- mánuði af brúnni i smiöum. Undir nýju brúnni sér i irömiu brúna. (Ljósm.eyþ) 35 brýr byggðar á land- inu í ár Brúarsmiöi á lamlinu hefur verið með mesta móti I ár. Alls hafa vcrið i smíðum 35 brýr á þessu ári þar af 20 sem eru 18 metrar eða lengra, en 15 sem eru innan viö 10 m. að lengd. Af þeim stærri er þegar lokið við smiðí 16 brúa, en af þeim minni er lokið við smiði 11 brúa. Inni þessu eru auðvit- að brýrnar á Skeiðarársandi, en fyrir utan þær er áætlað að ljúka smiði allra þessara brúa á árinu. Helgi Hallgrimsson hjá Vegagerð rikisins sagðist ekki þora að fullyrða að þetta væri mesti fjöldi sem smiðaður hefði veriö á einu ári, en alla vega væri þetta með almesta móti, og að aldrei fyrr hefði verið smiðaðir svo margir metrar af brúm sem á þessu ári. Brúarsmiðin skiptist nokkuð jafnt niður á landshluta, en Helgi kvað vera áraskipti á þvi I hvaða landshluta flestar brýr væru gerðar ár hvert. —S.dór Biðja Corvalan griða 6/10 — Alltaf bcrast fleiri fregnir af aftökum á pólitiskum föngum i Chile. i gær voru 16 fangar, and- stæðingar herforingjastjórnar- innar, teknir af lífi. Þingforsetar i 9 Evrópulöndum hafa skorað á chilensku herfor- ingjana að hætta aftökum. Sér- staklega biðja þeir griða Luis Corvalan formanni Kommúnista- flokksins i Chile, en hann er einn af þeim mönnum sem herfor- ingjastjórnin hafði lýst eftir og lagt fé til höfuðs honum áður en hann féll i greipar henni. Það eru forsetar þjóðþinganna i Danmörku, Noregi, Sviþjóð, Belgiu, Lúxemborg, Hollandi, Frakklandi, Irlandi, ttaliu og Vestur-Þýzkalandi sem standa að áskorun þessari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.