Þjóðviljinn - 07.10.1973, Síða 13

Þjóðviljinn - 07.10.1973, Síða 13
Sunnudagur 7. oktéber 1973. WÓÐVILJHWiftA- SIÐA Q 11. BOÐORÐIÐ 5 gegnum þennan heim eins og best gengur. — Satt er það, sagði hún með heimspekilegum svip. — A ég að skilja flöskuna eftir? — Neifariðheldurmeðhana og setjið tappann vel í hana. Og leyfið mér að borga strax, svo að ég verði ekki fyrir freistingum. Ég borgaði. Hún fór. Ég drakk snafsinn minn. Mér veitti ekki af honum þótt ég væri yfirleitt alls- gáður. Ég var að hugsa um Alex. Þess vegna veitti mér ekki af honum. Þegar hann var horfinn úr glugganum taldi ég vist að hann kæmi inn á skrifstofuna og ég settist aftur í stólinn og reyndi að virðast rólegur á svip. Það var á- stæðulaust að láta óvænta komu hans trufla geðró mina, sagði ég við sjálfan mig; hvað getur hann gert þér? Ég tók pipuna mina úr öskubakkanum og tóbaksbréf úr skrifborborðsskúffunni. Þegar hann kæmi inn myndi ég sitja hinn rólegasti, troða i pipu mina, rétta honum höndina og segja: — Jæja, þú ert hér á ferð, Alex. Það er annars langt siðan.... En hann kom ekki inn, þótt á útidyrunum væri spjald sem á stóð að þær væru opnar. Loks reis ég á fætur, taugaóstyrkur og gramur og hundurinn stóð upp og elti mig fram i anddyrið. Hann urraði, þótt hann gerði það sára- sjaldan, þótt bláókunnugir ættu i hlut. Ég opnaði gangdyrnar og þar stóð hann. — Þú áttir ekki von á þessu, Johs, sagði hann. — Nei, sagði ég. — Það átti ég reyndar ekki. Hann rétti mér ekki höndina og mér datt það ekki i hug heldur. Hann stóð með bakið við handrið- ið og studdi olnbogunum á það, hallaði sér hirðuleysislega aftur á bak, lét hendurnar dingla og horfði forvitnislega á mig. — Hvað kemur til að þú ert hér á ferö, Alex? spurði ég og heyrði að þetta lét i eyrum eins og út- hugsuð athugasemd. Hann hló, trúlega vegna þess að hann heyrði það lika. — Tja, ég hef smáverkefni hér... — Verkefni? Hvað ætlarðu að gera? —- Ætlarðu ekki að bjóða mér inn fyrst? — Jú auðvitað, sagði ég, þótt mig langaði mest til að segja hon- um að hypja sig og láta aldrei sjá sig framar. — Gerðu svo vel, Alex, gakktu i bæinn. En hann kom ekki strax. Hann stóð kyrr með þetta eilifa glott á vörunum og bandaði með hend- inni i átt að timburversluninni sem er á næstu lóð við ibúðarhús- ið: — Att þú — öll herlegheitin? spurði hann, þótt hann gæti ekki verið i neinum vafa um það. Það- an sem hann stóð sá hann bæði breiða malarstiginn sem tengir garðinn okkar við geymsluportið og skiltið á skálagaflinum, sem gefur ótvirætt til kynna að hér se timburverslun Johs. Bernts. — Já, mikil ósköp, sagöi ég. — Dálitið smátt i samanburði við gamla daga, sagði hann. — Ha, Johs? — Það má segja það. Timburverslunin var upphaf- lega timburhlaða sem tilheyrði litilli hjáleigu, en ibúðarhúsið og gripahúsin voru rifin er jörðin var bútuð niður i lóðir. Fyrst hafði verið starfrækt steypugerð i hlöðunni, en hún bar sig ekki. Sið- an hafði ég keypt hana um leið og húsið og sett á stofn timburversl- unina og það var rétt hjá honum, að þetta var allt i smáum stil. Að minnsta kosti i samanburði við fyrirtækið sem við höfðum rekið i sameiningu á Sjálandi. — En það hentar mér ágæt- lega, sagði ég, rétt eins og ég þyrfti að réttlæta mig fyrir hon- um. Hvað kom honum þetta við? — Enda er enginn grundvöllur fyrir stórfyrirtæki á þessum slóö- um. — Nei, sagði hann. — Og kven- maðurinn? Ég starði á hann skilningssljór. Hann kom mér til aðstoðar: — Konan sem ég mætti á veg- inum. Ljósskolhærð og dálitið freknótt. Ekki alveg barnung, á þeim aldri þegar þær verða stund um holdugar.... Ég greip fram i fyrir honum og batt endi á þessa óþolandi romsu: — Þaö var konan min. — Jæja, svo að þú hefur gift þig aftur. Hamingjan sanna, ég gat ekkert um það vitað..... Bráð- hugguleg, mikil ósköp! Ég stillti mig um að segja hon- um að fara til fjandans. En ef hann reyndi að koma með frekari athugasemdir, myndi ég loka á honum munninum. Nú mundi ég — og var það ekki i fyrsta sinn sem mér varð það ljóst? — að það var alltaf eins og eitthvað ótukt- arlegt leyndist bakvið það sem hann sagði um annað fólk, jafnvel þegar hann notaði meinleysisleg orð. Ég kærði mig ekki um neinar dylgjur um Marianne. Hann horfði á mig með eins konar glettni i augum og ég þótt- Brúðkaup 25. júli voru gefin saman i hjóna- band i Laufáskirkju af séra Bolla Gústafssyni ungfrú Brynhildur Pálsdóttir og Svavar Harðarson. Heimili þeirra er að Ytri-Varðgjá v/Eyjafjörð. Ljósm : NORÐURMYND Akureyri, simi: 12807 1. sept. voru gefin saman i hjóna- band i Akureyrarkirkju ungfrú Elisabet Ingibjörg Randversdótt- ir verkakona og Ólafur Steinars- son bifvélavirki. Heimili þeirra er að Eyrarvegi 29 Akureyri. Ljósm: NORÐURMYND Akur- eyri, simi: 12807 ist vita að hann vissi hvað ég var að brjóta heilann um. — Við skulum koma inn, sagði hann rétt eins og hann ætlaði sér að ráða ferðinni. Ég vék til hliðar til að hleypa honum framhjá mér, og hundurinn byrjaði að urra, þegar hann ætlaði að stiga yfir þröskuldinn. Ég gat ekki að mér gert að brosa, þegar hann hörfaði til baka. Þetta mundi ég lika. Hann vildi gjarnan að öðrum stæði dálitil ógn af sér. En sjálfur bar hann óttablandna virðingu fyrir hundum. — Þetta er bara Jumbo, sagði ég. — Hann gerir engum neitt. Hann sá bros mitt, og honum likaði það ekki. — Hvað á það eiginlega að þýða að láta hund heita Jumbo? sagði hann. — Er hann afkvæmi fils og kjölturakka, eða hvaða fyrirbrigði er þetta? — Hann er mestanpart spring- er-spaniel. — Gættu þess að hann hlaupi ekki á mig. Ég vildi siður þurfa að sparka i hann. — Það væri ekki ráðlegt held- ur. Þá gæti hann fundið upp á ein- hverju.... Jumbo,farðu inn i stofu og legðu þig. Hann rölti inn i stofuna og skreið upp i körfuna sina undir glugganum og látbragð hans gaf til kynna að hann skildi ekki hvers vegna verið var að visa honum burt. Alex kom inn i and- dyrið. Hann gaf sér góðan tima til að litast um, þótt þar sé ekkert margt að sjá. Það er ekki annað en gangur með dyrum inn i eldhús og svefnherbergi öðrum megin, stofuna hinum megin og skrifstof- una fyrir endanum. Við stofu- dyrnar stansaði hann og rak höf- uðið inn fyrir, en steig ekki inn. Jumbo reisti hausinn i körfunni. — Indælt, sagði hann og kink- aði kolli með hálfgerðum fyrir- litningarsvip, og ég óskaði þess með sjálf.\mér að hundurinn færi aftur að urra að honum, en um leið gat ég ekki að mér gert að lita stofuna sömu augum og hann hlaut að lita á hana. Hún var fábrotin og'ósköp smáborgaraleg. Flest húsgögnin hafði Marianne erft eða átt i fyrra hjónabandi. Sum eru falleg en önnur farin að láta á sjá, rétt eins og efnin hefðu ekki leyft að fá ný i stað þeirra — enda hafði það einmitt verið svo. Marianne var hrifin af litlum og litskrúðugum mottum, þær eru á við og dreif um gólfið og ein hang- ir á veggnum, og myndirnar eru ódýrar eftirprentanir, keyptar eftir verðlista og greiddar með póstkröfu. Meistarar heimslistar- innar — dálitið útþynntir í flatri prentuninni Hún er lika — eða var — veik fyrir smáhlutum sem hægter að fá keypta þegar pyngj- an er létt, og hún hafði úr litlu að spila i allmörg ár þvi að fyrri maður hennar dó eftir langvar- andi veikindi og rúmlegur, ég veit ekki einu sinni hve langvarandi. Við töluðum sjaldan um það sem hafði gerst i lifi okkar áður en við hittumst. Við létum fortiðina grafa sig sjálfa. En hvað mig snerti hafði hún sem sé risið upp frá dauðum og snúið aftur i mynd Alexar, sem rak höfuðið inn i stofuna okkar og leit i kringum sig með mats- mannsaugum. Allar þessar mis- munandi leirskálar og ösku- bakkar sem stóðu hér og þar. Flagnaði gólfvasinn. Kross- saumspúðarnir sem Marianne hafðisaumað sjálf i sófanum með upplitaða áklæðinu og innan um plönturnar i gluggakistunni stóðu fáein dýr úr gleri og postulini. Ætli þar hafi ekki verið giraffi, sem einhver hafði gefið henni ein- hvern tima,og geithafur sem við kölluðum einhyrninginn, vegna þess að ég velti honum einu sinni i gólfið i ógáti og annað hornið brotnaði af honum... En heimili er ekki samsafn af tilviljunarkenndum hlutum af misjöfnu verðgildi. Það er heild og hlutirnir fá sameiginlegt gildi með veru sinni þar. Þannig hafði heimili okkar verið: notaleg og örugg heild — þar til hann stóð þarna i dyrunum og neyddi mig næstum til að lita á það nýjum augum, leyst upp i einingar sem flestar voru litils virði að mati hans. — Mjög notalegt, sagði hann og sneri sér að mér og horfði á mig sposkum augum. — Eigum við að setjast inn á skrifstofuna? sagði ég. — Já, gerum það, sagði hann. Æskulýðsráð Gefur út náms- hefti um tómstundavinnu Undanfarin ár hefur starf við ýmsar þær greinar tómstunda- iðju, sem unglingar stunda á veg- um Æskulýðsráðs Reykjavikúr, verið annmörkum háð vegna skorts á kennslugögnum. Hefur þessi skortur einnig komið i veg fyrir það, aö hægt væri að sam- ræma störf i þessum tómstunda- greinum, og á þann hátt gera þær aðgengilegri bæði leiðbeinendum og þátttakendum. Nú i haust byrjar Æskulýðsráð útgáfu fjölritaðra námsgagna til þess að ráða bót á ofangreindum vandkvæðum. Verða gefnir út eftirtaldir bæklingar: 1. Rafeindatæki fyrir byrjendur. Bæklingur þessi er sá fyrsti af fjórum, sem Vilhjálmur Kjart- ansson, verkfræðingur, mun gera fyrir Æskulúðsráð um radiótækni. I þessu fyrsta hefti. er á ljósan og og einfaldan hátt útskýrð gerð kristalstækis, og um leið gerð grein fyrir ýms- um þeim eðlisfræðilegu lög- málum, er radiótækni byggist á. 2. Tæknileg viöfangsefni i skák. Þrjú hefti, gefin út af æskulýðs- ráði og Tafifélggi Reykjavik- ur. í hverju hefti eru 12 verk- efni, sem leysa má með jafn- tefli eða vinningi. Er staðfest hefur verið, að þátttakandi hafi ieyst allar þrautirnar hlýtur hann borns-silfur eða gullveifu sem viðurkenningu. Heftin eru þýdd og staöfærð með hliðsjón af sams konar námsefni á Norðurlöndum og eiga að geta greitt mjög fyrir nánari samskiptum i skák- iþróttinni milli islenskra ung- linga og jafnaldra þeirra i grannlöndunum. 3. Þroskakleikir (Pædagogisk dramatik). Farið er inn á nýtt svið i leik- rænni tjáningu með bók þess- ari, sem ólafur Haukur Sim- onarson hefur þýtt úr dönsku. Kerfi það, sem i henni er sett fram, á fyrst og fremst að þjálfa einstaklinginn i sam- skiptum við aðra, gera honum kleift að skilja hugsanir og at- ferli annarra, og tjá óhindrað, hvað honum sjálfum býr i brjósti, Jafnhliða útgáfu þessari hafa verið haldin námskeið fýrir leið- beinendur. Námskeið i radió- tækni og skák fóru fram 25.-28. september, og námskeið i leik- rænni tjáningu verður 8.—12. október. I undirbúningi er gerð hlið- stæðra kennslugagna i ýmsum öðrum greinum tómstundavinnu. (Fréttatilk.). VIPPU - BltSKÚRSHURBIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smíðaðar efb'r beiðnl GLUGGAS MIÐJAN Siðumúja 12 - Sími 38220 lndversk undraveröld. Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjölbreytt úrval af austurlenskum skraut- og listmunum m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakka, smádúka, batik-kjólefni, indversk bómullarefni, töfl úr margskonar efniviði, málmstyttur, vörur úr bambus og margt fleira nýtt. Einnig margar tegundir af reykelsi og reykelsis- kerum. Gjöfina sem gleður fáið þér i jJasmin Laugavcgi 133. iBmmm RAFLAGNIR SAMYIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viögerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli-5 og 7. IÉLAG ÍSLEAZKRA HLJÉLISIARMAIA útvegar yður hljóðfœraleikara " og hljómsveitir við hverskonar tækifæri Vinsamlegast hringið i 20255 milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.