Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1973. Frá Kalmansvik — Myndin er af málverki eftir Hjálmar Þorsteinsson, Akranesi. ÞANKABROT FRÁ SKAGA EFTIR SIGURÐ GUÐJÓNSSON I. A Akranesi dvaldi ég að mestu i fjögur ár þó ég ætti lögheimili i Reykjavik allan timann. Ég verð að játa að þar er fátt sem gleður augað, nesið er litið og lágt og fjallið er gagurt og grett. En rétt við kaupstaðinn er litil og fögur vik sem heitir Kalmansv'k. Þó veit ég ekki hvort Akurnesingar viti yfirleitt um þessa fallegu vin i miðri eyðimörk steinsteypu og malbiks. Siðmenningin hefur þrátt fyrir allt ekki alveg sneitt frá þessum stað. A dálitlum parti i vikinni má sjá sorp og úrgang, þennan bölvald mannlegrar bú- setu. Að öðru leyti er vikin að öll- um likindum furöu svipuð og hún var i árdaga áður en menn fundu þetta land. Og hún er mikil orku- stöð andlegra krafta. t klettum og grjóti má hlera eftir röddum nátt- úruanda og bergmáli liðinna alda þvi gamlir steinar gleyma engu, en segja öllum frá týndum ævin- týrum, er numið hafa mál þeirra. t einum klettinum i fjörunni er firna hrikalegt andlit sem mér finnst geyma alla forneskju heimsins. Ég gæti vel trúað að i þessum steini hafi landnámsmað- ur sem unni þessum stað tekið sér bólfestu. Og ég er viss um að hann lætur það ekki liðast ef Akurncs- ingar spilla helgi þessarar v'kur með sorpi og kofaræksnum en skúramenningin er þvi miður byrjuö að halda innreið sina þarna eins og viðast hvar annars staðar. Þetta ættu Skagamenn að taka til greina ef þeir vilja ekki fá máttarvöldin á móti sér. Kvarnir guðs mala hægt en örugglega. Ot i fjöruna rennur litill og kátur læk- ur sem kemur alveg ofan úr f jalli. Samt er hann jafn glaður að leið- arlokum og þegar hann hóf för sina .Svona er hann ólikur okkur. I læknum eru alla vega litir steinar sem eru eins og haglega gert mósaiklistaverk. Þessir steinar verða að óskasteinum um mið- nætti á Jónsmessu. En þá eru flestir kaupstaðabúar stofnaðir nema þeir sem eru á barnum. Þess vegna hafa Akurnesingar enn ekki fengiö óskir sinar upp- fylltar. Svona getur hamingjan leynst á næstu grösum þó við höf- um ekki hugmynd um það. A björtum og fallegum vordegi er þessi litla og vingjarnlega vik slétt eins og spegill og undarlega dimmblá að lit, og stundum er horft er til hafs sér maður hallir og turna i loftinu. Það eru eyjar og sker undan Mýrum. Þar fórst einu sinni útlent skip og þaö var mikil sorg. Og grásleppukarlarn- ir lóna rétt úti fyrir ströndinni á litlum trillum eöa bara árabát- um. Þá er eins og maður sé horf- inn margar aldir aftur i söguna. En þó logn sé og ládauður sjór ymur hafið við sandinn þung- um sogum eins og voldug hljóm- kviða, stundum i ljúfum og glað- værum dúr en stundum i angur- værum og þungbúnum moll. Þaö er þegar Nixon er i góöu skapi. Þetta er andardráttur allifsins. 1 Kalmansvik hafa gerst mörg náttúruundur og kraftaverk. Þar hefur lostið niður i hugi manna i einu vetfangi lausnum á flóknum vandamálum og þar hafa menn öðlast nýjan og dýpri lifsskilning i einni leiftursýn. Augu þeirra hafa skyndilega opnast og þeir hafa séð inn i bláu veröldina sem leyn- ist aö baki alls lifs og dauðrar náttúru. Hún er guðlegrar ættar. Við þurfum ekki að leita til lækna, presta eða sálfræðinga ef við er- um i sálarháska. En viö skulum leita uppi litlar vikur, lygna voga, gamla steina, fornar húsatættur og gróin leiði. Þar finnum við brot af krafti eilífðarinnar og hverfum aftur til uppruna okkar. Og þá mun ekki liða á löngu þar til hin hógværa rödd er blundar dýpst i brjósti allra manna hvislar að okkur hinum týndu lausnarorö- um. 1 Reykjavik er þetta ekki hægt. Einu sinni átti ég heima viö Vatnagarða. Þá voru þeir einhver fegursti staður sem hægt var að finna i allri Reykjavik, sérstak- lega á björtum vormorgnum og heiðskirum vetrarnóttum. En svo byggöu þeir sundahöfn og drápu allar stemmningar. Nú ætla þeir að myrða Arnarhól. Þetta eru hinir einu og sönnu efnishyggju- menn. Sumir þeirra trúa kannski á guð og annað lif, en þeir lifa og hrærast i grófgerðum heimi efn- isins. Æðri sjónarmið eru þeim framandi og óviðkomandi. Þeir eiga sannarlega bágt. Akranes á enn þá Kalmansvik og þar eru lika Garðar. Að Görðum er stemmningin ekki jafn djúp og sterk sem i Kalmansvik enda hef ur mannsskepnan unnið þar meiri og háskalegri spjöll. Þó eru þar sveiflur i loftinu sem gera mann glaðari og bjartsýnni á lifið og ekki veitir okkur vist af bjartsýni sem eigum að vera dauð um næstu aldamót úr eitrun og hvers kyns óáran samkvæmt öllum ein- földustu útreikningum. Kirkju- garðurinn að Görðum er alveg einstakur. Ég hef hvergi fundið undarlegri sveiflur i loftinu. Hvergi hef ég fundiö lifið betur en þar. Kannski finn ég hvergi lifiö nema þar. I návist dauðans lærir maður að skilja lifið. Ég veitti oft athygli ungri stúlku sem verslaði i sömu búö og ég á Skaganum. Hún var mér alveg óskiljanlegur leyndardómur eins og vera’ úr öðrum heimi og ég var mjög for- vitinn um hana og hennar hagi. En ég komst aldrei að neinu. Loks einn kaldan haustdag frétti ég að hún væri dáin. Þá glimdi ég við chaconnu eftir gamlan þýskan meistara á kirkjuorgelið og ég æfði mig eina kvöldstund yfir liki þessarar stúlku. Það var mikil reynsla. Nú hvilir hún við hlið unglings sem ég þekkti aldrei neitt i kirkjugarðinum að Görð- um. En ég get alls ekki skilið hvers vegna það eru þau en ekki ég sem sofa i myrkri og djúpri gröf. Að Görðum er lika hrafna- byggð. Hann hefur gert sér hreið- ur i turninum. En mannvonskan er mikil i þessum heimi og þess vegna hefur þessi vitri og merki- legi fugl verið ofsóttur si og æ. Þó á hann sér góðan vin sem skilur bæði hrafnamál og annarra dýra mál. Hann hefur haldið verndar- hendi yfir krumma og i vor þegar hrafnahatur var i algleymingi á Skaga birti hann tilkynningu i út- varpinu: Orðsending til drengja á Akranesi: Niðist ekki á hrafnin- um að Görðum. Leikið ekki sama leikinn og i fyrra. Þaö er gömul trú aö hrafninn borgi fyrir sig — og hann gerir það. Presturinn. Fyrir þetta finnst mér að þeir hefðu átt að gera hann að biskupi. En það gerðu þeir ekki. Sumir eru óvanalega seinir að skilja. Kalmansvik og Garðar voru min paradis á Skaga. En ég átti einnig þriðja griðastaðinn og var sá inni i miöjum kaupstaðnum. Það var kirkjan. Hún er gömuí og fornfánleg timburkirkja en netur til að bera þokka óbrotinnar og einlægrar menningar sem ég hef hvergi fundið i kirkjum i Reykja- vik. í engu guðshúsi hef ég jafn sterkt skynjað stærð Bachs sem hafði séð guð og lifði i guði, hrein- leika og tign Schiitz, ne djúpa og grandvara alvöru Brahms og César Francks. Allir fundu þessir meistarar guð i sjálfum sér en ekki i bókum þar sem fáfrótt fólk heldur að hann sé að finna. Mér þykir vænt um þessa gömlu kirkju þó ég haldi þvi hiklaust fram að kirkjan sem sti .iun hafi framið og fremji háskalegri sál- armorð en flest önnur kennivöld. I vitund minni er kirkjan imynd þess besta og upprunalegasta á Skaga, en nú hafa þeir eignast annað musteri sem ér mér tákn hins lægsta og óeinlægasta á Skagr Það er barinn. A börum drekka menn sig fulla. En drukk- inn maður er aldrei sannur mað- ur. Sál hans er grugguð af eitr- uðustu dreggjum mannlegs eðlis. II. Kippkorn frá húsi þvi er ég bjó I er litið og gamalt timburhús. Þar býr kona með fimm bö um sin- um. Ég hef enpa hugmynd hver á börnin með henni. Kannski á hún þau bara ein. Það er stundum svoleiðis. Fyrir einskæra tilviljun kynntist ég þessari konu. Það var kannski undarlegasta tilviljun mannkynssögunnar. Hún hefur eflaust einhvern aldur, en mér finnst endilega að hún hafi engan aldur. Hún er ekki neitt falleg og heldur ekki neitt ljót, bara svona venjuleg. Ekki hefur hún heldur umtalsverða skólamenntun en "innur fyrir sér og börnum sinum it ð þvi að skúra gólf i einhverju stóru húsi. Hærra hefur hún ekki komist I lifinu. Húsiö hennar- heldur ekki neitt flott. t bvi eru tvær litlar stofur og pinulitið eld- inis og uppi á iofti er svefnher- bergi en það hef ég aldrei séð. Og svo er auðvitað klósett. Það er nú allt og sumt. Ég er viss um að þeir sem búa i Garðahreppi myndu alls ekki kalla þetta neitt hús. En samt þykir mér vænna um þetta hús én nokkurt annað ibúðarhús sem ég þekki. Það er nefnilega lifandi. Þar túa til að mynda klumbur milli þilg og veggja. Stundum smeygja þær sér út um rifur á veggjunum að næturþeli og setjast i stigann og syngja káta söngva um sitt litla og skemmtilega Iif en klumbur eru á borð við sigarettupakka og eru eins og perur i laginu og með dálitlar hendur og dálitla fætur. Þær búa aðr:ns i timburhúsum og bara i góðum timburhúsum. Kon- unni er býr i húsinu þykir vænt um klumburnar sinar og geíur þeim oft góðgæti en þær gera hennismágreiða á móti. I sumum húsum er fólk alltaf að gera hvort öðru eitthvað fallegt. Og þessi kona i þessu litla húsi er alltaf að gera fólki eitthvað fallegt. Hún gefur þvi kaffi og rúgbrauð með kæfu eða franskbrauð meö osti og svo talar hún við það margt. En þaö er aöallega hún sjálf sem hún er að gefa gestum sinum. Það er nefnilega til svo skrýtiö fólk að kunna at, gefa, manneskjur sem eru eins og sól sem vermir og lýs- ir upp allt sem veröur á vegi þeirra. Þó er konan aldrei neitt glöö og aldrei neitt hrygg. Hún bara er. Stundum spjallar hún dálitið viö gestisina. Það er ekk- ert merkilegt. Hún hefur enga skoðun á pólitik og er alveg ónæm fyrir minum kenningum, veit ekk- ert um guð og hugsar aldrei um bókmenntir og listir eins og fólkið i stóru steinhúsunum. Þó hatar hún engan fyrir það að yrkja ljóð, skrifa sögur eða mála myndir eins og sumir i þessum bæ. En hún virðir þá heldur ekki neitt meira en hina sem ekki yrkja ljóð, skrifa sögur eða mála mynd- ir þvi hún veit að vinna þeirra er ekkert merkilegri en starf hinna, t.d. hennar sjálfrar sem hefur stritað baki brotnu frá barnæsku og gert allt mögulegt og ómögu- legt. Samt er hún bláfátæk. Það er undarlegt. En hún lánaði mér stundum fyrir sigarettum þegar ég var búin að sóa aleigunni i vit- leysu. Henni var alvegsamaþó ég hefði eytt aleigunni i vitleysu þvi hún skildi allar vitleysur heims- ins og hafði gaman af þeim sum- um. Sem betur fer tókst mér að borga skuldir minar áður en ég fór suður. Siðasta heimsókn min til hennar var einmitt til að borga skuldir. Það voru hjá henni gestir sem ég þekkti ekki svo ég fór ekki inn en afhenti henni aurana á úti- dyratröppunum. Hún tók við skuldinni en leit ekki á peningana oH.kannsKÍ hefur hún bara fleygt ^eim á eftir eða gleymt þeim og áreiöanlega ekki sent reikning á eftir mér ef ég hefði ekki borgað. Það gera bara stofnanir og þeir sem hafa komist áfram i lifinu. En Sólrún var ekki stofnun og hafði ekki ,,komist” eitt eða neitt. Hún bjó bara i litlu húsi og skúr- aði stór gólf. Svo kvaddi ég hana með handabandi. Hún brosti ofur- litið og kipraði augun og fitjaði upp á nefið en það gerði hún oft. Þá fannst mér eitt brot úr andar- taki að ég sæi i þessu hversdags- lega konuandliti ásjónu sjálfs mannkunsins, strit þess og bar- áttu frá upphafi vega, drauma þess og vonir, tár þess og sorgir, gleði þess og hamingju, fórnir þess og kærleika, fýsnir þess og skepnuskap. Ég sá þúsundir kyn- slóða sem höfðu erjað jörðina i sveita sins andlits i nokkur ár og siðan dáið og gleymst. Ég sá allar þær blóðugu styrjaldir sem þetta fólk hafði háð fyrir gleymdan málstað þar sem hatur og heift og dýrseðli mannssálarinnar hafði brótist út i óheftum ofsa. En ég leit lika hinn logandi eldstólpa fagurra hugsjóna sem ávaft hefur lýst þessum heillum horfnu guðs- börnum i þránni eftir betra og fegurra mannlifi. Þessi ummynd- un á útidyratröppunum stóð aðeins eitt brot úr sekúndu en hvarf siðan út i vindinn. Og siðan hef ég aldrei séð andlit mann- kynsins. III. Siðasta daginn sem ég var á Skaga lifði ég hugljúft ævintýri. Þá skein sól i blárri heiði og logn yfir sundum. Ég átti erindi i apó- tekið. Þar afgreiddi mig ung stúlka sem snart mig eins og lag eftir Schubert sem ég heyri i fyrsta sinn. Hún var með rauðar og tælandi varir, þung augnlok með löngum svörtum hárum, dá- litlar feimnislegar freknur á nef- inu og djúp og blá augu sem blik- uðu eins og tvær bjartar stjörn. á dimmum himni. Hún var eins og leyndardómsfullt umslag sem ekki má opna. Ég afhenti henni resept upp á hægðapillur sem ég hafði fengið hjá Þórði héraðs- lækni og bóðroðnaði af feimni og skömm. Hún leit á blaðið og siðan beint framan i mig, brosti sætt og blitt eins og nýútspurning sóley i haga og spurði: Ertu ekki enn bú- inn að skipta um sjúkrasamlag eftir fjögur ár? Ekki enn búinn að skipta um sjúkrasamlag. Þekkir hún mig? Veit hún hver ég er? Og nú steyptist yfir mig heit fagnaðar- bylgja og ég virti hana fyrir mér i sælli leiöslu. Augun og andlitið og niöur um -hálsinn, guð minn al- máttugur hvað hann var hvitur og mjúkur, herðarnar og svo brjóst- in, ó Jesús minn og mittið sem var þannig að mann langaði til að taka utan um þaö og fylgdi sið- an eftir höndunum alveg fram á þessar kúptu og formfögru negl- úr. Hver andskotinn var nú þetta? Hún bar útflúraðan trúlofunar- hring á annarri hendi. Ég hrökkl- aðist út hryggur og sneyptur. Þannig enda draumar mann- anna. Það eru mikil vonbrigði sem geta hlotisf af þvi að fá harð lifi. Ég ætla að éta sveskjur pao sem eftir er ævinnar. Og með þessu dapurlega ævintýri slæ ég botninn i þetta rabb. Sunnudagur 7. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 OGÆFA LAPPLANDS: Túrismi, skógarhögg og orkuver Norðurlönd hafa lengi hrósað sér af ríf legri aðstoð við vanþróaðar þjóðir þriðja heimsins og réttilega felltþunga áfellisdóma yf- ir þeim heimsvaldhöfum sem halda stórum hlutum heims i fáfræði, sulti og vanþróun. En þau tala minna um eigið arðrán og kúgun á þjóðum eins og Grænlendingum og Löpp- um og eru þau þó á góðri leið með að gereyða menn- ingu þessara þjóða i krafti iðn- og ,,sið"væðingar. Eft- irfarandi grein er úr Infor- mation og gefur örlitla inn- sýn i meðferð þá sem Lappar í norðurhluta Finn- lands og Svíþjóðar mega þola af hálfu herraþjóð- anna. Siðustu þýsku túristarnir yfir- gefa Lappland um leið og mýið. Hreindýrin leita niður af fjöllun- um en þar hafa þau haldið sig um sumartimann til þess að forðast mýbitið en Þjóðverjana hafa þau ekki sloppið við. Af á að giska einni miljón túrista sem heim- sóttu Lappland i sumar var meirihlutinn þýskur. En nú er ferðamannatimanum að ljúka. Fjöldi flakkara með bakpoka, göngustaf og finnskan hnif við beltið dregst saman. Besta skrýtla sumarsins i Lapplandi er á þann veg að mikið hlýtur Þýskaland að vera gott land. Astæðan: Jú þar eru engir þýskir túristar. A kaffihúsinu Otsamo fá túrist- arnirgóða og vafningalausa þjón- ustu. lnnlæddir blanda ekki geði við þá en sitja út af fyrir sig ylir bjórglasi og ræða hljóðlega sam- an. Margir þeirra sitja hér allan daginn þar sem þeir eru atvinnu- lausir en engir eru fullir með þeirri undantekningu þó að einn skógarhöggsmaður slangrar á milli borðanna. Hann sest við ým- is borð, þó aldrei hjá túristunum. Túristarnir eru einn helsti þátt- urinn i umhverfis- og félagslegri kreppu sem steðjar að innfædd- um ibúum Lapplands. Aðrir þætt- ir eru skógarhöggið, nýting vatnsorkunnar og stöðugt versn- andi skilyrði fyrir hreindýrahaldi sem krefst viðáttumikilla opinna svæða. Milli tveggja elda Skógarhögg rikisins leiðir af sér að mörk skógarins færast i si- fellu til suðurs á sama tima og innrás túristanna teygir sig æ norðar á ári hverju i þeim til- gangi að leita uppi ósnortna nátt- úru. Milli þessara afla klemmast Lapparnir. Allt Lappland er milli steins og sleggju. Landið er hrjóstrugt og hefur aðeins getað fætt af sér fátt fólk sem aö hluta til lifir hjarðmannaiifi og á þann hátt nytjað auðlindir landsins á hagkvæmastan hátt. t ár deyja þúsundir hreindýra af farsóttum og hungri vegna þess að það verð- ur æ erfiðara l'yrir eigendur þeirra að færa sig stað úr stað með hjörðina. Afleiðingin er sú að fæða hreindýranna ést upp á þeim svæðum sem þau halda sig á jafnt sumar sem vetur. Framsókn skógarhöggsins er ein af orsökun- um lyrir erfiðleikunum i hrein- dýrahaldi. Barrskógar eru nauð- synlegir l'yrir fæðuöflun hrein- dýranna en þegar búið er að höggva skógana er jarðvegurinn plægður og nýjum tegunum plantað. I þessu ferli hverfur hreindýrafæðan einkum hrein- dýraskófir. Fiskurinn hverfur Fiskstofnanir eru annað vanda- mál. Hin miklu gervivöln sem myndast við gerð orkuvera hafa fært i kaf stór landssvæði þar sem áður voru bcitilönd hreindýra. Að auki hal'a stiflumannvirkin haft þau áhrif að laxi og fisktegund sem nefnist siik fækkar að mun á sama tima og sportfiskeri heíur þanist út. Vatnaliffræðingur i Helsingfors segir að allinn sem nú fæst sé aðeins fimmtungur þess afla sem fékkst lyrir seinni heimsstyrjöld. ( ÞH tók saman) Þúsundir hreindýra deyja i ár úr hungri og farsóttum i Lapplandi. Én það má alltaf selja túristunum hornin... Þola húsin jarðskjálfta? Styrkleiki húsa þyrfti að fara eftir jarðskjálftasvæðum Tiðni jarðskjálfta og styrkleiki þeirra eru á vissum svæðuin íands okkar með þeim hætti, að nauðsyn er, að þeim sc sérstakur gauinur gefinn við hönnun mann- virkja. Hérlendar kröfur þar að lútandi hafa veriö afar handa- hófskenndar til þessa. Unnið hefur verið um nokkurt skeið að gerð frumvarps að staðli um álag vegna jaröskjálfta, þvi Ijóst er, aö hefjast verður handa nú þegar við að setja reglur, er tryggi eins og kostur er, að hús og mannvirki hér á landi séu hæfi- lega traust gagnvart svo válegum atburðum, sem jarðskjálftar geta verið. Að sjálfsögðu þarf jafn- framt að gæta þess, að ekki sé byggt óþarflega traust á þeim landsvæðum, þar sem jarð- skjálftahætta kann að vera litil sem engin. Til þess að þetta megi takast, verður að fjölga mæli- tækjum til muna og fela visinda- stofnunum umsjá þeirra og úr- vinnslu á mæliniðurstöðum. For- senda þess, að skiptingu landsins i jarðskjálftahættusvæði sé treystandi, er að sjálfsögðu sú, að nægilegar tölfræðilegar upp- lýsingar um jarðhræringar séu fyrir hendi sem viðast að af land- inu. Flestar þjóðir, sem búa við jarðskjálftahættu, hafa reynt eft- ir föngum að staðla reiknireglur við hönnun húsa og maqnvirkja fyrir jarðskjálftakrafta. Verður nú vart lengur við það unað, að tilraun til samræmingar sé ekki gerð hér á landi. Meðfylgjandi kort er tillaga að skiptingu landsins i jarðskjálfta- svæði. Kortið á að sýna grófskiptingu landsins i jarðskjálftasvæði. Hliö- stæð kort hafa verið gerö i mörg- um öðrum löndum (t.d. Banda- rikjunum, Rússlandi og Frakk- landi). Inn i þessa aðalskiptingu þarf siðan að fella deiliskiptingu, sem tekur tillit til staðbundnari atriða, svo sem jarðvegs, sprungukerfa, jarðvatnsstöðu o.s.frv. I slikri skiptingu geta komið fram mjög mikil frávik frá stórsvæðaskiptingunni. THoga oo skiptmgu tondsms í joröskjálftosvaebi Svæðaskiptingin er meginatriði i ákvörðunum byggðasvæða, málefni, sem nú er mjög á dag- skrá. Athugun jarðskjálftasvæða fléttast inn i athugun á jarðelda- áhættu. Með vel samstilltu starfi allra þeirra, er vinna að þessum mál- um, jarðfræðinga jaröeðlisfræð- inga og verkfræöinga, ætti að mega fá, fljótlega og án mikils tilkostnaöar, fram mjög endurbætta traustari svæðaskiptingu en nú er möguleg. Loks er á það að benda, að brýn nauðsyn er, að mælistöðum á jaröskjálftum sé fjölgað til muna hér á landi. Athyglisverð er sú að- ferð, sem notuð hefur verið i Kali- forniu til að standa straum af kostnaði af slikum mælingum, en þar er hluti byggingaleyfisgjalda lagður til hliðar i þessu skyni. Er nauðsyn, að athugað verði, hvort slikt komi ekki til greina hér, enda vissulega i þágu þeirra, er fjárfesta i byggingum, að öryggi mannvirkja sé tryggt eins og kostur er. Oft hefur þvi verið haldið fram, að jarðskjálftastyrkingar séu kostnaöarsamar. Ekki liggja fyr- ir miklar heimildir um þetta efni, en ástæða er til aö ætla að kostnaðaraukinn fari ekki fram úr 4% af heildarkostnaði, en sé oft minni. Verkfræðingarnir d'r. óttar P. Halldórsson og Ogmundur Jóns- son hafa unnið að þessu verki á vegum Iðnþróunarstofnunarinn- ar. Frumvarp þetta fæst i stofn- uninni að Skipholti 37. Er þess sérstaklega óskað, að þeir, er vilja kynna sér og gagnrýna frumvarpið, hafi samband við stofnunina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.