Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1973. ATVINNA RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða iðjuþjálfa við Kópavogshæl- ið er laust til umsóknar. Laun sam- kvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir á- samt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 15. október n.k. Staða meinatæknis á rannsókna- stofu Landsspitalans i klínískri (lungna) fysiologiu er laus til um- sóknar. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist skrifstofu rikisspitalanna, Eiriks- götu 5, fyrir 12. október 1973. Reykjavík, 4. október 1973. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Sendlar óskast Sendlar óskast hálfan eða allan daginn. Þurfa að hafa hjól. Þjóðviljinn, simi 17500. Nokkra verkamenn vantar strax Daniel Þorsteinsson & Co. h/f Bakkastig 9 símar 25988 — 12879. Einsetningar í lög, krefjast kennarar og hámarksfjöldi í bekk verði 24 í ályktun, sem sam- þykkt var á fundi barna- kennara í Gullbringu- sýslu að viðstöddum yfir 90% kennara á svæðinu, er skorað á mennta- málaráðuneytið að setja ákvæði um einsetinn grunnskóla i lög og jafn- framt að banna þrísetn- ingu i islenskum skólum frá og með 1. sept. sl. Fundurinn var haldinn i Skip- hóli i Hafnarfirði, 2. þ.m. i tilefni gifurlegs húsnæðisskorts skóla i Reykjaneskjördæmi og voru þar samþykktar áskoranir á ýmsa aöila auk ályktunar um húsnæðis- mál skólanna, sem sagt er frá annars staðar i Þjóðviljanum. Auk áskorunarinnar á mennta- málaráðuneytið skoruðu kennar- arnir á eigin samtök að berjast fyrir einsetningu og halda jafn- framt fast við að hámarkstala i bekk verði 24 og 22 I blönduðum bekkjum, en hámarkstala i grunnskóla 600. Ennfremur aö helga dag á hverju hausti barátt- unni fyrir húsnæðismálum skól- anna i kjördæminu: gera fræðslu- ráðum, skólanefndum og menntamálaráðuneytinu glögga grein fyrir húsnæðismálum skól- anna á hverjum tima og gera grein fyrir ástandinu i sameigin- legu, árlegu blaði. Einnig að kynna foreldrum húsnæðisvanda- mál skólanna. Þá skoruðu kennararnir á fé- lagið að stuðla að þvi að nemend- ur, kennarar og skólastjórar gangi inn i fullbúinn og tilbúinn skóla, þegar hann á lögum sam- kvæmt að hefja starf og að skóla- hald verði ekkihafið á þeim stöð- um, þar sem sveitarfélög, eftir þriggja — fjögurra mánaða hlé á skólastarfi, hafa vanrækt að sjá um eðlilegt viðhald, viðgerðir og breytingar á skólahúsnæði og leikvöllum. Hefja baráttu fyrir þvi, að is- lensk börn fái að sitja við sama borð og börn i nágrannalöndun- um, hvað samfellda stundaskrá snertir og manneskjulegri skóla- og uppeldisstofnanir. Áskorun til ráðuneytisins Til menntamálaráðuneytisins var beint eftirfarandi áskorunar- atriöum; að banna meö bréfi þrísetningu i Isl. skólum frá og meö 1. sept. 1973, að láta nú þegar kanna húsnæðis- þörf skólanna i Reykjaneskjör- dæmi og gera áætlun um skóla- byggingar á næstu árum. Tryggt verði að barnafræðslu- stigiö beri ekki skarðan hlut frá borði með þvi, að veita fjár- magningu þangað, sem þörfin er mest t.d. til nýrra byggða- hverfa. að koma i veg fyrir að slendur- tekin slyseigi sér stað i nýjum byggðahverfum, þar sem skólabyggingar eru hreinlega vanræktar eða af fyrirhyggju- leysi og sinnuleysi dregnar á langinn uns i hreint óefni er komíð, svo að troöa þarf nem- endum inn I yfirfullar skóla- verksmiðjur, aö hlutast til um að inn i grunn- skólafrumvarpið verði bætt eftirfarandi setningu: — Grunnskóli skal vera einsetinn að hlutast til um að sett verði inn i skólakostnaðarlögin ákvæði þess efnis, aö sveitarfélagi (og riki) sé skylt að hefja undir- gúning að skólabyggingu i nýju byggðahverfi um leið og lagt er fyrir vatni, rafmagni, skólpi og götum og að tryggt verði að ein skólastofa verði að jafnaði byggð fyrir hverjar 20 veittar byggingarlóðir. Fundurinn bendir á, að athuga vel um staðsetningu „útihúsa”, bráða- birgðahúsnæðis, sem gripa þarf til i algerri neyö, aö slik hús séu sett i ný byggðahverfi, svo að t.d. yngstu borgararnir (6-8 ára), þurfi ekki að sækja skóla yfir miklar umferðar- götur. Haft sé i huga, að skóli er óumvlýjanlega staðreynd i nútima þjóðfélagi. að láta nú þegar fara fram rann- sókn á áhrifum langrar skóla- setuá heilsubarna og unglinga. Jafnframt verði athuguð gildi kennslu, sem fer fram eftir kl. 17.00 á daginn, þegar fullorðnir telja sjálfsagt og eðlilegt að vinnudegi sé lokið, að athuga hvort heimila eigi svo- nefnda „flökkubekki” i barna- skólum, að reisa ákveðnar skorður við þvi, að húsnæði, sem ætlað er til félagsstarfs nemenda i skól- um, verði tekið undir almenna kennslu, að stöðva greiðslur til þeirra sveitarfélaga, sem tefja fyrir þvi, að eðlilegt skólahald geti hafist á réttum tima á haustin, með sifelldum drætti á fram- kvæmdum við eðlilegt viðhald, viðgerðir og breytingar á skólahúsnæði og leikvöllum. Merkilegt rannsóknarefni Þá var menntamálaráðuneytið beðiö að beina þeim tilmælum til deildar þjóðfélagsfræða við Há- skóla Islands, hvort hún geti ekki látið eitt af „gengjum” sinum hefja rannsókn á þvi, hvenærhafi verið innleidd tvisetning I is- lenska skóla og jafnframt, hvaða áhrif sundurslitin stundasskrá Is- lenskra skólaæsku hafi á rótleysi ungs fólks og fjölskyldulif i land- inu. Hér er um sérstætt og merki- legt rannsóknarefni að ræða, þar sem ekki er vitað um neitt menn- ingarland I heiminum, utan Is- land, sem viðhaldi sliku skóla- fyrirkomulagi og sættir sig við það. (jlræduiii hftiicliö geyiniiifti fé BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS LANDHELGISMALIÐ Lúðvlk 50 MÍLUR BORGARA- FUNDUR á Hótel Sögu (Súlnasal) í dag kl. 14 FRUMMÆLENDUR: Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra og Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Fundarstjóri: Jón Sigurðsson ■ Hver er staðan i landhelgismálinu I dag? ■ A að færa út I 200 milur fyrir árslok 1974? ■ Hver er afstaðan til Haag-dómstóisins? ■ A að semja við Breta? — Um hvaö? ■ Hvernig heldur rlkisstjórnin á þessu lifshagsmunamáli? ■ Erstjórnarandstaöan með undanslátt og úrtölur I málinu? ■ Eiga Islendingar aö vinna að„modus vivendi” aö ósk Heaths? ■ Hafa islendingar hreinan skjöld I friðunaraðgerðum? Þessar spurningar og fleiri hljóta að koma upp á hinum almenna borgarafundi sem Stúdentafélag Háskóla íslands gengst fyrir I dag 7. október kl. 14, að Hótel Sögu, Súlnasal. Þetta verður fyrsti raunverulegi borgarafundurinn um land- helgismálið siðan landhelgin var færð út i 50 milur. Utanrikismálanefnd er boðið á fundinn. Gunnar 200 MÍLUR STÚDENTAFÉLAG HÁSKÖLA ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.