Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1973. FRYSTIKISTUR PÉR SPflRIÐ ST0RFE MED PVÍ flÐ KflUPfl IGNIS FRYSTIRISTUR MACKV/IMAH VANDADAII OHUCiííAR 14í> LTH — 1DD I III — ?Hr< ITH 3ÖÍ> LIH — 4/0 I IH !»70 LIR UMBODSMINN UM l ANO AtLl RAFHMAN VHSTIRGÖTU II SÍMI I929Í RAFTORíi V AUSTIRVÖLI. SÍMI 26(>í><) TILBOÐ óskast í eftirtaldar bilreiðar, er verfta til sýnis þriftjudag- inn 9. okt. 1973, k). 1-4 i porti bak vift skrifstofu vora Borg- artúni 7: Ford Falcon fólksbifr. Ford Cortina fólksbifr. Volkswagen 1200 fólksbifr. Volkswagen 1200 fólksbifr. Volkswagen 1600 fólksbifr. Volkswagen 1600 fólksbifr. Volkswagen 1600 fólksbifr. Willys jeppi Willys jeppi Land Bover bensin Interna tional Scout Chevrolet sendiferftabifreift Chevrolet sendiferftabifreift Dodge sendiferftabifreift Unimog torfærubifreift Ford Transit sendifcrftabifreift Volvo Laplandcr Mercedes Benz 25 m fólksfl. bifreift Mercedes Benz dráttarbifreift Volvo Vörubifreift árg. 1966 árg.1968 árg.1971 árg.1965 árg. 1971 árg. 1967 árg.1966 árg. 1966 árg.1964 árg.1970 árg.1968 árg. 1962 árg.1964 árg.1967 árg. 1962 árg.1967 árg.1965 árg. 1966 árg.1955 árg.1961 Tilboftin verfta opnuft sama dag kl. 5.00 aft viftstöddum bjóöendum. Kéttur áskilinn til aft hafna tilboftum, sem ekki teljast viftunandi. INNKAUPASTOFNUN RlKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Útvarp íeinutæKi Gengur bæði fyrir rafmagni og rafhlöðum GóÖurgripur, góð gjöf á aöeins kr. 16,370 •J (--j KLAPPARSTlG 26, Uflf/W^ SlMI 19800, RVK. OG ® 1 N BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SlMI 21630 Fjölþjóðleg fyrirtœki í sviðsljósinu r Ogna sjálfstœði einstakra ríkja Um allan heim hafa lýðræðissinnar vaxandi áhyggjur af starfsemi fjölþjóðafyrirtækja og áhrifum þeirra á efna- hags- og stjórnmál. Vitað er að slík fyrirtæki reyndu á sinum tima að bregða fæti fyrir Allende er hann var á leið upp i forsetastólinn i Chile, og enginn efast um ánægju þeirra er herforingj- arnir hrifsuðu völdin i þvi landi nú á dögunum. Nýlega er komin út fyrsta skýrslan sem gerð er að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna um fjölþjóðleg fyrirtæki, þennan mikla ógnvald sem ,,ekki ber neina ábyrgð á verkum sinum og stefnu gagnvart lýðræðislega kjörnum valdastofnunum.” Hér fer á eftir frétt frá Upplýs- ingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um þetta mál: Á vegum Sameinuðu þjóðanna var fyrir nokkru birt skýrsla um áhrif fjölþjóðlegra fyrirtækja á þróun i heiminum. Það var efna- hags- og félagsmáladeild Sam- einubu þjóðanna, sem samdi þessa skýrslu og alþjóðlegur sér- fræðingahópur fjallar nánar um hana i New York í fyrri hluta september-mánaðar, og verður þá ennfremur rætt um áhrif þessara fyrirtækja á alþjóða- samskipti og framfarir. Skýrslan er 195 blaðsiður, og þar er að finna upplýsingar um stærð, starfsemi og uppbyggingu fjölmargra fjölþjóðlegra fyrir- tækja og lagt er mat á þýðingu þeirra i efnahagsheiminum. Þá er og fjallað um eðli þessara fyrirtækja, hagnað og hvernig eignarhaldi á þeim er háttað. Þá er i skýrslu þessari gerð grein fyrir áhrifum fjölþjóðlegra fyrirtækja á alþjóðleg samskipti, eins og áður var minnst á, og sambúð þeirra við stjórnvöld i þeim löndum, þar sem þau hafa höfuðstöðvar eða reka útibú. 1 skýrslunni segir meðal annars á þá leið, að f jölþjóðleg fyrirtæki, ólikt þvi sem sé um rikisstjórnir, „beri ekki neina ábyrgð á verkum sinum og stefnu gagnvart stórum hópi kjósenda” og þvi sé það eitt höfuðatriði þessa máls, „hvort hægt sé að koma á fót ein- hverskonar kerfi, er hefði, ef svo mætti segja, umsjón með störfum fjölþjóðlegra fyrirtækja, þannig að þau verði i verkum sinum og stefnu, á einhvern hátt gerð ábyrg gagnvart samfélagi þjóð- anna.” Þá kemur það og fram, að það sem valdið hafi flestum áhyggjum sé hvernig fjölþjóð- legu fyrirtækin beiti ofurvaldi sinu á ýmsum sviðum, svo sem meb þvi að hafa áhrif á lif ein- staklinga, stefnu rfkisstjórna og alþjóðlega verkaskiptingu. „Fjölþjóðleg fyrirtæki”, segir i skýrslunni, „geta með ýmsum þeim ráðum, sem þeim eru tiltæk, vegið að sjálfstæði einstakra rikja, með þvi að koma i veg fyrir að þau geti framfylgt þeirri stefnu, er þau telja ákjósan- legasts.” Meginhluti (tveir þriöju hlutar) starfsemi hinna fjölþjóðlegu fyrirtækja á sér stað i löndum, þar sem markaðskerfið er orðið háþróað, nema hvað slikra fyrir- tækja, sem höfuðstöðvar hafa i öðrum löndum, gætir einna minnst i Japan, þar sem stjórn- völd hafa fylgt þeirri stefnu að takmarka mjög umsvif erlendra fyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra I landinu. Þessu er öfugt farið með Kanada, þar sem um 60 prósent iðnfyrirtækja og um 65 prósent námu- og málmbræðslu- fyrirtækja eru dótturfyrirtæki erlendra fyrirtækja. Skýrslan greinir og frá þvi, að þótt svo ekki nema einn þriðji hluti starfsemi hinna fjölþjóðiegu fyrirtækja fari fram i þróunar- löndunum þá séu áhrif þeirra hlutfállslega meiri þar, en i þró- uðu löndunum. Um 18 prósent allrar erlendrar fjárfestingar, er talið vera á vesturhveli jarðar, 6 prósent i Afriku, 5 prósent i Asiu, og 3 prósent i Austurlöndum nær. Atta af tiu stærstu fjölþjóðlegu fyrirtækjunum eru með höfuð- stöðvar sinar i Bandarikjunum, og á þeirra snærum er meira en helmingur allrar erlendrar fjár- festingar, sem er á vegum slikra fyrirtækja. Séu Bretland, V- Þýskaland og Frakkland talin með, kemur i ljós að fyrirtæki i þessum fjórum löndum eru með um 80 prósent allrar erlendrar fjárfestingar i veröldinni, sem áætluð er um 165 miljarðar Bandarikjadala. Sé litið á landfræðilega skipt- ingu útibúa hinna fjölþjóðlegu fyrirtækja kemur i ljós, að fyrir- tæki með höfuðstöðvar i Evrópu er«u einkum með útibú i löndum, sem áður voru evrópskar nýlendur. 70 prósent útibúa bandariskra fjölþjóðlegra fyrir- tækja eru i Suður-Ameriku, en afgangurinn skiptist nokkurn veginn jafnt milli Afriku, Asiu og Miðausturlanda. Þá kemur fram, að fjölmörg þessara fyrirtækja eru umsvifa- meiri á fjármálasviðinu en mörg einstök riki. Þannig var til dæmis framleiðsla hvers hinna tiu stærstu fyrirtækja á þessu sviði meira virði árið 1971, heldur en þjóðartekjur rúmlega áttatiu rikja (3 miljarðar Bandarikja- dala). 40 prósent af starfsemi fjöl- þjóðlegu fyrirtækjanna, sem fjallað er um i skýrslunni, er ibn- aðarframleiðsla, en 29 prósent oliunám og oliuiðnaður. t þróunarlöndunum er um það bil helmingur fjárfestingarinnar i námugreftri eða oliuvinnslu, og um það bil fjórðungur i iðnaðar- framleiðslu. Þessu er ekki alveg á sama hátt farið i þróuðu löndunum, þvi þar er um helm- ingur fjárfestingarinnar i iðn- framleiðslu, og um 30 prósent i námugreftri og oliuvinnslu. Við þetta bætist svo, að fjöl- þjóðlegu fyrirtækin hafa með hverju árinu fært starfsemi sina inn á ný svið, og hefur starfsemin undanfarið sérstaklega farið vax- andi á sviði bankamála, ferða- mála og allskyns ráðgjafastarf- semi. Frá árinu 1965 fram til ársins 1972 þrefaldaðist tala úti- búa bandariskra banka erlendis og eru það nú rúmlega eitt þúsund talsins. Meðal þess sem lagt er til i skýrslunni að gert verði til að fylgjast með og hafa hæfilegan hemil á starfsemi þessara fjöl- þjóðlegu fyrirtækja er eftirfar- andi: — Sameinuðu þjóðirnar taki að sér að dreifa ýtarlegum upplýs- ingum um starfsemi þessara fyrirtækja. — Þar sem verðlagningarmál og skattamál þessara fyrirtækja eru afar flókin, þá verði komið á fót einskonar „heimsskatta- nefnd”, er meðal annars hafi það hlutverk, að vara þróunarlöndin við þeim hættum, sem kunna að leynast i samskiptum við þessi fyrirtæki. — Settar verði einhverskonar alþjóðlegar reglur um starfsemi þessara fyrirtækja og samskipti þeirra við stjórnvöld. 1 skýrslunni er a finna 43 töflur með allskyns upplýsingum um fjölþjóðleg fyrirtæki. Þar er til dæmis skrá yfir 211 stærstu fyrir- tæki i veröldinni, er öllum er það sameiginlegt að árlega selja þau framleiðsluvörur sinar fyrir meira en einn miljarð Banda- rikjadala. Þá er skrá um að hve miklu leyti iðnfyrirtæki i þróunarlöndunum eru eign erlendra aðila og ótal fleiri upp- lýsingar er að finna i skýrslunni. Samkvæmt skýrslunni eru tiu stærstu fyrirtæki i veröldinrii sem hér segir: Arleg sala i milj. dollara General Motors (USA) 28.264 Standard Oil (N.J.) (USA) 18.710 FordMotors (USA) 16.433 Royal Dutch Shell (Holl., Bretl.) 12,734 General Electric (USA) 9.429 IBM (USA) 8.274 Mobil Oil (USA) 8.243 Chrysler (USA) 7.999 Texaco (USA) 7.529 Unilever (Hool. Bretl.) 7.483 RÍSPAPPÍRSLAMPINN FRÁ JAPAN Japanski rispappirslampinn fæst nú einnig á fslandi i 4 stæröum. Hentar hvar sem er, skapar góöa birtu og er til skrauts bæði einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni. Athyglisverð og eiguleg nýjung. HOSGAGNAVERZLUN AXELS EYJÓLFSSONAR SKIPHOLTI 7 — Reykjavik. Sfmar 10117 og 18742.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.