Þjóðviljinn - 07.10.1973, Síða 7

Þjóðviljinn - 07.10.1973, Síða 7
\ » •• * * ••••«:'» , s - , , , ■ Sunnudagur 7. október 1973. MÓÐVILJINN — SIÐA 7 SVAR OG GREINARGERÐ ÚTVARPSRÁÐSMANNA Þjóöviljanum hefur borist eftirfarandi greinargerö frá fjórum útvarpsráös- mönnum i tilefni af yfirlýsingum frá nokkrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem beinst hafa gegn útvarpsráöi: A fundi sinum 24. sept. s.l. samþykkti útvarpsráð tillögu þar sem lýst var óánægju með fréttaskýringar Rikisút- varpsins vegna valdaráns herforingja i Chile. Var þar varað við að teknar væru hlutsamar fullyrðingar upp i fréttaskýr- ingum án þess að geta heimilda og gagn- rýnt að stjórnmálasaga Chile undanfarin ár hefði ekki verið rakin á viðhlitandi hátt. Þessi tillaga hlaut venjulega af- greiðslu i útvarpsráði og var samþykkt með 5 atkv. gegn einu. Þennan fund sátu útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri sjón- varpsdeildar (fréttastjóri sjónvarps einn- ig að hluta) og virtist hvorugur þeirra hafa nokkuð við afgreiðslu þessa að athuga. Hins vegar hefur þessi samþykkt verið notuð til að þyrla upp miklu mold- virðri i sumum dagblöðum, og viðbrögð allmargra starfsmanna Rikisútvarpsins hafa verið næsta óvenjuleg. Virðist nú sem mál þetta hafi þróast nokkuð út fyrir takmörk skynseminnar, og eru eftirköst málsins i litlu samræmi við upphaf þess, Við undirritaðir sem að þessari samþykkt stóðum höfum ekki fyrr tekið til máls til að svara opinberlega ásökunum útvarps- stjóra, framkvæmdastjóra og frétta- manna. Meginatriðin i ásökunum frétta- mannanna voru að gagnrýni ráðsins væri ekki byggð á könnun frumheimilda, að leita hefði átt skýringa hjá viðkomandi fréttamönnum, að birting samþykktar- innar i blöðum hafi verið óeðlileg og að fréttir og fréttaskýringar heyrðu beint undir útvarpsstjóra. I ásökunum útvarps- stjóra fólst sú yfirlýsing að samþykktin og birting hennar væri til þess fallin að skaða Rikisútvarpið. Okkur er ekki ljúft að standa i blaðadeilum við starfsmenn Rik- isútvarpsins, en þar sem ekkert dagblað hefur skýrt málið frá báðum hliðum telj- um við nauðsynlegt að eftirfarandi atriði komi fram: 1. Það er hlutverk og skylda útvarpsráðs að gagnrýna það sem þvi þykir fara mið- ur i dagskrá. Tekur það jafnt til frétta og fréttaskýringa sem annars dagskrárefn- is. Það er misskilningur fréttamanna að starfsemi fréttastofanna, fréttir og frétta- skýringar, heyri beint undir útvarps- stjóra með öðrum hætti en aðrir dag- skrárliðir. Ekkert ákvæði þar að lútandi er i gildandi lögum. Fréttamönnum ætti að vera það kunnugt að það var útvarps- ráð sem fól fréttastofu hljóðvarpsdeildar að annast fréttaskýringar og að það var sömuleiðis útvarpsráð sem ákvað hvaða fyrirkomulag skyldi vera á fréttaskýr- ingaþáttum sjónvarps i vetur. Útvarps- stjóri hefur staðfest þennan skilning. Fréttamenn hafa meira aö segja sjálfir staöfest hann, þvi aö stjórnendur frétta- skýringaþáttarins „Sjónaukinn” komu aö eigin ósk á fund útvarpsráös 1S. janúar s.l. og báöu ráöiö aö setja þættinum starfsreglur af þvi þeir voru óánægöir meö úrskurö útvarpsstjóra I tilteknu máii (sbr. fundargerð). Réttmæti þess að út- varpsráð geri samþykkt eins og þá sem nú hefur orðið deiluefni verður þvi ekki dregið i efa. Það er beinlinis gert ráð fyrir þvi i 6. gr. útvarpslaga að útvarpsráð sé úrskurðaraðili um m.a. óhlutdrægnis- skyldu. 1 sömu grein er tekið skýrt fram að ákvarðanir útvarpsráðs um útvarps- efni séu endanlegar. 2. Við höldum fast við efnislega gagnrýni okkar á fréttaskýringar um valdaránið i Chile. Kvartað er undan þvi að sú gagn- rýni hafi ekki verið rökstudd i samþykkt- inni. Menn hljóta að skilja að útvarpsráð getur ekki sent frá sér ýtarlega greinar- gerð með hverri samþykkt sinni. En rök komu vissulega fram við umræður þar sem til staðar voru útvarpsstjóri, fram- kvæmdastjórar og a.m.k. i eitt skipti fréttastjóri sjónvarps. I þessu máli var ekki flanað að neinu, heldur bar það á góma i þrjá fundi i röð. Hafi fréttamenn ekki haft neinar spurnir af þessum um- ræðum, þá verðum við að segja að yfir- menn þeirra hafi brugðist þvi hlutverki sinu að vera tengiliðir milli starfsfólks og útvarpsráðs, ekki sist vegna þess að um leið og máli þessu var frestað á fundi 20. sept. kom fram ósk um að embættismenn- irnir kynntu viðkomandi fréttamönnum málið. Starfsfólk Rikisútvarpsins hlýtur „Hlutverk og skylda útvarpsráðs að gagnrýna” „Höldum fast við efnislega gagnrýni okkar” „Hafi fréttamennirnir ekki haft neinar spurnir...” „Orð sem aldrei voru lesin í útvarp” „Undarlegt ef satt er” „Fékk samþykktina á sjálfum fundinum” „Samþykktir útvarpsráðs eru opinberar" „Fól fréttastofnunum að annast fréttaskýringar” „Hvers vegna sögðu þeir það ekki á fundunum?” „Hefur kallað fram pólitíska aðför að útvarpsráði” að geta borið vitni um að útvarpsráð hef- ur aldrei neitað þvi um að koma á fundi og ræða sin mál. Núverandi útvarpsráð hef- ur tekið upp þá nýbreytni að halda fundi með starfsfólki Rikisútvarpsins. Slikir fundir hafa verið haldnir með öllum dag- skrárdeildum nema einni (og þá vegna þess að yfirmaður þeirrar deildar var þvi andvigur). Hins vegar hefur það virst vera skoðun útvarpsstjóra og sumra deildarstjóra að framkvæmdastjórar og dagskrárstjórar sem að jafnaði sitja út- varpsráðsfundi væru hinir eðlilegu tengi- liðir milli útvarpsráðs og annars starfs- fólks. Hvað snertir efnislega gagnrýni á téðar fréttaskýringar, þá er það ekkert laun- ungarmál að okkur þóttu þær of einhliða. Okkur fannst ekki koma nægilega fram hvaða stuðning Allende raunverulega hafði i þjóðnýtingarmálum, þáttur fjölþjóðlegra fyrirtækja i baráttunni gegn honum, efnahagserfiðleikar vegna verð- falls á kopar á alþjóðamarkaði, hvers eðlis verkbann vörubilaeigenda var o.s.frv. I stuttu máli þótti okkur sem i téð- um fréttaskýringum væri stjórn Aliendes fundið flest til foráttu en gagnstæð sjónar- mið litt rakin né orsakir þeirra erfiðleika sem Allende átti við að glima. Eitt atriði i þessu fréttaskýringamáli er næsta einkennilegt. Texti sá sem útvarps- ráð fékk i hendur var i einu veigamiklu atriði frábrugðinn þvi sem hlustendur fengu að heyra. Orð sem aldrei voru lesin i útvarp standa á milli lina i handritinu sem útvarpsráð fékk. Orðin sem hér um ræðir hefðu dregið nokkuð úr einhæfni fréttaskyringarinnar. 3. Kvartað hefur verið undan þvi að samþykkt útvarpsráðs skyldi vera send fjölmiðlum. Um það er ekki að sakast við útvarpsráð þar sem ráðið tók enga ákvörðun um slikt. Það var ákvörðun for- manns ráðsins. Þá ákvörðun tók hann þegar hann þóttist þess fullviss að samþykktin mundi hvort eð var berast tveimur dagblöðum strax eftir fundinn. Hins vegar er það undarlegt, ef satt er, að fréttamenn hafi fyrst séð þessa samþykkt i dagblöðum daginn eftir. Fréttastjóri sjónvarps fékk samþykktina i hendur á sjáfum fundinum, og hún var sömuleiðis strax send fréttastofu hljóðvarps. Hér verður að undirstrika að allar samþykktir útvarpsráðs eru opinberar og allir fjöl- miðlar geta fengið þær til birtingar. Hvorki útvarpsráð né formaður þess geta ráðið við slikt. Þennan skilning hafa fréttamenn útvarpsins einnig haft, þvi þeir hafa meira að segja einu sinni birt frétt af samþykkt útvarpsráðs áður en fundi þess var lokið, og spurðu engan að þvi hvort óskað væri eftir svo skjótum fréttaflutningi. Undarlegt er lika ef fréttamenn kvarta undan þvi að fjölmiðl- ar hafi aðgang að samþykktum opinberra ráða. Fréttamenn og fréttaskýrendur vilja hafa frelsi til að flytja opinberlega gagnrýni á aðra. 4. Eins og áður er sagt fól útvarpsráð fréttastofunum að annast fréttaskýringa- þætti. Þess vegna var gagnrýninni fyrst og fremst beint að fréttastofunum þar sem þær bera ábyrgð á fréttaskýringum þessum gagnvart útvarpsráði. Af þeim sökum var eðlilegt að senda þeim samþykktina. Samþykkt ráðsins beindist ekki að fréttamönnunum sjálfum persónulega. 5. Sagt hefur verið að útvarpsráð hafi með samþykkt sinni gert tilraun til að binda hendur fréttamanna, tilraun til ritskoðun- ar og jafnvel skoðanakúgunar. Einnig hefur verið sagt að útvarpsráð væri að gera fréttaflutning Rikisútvarpsins tor- tryggilegan. Þetta eru stór orð og vonandi fremurmælt af geöshræringu en sannfær- ingu. Undirstrika verður muninn á starfs- grundvelli fréttamanna Rikisútvarpsins og pólitiskra dagblaða. Fréttamenn Rik- isútvarpsins eru bundnir af lagasetningu um óhlutdrægni. Samþykkt útvarpsráðs er venjuleg gagnrýni eftir á, en hvorki fyrirmTæli, ritskoðun eða tilraun til skoð- anakúgunar. 6. Loks verður að nefna yfirlýsingu út- varpsstjóra, framkvæmdastjóra og fréttastjóra þess efnis að opinber yfirlýs- ing af hálfu útvarpsráðs i þessu máli ,,sé sérlega til þess fallin að skaða Rikisút- yarpið og starfsmenn þess.” Þessi yfir- lýsing er alvarlegasti þáttur þess undar- lega eftirleiks sem fylgt hefur samþykkt okkar. Ef útvarpsstjóri og framkvæmda- stjórar sjónvarps og hljóðvarps telja samþykkt þessa skaða Rikisútvarpið vaknar sú spurning, hvers vegna þeir sögðu það ekki á fundunum þegar tillagan var rædd og afgreidd? Ef framkvæmda- stjóri hljóðvarps taldi skaðlegt að samþykktin væri send fjölmiðlum, hvers vegna sagði hann það þá ekki þegar for- maður útvarpsráðs bað hann um að ann- ast útsendinguna? 7. Venjuleg og hógvær samþykkt útvarps- ráðs hefur vakið upp slikt moldviðri að engu lagi er likt. Hún hefur kallað fram pólitiska aðför að útvarpsráði. Reynt hef- ur verið að torvelda ráðinu að vinna eðli- leg skyldustörf sin.útvarpsráð er kosið af Alþingi til að stjórna og bera ábyrgð á dagskrám Rikisútvarpsins. Við undirrit- aðir getum ekki sætt okkur við að reynt sé að binda hendur ráðsins á nokkurn hátt. Það er i verkahring ráðsins að stjórna dagskrá, bera ábyrgð á henni og gera at- hugasemdir við hana og sjá um að laga- ákvæðum um hana sé fylgt. Njörður P. Njarðvik Stefán Karlsson ólafur Ragnar Grimsson Stefán Júliusson. YFIRLÝSING frá örlygi Hálfdánarsyni vara- manni i útvarpsráði Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram varðandi afstöðu mina til frétta- skýringa Rikisútvarpsins vegna valda- ránsins i Chile. Ég er einn þeirra fimm sem samþykkti tillögu þá, sem lét i ljós óánægju vegna áðurnefndra fréttaskýringa. Astæöan var sú, að ég var sammála fjórum öðrum meðlimum ráðsins um það, að mér þóttu þær i þessu tilviki of einhliða, miðað við þann aðdraganda, sem málið var búið að hafa. Ég greiddi þvi atkvæði i samræmi við þessa skoðun mina, enda taldi ég að þar með væri verið að koma á framfæri at- hugasemdum til viðkomandi aðilja innan stofnunarinnar, sem teknar yrðu þar til athugunar og frekari umræðu ef ástæða þætti til og óskað yrði eftir. Það var og i samræmi við þá ósk, sem komið hafði fram á fundi ráðsins 20. sept. þess efnis að embættismenn Citvarpsins kynntu við- komandi málið. Hitt g«rði ég mér ekki ljóst, að þróun mála yrði su, að ég yrði vart kominn til mins heima frá fundinum, þegar samþykktin væri komin til fjöl- miðla, og það jafnvel frá fleiri en einum aðilja i ráðinu. Hvað atkvæði mitt á fundinum snertir, þá er afstaða min óbreytt, þótt ég viður- kenni fúslega, að hvorki ég né aðrir erum óskeilkulir i slikum málum, en það verður þá svo að vera. En hvað birtingu frétta af fundinum varðar, þá verð ég að viður- kenna, að mér kom það mjög á óvart og átti þess sannast sagna all ekki von. Þar um má vafalaust kenna fáfræði minni um störf ráðsins, en þar mæti ég aðeins öðru hverju sem varamaður, og hefi sýnilega ekki sett mig nógu nákvæmlega inn i vinnubrögð þess og skilning á atkvæða- greiðslum, þar á meðal þvi, að nafnakall um atkvæðagreiðslu beri að skilja svo, að hún sé þar með á leið til fjölmiðla. Mér fannst eftir á, þegar ég fékk skýringu á eðli nafnakakllsins, að gera hefði mátt grein fyrir þessu áöur en at- kvæðagreiðsla fór fram. Ekki sökum þess, að það hefði breytt afstöðu minni, heldur sökum hins, að þar sem ég er þeirrar skoðunar að grundvöllur góðrar samvinnu liggi i eðlilegum skoðanaskipt- um, þá myndi ég liklega hafa óskað eftir þvi að viðkomandi starfsmenn hefur verið boðaðir til fundar, en atkvæðagreiðsla látin fara fram eftir venjulegum hætti, án nafnakalls. Fávisku mina um áðurnefnt atriði verð ég að sakast um við sjálfan mig. Ég vona einlæglega að mál þetta fái farsælan endi, en til þess að svo megi verða sýnist mér nauðsynlegt að hinir striðandi aðiljar láti svo litið að tala saman um það sem á milli ber. (Dagsetn., undirskrift).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.