Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 7. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA H verzlið á 5 hæðum í Skoðið hina nýju Skattakerfið endurskoðist ATON ATON- HÚSGÖGNIN eru sérstæð glæsileg og AL-ÍSLENSK i Skoðið renndu | vegghúsgögnin 1 skápana og skattholin Engir víxlar — heldur mdnaðargreiðslur með póstgíróseðlum — sem greiða mó í næsta banka, pósthúsi eða ; sparisjóði. Opið til kl. 10 ó föstudögum — og til kl. 12 ó hódegi laugardögum. Næg bilastæði. "==.V. JÓN LOFTSSON HF. Hringbrout 121 . Sími 10-600 Ó L auglýsir Herraúlpur, kuldajakkar, drengjaúlpur, buxur fjölbreytt úrval. Peysur á fullorðna, unglinga og börn. Skyrtur, nærföt, bindi, belti, sokkar og margt fleira. Póstsendum simi 20141. ÓL Laugavegi 71. A fundi kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins i Vestfjarðar- kjördæmi fyrir skömmu var samþykkt eftirfarandi ályktun um skattamál: Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins i Vestfjarðakjör- dæmi, haldin á tsafirði 15. og 16. september 1973, telur brýna nauðsyn á, að skattakerfið verði endurskoðað. Viö endurskoðun þess ber að leiðrétta það ranglæti, að launa- fólki sé gert nær einu að standa undir beinum sköttum rikisins. Það þarf að finna leiðir til þess, að þeir þegnar, sem augsýnilega geta veitt sér alla hluti, beri skatta i samræmi við lifnaðar- háttu sina. Skattakerfið þarf að sveigja i þá átt, að það hvetji til sparnaðar og örvi fólk til starfa við undirstöðuatvinnugreinar landsmanna. Fasteignaskattar þurfa að miðast við, að-ekki sé ábatavænlegt að eiga illa eða alls ekki nýtta eign, hvort heldur er Ibúðar — eða atvinnunúsnæði eða jarðeign, en hóflegt eigið ibúðar- húsnæði sé skattlaust. Létta skattaálögur á lágar tekjur og miðlungstekjur með þvi að auka persónufrádrátt og f jölga og lengja þrep skattstigans. Til að bæta rikissjóði upp þann tekju- missi, verið m.a. sameignarfélög og eigendur þeirra skattlögð sitt i hvoru lagi og eignaskattur á- lagður samkvæmt lengri og hærri skattstiga, til þess að ná til dýr- tíðargróðans. Auðhringar skapa g j aldey riskreppur Bandarískir auðhringir eiga þrisvar sinnum meiri gjaldeyri heldur en nemur gjaldeyrisvarasjóðum allra iðnvæddra landa saman- lagðra. Þeir hafa því í reynd miklu meiri áhrif á alþjóða gjaldeyrismarkaði en einstakir seðlabankar, og óttast menn að þeir eyðileggi hverja þá skipan alþjóöa gjaldeyrismála sem þjóðir heimsins kunna að koma sér saman um. t fyrra vann nefnd á vegum öldungardeildar Bandarikja- þings að athun á högum fjölþjóöa fyrirtækja. Kom i ljós við þá athugun að bandarisk fyrirtæki meö fjölþjóðlegt at- hafnasvið eiga 268 miljarða dollara, eöa sú var upphæðin á árinu 1971. Þetta er álika mikið fé og allir peningar i umferð i tjórum helstu auðveldum Vestur- Evrópu, Þýskalandi, Frakklandi, Belgiu og Bretlandi, og þrisvar sinnum meira er allir gjaldeyris- varasjóðir iðnvæddra landa i heiminum. Samkvæmt hinni amerisku skýrslu nægir það aö fjölþjóðafélög þessi hreyfi 1 % af reyðufé sinu til þess að upp komi meiri háttar gjaídeyriskreppa. Ef þessir auöhringar þykjast sjá fram á væntanlega gengishækkun eða -lækkun á einhverjum frjáls- um gjaldeyri, gera þeir þegar i stað ráöstafanir sem leiða til þess að gengisbreyting verður óum- flýjar.deg. Þetta eru vel að merkja aðeins bandariskir auðhringar.Fjöl- þjóða félög af evrópskum uppruna eiga einnig digra sjóði sem setja gjaldeyriskerfiö úr skorðum. hj— Grimms-œvintýri i nyjum búningi Ný þýðing úrvals- œvintýra með fögrum myndum Komiö er út nýtt úrval af hinum vinsælu og sigildu Grimms-ævin- týrum. Hér er um nýja þýðingu að ræöa, gerða af Þorsteini Thor- arensen, en á þessu ári munu vera 160 ár liðin siðan fyrsta ævintýrakver þeirra Grimms- bræðra kom út i Þýskalandi. Hið nýja ævintýraúrval er stór og falleg bók með frábærum myndskreytingum eftir tékk- neska listamanninn Jiri Trnka.og eru margar myndirnar i litum. Þarna er að finna m.a. hin gamalkunnu ævintýri um Þyrni- rós, öskubusku, Rauðhettu, Mjallhvit og Hans og Grétu og fjölda annarra, en alls er 51 saga i bókinni. Þýðandinn helgar verkið „þeirri gömlu sérstæðu rangæsku sagnahefð sem hann er sprottin úr”. Og þá er rétt að geta þess að Þorsteinn hefur markað sér nokkuð sérstæða stefnu við þýðinguna, og er skilmerkileg gerð grein fyrir henni á bókar- kápu: „Við slfka þýðingu þarf að taka tillit til óteljandi þátta hug- mynda og tungu. Að undirstöðu verður að leggja frumgerð ævin- týranna, en inn i verður að flétta islenski sagnahefð i sinni litriku fjölbreytni með málsháttum, máltækjum og aldagamalli þjóð- kvæðahefð, án þess að það verði um of á kostnað einfaldleikans.og um leið að leitast við að tengja saman fortið og nútið i hugmynd- um.” GRIMMS- ÆVINTÝRI MV’NDSKRI VIINíiAK JIKI TKNKA Það er bókaútgáfan Fjölvi sem gefur þetta safn Grimms-ævin- týra út, og er bókin hin myndar- legasta að öllum frágangi og út- liti. Vaskleg framganga A aðalfundi Félags áfengis- varnanefnda i Gullbringusýslu sunnan Hafnarfjarðar, sem hald- inn var i Keflavik 28. sept. sl„ var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Félag áfengisvarnanefnda i Gullbringusýslu sunnan Hafnar- fjarðar þakkar lögregluyfirvöld- um og lögregluþjónum Keflavik- ur skelegga baráttu gegn leyni- vinsölu og væntir þess, að fram- hald verði þar á.” Hvers ifirði er öryggi mtt ag þinna ? Afkoma fjölskyldunnar, eigur þínar og líf. Allt er þetta í húfi. En öryggi fæst með líf-, sjúkra- og slysatryggingu. Hóptrygging félags- og starfshópa getur orðið allt að 30% ódýrari. Hikið ekki - hringið strax. ALMENNAR TRYGGINGAR Pósthússtræti 9, sími 17700 ■nx

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.