Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
RÆTT VIÐ SIGURJÓN PÉTURSSON
Kosningastefnuskráin
verður unnin „neðanfrá”
Opnir umrœðufundir fjalla um
stefnumótun Alþýðubandalagsins
fyrir borgarstjórnarkosningar
Þjóðviljinn hafði af
því spurnir, að sitthvað
væri á döfinni hjá borg-
armálaráði Alþýðu-
bandalagsins, sem les-
endum kynni að þykja
forvitnilegt að fylgjast
með.
Við snerum okkur því
til Sigurjóns Pétursson-
ar, borgarráðsmanns og
leituðum tíðinda.
[ viðtalinu við Sigur-
jón, sem hér fer á eftir
kemur m.a. fram, að á
vegum borgarmálaráðs
Alþýðubandalagsins í
Reykjavík eru að hefja
starf nú í vikunni 3 um-
ræðuhópar, sem ætlað er
að vinna upp drög að
kosningastefnuskrá
Alþýðubandalagsins í
borgarstjórnarkosning-
unum í vor.
Þessir hópar munu á
næstu vikum gangast fyr-
irfundum, er verða opn-
ir öllum stuðningsmönn-
um Alþýðubandalagsins
og er fyrsti fundurinn á
fimmtudagskvöld í þess-
ari viku að Grettisgötu 3
á vegum hópanna
þriggja sameiginlega.
Einn hópurinn mun
fjalla um efnið: „Lýð-
ræði og stjórnkerfi borg-
arinnar'' annar um:
„Skipulag og uppbygg-
ingu borgarinnar" og sá
þriðji um: „Mannlíf og
samfélagshætti í borg-
inni." — Og hér er við-
talið.
— IIvað er að frétta af starfi
borgarmálaráða Alþýðu-
bandalagsins og af undirbún-
ingi að vetrarstarfi hjá
Alþýðubandalaginu á vett-
vangi borgarmála?
— Borgarmálaráð hefur
þegar hafið undirbúning að
öflugu vetrarstarfi. Sem
kunnugt er þá er ráðið skipað
10 efstu mönnum á lista
Alþýðubandalagsins við siö-
ustu borgarstjórnarkosning-
ar. Við komum saman fyrir
hvern borgarstjórnarfund,
þ.e. tvisvar i mánuði og fjöll-
um þar bæði um þau málefni
sérstaklega, sem borgarfull-
trúar Alþýðubandalagsins
hafa i hyggju að taka upp i
borgarstjórn, og svo önnur
borgarmál almennt.
A þessa fundi borgarmála-
ráðs Alþýðubandalagsins eru
iðulega kvaddir fulltrúar
flokksins i hinum ýmsu nefnd-
um borgarinnar og þannig
reynt að ná sem bestri heild-
aryfirsýn yfir hvað er að ske á
vettvangi borgarmála og leit-
ast við að samhæfa störf okkar
fulltrúa til að tryggja sem
bestan árangur
Viðtalstímar
A siðast liðnum vetri tóku
borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins upp þá nýbreytni, aö
hafa fasta viðtalstima einu
sinni i viku og verður þvi
haldið áfram i vetur. Þessir
viðtalstimar borgarfulltrúa
eru á miðvikudögum kl. 5-6 að
Grettisgötu 3, og verður jafn-
an kynnt i Þjóðviljanum hvor
okkar borgarfulltrúanna mæt-
ir hverju sinni.
Þessir viðtalstimar hafa
verið gagnlegir. Það eru
margir, sem eiga erinda við
borgarfulltrúa út af öllum
mögulegum málum.
— Og nú eruð þið að vinna
að stefnumótun Alþýðubanda-
lagsins með tilliti til borgar-
stjórnarkosninga i vor, ekki
satt?
— Já, á siðustu tveim fund-
um borgarmálaráös hefur
verið rætt um, á hvern hátt
verði staðið að þeirri stefnu-
mótun. Við höfum ákveöið að
koma á fót þrem umræðuhóp-
um um borgarmálefniog miða
við að þátttaka verði ekki
bundin við flokksbundna
Alþýðubandalagsmenn, held-
ur verði hóparnir opnir öllum
stuðningsmönnum Alþýðu-
bandalagsins.
3 umræðuhópar
Þeir málaflokkar, sem ætl-
unin er að fjalla um i
umræðuhópunum eru: I fyrsta
lagi „Lýðræði og stjórnkerfi
borgarinnar”, i öðru lagi
„Skipulag og uppbygging
borgarinnar” og I þriðja lagi
„Mannlif og samfélagshættir i
borginni”.
Þessir flokkar eru þannig
Sigurjón Pétursson.
• „Lýðrœði og
stjórnkerfi
borgarinnar”
# „Skipulag
og uppbygging
borgarinnar”
# „Mannlíf og
samfélagshœttir
í borginni
hugsaðir, að sá sem fjallar um
lýðræði og stjórnkerfi taki
fyrst og fremst fyrir, hvernig
stjórna eigi borginni, hvernig
hægt sé að útfæra lýðræðið' og
gera það virkara en nú er,
þ.e.a.s. hvernig mögulegt sé
að gera almenning að raun-
verulegum þátttakanda i
stjórn borgarinnar umfram
það, að velja sér fulltrúa á
fjögurra ára fresti. öörum
umræðuhópi, þeim sem fjallar
um skipulag og uppbyggingu
borgarinnar, er ætlað að taka
fyrir það, sem lýtur að þvi
fasta i borginni, ef svo má
segja, þ.e. i hvernig umhverfi
við viljum búa, hvernig við
viljum byggja og hvar, hvað
við viljum vernda af þeim
byggingum, sem nú standa og
hvernig yfir höfuð við viljum
móta umhverfið i kringum
okkur, þannig að það verði að-
laðandi og manneskjulegt.
Þriðji hópurinn, sem fjalla á
um mannlif og samfélagshætti
mun siðan ræða á hvern hátt
verði búið i borginni undir þvi
lýðræði og i þvi skipulagi, sem
við viljum að sé komið upp.
Þar munu verða á dagskrá
mjög mikilvægir þættir sem
alltaf eru til umræðu svo sem
skólamál, húsnæðismál, fé-
lagsmál o.fl.
Væntum góðs árangurs
Til að leiða starf þessara
umræðuhópa, er hér hefur
verið greint frá hefur borgar-
málaráð fengið áhugafólk,
bæði úr hópi flokksmanna og
annarra stuðningsmanna
Alþýðubandalagsins. Er þar
um að ræða fólk sem hefur
sérþekkingu á hinum ýmsu
sviðum, t.d. arkitektar og sér-
hæft fólk á sviði félagsmáia og
félagsfræði.
Allir sem til hefur verið leit-
að um starf I þessum hópum
hafa sýnt málinu mikinn
áhuga, og væntum við okkur
þvi mikils af þvi starfi, sem
þarna er i vændum.
Hóparnir hefja starfsemi
sina með sameiginlegum opn-
um fundi næstkomandi
fimmtudagskvöld að Grettis-
götu 3, og er þvi hér með beint
til allra áhugamanna um þessi
efni, að þeir komi og verði
þátttakendur i þeirri stefnu-
mótun, sem þarna veröur unn-
ið að, hver og einn eftir þvi,
sem timi og geta leyfir. Fund-
irnir verða svo nánar auglýst-
ir i bjóðviljanum hverju sinni.
— En er þessum umræöu-
hópum ætlað að ganga endan-
lega frá kosningastefnuskrá
Alþýðubandalagsins I Keykja-
vík fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar?
— bað er okkar hugmynd i
borgarmálaráði, að þessir
opnu umræðuhópar starfi i um
það bil 2 mánuði, þ.e. október
og nóvember, og skili þá niö-
urstöðum, hver i sinum mála-
flokki. Niðurstöðurnar verði
siðan útfærðarsem uppkast að
kosningastefnuskrá og að lok-
um verði kosningastefnuskrá-
in tekin til opinnar umræðu á
nýjan leik áður en hún veröur
lögö fram.
Með þessum vinnubrögðum
telur borgarmálaráð að sú
kosningastefnuskrá, sem
Alþýðubandalagið býður kjós-
endum i Reykjavik upp á i vor
geti orðiö i góðu samræmi viö
almennan vilja stuðnings-
manna Alþýðubandalagsins.
Kosningastefnuskráin verður
sem sagt unnin „neðanfrá”,
en ekki af fámennum hópi
stjórnmálamanna eingöngu.
Samvinna
vinstri flokkanna
— Nú hefur að undanförnu
mikið veriö rætt um hugsan-
lega samvinnu andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins f komandi
borgarstjórnarkosningum.
Hvað vilt þú segja um þau
mál?
— Borgarfulltrúar vinstri
flokkanna hafa haft töluvert
nána samvinnu allt þetta kjör-
timabii. T.d. hafa þeir staðið
sameiginlega að gerð allra
fjárhagsáætlana á kjörtima-
bilinUi en þær marka hvað
helst þá meginstefnu er flokK-
arnir fylgja i borgarstjórn.
Auk þess hafa borgarfulltrúar
minnihlutans hist reglulega
fyrir hvern borgarstjórnar-
fund bæði siðast liðinn vetur
og nú i haust. A slikum fund-
um hefur verið farið sameig-
iniega yfir þau mál, sem fyrir
borgarstjórnarfundi liggja i
hvert skipti, og hafa borgar-
fulltrúar minnihlutaflokkanna
þar kynnt hver öðrum þær til-
lögur, sem þeir ætla að flytja.
Þannig má segja, að jarð-
vegurinn sé mjög vel undir
það búinn að hefja enn nánara
samstarf.
En auk þessa eru svo i gangi
viðræður á flokkagrundvelli
um sameiginlegt framboð and-
stöðuflokka Sjálfstæðisflokks-
ins. I þeim efnum hafa engar
ákvarðanir verið teknar, en
viðræðunum verður haldið
áfram. Hver sem útkoman
verður úr þeim samningavið-
ræðum, þá er ljóst, að Alþýðu-
bandalagið hlýtur að móta ser
sina stefnu i borgarmálum og
leggja þá stefnu fram, þvi að
öll samvinna verður að byggj-
ast á málefnum, en ekki bara
samvinna sam^innunnar
vegna.
Reynslan af þessu kjörtima-
bili hefur leitt i ljós, aö
ástæöulaust. er með öllu að
óttast að þessir flokkar, sem
nú skipa minnihlutann i borg-
arstjórn geti ekki unnið saman
takist þeim að hnekkja meiri-
hlutavaldi Sjálfstæðisflokks-
ins, en það meirihlutavald
hefur Sjálfstæðisflokkurinn
farið með á þessu kjörtima-
bili, þrátt fyrir stuðning
minnihluta reykviskra kjós-
enda i siðustu borgarstjórnar-
kosningum.
Og vissulega væri æskilegt,
að vinstri flokkarnir gangi til
kosninga með sameiginleg
markmiö á sem flestum svið-
um, hvað sem framboðsmál-
um liður.
Hörð gagnrýni kennara
í Reykjaneskjördæmi
Hluta eyðslunnar verði varið til
byggingar skólahúsnœðis
Þjóðin fær þá skóla
sem hún sjálf kýs á
hverjum tima, segja
barnakennarar i Gull-
bringusýslu i ályktun frá
fjölmennum fundi sin-
um, og benda á þá stað-
reynd, að íslenska þjóð-
in leysir þau vandamál,
sem hún sjálf vill og
ræðst i hverja stórfram-
kvæmdina á fætur ann-
arri, og er þá ekki skort-
ur á fjármunum.
Bendir fundurinn m.a. á, að
milli 50 og 60% húsmæðra leiti nú
út á vinnumarkaðinn og börn og
unglingar þurfi aö fá skjól og við-
unandi aðbúð í traustum og
mannlegum uppeldisstofnunum,
en ekki yfirfullum skólaverk-
smiðjum. Það sé krafa foreldra
og skólamanna að verulegum
hluta af hinni miklu eyðslu þjóð-
félagsins verði varið til uppbygg-
ingar skólahúsnæðis, svo aö skól-
arnir geti sinnt kröfum timans,
veitt nemendum skjól og hlíf I rót-
lausu og sibreytilegu þjóðfélagi.
Vanrækt æska sé glötuð þjóð.
Skoraði fundurinn á foreldra að
taka höndum saman við skóla-
menn I baráttu þeirra fyrir auknu
skólahúsnæöi og betri skólum og
vakti enn á ný athygli stjórnvalda
á gifurlegum húsnæðisskorti
skólanna i Reykjaneskjördæmi,
bæði hvað almennt kennsluhús-
næði snertir og nauðsynlegt fylgi-
rými. Bent var á, að húsnæöis-
vandræði hái nú stórlega allri
skólastarfsemi og skólarnir eigi
verr meö en nokkru sinni fyrr aö
mæta kröfum breytts þjóðfélags,
siauknum kröfum nýs skólakerfis
og samfélagsins um mikilsverða
þjónustuhætti.
Skólar eru yfirfullir, segir i á-
lyktun fundarins, tvi- og þrisettir
og i sumar stofur fjórsett. Mikils-
verðar námsgreinar eru horn-
reka og húsnæðið látið ráða hvort
þær eru kenndar eða ekki. Það
vantar tugi nýrra kennslustofa,
margs konar fylgirými, sem lög
og reglugerðir gera ráð fyrir og
sjálfsagt þykir I nútíma skólum,
vinnuaðstööu fyrir nemendur og
kennara, húsnæði fyrir skóla-
bókasöfn, sex ára deildir, félags-
starfsemi, tónmennt, iþrótta-
starfsemi, sundlaugar og bætta
aðstööu fyrir lögleidda hjálp-
arkennslu, tal og sálfræðiþjón-
ustu. Fundurinn telur, að skól-
arnir geti ekki sinnt mikilsveröu
hlutverki sinu nema að til komi
stefnubreyting af hálfu hins opin-
bera og meira fjármagni verði
varið til skólabygginga og bættr-
ar aöstöðu nemenda og starfs-
fólks.
Fundurinn vekur athygli al-
þingismanna og sveitarstjórnar-
manna á þvi ófremdarástandi,
sem ‘rikir i húsnæðismálum skól-
Framhald á bls. 15.