Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagu* 7. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
„Erum ólmir
í að reyna
Möltubátana99
Segir yfirmaður í
Landhelgisgœslunni
Möltu-skipin eru hraöskreiö og snör i snúningum. tslenskir landhelgisgæslumenn hafa mikinn hug á aft
fá þau liingað og telja aft þau muni henta okkur vel.
Einn úr hópi yfirmanna
hjá Landhelgisgæslunni
haföi samband við blaðið
fyrir helgina og kvað mik-
inn og almennan áhuga
ríkja innan gæslunnar fyrir
Möltubátunum svokölluðu.
„Mér er óhætt að fullyrða
að allur þorri okkar yfir-
mannanna á varðskipunum
er hlynntur þvi að gæslan
útvegi sér eitthvað af þess-
um bátum, og við erum aII-
irólmir i að fá að minnsta
kosti að reyna þá", sagði
þessi heimildarmaður okk-
ar.
Hér er um að ræða hraðbáta,
sem smiðaðir eru á Möltu, og eru
um það bil þrjátiu og þriggja
metra langir og sjö til átta metra
breiðir, stærð 220 tonn, áhöfn
þetta átta-niu manns. Ganghrað-
inn er fjörutiu milur á klukku-
stund eða meira, og er það meira
en tvö faldur hraði varðskipanna.
Þar að auki mætti samkvæmt
fréttum frá eina tiu slika báta
fyrir fjárhæð, sem svaraði verð-
inu fyrir eitt varðskip.
Einhver spyr kannski hvort
slikar smáfleytur þoli stórsjóana
hér við land, en heimildarmaður
okkar skýrði svo frá að hann og
starfsfélagar hans hefðu athugað
það mál gaumgæfilega og komist
að þeirri niðurstöðu, að siðan
fiskveiðilögsagan var færð út
hefði verið hægt að nýta báta af
þessari gerð um sjötiu af hundr-
aði, vegna veðurs. Sökum þess
hve bátarnir eru hraðskreiðir eru
þeir lika fljótir að koma sér i var,
ef veður versnar úr hófi, og ekki
ætti að þurfa að taka fram að
hraði þeirra og snúningalipurð
Greiddi atkvæði með
vinstri fulltrúunum
Það er sannarlega ekki á
hverjum degi, sem pólitlskar
flokksraðir i borgarstjórn riðlast,
en sú varð þó raunin á i fyrra-
kvöld er Sigurlaug Bjarnadóttir
greiddi atkvæði með tillögu
minnihlutans og felldi þar með
tillögu frá Albert Buðmundsyni
sem aðrir flokksbræður hans
greiddu atkvæði.
Tillagan, sem varaforsetinn
leiddi til sigurs svohljóðandi:
Borgarstjórn Reykjavikur
vekur athygli á þvi, að ávallt eru
mörg dæmi þess, að launþegar fái
afhent launaumslög með
kvittunum fyrir greiðslu opin-
berra gjalda eingöngu i stað
launa. Sýnir það m.a. hversu
ranglátt núgildandi innheimtu-
kerfi skatt getur verið.
Borgarstjórn álitur nauðsyn-
legt, að tekið verði upp réttlátara
innheimtukerfi opinberra gjalda.
Telur borgarstjórn, að stað-
greiðslukerfi yrði mun réttlátara
og það mundi koma i veg fyrir að
unnt væri nokkru sinni að taka öll
útborguð laun i skatta. Borgar-
stjórn skorar þvi á rikisstjórnina
að hraða undirbúningi þess, að
Framhald á bls. 15.
SINFÓNÍU-
TÓNLEIKAR
Samkomuhús Háskólans var
nær fullt á fyrstu áskriftartón-
leikum Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar á þessu starfsári, og
fögnuðu menn endurfundum við
hana.
Nokkrar mannabreytingar
hafa orðið hjá hljómsveitinni eins
og alltaf vill verða, e.t.v. eru
þessar breytingar mestar og
bestar hjá sellóunum. Hljóm-
sveitin er upp til hópa skipuð á-
gætis hljóðfæraleikurunum, sem
sumir hverjir eru af einleikara-
gráðu. Er ekki talið að sú sin-
fóniuhljómsveit nái upp á ver-
aldar standard sem hefur ein-
leikara á að skipa við hvert hljóð-
færi? Anægjulegt var að heyra
Jósef Magnússon flauta i
skógarþykkninu hjá F'áni De-
bussys, og átti hann sannarlega
skilið þann þakklætisvott sem á-
heyrendur sýndu honum sérstak-
lega.
Skerfur Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar til þess að ts-
lendingar geti talist sjálfbjarga
þjóð, einnig á sviði hinnar göfugu
tónlistar, verður seint metinn
sem skyldi. Þar leggja margir út-
lendingar hönd að, og megum við
vera þeim harla þakklát. Einn af
þeim sem oft sækja okkur heim til
að flytja okkur brot af söngvum
heimsins, eins og þeir gerast
bestir, er Erling Blöndal Bengt-
son, sem raunar er hálfvegis af
Islenskum ættum, þótt Danmörk
hafi orðið föðurland hans. Það er
hægt að vera stoltur af þvi að
slíkur maður skuli telja sin-
fóniuna okkar þess virði að
setjast á pall hjá henni til að
flytja eitt það erfiðasta af selló-
verkum heimsins, konsert El-
gars, sem nú heyrðist i fyrsta
skipti hér á landi. Konsertinn er
auðheyrilega glæsilegt verk
sem vinnur sennilega á við
frekari kynni. Hljómsveitin mátti
eftir atvikum una við sinn hlut að
baki meistaranum.
Beethoven kallinn hefur lengi
verið vinsæll hjá reykviskum á-
heyrendum Sinfóniunnar, og
brást hann ekki að þessu sinni
framar venju. Vissulega geyma
hinar miklu hljómkviður Beet-
hovens slika ofgnött verðkmæta
— samþjöppun mannlegrar
reynslu og tilfinninga — að það er
spurningin hvort slik verk missa
ekki einhvers við nálægð
annarrar tónlistar? Þarf ekki
Beethoven að standa einn? En 4.
kviðu hans var skilað með prýði.
þótt þvi megi velta fyrir sér hvort
hinn ungi fjörmikli hljómsveitar-
stjóri hefði ekki notið sin betur i
öðrum verkum.
Það var fengur að fá Jacquillat
að tónsprota hinnar islensku sin-
fóniu, og vonandi standa aðrir
hljómsveitarstjórar vetrarins
honum ekki að baki. H.
væru miklir kostir i viðureign við
landhelgisbrjóta.
,,Það er lika mikill kostur við
þá að þeir sjást illa i radar, vegna
þess hve litlir þeir eru”, ságði
heimildarmaður okkar. ,,En nú
er radarinn orðinn svo fullkominn
að landhelgisbrjótar sjá okkur
kannski i tólf milna fjarlægð og
eru svo farnir sina leið þegar
varðskipin koma á vettvang.
Okkur finnst mikilvægan hlekk
vanta i gæsluna. Þótt flugvél sjái
landhelgisbrjót og tilkynni okkur
um hann, er aldrei aö vita nema
við séum það langt frá að þeir séu
horfnir út i buskann, þegar við
loksins komumá vettvang. Möltu-
bátarnir ættu að geta orðið slikur
hiekkur, sökum þess hve hrað-
skreiðirþeireru”.
„Hversvegna eru þessir bátar
þá ekki keyptir?”
„Það er svo að sjá að forstjóri
Landhelgisgæslunnar hafi ekki
gert sér nógu góða grein fyrir þvi
hvers hún þarf með, og forsætis-
og dómsmálaráðherra byggir
•sinar ákvarðanir á upplýsingum,
sem hann fær hjá Pétri. Mér
skilst hann hafi sagt Ölafi, að
þessir bátar séu ekki nógu góðir”.
Einn kosturinn enn við báta
þessa, sem hægt er að vopna með
ýmislegu móti, er samkvæmt
upplýsingum umrædds yfir-
manns hjá gæslunni sá, að með
þeim hefðum við fengið vopn i
þorskastriðinu, sem Bretar ættu
engan leik gegn. En ekki þýðir að
treysta á svo smáa báta nema
hægt sé að stefna þeim i var i ill-
viðrum, og að sjálfsögðu eiga
Bretar ekki þess kost meðan deil-
an stendur. Heimildarmaður okk-
ar kvað Norðmenn hafa notað
svipaða hraðbáta með góðum
árangri við gæslu sinnar land-
helgi, og væru þeir bátar þó held-
ur minni en þessir.
„Þessir bátar gætu orðið okkur
ómetanlegir við að tengja saman
eftirlitið i lofti og á sjó”, sagði
þessi yfirmaður i gæslunni.
BERKLAVARNADAGUR
sunnudagur 7. október 1973
Merki dagsins kostar 50 kr. og blaðið „Reykjalundur” 50 kr.
Merkin eru tölusett og gilda sem happdrættismiðar. Vinningur er
8mm. super kvikmyndatöku- og sýningartæki.
Afgreiðslustaðir merkja og blaða i Reykjavik og nágrenni:
Seltjarnarnes:
Skáiatún,
simi 18087.
Vesturbær:
Fálkagata 28,
simi 11086.
Miðbær:
Skrifstofa S.Í.B.S.,
Suðurgötu 10,
simi 22150.
Grettisgata 26,
simi 13665.
Austurbær:
Bergþórugata 6B,
simi 18747.
Skúlagata 64, 2. hæð,
simi 23479.
Stigahlið 43,
simi 30724.
Laugarneshverfi:
Hrisateigur 43,
simi 32777.
Rauðalækur 69,
simi 34044.
Iláaleitishverfi:
Háaleitisbraut 56,
simi 33143.
Heimar, Kleppsholt
og Vogar:
Kambsvegur 21,
simi 33558.
Nökkvavogur 50,
simi 34192.
Sólheimar 32,
simi 34620.
Smáibúðahverfi:
Háagerði 15,
simi 34560.
Langagerði 94,
simi 32568.
Breiðholtshverfi:
Skriðustekkur 11,
simi 83384.
Tungubakki 28,
simi 85248.
Kópavogur:
Hrauntunga 11,
simi 40958.
Langabrekka 10,
simi 41034.
Vallargerði 29,
simi 41095.
Hafnarfjörður:
Lækjarkinn 14,
Þúfubarð 11,
Reykjavikurvegur 34.
SÖLUBÖRN KOMI KL. 10 ÁRDEGIS.