Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.10.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1973. uoanumN MALGAGN SÓSiALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan óiafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Hitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. BÁLKESTIR CHILE „Hryðjuverkin i Chile halda áfram. Herforingjastjórnin lætur drepa fleiri og fleiri. Það berast fréttir um misþymring- ar og miskunnarlausan hernað til að brjóta niður alla mótstöðu. Á hinn villi- mannlegasta hátt svala herforingjarnir hatri sinu á byltingu sósialismans, sem ef til vill stóð fyrir dyrum i Chile. Við i öðrum löndum stöndum agndofa sem vitni að at- burðum, sem um alla framtið munu halda á lofti smán herforingjastjórnarinnar. En sú kemur tið, að Chile mun risa úr ösku, með hjálp og aðstoð annarra þjóða. Og þá má enginn hlifast við að sækja her- foringjaklikuna til fullrar saka. Ekki leikur vafi á, að Bandarikin bera að sinum hluta ærna sök á, að upp er kom- in ógnaröld i Chile. Þeir sömu Bandarikjamenn óska nú eftir samningum um aukna og meira bindandi samvinnu við okkur i Vest- ur-Evrópu. Ekki sist af þeim ástæðum höfum við vissulega rétt til að krefja bandarisk stjórnvöld sagna um raunverulega stefnu þeirra gagnvart rikjum þriðja heimsins og þá ekki sist i Suður-Ameriku. Þeir i Washington gera nú tillögur um nýjan Atlantshafssáttmála. Það eru notuð stór orð um sameiginlegt frelsi, sjálfsákvörð- unarrétt þjóða, félagslegar framfarir og En þó að nafn Chile brenni hverjum ær- legum manni i brjósti um allan heim á þessum vikum, þá hefur svo skipast hér á íslandi að ýms dagblaðanna með Morgun- blaðið i fararbroddi hafa ekki látið sér koma það ýkja mikið við hver væri sök Bandarikjanna á hörmungum ibúa Chile, en fjargviðrast þeim mun meira út af þvi að útvarpsráð á íslandi skyldi leyfa sér að gera athugasemd við fréttaskýringar ein- stakra starfsmanna rikisfjölmiðla varð- andi valdaránið. Reynt hefur verið að kynda upp pólitiskt moldviðri gegn meirihluta útvarpsráðs, en tillögunni frægu greiddu atkvæði i út- samvinnu við þróunarlöndin. En slika sameiginlega yfirlýsingu okkar og Banda- rikjanna getum við ekki skrifað undir meðan Bandarikin arðræna svo sem raun ber vitni riki Suður-Ameriku, og voru staðin að þvi að beita Chile harðvitugum efnahagsþvingun meðan Allende var við völd, en styðja núverandi ógnarstjórn i Santiago. Hvar má maður eiga von á, að næst verði gripið inn i?” Þessi tilvitnuðu orð hér að ofan eru hvorki úr Þjóðviljanum né Morgunblað- inu. Þau eru tekin upp úr forystugrein þess borgarablaðs á Norðurlöndum, sem kunnast er á íslandi, og ætla má að Morgunblaðið hafi allt til þessa talið i hús- um hæft. Þau standa i forystugrein danska blaðsins „Politiken” þann 27. sept. s.l. Hvenær rennur sá dagur, að þeim sem hafa Morgunblaðið fyrir bók bóka verði birtur slikur dómur um forysturiki auð- valdsins á siðum þess blaðs? Þær vikur sem liðnar eru siðan löglegri stjórn lýðræðissinnans og marxistans All- ende var steypt af stóli i Chile, en við völd- um tók herforingjaklika fasistiskra leppa bandariskra auðhringa, þá höfum við fengið að heyra ýmsar fréttir frá þessu fjarlæga landi. Það eru fréttir um það, hvernig vopnað- ir hermenn fasistanna ganga hús úr húsi i varpsráði allir útvarpsráðsmenn, sem á fundi voru, nema einn herramaður, sem er á launum hjá höfuðstöðvum NATO i Brussel. Útvarpsráð var ekki með samþykkt sinni að framkvæma neina ritskoðun, eins og ihaldsblöðin og ýmsir ruglarar vilja vera láta, heldur að gegna þeirri lögboðnu skyldu sinni að láta sig það einhverju varða hvort fréttamenn sem gengist hafa undir að gæta hlutleysis i fréttaflutningi geri sig seka um grófustu brot. „Fullvist má telja að hinir öfgafyllri andstæðingar borgaraflokkanna muni ekki sætta sig við valdarán hersins”. Slik fátækrahverfum Santiagó og vitt um land- ið til að draga á aftökustað, undir öxi, alla þá, sem leyfðu sér að ganga fram fyrir sjöldu i stórkostlegustu tilraun sem gerð hefur verið á meginlandi Suður-Ameriku til að bægja hungurvofunni frá dyrum miljónanna sem arðránsklær auðhring- anna halda i heljargreip sinni, svo að þriðja hvert barn sem fæðist deyr áður en það nær eins árs aldri, en sjúkdómar, ör- birgð og menntunarleysi fylgja i blóði- drifna slóð bandarisku ófreskjunnar, hringavaldsins sem nærist á neyð miljón- anna. Það eru fréttir um það, hvernig þjóð- villtir menn með vopn i hönd fara hús úr húsi meðal örsnauðra verkamanna og bænda, sem sumir hafa lært að lesa á valdatima Allende, en aðrir eru enn ólæs- ir, til að leita uppi og færa á bál hverja þá bók eða blað, sem kveikt gæti siðar vonar- neista mitt i örvæntingu og neyð — vonar- neista um að þeir sem i dag liða undir ógn- arhæl harðstjórnarinnar kunni siðar, eða synir þeirra og dætur, að ná að risa upp til sigurs mannsins yfir óvini mannsins, auð- valdi og hervaldi. Bækur ástsælasta skálds Chile, nóbels- verðlaunahafans Pablo Nerunda, sem segja má að hafi fylgt félaga sinum All- ende i dauðann, loga glatt i dag á bálköst- um valdaræningjanna, en siðar munu þær kveikja nýja elda. voru orð fréttaskýranda rikisútvarpsins i þætti þeim sem útvarpsráð leyfði sér að gera athugasemd við. Sem sagt þeir sem ekki sætta sig við valdaránið skulu heita öfgafullir andstæðingar, ekki fasismans, heldur borgaraflokkanna. Það er munur að vera borgari. Um það skal ekki dæmt hér hvort botn- laus fáfræði eða dollaraglýja á sök á þeim málflutningi, sem fáir fréttamenn útvarps og sjónvarps buðu upp á um valdaránið og þróun mála i Chile, en sem betur fer eru þau viðhorf, sem slikur málflutningur hlýtur að byggja á að daga uppi i flestum nálægum löndum, samanber forystu- greinina úr Politiken, sem vitnað var til hér i upphafi. FÁFRÆÐI EÐA DOLLARAGLÝJA „Öllum er það löngu Ijóst...” og minni- hlutanum löngu á undan Albert, að: Átak þarf í málefniun aldraðra í Reykjavík Tillögum sé ekki stungið undir stól félagsmálaráðs „Ollum er það löngu Ijóst, að átak þarf að gera í byggingamálum aldraðra sem allra fyrst, til þess að bæta úr þeirri brýnu þörf fýrir elli- og hjúkrunar- heimili í borginni." Þannig hefst tillaga, sem Sjálf- stæðisflokksfulltrúinn Al- bert Guðmundsson lagði nýlega fyrir borgarráð, en fékk að vísu ekki af- greidda, og kom fyrir borgarstjórn í fyrrakvöld. — Betur að svo hefði ver- ið, sagði Adda Bára Sigfús- dóttir borgarfltr. Alþýðu- bandalagsins um þessi upp- hafsorð og minnti á, að tii- lögum minnihlutans um at- hafnir til úrbóta í málefn- um aldraðra hefði verið vísað til félagsmálaráðs, þar sem þær hefðu enn enga afgreiðslu hlotið, hvað þá komið aftur til af- greiðslu borgarstjórnar. — Ég hlýt að minna borgar- stjórn á, sagði Adda Bára, að hún fól félagsmálaráði með 15 sam- hljóða atkvæðum og kurteisleg- um orðum tvær tillögur frá borgarfulltrúum vinstri flokk- anna, sem áttu að leiða til úrbóta i málefnum aldraðra og bæta fyrir þær vanrækslusyndir, sem við höfum á bakinu. Þessar tillögur hafa enn enga afgreiðslu hlotið i félagsmálaráði og beini ég nú þeirri eindregnu tillögu til borgarstjóra, að hann sjái svo til, að borgarstjórn geti fjallað um þær tillögur samtimis þeirri, sem hér liggur fyrir frá Alberti Guð- mundssyni. Minnti hún á, að þessum tillög- um minnihlutafulltrúanna var visað til félagsmálaráðs i desem- ber i fyrra og krafðist að félags- málaráð fjallaði um þær, svo hægt væri að taká þær fyrir i borgarstjórn um leið og tillögu Alberts. Lítil heimili Fyrri tillaga minnihlutans, sem Adda Bára las upp, var um að borgarstjórn fæli félagsmálaráði að vinna að þvi að koma upp litl- um heimilum, t.d. 8-12 manna, fyrir fólk á ýmsum aldri, sem ættu erfitt uppdráttar, en gætu veriðsjálfbjarga einstaklingar að miklu eða öllu leyti, ef þeir ættu kost á notalegu og öruggu heimili. Með þessari tillögu væri ætlast til að gerð yrði tilraun til nýs forms og komið til móts við hug- myndir, sem studdar væru gam- alli reynslu, að hinir gömlu og þeir sem yngri væru hefðu gott af návist hvers annars. Lögð væri áhersla á að heimilin væru litil og -notaleg i einskonar pensjónats- formi og heföi slik lausn átt að geta leyst vanda einhverra aldraðra og einhverra yngri ein- staklinga. Of lítið gert Aðaltillaga vinstri fulltrúanna um úrbætur var hinsvegar mun viðtækari og svohljóðandi: „Borgarstjórn ályktar, að enn sé allt of litið gert af opinberri hálfu öldruðu fólki i borginni til hagsbóta. Félagsleg aðstoð og þar með bætt starfsaðstaða þess er enn mjög ófullnægjandi, enda þótt nokkuð hafi þokast áfram siðustu ár. Það hlýtur að vekja nokkra furðu, að Reykjavikurborg hefur aldrei fram á þennan dag reist né rekiöelliheimili, og hefur þó þörf- in á þvi sviði verið mjög mikil. Borgin hefur heldur ekki i telj- andi mæli mætt þeirri knýjandi nauðsyn, sem er á hjúkrunar- heimilum fyrir sjúkt og aldrað fólk. Borgarstjórnin telur þvi brýnt, í.að undirbúin verði bygging dvalarheimilis fyrir aldraða, sem hafa fótavist. 2. að komið verði á fót dagvistar- stofnun aldraðra, sem að öðru leyti dvelja i heimahúsum. 3. að ibúðaþörf aldraðra verði könnuð i þeim tilgangi að fá úr henni bætt hiö fyrsta. 4. að félagsleg aðstoð við aldrað fólk verði aukin og aðstaða þess til starfs við hæfi verði bætt.” Fyrir þesssari tillögu gerði Steinunn Finnbogadóttir ýtarlega grein á sinum tima fyrir hönd vinstri fulltrúanna,og var tillög- unni vel tekið i borgarstjórn og visað áfram til félagsmálaráðs, en þar virðist henni hafa verið stungið undir stól, amk. hefur ráðiðekkí til þessa skilað umsögn til borgarstjórnar. Hróp úr eyðimörkinni 1 tillögu Alberts Guðmundsson- ar, sem lögð var fyrir borgarráð 11. september sl. meðan borgar- stjórnarfundir lágu niðri i sumar- leyfum, er visað til skrifa for- stjóra Elliheimilisins Grundar um byggingamál aldraðra og Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.