Þjóðviljinn - 14.10.1973, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1973.
Fyrra misseri 9. starfsárs Kvik-
myndaklúbbsins hefst n.k. föstu-
dag og laugardag.
Það er ekkert launungarmál,
aö menntaskólanemar hafa átt I
erfiöleikum meö að halda klúbbn-
um lifandi þar sem aðsókn hefur
ekki verið sem skyldi. En í staö
þess að gefast upp koma þeir nú
margefldir til leiks á þessu
hausti. Menntaskólarnir þrir i
Reykjavik og Menntaskólinn á
Akureyri hafa nú sameinast um
þennan bráönauðsynlega þátt i
hans sem hér er sýnd, enda þótt
hann hafi grasserað i nágranna-
löndunum nokkur undanfarin ár.
Þá er og stórkostlegt að fá hingað
svo nýja Blanche eftir Pólverjann
Borowczyk, en klúbburinn hefur
áður sýnt eftir hann Goto.
Hér á eftir verður fjallað stutt-
lega um breska kvikmyndahöf-
undinn Peter Watkins en mynd
hans, Punishment Park, verður
sýnd næsta föstudag kl. 10,30 f.h.
og laugardag kl. 2 i Laugarásbiói.
Watkins er ekki alveg óþekktur
hérlendis. Fyrir nokkrum árum
Kvikmynda-
klúbbur
,W.R. Leyndardómar fullnægingarinnar”. Frá Júgóslavlu 1971, ein umtalaðasta kvikmynd seinni ára.
um, og myndin lýsir leik nr. 254,
milli vestrænna bandamanna
annars vegar og Kinverja hins
vegar. Leikurinn er háður i al-
þjóðlegu friðarmiðstöðinni i
Stokkhólmi”. Myndin er tekin i
litum af meistaranum Peter
Suschitzky, en hann hefur tekið
áðurnefndar myndir Watkins.
Punishment Park er nýjasta
dæmisaga Watkins um þjóðfélag
framtiðarinnar. Og enn sem fyrr
’oýr hann hugmyndir sinar i bún-
ing heimildarmyndar, i þetta sinn
vestur i Bandarikjunum.
Stjórnin þar hefur fundið upp
nýja aðferð til að refsa ákveðinni
tegund afbrotamanna, þ.e. svörn-
um óvinum bandariska kerfisins,
liðhlaupum, friðarsinnum, æs-
inga-og uppreisnarmönnum, sem
sakfelldir hafa verið af borgara-
legri nefnd. t staðinn fyrir fang-
elsisdóm, allt frá fimm árum til
lifstiðar fangelsisvistar, er þeim
gefinn kostur á þriggja daga vist i
„Punishment Park”. Þjóðrefsi-
garður þessi er viðáttumikil eyði-
mörk og fjalllendi þar sem fjöl-
mennt lögreglulið, búið tækni nú-
timans, hefur þann starfa að elta
fangana uppi, veiða þá! Leikregl-
urnar felast i þvi að ná banda-
riska fánanum, sem sagður er
vera i 50 milna fjarlægð, án þess
að nást og áður en timinn er út-
runninn. En möguleikarnir á
undankomu eru nær engir.
„Bandarikin eru miklu lengra
leidd en ég hafði nokkurn timann
getað imyndað mér. Atburðir
mun alvarlegri en þessir munu
eiga sér stað eftir fáein ár”, segir
Watkins. Punishment Park hefur
verið kölluð besta verk hans.
Væntanlega verður fjallað um
aðrar myndir Menntaskóla-
klúbbsins seinna i vetur. Fyrir
aöra en menntaskólanema verða
skirteini fáanleg siðar i vikunni i
Bóksölu stúdenta og i Bókabúð
Braga.
Þ.S.
menntaskólanema
Stórveldin i austri og vestri, hlut-
laus og ekki hlutlaus, gera sér
ljósa hættuna á gereyðingarstyrj-
öld og þau reyna að koma i veg
fyrir hana með þvi að beina
striðseðli mannsins inn á brautir
menningarlifinu. Sýndar veröa
fleiri kvikmyndir en nokkru sinni
fyrr og er myndalistinn hinn
girnilegasti. Þar skiptast á spán-
nýjar myndir og svo sigildar eldri
myndir, m.a. tvær Tati-myndir
sem Laugarásbió lánar, en þang-
að flytur klúbburinn i haust úr
Gamla biói. Annars litur listinn
þannig út:
1. Punishment Park
(Peter Watkins, USA 1972).
2. Don’t Look Back
(Pennebaker, Engl. 1965).
3. Jörð
(Dovzhenko, Rússl. 1930).
4. W.R. Leyndardómar
fullnægingarinnar
(Dusan Makavejev, Júgósl.
1971).
5. Rauða blaðran
(Lamorisse, Frakkl. 1955).
Núll I hegðun
(Jean Vigo, Frakkl. 1933).
6. Trash
(Andy Warhol, USA 1971).
7. Frændi minn
(J. Tati, Frakkl. 1958).
8. Playtime
(J. Tati, Frakkl. 1970).
9. Blanche
(Walerian Borowczyk,
Frakkl. 1971).
10. Sigur viljans
(Leni Riefenstahl. Þýskal.
1936).
11. Viridiana
(Luis Bunuel, Spánn 1961).
12. Óákveðin sýn.
(ef til víll Keaton-mynd).
Þetta er óneitanlega fjölbreytt-
ur listi. Mestum tíðindum þykja
mér sæta sýningar á Punishment
Park, ,,Leyndardómum” Júgó-
slavans Makavejev og svo Trash
eftir Warhol sem er fyrsta mynd
sýndi M.R.-klúbburinn The War
Game.sem var upphaflega gerð
fyrir breska sjónvarpið, en var
aldrei sýnd þar. Myndin lýsir i-
mynduðu kjarnorkustriði i Bret-
landi, þ.e.a.s. þeim hörmungum
sem dynja yfir almenna borgara i
tveim héruðum landsins. Höfund-
ur byggir lýsingu sina á skýrslum
lækna og annarra sérfræðinga frá
Hirosima, Nagasaki, Dresden og
fleiri stöðum. Hann sýnir fólkið
ekki aðeins likamlega meitt og
limlest, heldur og andlega bækl-
að. Afleiðingar sprengjunnar eru
óendanlega hryllilegar. Og til
hvers eru hinar kostnaðarsömu
almannavarnir á svona timum?
Myndin er svo skelfileg, þvi
maður trúir i rauninni að þetta sé
hin sanna lýsing, þe. hún er gerð
sem heimildarmynd. Bann sjón-
varpsins og deilur þær sem
myndin vakti urðu einhver besta
auglýsing sem hún gat fengið.
T.d. var hún sýnd hálft ár sam-
fleytt i London, og áætlað er að
þrjár miljónir manna hafi séð
hana i Bretlandi. The War Game
hlaut Oscarsverðlaunin sem
besta heimildarkvikmyndin 1967.
Næsta mynd Watkins er Privi-
lege.sem Laugarásbió sýndi und-
ir nafninu „Poppsöngvarinn”.
Sárafáir munu hafa séð þessa
mögnuðu mynd, sem er hrottaleg
ádeila á „kerfið”, múgæsingu og
auglýsingabrjálæði en þó fyrst og
fremst á breska þjóðfélagsbygg-
ingu. Urðu margir aðilar i Bret-
landi sárlega móðgaðir yfir hinni
ósvifnu árás.
„Skilmingaþrælarnir” var gerð
i Sviþjóð 1969; striðsleikur sem
gerist i framtiðinni. Þar segir frá
tveim smáum hernaðareindum
sem heyja strið sin á milli. Þessu
striði er mjög nákvæmlega
stjórnað af rafeindaheila, en yfir
öllum leiknum er alþjóðleg nefnd,
I henni eru m.a. Sviar. En þetta
fyrirfram þrælskipulagða strið er
truflað þegar mannlegt eðli og ó-
útreiknanlegar tilfinningar kom-
ast framhjá eftirlitinu. — Eng-
lendingur verður ástfanginn af
kinverskri stúiku. Watkins:
„Skilmingaþrælarnir er hroðaleg
satira sem gerist i náinni framtið.
sem unnt er að hafa eftirlit með.
Það er stofnuð alþj(';ðleg nefnd á
vegum Sameinuðu þjóðanna sem
á að sjá um leika milli úrvals her-
fylkja frá öllum löndum. Leikar
þessir, sem eru háð.r alveg til
dauða, kallast „friðarleikar”.
Þeim er sjónvarpað um allan
heim (um gervitungl) og eru á-
lika vinsælir og bardagar skilm-
ingaþrælar.na i Róm til forna eða
knattspyrnuleikir •aútimans.
Leikarnir fara fram i sérstökum
miðstöðvum i hlutlausu löndun-
A flótta I refsigarði Bandarikjastjórnar.
Kvik-
myndir
l ——