Þjóðviljinn - 14.10.1973, Page 3

Þjóðviljinn - 14.10.1973, Page 3
Sunnudagur 14. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Húsmæftraskóli Suðurlands aft Laugarvatni. Aðsókn að húsmæðra skólumim minnkandi — Enda veita þeir hvorki starfs- réttindi né aðgang að framhaldsnámi Aðsókn að húsmæðra- skólum landsins fer greini- lega minnkandi, og hefur í heild fækkað allmikið í þeim, að ví er Björn Magnússon fulltrúi í menntamálaráðuneytinu sagði Þjóðvil janum. Kemur þetta varla neinum á óvart, því hús- mæðraskólar í núverandi formi svara tæpast kröfum tímans og veita engin rétt- indi að námi loknu, hvorki til starfs né framhalds- náms. Líggur nú fyrir alþingi frv. til laga um að breyta húsmæðraskól unum í heimilisfræða- eða hús- stjórnunarskóla. Að þvi er Björn Magnússon sagði virðist einsýnt að hús- mæðraskólarnir eru of margir með sama rekstrarformi, þ.e. vetrarnámi i matargerð, bakstri og hannyrðum, og hefur i heild fækkað allmikið i þeim. Hafði hann ekki fengið endanlegar tölur frá öllum skólunum, en fækkað hafði t.d. bæði á Laugar- Fagur garður A undanförnum árum hefir Rótarýklúbburinn Görðum veitt viðurkenningu fyrir fagran og vel hirtan garð á félagssvæði klúbbsins. A þessu ári veitti klúbburinn þeim hjónunum önnu og Sigurði Haukdal viður- kenningu fyrir fagran og vel- hirtan garö við hús þeirra hjóna að Lindarflöt 24 Garðahreppi. vatni og að Varmalandi og mjög mikið á Staðarfelli. Hinsvegar hefur verið góð aðsókn að námskeiðum þeim, sem sumir húsmæðraskólanna', einkum á þéttbýlissvæðunum, hafa efnt til i ákveðnum greinum i lengri eða skemmri tima. Byggir húsmæðraskólinn á Akureyri t.d. orðið upp mestallt starf sitt á námskeiðum og á Isafirði er einnig farið að starfrækja mikið af námskeiðum. Er algengt að kennarar húsmæðraskóla á þétt- býlisstöðum kenni jafnframt hannyrðir og hússtjórn við gagn- fræðaskólana. Alls eru nú 11 húsmæðraskólar starfandi á landinu. Fyrirhugaðar breytingar Lengi hefur verið ljóst, að nauðsylegt væri að breyta á ein- hvern hátt rekstri húsmæðraskól- anna og marka þeim hlutverk i nútima þjóðfélagi. Var skipuð nefnd haustið 1971 til endurskoð- unar á lögum um húsmærða- fræðslu og Húsmæðrakennara- skóla tslands og skilaði hún áliti i mars s.l., sem strax var lagt fram sem lagafrv. á þingi til kynning- ar. Formaður nefndarinnar var Steinunn Ingimundardóttir skóla- stjóri á Varmalandi og sagði hún i viðtali við Þjóðviljann, að aðal- breytingin sem fælist i tillögum nefndarinnar væri að húsmæðra- skólarnir kæmu inn i almenna skólakerfið og störfuðu i beinum tengslum við það. Samkvæmt tillögum nefndar- innar er haldið i grundvallarat- riðum hlutverki húsmæðraskól- anna, sagði hún, þe. að búa nemendur undir hirðingu og um- önnun heimilis og fjölskyldu, en jafnframt er gert ráð fyrir undir- búningi undir störf og þjónustu i hússtjórnargreinum og félags- málum. Það er aðalbreytingin, framhaldsnám i æðri skólum, t.d. kennaraskólum, félagsmála- skólum fóstruskólum, hjúkrunar- skólum, hótelskólum o.s. frv. Fyrir bæði kynin Miðað er við að skólarnir verði opnir báðum kynjum og breyti um nafn, verði kallaðir heimilis- fræðaskólar eða hússtjórnarskól- ar. 1 tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir 36 vikna starfstima á lægsta stigi heimilsfræðaskóians, en siöan sé stofnað til framhalds- náms i hússtjórnar- og heimilis- fræðum fyrir þá, sem hyggjast veita forstöðu mötuneytum og viststofnunum. Steinunn sagði, að nefndin áliti skóiana of marga nú og nægi- legt yröi aö starfrækja sem grunnskóia i heimilisfræðum 3-4 skóla, sem tækju við nemendum að skyldunámi loknu, þannig að þetta yrði i rauninni ein af námsbrautum gagnfræðanáms- ins. Til að nemendur heimilisfræða- skólans ættu tryggan aðgang að framhaldsnámi yrði jafnframt að skera burt nokkuð af núverandi námsefni húsmæðraskólanna, eins og vefnað og fleiri hannyrðir, en taka inn i staðinn kjarna- greinar eins og islensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Þeir sem sérstakan áhuga hefðu á hannyrðum gætu þá haldið áfram námi i handiðskólum, en aðrir tekið framhaldsnám i hússtjórn. Auk tillagnanna um heimilis- fræðaskóla á gagnfræða- og framhaldsskólastigi gerði nefnin tillögur um rekstur Hússtjórnar- kennaraskóla íslands, sem þá kæmi i stað Húsmæðrakennara- skólans. — vh innlend Sauðárkrókur Mjög mikil atvinna hefur verið á Sauðárkróki i sumar. Unnið er að byggingu sláturhúss og er fyrsta áfanga að ljúka um þessar mundir og slátrun hafin. Mikill kraftur er i byggingu ibúðar húsnæðis á Sauðárkróki og nú ný- lega var lokið við að undirbúa lóð- ir i nýju hveri uppi á brekkum (Birkihlið),- þar er gert ráð fyrir að risi um 40-50 ibúðir. A þessu svæði eru nú þegar um 30 hús. Mikill skortur er á iðnaðarmön- um á Sauðárkróki og hefur það m.a. birst i þvi, að ekki hefur reynst mögulegt að vinna við heimavist Gangfræðaskólans á þessu sumri né heldur við endur- nýjun á frystihúsinu. Afli togskipanna frá Sauðár- króki hefur verið með ágætum og mikil vinna i frystihúsinu. Innan skamms bætist enn skip i flota Sauðkræklinga, skutskipið Skafti. Framkvæmdir á vegum bæjar- ins hafa verið miklar i sumar. Lögð hefur verið ný vatnsveita til staðarins og fæst nú mun betra vatn en áður var. Þessar fram- kvæmdir munu hafa kostað um 18 mkr. Heitavatnslögn hefur verið lögð að hafnarsvæðinu og i nýja sláturhúsið. A Sauðárkróki er gnægð heits vatns. A næsta ári eru fyrirhugaðar töluverðar framkvæmdir i vegamálum, t.d. stendur til að malbika við höfnina á athafnasvæði frystihússins. Unnið er að gerð flugvallar vestan við Vesturós og hefur ver- ið unnið aö sanddælingu i sumar. A þessum stað er möguleiki á mjög löngum brautum. I bæjarpólitikinni á Sauðárkróki hafa verið töluverðar sviftingar aö undanförnu. Marteinn nokkur Friðriksson mun hafa verið pott- urinn og pannan i þeim leik. Annars er þvl þann veg farið með Framsóknarmenn I þeim bæ Sauðárkróki, að þeir þola illa frið og berjast fremur innbyrðis en að sitja á friðarstóli. Skagaströnd A Skagaströnd er nú verið að koma upp 1000 ferm. húsnæöi fyrir rækjuvinnslu. 1 þessu húsnæði er gert ráð fyrir aðstöðu til niðurlagningar og niðursuðu. Vélar eru frá Noregi. Þessar framkvæmdir munu kosta i kringum 30 mkr. Forráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að geta tekið þetta nýja húsnæði i notkun á næsta ári. Skagstrendingar eiga von á nýjum skuttogara frá Japan um miðjan október. Það skip ber heitið Arnar. Nú eru i smfðum á Skagaströnd 12 ibúðarhús og er skortur á iðnaðarmönnum á staðnum. Töluverðar framkvæmdir eru á vegum hreppsfélagsins. Unnið hefur verið að þvi að undirbyggja götur og gert er ráö fyrir að setja oliumalarslitlag á þær á næsta sumri. Borað hefur verið fyrir neyslu- vatni i um 4 km fjarlægð frá staönum. Þar fæst mjög gott vatn, en áður urðu Skag- strendingar að nota yfirborðs- vatn. Vonir standa til þess á Skaga- strönd, að i haust verði unnið fyrir ca. 10 mkr. við hafnar- garðinn, sem orðinn er lélegur. Fyrirhugað er að styrkja garðinn með grjóti, en það verða Skag- strendingar aðsækja um 20-30 km vegalengd. A Skagaströnd er barna- og miðskóli, sem tekur til starfa um mánaðamót. Skólastjóri er Jó- hanna Kristjánsdóttir. Hofsós A Hofsósi tengja menn miklar vonir við togskipið Skafta, sem útgerðarfélagið Nöf á i samlagi viö Útgeröarfélag Skag. á Sauð- árkróki. Skiptið er væntanlegt um næstu helgi frá Noregi og er til- búiö á veiðar. Skafti er á stærð við skuttograna frá Japan, um 8 mánaða gamall og kostar með öllu ca. 140 mkr. Byggingarframkvæmdir hafa verið með mesta móti i sumar á Hofsósi. Unnið hefur veriö við félags- heimilið og skólahúsið. Nú hafa þrir hreppar sameinast um skóla- hald á Hofsósi, þ.e.a.s. Hofsós hreppur, Hofshreppur og Fellshreppur. Einhver vöntun mun vera á kennaraliði. Skólastjóri er Garð- ar Jónsson. A Hofssósi er starfrækt sauma stofa á vegum SIS og Kaupfélags Skagfirðinga. Um þessar mundir eru einkum saumaðir fánar á stof unni, en vonir standa til þess að fjölbreytnin aukist nokkuð i framtiðinni. (Mjölnir) HÚSMÆÐUR A SUÐURNESJUM FINNST YKKUR ÞIÐ VERA 1 SPORUM ÞESSARAR KONU? EF SVO ER, ÞÁ LÍTIÐ INN Á ÓDÝRA MARKAÐINN AÐ HAFNARGÖTU 21, KEFLAVÍK. VIÐ MUNUM KAPPKOSTA AÐ BJÓÐA YÐUR ALLAR HELSTU NÝLENDUVÖRUR Á HAGSTÆÐARA VERÐI EN ÞEKKST HEFUR. OPNUNARTIMI: 13.00—17.30 mánudag til föstu- dags, laugardaga: 09—12.00. SKOÐIÐ, SJÁIÐ, SANNREYNIÐ! Mikiö fyrir lítiö. Ódýri markaðurinn. KYNDILL HF. Hafnargötu 21. Keflavík. Sími 2042.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.