Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 14. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 HJÁ ÍSAFOLD ÍÁR : Vestmannaeyj abækur, Gunnar á Hlíðarenda og Brynjólfur biskup meðal annars sem dæmi um það misrétti, sem birtist i launalið búvöruvisitölunnar, þar sem kaup konunnar er miðað við Framsóknartaxta, en kaup bóndans er miðað við tekjuhærri starfsstéttir, og var það að öllu leyti rétt með farið. Hinu mætti svo bæta við, sem er enn verra, að vinnutimi bændakvenna við rekstur búanna er áreiðanlega mjög vanreiknaður. Fátt er svo með öllu illt, að ékki fylgi nokkuð gott. Sökum þess að bændakonurnar eru þannig hlunnfarnar, fá hús- mæður bæjanna mjólkina, kjötið, smjörið og rjómann svolitið ódýrara en verða myndi væri dæmið rétt reiknað. Mættu þær i Húsmæðrafélagi Reykjavikur minnast þess, áður en þær leggja af stað i næstu kröfugöngu. Af þessu leiðir svo hitt, að verð- bólguskrúfan snýst ofurlitið hægar fyrir vikið. Þannig gerist það, næstum eins og samkvæmt drottinlegri ráðs- ályktun, að húsmæður sveitanna taka á sinar veiku og vinnulúnu herðar riflega systurpartinn af þeim verðbólguþunga sem kyn- systur þeirra með breiðu bökin stynja svo mjög undan. Snilldarverk Eftirminnilegasti atburður i út- varpinu á þessu sumri er að minu viti þáttur borsteins ö. Step- hensen um Seðlabankann og Arnarhólinn. Hann var snilldar- verk frá upphafi til enda. Fyrst rakti hann gang málsins i hæfi- lega háðslegum tón og greindi frá viöbrögðum hinna ýmsu mektar- manna, og hvernig þeir reyndu að koma sökinni af sér og yfir á ein- hvern annan. Svo var eins og slaknaði i bili á spennu sögunnar. Maður var jafnvel farinn að halda, að Seðla- bankinn hefði hlotið fullnaðaraf- greiðslu. Fyrirlesarinn fór að rifja upp ýmislegt um útvarpið og veru sina þar og viðskipti stofnunarinnar við ráðamenn þjóðarinnar fyrr og siðar. En það var meira blóð i kúnni. Höfundur var aðeins aö safna kröftum og brýna vopin undir lokasóknina. Sú hönd skal visna, sem hreyfir þennan hól. Þorsteinn hefir verið gagn- rýndur fyrir þessa bölbæn. Þátturinn, sem listræn ádeila og heilög krossferð, til varnar Arnarhóli, hefði misst marks og orðið eins og halaklipptur hundur, hefði þessu verið sleppt. Hitt þarf svo ekki að efa, að þeir, sem hafa kastað steini að Þorsteini, sakir bölbænarinnar, er þeir svo kalla, muni hafa lagst á bæn og beðið himnaföðurinn, að Jóhannes Nordal fái að halda höndum sinum baðum óvisnum, og að þeirra bænir verði frekar heyrðar, en bæn borsteins. Hér er þvi engin hætta á ferðum. Sennilega eru þeir nú hættir að sprengja þarna við hólinn, að minnsta kosti hafa morgunþulir útvarpsins ekki getið um neitt slikt nú I seinni tið. Vonandi tekst einnig að finna Seðlabankanum heppilegan stað. Mér hefir dottið i hug, að vel myndi á þvi fara, að byggja hann á Skólavörðuholtinu i nánd við kirkju Hallgrims Péturssonar. Það fer vel á því i okkar vel- ferðarriki, að musteri guðs og mammons standi hlið við hlið. t háþróuðu iðnvæddu velferðarriki, þar sem lifsþægindakapphlaupið nær alla leið inn i kirkjurnar, verður trúin á mammon beinlinis forsenda þess, að menn geti. öölast trú á guð. En holan við Arnarhólinn, sem hann Jóhannes Nordal var að grafa þarna við Arnarhólinn i sumar, þeim i útvarpinu til sárr- ar hrellingar. Hvað verður um hana? Seðlabankinn ætti að sýna það veglyndi og þá rausn, að byggja snyrtilegt og lágreist hús i holunni og gefa það útvarpinu. Þá fengju þeir i útvarpinu, sem að öðrum ólöstuðum hafa gegniö fram fyrir skjöldu og foröað þjóðinni frá þeirri smán, að öfugur pýramidi verði reistur við hól Ingolfs, að starfa þar i eigin húsnæði og standa jafn- framt dyggilega vörð um sinn ástkæra Arnarhóí. 1. til 4. okt. 1973 Skúli Guðjónsson tsafoldarprentsmiðja sendir á þessu ári frá sér yfir þrjátiu bæk- ur utan kennslubækur og orða- bækur, sem voru endurútgefnar á árinu. Þegar hafa komið út á þessu ári Skákeinvigi aldarinnar eftir Guðmund Danielsson, en fyrsta útgáfa bókarinnar seldist sem kunnugt er gjörsamlega upp fyrir jólin i fyrra. Einnig Starfsval eftir Olaf Gunnarsson sál- fræðing. Þetta er sjöunda útgáfa bókarinnar og hefur bókin öll verið endurskoðuð með hliðsjón af breyttum námsbrautum siðan siðasta útgáfa bókarinnar kom út árið 1965. Aðrar bækur Isafoldar þegar útkomnar á þessu ári eru: islensk fn'merki 1974. Þetta er átjánda útgáfa bókarinnar og i tilefni hudrað ára afmælis islenska frimerkisins hefur sér- staklega verið til hennar vandað, og hefur farið fram gagnger endurskoðun á listanum. Ritstjóri hefur frá upphafi verið Sigurður H. Þorsteinsson. Ný kennslubók, Stærðfræði um mcngi og tölur eftir þá Eírík Jónsson og Þórð Jörundsson. Einnig kom út önnur útgáfa bók- arinnar Algebra og jöfnureftir þá félaga. Eftir fáeina daga kemur á markaðinn Spænsk—islensk orðabókeftir bóndann Sigurð Sig- urmundsson i Hvitárholti. Þetta verður tólf arka bók með drjúgu letri og má teljast til tiðinda að bóndi i sveit set jist niður og semji oröabók á jafn fjarskyldu máli og spænskan er. Þriðja bindi hins merka rit- safns örbyggðum Borgarfjarðar eftir fræðaþulinn Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi kemur út að nýju. Þórður sonur höfundar hefur aukið við þetta bindi ýtarlegri nafnaskrá. Ritsafni Guðmundar Daníels- sonar bætist nú eitt bindi en það er Blindingsleikur en sú bók kom upphaflega út árið 1955 og hlaut frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Höfundur ritar eftirmála um tilorðningu sög- unnar og þær viðtökur sem hún hlaut. Alls er ritsafnið nú orðið sjö bindi. Aðrar bækur væntanlegar frá tsafold fyrir jólin eru: Gunnarsrímur, það er rim- ur af Gunnari Hámundarsyni, nýtt bindi i rimnasafni Sigurðar Breiðfjörð,og er þetta sjötta bindi rimnasafnsins, Jóhann Briem listmálari hefur myndskreytt allar bækurnar, en umsjón með útgáfunni hefur Sveinbjörn Bein- teinsson. t þjóðsagnasafn Jóns Arnasonar bætast við tvö bindi, Ævintýri, fyrra og siðara bindi, i umsjá Öskars Halldórssonar lektors og með myndum eftir Halldór Pétursson listmálara. Þessi útgáfa af úrvali þjóðsagna Jóns Arnasonar hefur sannað að ennþá er mikill og vaxandi áhugi ungs fólks á islenskum þjóðsög- um. 1 ritsafn Stefáns Jónssonar bæt- ast að minnsta kosti tvö bindi, þaö er Sagan hans lljalta litla og Mamma skilur allt, en enn er ekki útséð um hvort þriðja bókin , Hjalti kemur heim, kemst út á þessu ári. Myndirnar i bækurnar verða aö þessu sinni eftir hinn kunna rússneska listamann Verenský. Einar Bragi skáld annast útgáfuna að öðru leyti. Árni Óla sendir frá sér nýja bóken þaðer Grúsk, þriðja bindi. Arni er eins og kunnugt er allra manna fundvisastur á forvitni- lega hluti. Brynjólfur biskup Sveinsson eft- ir Þórhall Guttormsson sagn- fræðing heitir ný bók i flokknum um Menn i öndvegi.en þar segir frá hinum mikilhæfa biskupi i Skálholti og Ragnheiði, hinni fögru dóttur hans. Verður ekki annað sagt en þessi merka fjöl- skylda fái verulegan uppslátt á jólamarkaðnum i ár. Einar Bragi skáld kveður sér hljóðs á nýjum vettvangi og sendir frá sér þjóðsagnabók sem hann nefnir Þá var öldin önnur. t þessa bók hefur Einar Bragi tint saman og skráð ýmislegt af þvi sem hefur borist upp i hendur hans þegar leið hans hefur legið um bókasöfn á umliðnum árum. Þetta er forvitnileg bók og frá- bærlega vel skrifuð . Sigurður Breiðfjörö Jón frá Pálmholti Veigamesta bókin I ár hjá for- lagi tsafoldar verður án efa bók um Vestmannaeyjar eftir Guðjón Armann Eyjólfsson, skólastjóra Stýrimannaskólans i Vestmanna- eyjum. Guðjón Ármann greinir ýtarlega frá byggðinni sem hvarf undir ösku og hraun i Heima- eyjargosinu á þessu ári. Þá má segja um þessa bók að hún sé að öllu leyti unnin og samansett af Vestmannaeyingum og hefur Guðjón Armann safnað ógrynni fróöleiks um þá byggö og örnefni, sem horfin eru fyrir fullt og allt i þessum einstæöu náttúruhamför- um,og fylgja bókinni mörg kort og uppdrættir. Guðjón Ólafsson hefur teiknað myndir af flest- um þeim gömlu húsum og býlum, sem þarna hurfu. Margar lit- myndir prýða bókina, teknar af þeim Guðmundi Sigfússyni og Sigurgeiri Jónassyni,af byggðinni fyrir og eftir gos og einnig af náttúruhamförunum. Þar að auki verða i bókinni nokkrar sjaldgæf- ar myndir frá gamalli tið. Þetta verður án efa forvitnileg bók fyrir þá, sem vilja vita um byggðina sem hvarf undir ösku og hraun og það mannlif, sem þar var. Hversdagsleikur heitir skáld- saga eftir Ómar Þ. Halldórsson. Höfundur er kornungur maður búsettur á Selfossi. Hann kvaddi sér hljóðs með ljóðabókinni Horfin ský fyrir tveimur árum siðan. Skáldsaga Ómars er nú- ttmaleg skáldsaga úr sveitinni. Jón frá Pálmaholti sendir frá sér ljóðabók, sem hann nefnir Undir hamrinum. Jón er kunnur sem ljóðskáld og skáldsagnahöf- undur og bækur hans hafa alltaf vakið óskipta athygli. Tvær þýddar skáldsögur verða á forlagi tsafoldar nú i haust. Má þar fyrst nefna bókina Od- essaskjölin eftir hinn viðfræga skáldsagnahöfund Frederick Forsyth, en bókin Ilagur Sjakal- anseftir hann kom út i fyrra hjá tsafold. Odessaskjölin fjalla um samsæri nasistaforingja sem lifðu af striðið og baráttu og eltingarleik israelsku leyniþjón- ustunnar við ýmsa nafntogaða SS-menn um allar heimsálfur. Bókin hefur selst i risaupplögum erlendis og verið mánuðum sam- an á metsölulistum stórbíaðanna. Norska skáldkonan Anitra er lesendum hér á landi að góðu kunn fyrir sögur sinar, en alls hafa sjö bækur hennar komið út á íslensku. Antitu-bókin i ár heitir Erðasilfriðog gerist eins og fyrri bækur höfundar á Heiðmörk. Þessi bók fjallar um baráttu um ættarauð á Napóleon-timunum, þegar Sviar og Frakkar áttu i striði. tsafold gefur út i ár nokkrar barnabækur að venju. Ein þessara bóka mun vafalaust vekja verðskuldaða athygli, en það er bók eftir þau hjónin Rúnu Gisladóttur og Þóri S. Guðbergs- son. Bókin heitir Asta og eldgosið i eyjum og fjallar eins og nafnið bendir til um Heimaeyjargosið, flóttann frá Vestmannaeyjum, lifið i Reykjavik séð með augum litillar telpu sem upplifir þetta og tapar brúðunni sinni á flóttanum. Listmálarinn Baltasar hefur gert margar litmyndir i bókina. Bókin mun koma samtfmis út i Fær- eyjum og væntanlega siðar i Noregi. Úlla horfir á heiminn heitir ný barnabók eftir Kára Tryggvason og einnig kemur út eftir Kára önnur útgáfa bókarinnar Skemmtilcgir skóladagar. Stafa- og visnakver heitir bók eftir Herdisi Egilsdóttur, byggð á hinum vinsælu sjónvarps- þáttum hennar i fyrra, en þetta er stafrófskver meö visum og mynd- um Herdisar. Tvær nýjar bækur, áttunda og niunda bókin um Siggu og skessuna i fjallinu, koma út og einnig hafa fyrstu fjórar bækurn- ar i flokknum verið endurprent- aðar. Þórir S. Guöbergsson sendir frá sér nýja bók fyrir unglinga sem heitir Ljós aö næturlagi, einnig kemur út að núju Litli dýravinurinn eftir Þorstein Erlingsson. Margar fleiri bækur eru i undir- búningi og misjafnlega á vegi staddar, og verður þeirra getiö siöar. Satt best að segja Af hverju þegja þeir um neytendamálin? Það blandast engum hugur um, að i stjórnarandstöðu hafa Al- þýðublaðið og Gylfi Þ. litið á sig sem sérstaka umboðsmenn neyt- enda i landinu. Að minnsta kosti gætu um það bil 34 árásir Alþýðu- blaðsins á Lúðvik Jósepsson fyrir aðgerðarleysi i neytendamáíum þau tvö ár, sem hann hefur gegnt embætti viðskiptaráðherra, borið þess vott. Skuggahlið neytenda- áhuga Gylfa og Alþýðublaðsins er samt sú, að landsmenn muna ýmislcgt frá viðreisnarárunum og þar á meðal, að i 12 ár var Gylfi Þ. yíirvald i neytendamál- um og gerði ekkert i þeim. Ekk- ert. Fyrir skömmu lét hins vegar Lúðvik sig hafa það að gefa út eina reglugerð, tilkynna komu a.m.k. 3ja lagabálka og stofnsetja yfirnefnd neytendamála, i þvi skyni að stórefla stuðning og þátt- töku hins opinbera i málefnum neytenda. Nú brá svo við að riddarar neytendamála þögnuðu og hafa gleymt málinu að sinni. Mér er nær að halda, að rassa- köstin i Gylfa Þ. og Alþýðublað- inu i stjórnarandstöðu.eitt helsta aðhlátursefnið i pólitikinni, hafi sannað mönnum það, að endur- hæfing gelur orðið býsna erfið og ekki að vita nema nauðsynlegt reynist að skipta hreinlega um ýmislegt i þeim flokki, ef hann ætlar að skiþta sér af stjórnmál- um. VÍSUR Kaupsýslusiögæöi Kaupmanna er loðin lund ljóst er hvað þeir velja; Enskra vörur, enskra pund, tslands heiður selja. Lesandi Niðurskurður á lækna- nemum Af Háskólanum heyrist margt, hann er næsta frekur. tJt i myrkrið svalt og svart sauðina flesta rekur. Benedikt frá Hofteigi Olíuh jálpræöiö Oliulokinn illa brast þar, önundur kargur Tótu lastar. Oliuhjálpræðiö allra fyrst ar hans lifi þar pressaðist. H.P.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.