Þjóðviljinn - 16.11.1973, Side 6

Þjóðviljinn - 16.11.1973, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. nóvember 1973. UÚBVIUINN MÁLGAGN SÓSíALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann JRitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvalds$on Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Biaöaprent h.f. „RÚSSARNIR KOMA” „Rússarnir koma, Rússarnir koma!”, hrópaði bandariskur hermálaráðherra fyrir meira en 20 árum, og i næstu andrá fleygði hann sér út um glugga og lauk þar með ævi sinni. En ekki er nú rússneski herinn kominn þangað enn. Þessi gamla saga frá blómaskeiði kalda striðsins um bandariska hermálaráðherr- ann og ævilok hans er rifjuð upp hér af gefnu tilefni. Niðri i Morgunblaðshöll sitja menn, sem greinilega eru i bráðri hættu að fara sömu leið og Forrestal, bandariski her- málaráðherrann, sem tapaði lifinu i glimu sinni við eigin hugarfóstur. Dag eftir dag eru siður Morgunblaðsins lagðar undir langlokugreinar, sem einn ritstjóra blaðsins er höfundur að, en inni- hald þessara löngu greina kæmist reyndar fyrir i örfáum orðum, þeim sem hér var i byrjun vitnað til: „Rússarnir koma, Rúss- arnir koma”. Nú skal öllu afli Morgunblaðsins beitt til að telja þjóðinni trú um að fyrirvarinn frá 1949 um að hér skuli aldrei vera erlendur her eða herstöðvar á friðartimum eigi ekki lengur við. En það var einmitt sá fyrirvari, sem á sinum tima var höfuðrök- semd Bjarna Benediktssonar og félaga, er Islendingar voru lokkaðir til þátttöku i hernaðarbandalaginu NATO. Nú er kenningin sú, að hér skuli vera er- lendur her um aldur og ævi, eða a.m.k. meðan hér og þar i veröldinni eiga sér stað „viðsjár eða vigaferli”, og varla getur að dómi Morgunblaðsins meiri fjarstæðu en þá, að íslendingar eigi sjálfir um það að dæma, hvort þeir telji erlenda hermenn nauðsynlega eða ekki. Allt okkar ráð skal vera i hendi erlendra herforingja. Morgunblaðið segir okkur, að Rússar ráðist jafnan á garðinn þar sem hann er lægstur, og þvi séum við i bráðri hættu, verði bandariski herinn sendur heim. Það er engu likara en Morgunblaðsmenn geri ráð fyrir þvi að lesendur þess hafi enga hugmynd um, að mikill meirihluti að- ildarrikja Sameinuðu þjóðanna, eða á annað hundrað þjóðir standa utan hernaðarbandalaga stórveldanna og hafna erlendum herstöðvum i landi sinu. Rússar hafa ekki átt i hernaðarátökum við eitt einasta þessara rikja siðan heimstyrjöld- inni siðari lauk, þrátt fyrir lága varnar- garða. En íslendingar eiga engan kost nema fleygja sér i fang Nixons forseta að dómi Morgunblaðsins. Það eru tvær stoðir, sem Morgunblaðið byggir málflutning sinn á nú, og báðar fúnar. önnur er sú, að rússnesk herskip sigli nú um Norður-Atlantshaf, og þess vegna þurfi að véra hér ameriskur her. Sagt er að þessi floti sé „tæki sem Sovét- ríkin geta beitt til þess að ná pólitiskum markmiðum á íslandi”. Þvilik speki! Efast nokkur um að herskipaflotar stór- veldanna allra ösla um flest heimsins höf, og þá ekki sist floti Bandarikjamanna, en dettur nokkrum heilvita manni i hug, að þegar Bandarikjamenn senda flota sinn út á Atlantshaf, þá séu þau að beita flotanum til að ná pólitiskum markmiðum á ís- landi? Nei, ef þvi á að halda fram, að brottför bandariska hersins frá íslandi eigi að biða þess, að rússneski flotinn láti Bandarikjamönnum og Bretum einum eftir að sigla um Norður-Atlantshaf, þá er eins gott, að menn komi hreint til dyr- anna, eins og þeir eru klæddir, og segi: Á islandi skal um alla framtið sitja banda- riskur her, vegna þess að Nixon Banda- rikjaforseti má gjarnan gera land af okk- ar landi að landi af sinu landi. Og þá er það hin stoðin i málflutningi Morgunblaðsins. Sagt er að það sé skylda okkar við Norðmenn og aðra frændur á Norðurlöndum að sitja uppi með erlenda herstöð á íslandi. Vitnað er i norræna. hernaðarpáfa og haft eftir þeim að banda- riski herinn á íslandi sé Norðurlöndum „nær lifshagsmunamál.” Hér er þvi til að svara, að sé öðrum Norðurlöndum sú lifsnauðsyn, sem Morgunblaðið vill vera láta, að ameriskur her hafi setu á Islandi, þá er þess vissu- lega að vænta, að þau sömu Norðurlönd hikuðu ekki við að hýsa svo ágætt varnar- lið i eigin löndum. En þarna steytir nú kenning Morgunbl. heldur betur á skeri, þvi að öll Norðurlönd utan íslands hafa ætið og ævinlega talið það fullkomna frá- gangssök að veita bandarisku herliði við- töku i löndum sinum, og væri sérhver stjórnmálamaður á Norðurlöndum póli- tiskt feigur, sem slikt boðaði. Og hér stoð- ar ekkert fyrir Morgunblaðið að benda á þá málamyndaheri, sem Norðmenn og Danir halda enn uppi, þvi að ekki er nú rússneski björninn svo vigalegur, sem af er látið, ef Danaher stenst honum snúning. Nei, annað hvort hlýtur að vera, að ráðamenn á Norðurlöndum telji hættuna af Rússum ekki jafn geigvænlega og Morgunblaðið, eða hitt, að þeir telji enga vörn gegn þessari hættu fólgna i amerisk- um herstöðvum i löndum sinum, nema hvort tveggja sé. En það er hægt að leita annað til að finna býsna mikinn skyldleika við mál- flutning Morgunblaðsins þessa dagana. Sumarið 1968 fékk Sovétstjórnin bréf frá hópi manna i bandalagsriki sinu, Tékkó- slóvakiu. Þeir vildu ekki láta nafns sins getið, en erindið var að biðja um rússneskan her til landsins, svo að ekki yrði röskun á valdajafnvægi i Mið-Evr- ópu, og vegna hættu sem stafaði af dvöi Bandarikjamanna i Vestur-Þýskalandi. Sovétstjórnin gerði þá höfuðskyssu að hafa hausavixl á þessum bréfriturum, sem enginn kunni að nefna, og löglegri rikisstjórn landsins. Það leynir sér ekki, að Morgunblaðs- menn bjóða sig nú fala til að leika hlutverk bréfritaranna i Tékkóslóvakiu 1968, — en vonir standa til, að Bandarikjamenn hafi vit á að þiggja ekki tilboðið. FRÁ RÁÐSTEFNU VÍETNAMNEFNDARINNAR: Bandaríkjastjóm áformar nú aukna hernaðaraðstoð í Indó-Kína Ráðstefna í Norræna húsinu, 10. nóv. 1973, sem Víetnamnef ndin á íslandi boðaði til með aðildarsam- tökum sínum og öðru stuðningsfólki gerði eftir- farandi ályktanir: Um Indókína: 1. Ráðstefnan vekur athygli á hinum sifelldu og stöðugt vaxandi brotum á Parisarsamkomulaginu um frið i Vietnam, sem Saigon- stjórnin með stuðningi Banda- rikjastjórnar gerir sig seka um. 1 þvi sambandi er bent á: a) að enn eru yfir 200 þúsund pólitiskir fangar i fangelsum og einangrunarbúðum Saigonstjórn- arinnar, b) að enn eru i Suður-Vietnam yfir 20.000 bandariskir hermenn og hernaðarsérfræðingar, dul- búnir sem borgaralegir ráð- gjafar, sem skv. upplýsingum flugmanna, sem teknirhafa verið til fanga, stjórna m.a. loftárásum Saigonstjórnarinnar, c) að loftárásir og land- vinningaherferðir Saigonhersins á yfirráðasvæöi Bráðabirgðabylt- ingarstjórnarinnar (BBS) færast nú stööugt i aukana, d) aö i fjárlögum Bandarikja- stjórnar er gert ráð fyrir aukningu fjárveitingar til striðs- rekstrar i Indókina i formi hernaðaraðstoðar, úr 2,735 miljörðum dollara fyrir fjarhags- árið 1972-73 i 4,069 miljarða dollara fyrir árið 1973-74. Ráðstefnan minnir á fyrirheit Háskólabiósfundarins á gamlárs- dag ’72 með þátttöku forsvars- manna stjórnarflokkanna þriggja um viðurkenningu á Bráða- birgðabyltingarstjórninni og stuðning við þjóðfrelsisbaráttuna i Vietnnam. Ráðstefnan krefst tafarlausrar viðurkenningar islensku rikis- stjórnarinnar á BBS. 2. Ráðstefnan fagnar þvi sam- komulagi um friö i Laos, sem undirritað var 14.september s.l. Það er mikill sigur fyrir þjóö- frelsisbaráttuna i Laos undir forustu Neo Lao Haksat (Pathet Lao), en i þvi felst m.a., að bandariskir hernaðarsér- fræðingar og thailenskir mála- liðar þeirra hverfi úr landinu, að striðsfangar verði látnir lausir. að mvnduð verði þjóðleg einingarstjórn i landinu. 3. Eftir að Bandarikjastjórn og Saigonsstjórn voru þvingaðar til að hætta loftárásum á Kam- bodiu i ágúst s.l., hafa þjóðfrelsis- öflin undir forustu Hinnar konunglegu einingarstjórnar Sihanuks (GRUNC) unnið stór- fellda hernaðarsigra. Konung- lega einingarstjórnin ræður nú nær öllu landinu og viðurkenning hennar er komin á dagskrá Alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna. 1 þvi sambandi krefst ráð- stefnan viðurkenningar islensku rikisstjórnarinnar á Hinni konunglegu einingarstjórn Kam- bodiu og stuðnings við hana á vettvangi S.Þ. Um herstöðvamál: 1. Ráðstefna Vietnam- nefndarinnar á fslandi, haidin 10. nóv. 1973, skorar á rikisstjórn Islands að standa við fyrirheit málefnasamningsins um brottför hersins af landinu. Framhald á bls. 14 Italir fari fyrr að hátta Stjórn þeirra íhugar orkusparnað RÓM —- Oliuskorturinn af völdum minnkandi framleiðslu og sölu- takmarkana af hálfu Arabarikja er helsti höfuðverkur itölsku stjórnarinnar um þessar mundir, sem og annarra rikisstjórna i Vestur-Evrópu. Italska stjórnin hefur nú i huga ýmsar ráðstafanir til orku- sparnaðar, þar á meðal að fá fólk til að fara fyrr i háttinn og stytta sýningartima kvikmyndahúsa. Telja sérfræðingar að þessar ráð- stafanir myndu gera Itölum fært að komast af með tveimur miljónum smálesta minna af oliu til upphitunar árlega. Einnig ihugar italska stjórnin að takmarka aksturshraða bifreiða við hundrað kilómetra, loka bensinstöðvum um helgar og draga úr götulýsingu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.