Þjóðviljinn - 16.11.1973, Page 9
8 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 16. nóvember 1973.
30 manns hættu
er forstöðukonu
var sagt upp
Mun krefjast opinberrar rannsóknar
vegna ásakana um fjármálaóreiðu
Þrátt fyrir eindregin
mótmæli starfsfólks
Skálatúnsheimilisins, Fé-
lags þroskaþjálfara og
Starfsmannafélags ríkis-
stofnana, tilmæli foreldra
og endurteknar sáttaum-
leitanir af hálfu heil-
brigðismálaráðuneytisins
og menntamálaráðuneyt-
isins hélt stjórn Skálatúns-
heimilisins fast við þá á-
kvörðun sína að reka for-
stöðukonuna, Katrínu Guð-
mundsdóttur, úr starfi.
Afleiðingin: 30 manns
hættu störfum í einu,
þ.á.m. þroskaþjálfarar og
kennarar. Börnin máttu
venja sig við alger um-
skipti á heimilinu og hefur
'slíkt hingað til ekki þótt
æskileg fullkomlega heil-
brigðum börnum, hvað þá
þeim sem vanheil eru.
Sem flestum mun kunnugt er
Skálatún heimili fyrir vangefin
börn, en i öllum þeim átökum,
sem þar áttu sér staö i haust,
virðist alveg hafa gleymst að
taka tillit til hagsmuna þeirra.
Vekur furðu, að foreldrar barn-
anna skuli ekkert hafa látið frá
sér heyra um málið. Kallaði þó
foreldrafélagið eða Vinafélag
Skálatúns saman fund i ágúst,
þar sem reynt var að fá stjórn
heimilisins til að taka uppsögn
forstöðukonunnar til baka og
mælst til aö ekki yrði gerö breyt-
ing á kennslutilhögun og leik-
þjálfun.
t>aö var forstöðukonan, Katrin
Guðmundsdóttir, sem stóð fyrir
þvi, að komið var á skipulögðu
þjálfunarstarfi með leikþjálf-
unarhópum lyrir yngstu og
þroskaminnstu vistmennina, auk
þess sem jafnframt varð kennslu-
aukning og fjölgun kennara.
Einsog fram kom i frásögn af
starfsemi Skálatúnsheimilisins i
Þjóðviljanum i sumar var i leik-
hópunum reynt að láta börnin
komast i snertingu við sem fjöl-
breyltustefni og einnig farið i úti-
leiki, sund og gönguferðir, jafnvel
bæjarferðir, þegar hægt var. Með
slikri þjálfun er stefnt að þvi að
gera börnin færari um að um-
gangast aðra og þroska þá hæfi-
leika sem i þeim búa. Voru æfin-
lega sömu tvær stúlkur með börn-
in, en u.þ.b. 8 börn i hópnum.
f viðtölum við starfskonurnar
kom fram, að aðalkost þessa
fyrirkomulags töldu þær þá
öryggistilfinningu, sem börnin
öðluðust við að sama fólk ann-
aðist það alltaf, en þegar þau eru
örugg með sig og ánægð er auð-
veldara að hjálpa þeim til ein-
hvers þroska en ella.
Þessi leikþjálfun með tilheyr-
andi hópaskiptingu krafðist fleiri
starfskrafta og virðist sem þar sé
komin aðalástæðan fyrir uppsögn
forstöðukonunnar, amk. voru það
ástæöurnar, sem stjórnin lét uppi
i byrjun. Taldi stjórinin aö halli á
rekstri heimilisins stafaði af
þessu skipulagi, en i stað þess að
óska eftir hækkuðum daggjöldum
td. eða auknum fjárstyrk skipaði
hún forstöðukonunni bréflega að
segja upp 3-4 starfsstúlkum og i
sama umslagi lá svo uppsagnar-
bréf til hennar sjálfrar, að þvi er
Katrin Guðmundsdóttir sagði
Þjóðviljanum, þegar hún var
spurð um málið i fyrri viku vegna
skrifa i einu dagblaðanna.
Þau skrif komu reyndar vonum
seinna, en ástæðan var sú, að
starfsfólk Skálatúnsheimilisins
og félagar i Félagi þroskaþjálfa,
sem strax mótmæltu uppsögn
Katrinar, voru eindregið talin af
þvi ma. af viðkomandi yfir-
völdum, að fara með málið i fjöl-
miðla, þar sem vonast var til að
takast mætti að koma á sættum.
Höfðu td. verið lögð drög að skrif-
um i Þjóðviljann um þetta mál,
en þessir aðilar vildu þá sýna
þann samstarfsvilja, að gera
málið ekki opinbert að svo
stöddu.
Samstarfsvilja skorti hins-
Katrin Guðmundsdóttir
vegar algerléga hjá stjórn Skála-
túnsheimilisins, sem sést best á
þvi, að þegar heilbrigðismála-
ráðuneytið gekk i málið og stakk
upp á að skipuð yrði viðræðu-
nefnd með fulltrúa frá þvi,
menntamálaráðuneytinu og
Skálatúnsstjórn hafnaði stjórnin
þvi á stundinni og kvaðst hafa
tekið sina ákvörðun.
Það er útaf fyrir sig ærið
umhugsunarefni, að yfirvöld heil-
brigðismála skuli ekki geta haft
neinn ráðstöfunar- né ihlutunar-
rétt, þegar um er að ræða sjálfs-
eignarstofnanir, jafnvel þótt
sömu yfirvöld greiöi til viðkom-
andi stofnana daggjöld, sem
standa undir rekstrinum. Slikar
stofnanir eru nokkuð margar hér
á landi og þótt vissulega hafi legið
mannkærleiki og fórnarlund að
baki, þegar þessum góðgerðar-
stofnunum var komið á fót, er
engu að siður full ástæða til að
endurskoða rekstrarfyrirkomu-
lagið, hvort ekki sé eðlilegast að
riki eða bæjarfélög sjái um rekst-
urinn og hafi amk. ihlutunarrétt
þegar hann byggist á dag-
gjöldum, sem greidd eru af opin-
beru fé. Þeir sem gott vilja gera
hafa æriö starfssviö eftir sem
áður og gætu td. búið stofnanirnar
ýmsum þeim aukahlutum og
tækjum, sem ofviða væri venju-
legum opinberum rekstri, en
gerði þeim lifið bjartara sem
nytu.
Einsog getið var áður birtist
loks grein um þetta mál i einu
dagblaðanna um siðustu mánaða-
mót, mánuði eftir að 30 manns
hættu störfum á Skálatúns-
heimilinu i mótmælaskyni við
ákvörðun heimilisstjórnarinnar
að vikja forstöðukonunni frá.
Reyndar gerði viðkomandi dag-
blað greininni sem skrifuð var af
fyrrverandi starfskonu ekki
hærra undir höfði en að birta
hana sem lesendabréf og birti um
leið svar stjórnar heimilisins við
greininni. Stjórnin fékk semsé að
sjá hana áður en hún birtist og
svarið var birt i sama blaði, þvi
hætta skyldi ekki vera á, að les-
endur yrðu fyrir of miklum
áhrifum af grein starfskonunnar.
I svari stjórnarinnar er þó ekki
minnst á ráðningu of margs
starfsfólks sem ástæðu
uppsagnarinnar, heldur segir þar
ma. orðrétt:
„Það er vegna stjórnleysis á
heimilinu, bæði varðandi manna-
hald og innkaup og einnig óreiðu i
fjármálum, að frk. Katrínu var
Frá starfseminni f Skálatúni
Föstudagur 16. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
sagt upp. Grunur um fjárdrátt
hefur þó engum komið i hug.
Fjárhagur heimilisins, sem um
langt árabil áður hafði alltaf
veriö góður, var nú að komast i
algert öngþveiti. Þegar beðið er
um aukna fjárveitingu til vist-
heimila af almannafé, umfram
ákveðin daggjöld, er þaö skylda
stjórna að taka fyrir óafsakan-
lega óráðsiu, eins og þá, sem þvi
miður var farin að eiga sér stað á
Skálatúnsheimilinu.”
Þjóðviljinn bar þessi ummæli
stjórnarinnar undir Katrinu
sjálfa og sagði hún, að fjármála-
óreiða, öngþveiti og óráðsia væru
alveg nýjar ástæður hjá
stjórninni, en i þeim fælust svo
alvarlegar ásakanir á sig, að hún
myndi skilyrðislaust krefjast
opinberrar rannsóknar og væri þá
æskilegast aö jafnframt yröi
rannsakað það samkrull, sem
verið hefur og er á rekstri Skála-
túnsbúsins og vistheimilisins.
Hún sagöi, að hefði hún átt aö
fækka starfsfólki hefði jafnframt
orðið að leggja niður leikþjálf-
unina, sem bæði hún og annað
starfsfóik taldi þegar hafa borið
talsverðan árangur og eiga eftir
að sýna enn meiri árangur er
fram i sækti og börnin yrðu eldri.
Aliti hún i rauninni nokkuð ve)
gert að koma þessari hópaþjálfun
á án þess að bæta við fleiri starfs-
kröftum og ef kvarta ætti undan
óstjórn i sambandi við manna-
hald væri það þá helst, aö kannski
hafi verið gerðar of miklar kröfur
til hvers og eins. Sjálf sagðist hún
geta dæmt um það af reynslu, að
starf forstöðukonu við svona
stofnun væri i rauninni ekki fyrir
eina manneskju, þvi þótt unnar
væri 24 stundir á sólarhring
kæmist maður ekki yfir það sem
maður helst vildi. Þetta væri nú
lika farið að viðurkenna, td. væri
nú á sambærilegu heimili, Sól-
borg, búið að ráða bæði forstöðu-
konu og framkvæmdastjóra. 1
stöðu sinni á Skálatúni hefði hún
haft bæði þessi störf og verið
skólastjóri að auki.sagði Katrin.
Með samanburði við aðrar
álika stofnanir sagðist Katrfn viss
um, að það sem hún keypti til
heimilisins hefði ekki verið meira
en gengur og gerist og sennilega
minna. En þegar leikþjálfunin
hefði byrjað hefði td. þurft að
kaupa leikföng, sem ekki hafði
verið gert áður, svo og föndur-
efni. Þá hefði i sinni tið verið
keypt meira handavinnuefni til
heimilisins en áður, en á móti
hefðu lika verið seldar þaðan
handavinnuvörur fyrir mörgum
sinnum hærri fjárhæðir en áður,
td. fyrir 214 þús. kr. siðast er
sýning var haldin.
Það kom einnig fram hjá
Katrinu, að Skálatúnsheimilið er i
reikning hjá ákveðnum versl-
unum og kvaöst hún ævinlega
hafa afhent gjaldkera afrit
reikninga og hann ekki gert
athugasemdir. — En þegar ég hóf
störf, fékk ég reyndar engin fyrir-
mæli hjá stjórninni, átti vist bara
að gera einsog fyrri forstöðukona,
og þegar ég leitaði ráða hjá
stjórninni var mér sagt að ráða
framúr hlutunum sjálf. Hins-
vegar likaði stjórninni ekki,
þegar ég fór raunverulega að
ráða framur málunum sjálf,
sagði Katrin.
Þegar stjórnin vildi fækka
starfsfólki sýndi hún, að hún
skildi ekki hvað um var að ræða i
sambandi við þroskaþjálfun vist-
manna og þegar ég ætlaði að ræða
málin við formann stjórnarinnar
kom i ljós, að hann hafði ekki einu
sinni haft tima til að lesa greinar-
gerð um leikþjálfunina, sem send
var stjórnarmönnum til að kynna
þeim það nýmæli starfseminnar.
Virðist stjórnarformaðurinn
vegna fjölþætts starfs" sins yfir-
leitt hafa haft heldur litinn tima
til að kynna sér starfsemi heim-
ilisins.
Rétt er að geta þess að lokum,
að stjórn Skálatúnsheimilisins er
skipuð tveim fulltrúum templara,
sem lögðu til land undir heimilið,
tveim frá Styrktarfélagi van-
gefinna, og formaöur er Jón
Sigurðsson borgarlæknir.
■
FRUMVARPID UM NÝJA FÓSTUREYÐINGALÖGGJÖF
Konan sjálf er best til þess
fallin aö taka ákvörðun
i tilefni af frumvarpi
því, að nýrri löggjöf um
fóstureyðingar, sem nú
liggur fyrir alþingi, hefur
starfshópur Rauðsokka, er
um málið f jallaði, sent öll-
um alþingismönnum bréf
það er hér birtist.
Frumvarp um nýja fóstur-
eyðingalöggjöf sem nú liggurifyrir
alþingi og felur f sér breytingar
er stefna aö auknu frjálsræöi
kvenna til fóstureyöinga, hefur
vakið upp nokkurn úlfaþyt, sem
vænta mátti um svo róttækar
breytingar þótt sjálfsagðar séu. 1
þvi sambandi má benda á, aö I
nágrannalöndum okkar hefur
frjálsræði verið stóraukiö, og i
Danmörku, Sviþjóð og Englandi
hafa nú verið lögleiddar frjálsar
fóstureyðingar. Þessi þróun mun
óhjákvæmilega hafa það i för með
sér, ef frumvarpið um nýja
fóstureyðingalöggjöf verður ekki
samþykkt, að stúlkur, er þurfa á
fóstureyðingu að halda, leysi
vanda sinn með þvi að taka sér
ferð á hendur til þessara landa,
og eru slik ferðalög algeng nú
þegar. En hvaða konur hafa bol-
magn til að standa straum af
dýrri utanlandsferð? Margar alls
ekki og það eru þá e.t.v. þær sem
helst þyrftu á henni að halda,
þ.e.a.s. þær konur er lifa við öm-
urlegustu aðstæður og eru litil-
magnar þjóðfélagsins i sérhverju
tilliti andlega sem fjárhagslega.
Samþykkt fyrirliggjandi frum-
varps ióbreyttri myndætti einnig
að hafa i för meö sér, að ólöglegar
fóstureyðingar legðust af og þar
með væri úr sögunni auðmýking,
sem fjöldi kvenna hefur látiö sig
hafa, og ekki verður með orðum
lýst, en af eðlilegum ástæðum
hafa lifsreynslusögur kvenna er
hafa látið eyða fóstri á ólöglegan
hátt ekki verið dregnar mjög
fram i dagsljósið i umræðum
þeim er um þessar mundir fara
fram um þessi mál.
Þrjár skilgreiningar
á þvi, hvenær
einstaklingur verður til
Margvislegar skoöanir hafa
komið fram á opinberum vett-
vangi einkanlega á móti þvi er
tekur til sjálfsákvörðunarréttar
konunnar i frumvarpinu, og
bregður þá oft við næsta undar-
legri röksemdafærslu. Þvi hefur
verið haldið fram að fóstureyðing
væri sambærileg við morð. Það
munu vera til einar þrjár skil-
greiningar á þvi hvenær einstak-
lingur verður til, og hefur hver
sina, páfinn, læknirinn og lög-
fræðingurinn. Er ekki hæpið að
tala um að eyða mannslifi, þegar
fárra vikna hnúður er fjarlægöur
úr móðurkviði? Það sem skiptir
hér meginmáli er að fóstureyðing
kemur i veg fyrir að fóstur verði
aö manneskju.
Mikið hefur verið rætt um þá
hættu, sem lifi og heilsu konunnar
er stefnt i við fóstureyðingu, og
hafa einkum læknar látið sér tið-
rætt um þetta atriði. Hér eru þó
ekki allir á einu máli. Sumir
læknar halda þvi fram að fóstur-
eyðingar séu hættulegar aðgerð-
ir, aðrir skipa þeim á bekk með
algengustu skurðaðgerðum. En
flestir munu þó sammála um að
fæöing feli i sér meiri hættu en
fóstureyðing. t þessu sambandi
ber einnig að taka tillit til félags-
legrar heilsu konunnar, sem get-
ur verið stofnað i hættu með þvi
að kona sé látin ala barn gegn
vilja sinum, og andleg vanheilsa
getur haft i för með sér likamlegt
heilsuleysi.
Konan sjálf best til þess
fallin að taka ákvörðun
Sumir vilja telja að sjálfs-
ákvörðunarréttur konunnar til
fóstureyðinga hafi i för með sér of
mikla ábyrgð að leggja á herðar
henni einni. En hún á að geta tek-
iö ábyrgðina á nýju lifi sem hún
fæðir af sér við vonlausar aðstæð-
ur. Einnig hefur verið talað um að
konan geti oft ekki séð hvaö sé
henni fyrir bestu vegna hræðslu
og þunglyndis á fyrstu vikum
meögöngutimans. En hver getur
það þá? Getur læknirinn séð betur
hvað ókunnugri manneskju er
fyrir bestu? Enginn utanaðkom-
andi maður, kunnugur eða ókunn-
ugurjgetur sett sig inn i allar hlið-
ar vandamáls einstaklings. Þvi er
konan sjálf best til þess fallin að
taka þessa ákvörðun, enda verður
hún sjálf að bera ábyrgð á henni.
Hins vegar ber að sjálfsögðu, eins
og frumvarpið gerir ráð fyrir, að
fræða hana, áður en hún tekur
ákvörðun sina, um þá hjálp sem
þjóðfélagið býður, kjósi hún að
eignast barnið.
Heyrst hafa raddir um það, að
með frjálsum fóstureyðingum sé i
raun og veru verið að svipta kon-
una frelsi, þvi að þá geti aðrir
þröngvað henni til að láta eyða
fóstri sinu. En hvað með hið
gagnstæða? Það hlýtur að vera
jafn alvarlegt fyrir hana að láta
þröngva sér til að eignast barn
sem hún óskar ekki eftir að eign-
ast. Það er þröngvun sem svo
lengi hefur viðgengist að margir
taka ekki eftir henni. Það er ekki
siömenntuðu þjóöfélagi samboðiö
að ráðskast á svo örlagarikan
hátt með lif þegna sinna.
Skref i áttina
til mannúðlegra
þjóðfélags
Kona á að vera ábyrg gerða
sinna segja sumir. Sofi hún hjá
karlmanni verður hún að taka af-
ieiðingunum. En eins og kunnugt
er fara tilfinningar og skynsemi
ekki alltaf saman. Kynlifið er
sjálfsagður þáttur i lifi hvers full-
þroska einstaklings, og á siöustu
árum hafa orðiö miklar framfarir
á sviöi getnaðarvarna, þ.e.a.s.
getnaðarvarnir gerast stööugt ör-
uggari og auðveldari i notkun. Þó
ber nokkuð á annmörkum, sem
valda þvi, að stór hópur kvenna
getur ekki notfært sér getnaðar-
varnir, og auk þess eru engar
getnaöarvarnir alls kostar örugg-
ar. Aukin leiðbeining i notkun
getnaðarvarna ásamt aukinni
mæðrahjálp minnkar að sjálf-
sögöu þörfina fyrir fóstureyðing-
ar, en getur aldrei gert þær óþarf-
ar.
Það er ábyrgðarhluti að neita
kornungri stúlku, sem ekki
treystir sér til aö taka á sig móð-
urábyrgð, um fóstureyöingu eöa
slitinni margra barna móðUr,
sem finnst hún vera orðin of göm-
ul til að byrja á nýjan leik. Það er
skref i áttina að mannúðlegra
þjóðfélagi að þegnar þess séu vel-
komnir i heiminn.
Það er ekki virðingarvottur við
lifið að láta ókunnuga ráða yfir
lifi konu, að láta börn fæðast við
hörmulegar aðstæður, að neyða
börn og aðra sem litils mega sin
tii að veröa foreldrar.
Aður en þér greiðið atkvæði ýð-
ar um þetta frumvarp, þá ihugið
hve sjálfsögð mannréttindi það
eru, að konan ráði sjálf yfir lik-
ama sinum og lifi og ákveði sjálf
hvort hún vill eignast börn, hve-
nær hún vill eignast börn og hve
mörg börn hún vill eignast.
Fyrir hönd starfshóps Rauð-
sokka um nýja fóstureyðingalög-
gjöf.
Helga ólafsdóttir
Asvallagötu 8.
Rauðsokkar
senda
alþingis-
mönnum
bréf
Fiskiþing ályktar:
Lokun stórra veiði-
svæða gæti orðið
öðrum landshlutum
óhagstæð
Þann 10. þ.m. lauk
fiskiþingi, sem haldið
var i Reykjavik. Þingið
sendi frá sér fjölmargar
ályktanir og birtum við
hér tvær þeirra.
Hagnýting
fiskveiðilandhelginnar
1 þessu efni gerði fiskiþing
ýtarlega ályktun i 9 liðum og var
meginefni þeirra sem hér segir:
Fiskiþing leggur áherslu á að
lagasetning um nýtingu fiskveiði-
landhelginnar verði frjálsleg og
samræmd hagræn-liffræöilegum
og félagslegum markmiðum i
fiskveiðum og sjávarútvegi
landsmanna. Þingið taldi óeðli-
legt að veiðiheimildir væru
fastbundnar með lagasetningu
vegna stöðugra breytinga á fisk-
göngum, útgerðarháttum, stærö
og búnaði veiðiskipa og veiöar-
færa.
Þingið taldi, að lögfesta ætti
það hlutverk Hafrannsóknar-
stofnunarinnar, að láta i ljós álit
stutt visindalegum rökum um
heildarstefnu varðandi friöun og
vernd fiskistofna, hins vegar yrði
framkvæmd laga- og reglugerða
Ihöndum landhelgisgæslunnar og
lögregluyfirvalda i viökomandi
byggðarlögum.
Þingið taldi ekki hyggilegt að
miða veiöiheimildir eingöngu við
rúmlestatölu skipa, heldur frem-
ur við tegund veiðarfæris, lengd
skips og hestaflatölu.
Þingið vildi og benda á að lokun
stórra veiðisvæða, eins gert ér
ráð fyrir i frumvarpi landhelgis-
nefndar, hefði óhjákvæmilega i
för með sér tilfærslu á sókn, sem
gæti þá oröið öðrum landshlutum
óhagstæð.
Ennfremur ályktaði þingið að
engar togveiðar skyldu heimilað-
ar innan 4ra sjómilna frá strönd
landsins, nema fyrir suðurströnd-
inni. Þar bæri að miða við 3 sjóm.
Þingið vildi aö heimilt væri að
alfriða hrygningastöðvar þeirra
fisktegunda, sem hrygna á botni
og einnig takmörkuö svæði
hrygninga- og uppeldisstööva
annarra nytjafiska.
Loks taldi þingið, að þegar um
væri að ræöa leyfisveitingar á af-
mörkuðum svæöum með ákveð-
inni tegund veiðarfæris eöa á-
kvörðun hámarksafla væri nauð-
synlegt aö útgerðaraðilum væri
gert slikt kunnugt með nægileg-
um fyrirvara. Við breyttar lif-
fræðilegar aðstæöur skal þó
heimilt að afturkalla áður veitt
leyfi.
Fræðsla og
tæknimál
Þetta var einn mest ræddi
málaflokkurinn á þinginu og það
samþykkti tillögu i 14 liðum og
fylgdi henni ýtarleg greinargerö.
Meginefni tillögunnar i fræðslu-
og tæknimálum er: að tekið sé
uppi fræðslulöggjöfina, að ungl-
ingar á skyldu- og gagnfræðastigi
fái verklega kennslu i hagnýtum
greinum fiskiðnaöar og sjó-
mennsku. Að aukin verði fræðsía
um hinar ýmsu greinar sjávarút-
vegs i fjölmiðlum. Efld verði sú
starfsemi að halda námskeið i
verklegri sjóvinnu i sjávarpláss-
um og bæjum og þá jafnframt
haldið námskeið fyrir kennara i
sjóvinnu.
Kennaraskólinn veiti kennara-
efnum sinum nægjanlega fræðslu
til þess að kennarar geti upplýst
nemendur um helstu þætti
sjávarútvegsins. Að yfirvöld
fræðslumála endurveki starfs-
fræösludagana og sérstök áhersla
verði lögð á að kynna unglingum
möguleikana i sjávarútvegi. Að
unnið verði ötullega að frekari
uppbyggingu tæknideildar Fiski-
félagsins, enda hafi nú sannast,
aö tækniþjónusta viö sjávarút-
veginn eigi hvergi betur heima en
á vegum Fiskifélagsins. Að hlut-
ast verði til um að auka mögu-
leikana á viðgeröarþjónustu sigl-
inga- og fiskleitartækja sem við-
ast i sjávarplássunum og mönn-
um gert kleift að hafa til reiöu
varahluti til tækjanna.