Þjóðviljinn - 16.11.1973, Side 16
DJOÐVIUINN
Föstudagur 16. nóvember 1973.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefr'”-'
simsvara Læknafélags Heykja
vfkur, sími 18888.
Kvöldsimi blaöamanna er 17504
eftir klukkan 30:00.
Helgar-, kvöld- og næturþjón-
usta lyfjabúöa í Reykjavfk vik-
una 16.-22. nóvember verður i
Vesturbæjarapóteki og Háleitis-
apóteki.
Slysavarðstofa Borgarspítalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuvernd^arstöðinni. Simi
21230.
Grikkland
Stúdentarnir
gegn fasisma
AÐENU 15/11 — Mörg þúsund
stúdentar tóku tækniháskóla i
miðborg Aþenu á sitt vald i gær-
kvöidi og tiikynntu að þeir hefðu
skipað byltingarncfnd til að reka
skólann.
Hafa stúdentarnir komið upp
eigin útvarpsstöð og útvarpa þeir
efni sem sagt er mjög fjandsam-
legt fasistastjórn Papadopoulos-
ar.
A fundi stúdentanna myndaðist
mjög sterk stemmning gegn rikis-
stjórn landsins, en hún er um
mánaöargömul i sinu núverandi
formi og átti að leysa þær her-
foringjastjórnir af hólmi, sem
rikt hafa siöan valdaránið var
framið fyrir 6 árum.
Meðal vigorða stúdenta má
nelna: Niður meö Papadopoulos
(forseta). Út með Bandarikja-
menn. Fasisminn skal ekki sigra.
Lögreglan hefur mikinn við-
búnað en er sögð hafa fyrirmæli
um að láta stúdentana i friði fyrst
um sinn ef þeir haldi kyrru fyrir
inni i tækniskóianum.
Slcólastjóri og sleólanefnd Fiskvinnsluslcóla:
Námskeiðin
eigum við
að halda
Skólastjóri og skólanefnd Fisk-
vinnsluskólans hafa sent frá sér
yfirlýsingu vcgna niálefna skól-
ans og brotthvarfs ncmenda.
1 yfirlýsingunni segir m.a., að
skólastjóri og formaður skóla-
nefndar Fiskvinnsluskólans hafi
ekki íallist á, að námskeið það
yrði haldið, sem mest hefur verið
deilt um. 1 yfirlýsingunni segir:
„Aðiljar Fiskvinnsluskólans
létu þá skoðun i ljós, að ef til vill
væriofseint aðafturkalla auglýst
námskeið á vegum Fiskmats rik-
isins. öll slik námskeið yrðu að
vera á vegum skólans i framtið-
inni. Yrði skólinn að hafa frum-
kvæöið (varðandi framkvæmd-
ina), en þetta útilokaði ekki sam-
vinnu við aðrar stofnanir, eins og
Fiskmat rikisins, Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins, sölusam-
Aðalfundur
Þinghóls h.f.,
Kópavogi
Aðalfundur Þinghóls h.f.
Kópavogi verður haldinn á
morgun, laugardag kl. 17.00 að
Alfhólsvegi 11. Um kvöldið
verður dansleikur á sama stað
fyrir hluthafa og gesti þeirra.
Stjórnin
tökin o.fl. Með þvi móti yrði yfir-
umsjón með menntuninni á einni
hendi,og væri þörf sérstakra nám-
skeiða til að fullnægja þörfum
fiskiðnaðarins, gæti skólinn geng-
ist fyrir slikum námskeiðum.
Það segir sig sjálft, að Fisk-
vinnsluskólinn getur hvorki yfir-
tekið né gengið inn i námskeiða-
hald Fiskmats rikisins með nokk-
urra daga fyrirvara, ef það á að
vera annaö en nafnið tómt."
Sjá frásögn á 4. siðu af umræð-
um um málið á alþingi og yfirlýs-
ingu, er Lúðvik Jósepsson,
sjávarútvegsráðherra gaf þar.
Brúðkaup —
umferðartöf
LONDON 15/11 — Borgarablöðin i
Bretlandi voru i dag full með
myndir og frásagnir af veglegu
brúðkaupi önnu prinsessu og
kafteins i riddaraliðinu að nafni
Mark sem fram fór i gær. Morn-
ing Star, málgagn kommúnista-
flokksins, birti um þetta forsiðu-
frétt undir fyrirsögninni: Um-
ferðartruflun. „Umferðin i
London truflaðist i gær þegar
Anna Windsor gekk i hjúskap með
Mark Phillips i Westminster
Abbey". Þennan fréttaflutning
teljum við hér á Þjóðviljanum til
fyrirmyndar!
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Akureyri
heldur almennan félagsfund sunnudaginn 18. nóvember kl 2 i Þine
vallastræti 14. e
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga
2. Soffia Guðmundsdóttir ræðir bæjarmál
3. Fulltrúar á flokksráðsfundi segja frá.
4. önnur mál.
Stjórnin
Austfirðingar
Fundir verða með stuðningsfólki Alþýðubandalagsins á Reyðarfirði,
Eskifirði og Fáskrúðsfirði nú um helgina.
Helgi Seljan, alþingismaður, ræðir um viðhorfin i stjórnmálum, og
Haukur Helgason, hagfræðingur, ræðir ástand og horfur i efnahags-
málum.
Fundirnir verða nánar auglýstir á stöðunum.
Aðstandendur Furöuverksins. Frá vinstri: Kristln Magnús Guöbjarts-
dóttir, leikstjóri. Sigmundur örn Arngrlmsson. Arni Elfar, semjandi
og flytjandi músikur, Halla Guömundsdóttirog Herdls Þorvaldsdóttir.
(Ljósm. AK)
Nýbreytni hjá
Þj óðleikhúsinu
Sýningar í Leikhúskjallaranum
A sunnudaginn hefst nýr kapl-
tuli i starfsemi Þjóöieikhússins.
Þá verður fyrsta leiksýningin i
Þjóöleikhúskjallaranum en eins
og kunnugt er hefur hann verið
rekinn sem veitingahús eingöngu
til þessa.
A blaðamannafundi í gær voru
kynnt áform leikhúsmanna um
starfsemina i kjallaranum.
Fyrsta verkiö sem þar verður
sýnt er barnaleikritið Furðuverk-
iö. I fyrravetur var þetta leikrit
sýnt á 14 stöðum i nágrenni
Reykjavikur en verður nú i fyrsta
sinn sýnt höfuðborgarbúum.
Leikrit þetta fjallar um sköpun
heimsins og tiloröningu lifsins.
Það er samiö i hópvinnu af leikur-
um og leikstjóra en þau eru Krist-
in Magnús Guðbjartsdóttir sem
er leikstjóri og leikararnir Halla
G uð m un dsdó ttir , Herdis
Þorvaldsdóttir og Sigmundur örn
Arngrimsson. Leikmyndir eru
gerðar af Birgi Engilberts. Arni
Elfar annast undirleik en hann á-
samt Hrafni Pálssyni hafa samið
tónlistina.
Fyrsta sýning á Furðuverkinu
veröur eins og áöur segir á sunnu-
daginn klukkan 15 og veröur það
sýnt næstu sunnudaga á sama
tima.
Annað verkefni sem ákveöið
hefur verið að sýna i Leikhús-
kjallaranum er Old Time eftir hið
þekkta breska leikritaskáld Har-
old Pinter og verður Stefán Bald-
ursson leikstjóri.
Fleira mun ekki vera ákveðið
um sýningar i kjallaranum en
rætt hefur veriö um að koma þar
upp kabarett. Einnig hefur komið
til tais að ýmsir leikarar troði þar
upp viss kvöld vikunnar þegar op-
iðer fyrir gesti. En ætlun leikhús-
manna mun vera sú að starfsem-
in i kjallaranum verði af léttara
taginu fremur en hitt.
—ÞH
Fundur um Chile á
laugardag
stúdenta
Fyrir 32 árum koniu saman
fulltrúar stúdenta frá þeim lönd-
um sem börðust gegn fasisma og
ákváöu að 17. nóvember yröi al-
þjóölegur stúdentadagur. Það var
þann dag, árið 1939. sem þýsku
nazistarnir myrtu stúdentaleiö-
toga og iokuöu háskólum og æöri
skólum i Tekkóslavakiu. En ein-
mitt þessir atburöir voru uppliaf
kúgunar nazista á tékknesku
þjóöinni. Siöan hafa slúdentar
haft dag þennan sem tákn baráttu
sinnar gegn heimsvaldastefn-
unni.
á vegum
Nú á timum er hin fasiska her-
foringjastjórn i Chile heldur
áfram hryðjuverkum sinum, er
meiri nauðsyn á stuðningi við al-
þýðu Chile en nokkurntima áður.
Þessvegna mun alþjóðlegi stúd-
entadagurinn verða helgaður þvi
málefni að þessu sinni.
Stúdentaráð Háskóla íslands
mun gangast fyrir fundi um mál-
efni Chile i félagsheimili stúdenta
v/Hringbraut laugardaginn 17.
nóv. ki. 14.30.
A þeim fundi munu hafa fram-
sögu þeir Sigurður Hjartarson og
Ólafur Einarsson.
Fundurinn er öllum opinn.
erlendar
fréttlr i
stuttu málí
Tilgangur olíu-
takmarkana
LONDON 15/11 — Takmörkun
Araba á oliuframleiðslunni
verður haidið áfram uns eitt-
hvað ákveðið og óafturkallan-
legt gerist i þvi máli, að tsrael
hverfi frá herteknu svæðun-
um. Þetta segir i auglýsingu
sem samtök oliuútflutnings-
rikja settu i breska blaðið
Guardian i dag.
Ennfremur er ætlunin með
oliutakmörkuninni að vekja
athygli Bandarikjastjórnar á
þvi, hvað Israelsvinátta henn-
ar kostar önnur iðnvædd riki
Vesturlanda.
Á siðasta áratug hafa
Arabalöndin aukið oliufram-
leiðslu sina verulega til þess
að svara aukinni eftirspurn
eftir oliu i heiminum. Meö þvi
hafa þau fórnað verðmætum
sem ekki verða bætt. En sam-
timis hafa æ stærri landsvæði
verið af Aröbum tekin án þess
að iðnvæddu rikin legðu neitt á
sig-til að girða fyrir það.
Vegna oliubannsins var
bensln hækkað i verði um 10%
i Brasiliu i dag.
O
Oliuleiðslan
loksins leyfð
WASHINGTON 15/11 — Nixon
Bandarikjaforseti undirritar á
morgun, föstudag, lögin um
það að lögð verði oliuleiðsla
þvert yfir Alaska, en þetta
hefur verið mjög umdeilt mál
og þvi hefur lengi verið frestað
vegna harðrar andstöðu nátt-
úruverndarmanna. Oliufélög-
in voru fyrst og fremst að
glima við þessa andstöðu þeg-
ar þau skipulögöu hinn „til-
búna skort” á oliu i Banda-
rikjunum i sumar sem leið. En
oliubann Araba rak smiðs-
höggið á þetta, og rann þá
frumvarpið i gegnum þingið.
Leiðslan á að geta flutt 2
miljón tunnur af oliu á dag að
3—4 árum liðnum, og verður
það ekki nema brot af inn-
flutningsþörfum Bandarikj-
anna þá.
o
Hvítabjörn
alfriðaður
OSLO 15/11 — Hvítabjörn
verður nú alfriðaður á norður-
slóðum samkvæmt samkomu-
lagi sem Norðurheimskauts-
lönd hafa gert meö sér.
Aðeins verða leyfðar tak-
markaðar veiðar á hvitabirni
á Grænlandi, I Kanada og Al-
aska þar sem Eskimóar lifa aö
einhverju leyti á slikum veið-
um. En þá verður að nota
hefðbundnar veiðiaðferðir
eingöngu.
1 Noregi er lýst yfir mikilli
ánægju með samkomulag
þetta, og verður það staðfest
hið fyrsta. Þetta er I fyrsta
sinn sem norðlægar þjóðir
hefja meö sér samstarf á sviði
umhverfisverndar. Norðmenn
segjast hafa áhuga á þvl aö
auka það og láta það ná til
annarra dýrategunda og fugla
norðan heimskautsbaugs.