Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 1
UOWIUINN Þriðjudagur 5. febrúar 1974—39. árg. —29. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA f KRON SENDIBÍLASTÓm Hf Ouglegir bíistjórar Loðnuaflinn yfir 100 þús. lestir Guðmundur, Börkur og Gísli Arni aflahæstir Vestmannaeyjar orðnar aðal- loðnulöndunarhöfnin Aflahæsta skipið er Guðmundur RE með samtals 4100 lestir. Skip- stjóri er Hrólfur Gunnarsson, nr. 2 er Börkur NK með 4093 lestir og nr. 3 er Gisli Arni RE með 4056 lestir. Mest hafði verið landað af loðnu i Vestmannaeyjum, 20.373 lest- um, á Seyðisfirði 14.682, i Nes- kaupstað 13.191 lest. Góð loðnuveiði var um helgina, og mun heildarloðnuaflinn hafa verið orðinn rúmar 127 þús. lestir á sunnudagskvöld. A 3. siðu er skrá yfir 93 hæstu loðnubátana og skrá yfir loðnu- löpdunarhafnir. Samkvæmt skýrslum Fiskifélags islands var vitað um 93 skip, er fengið höfðu einhvern afla sl. laugardagskvöld. Vikuafl- inn nam 54.575 lestum, og var heildaraflinn þá frá því veiðar hófust samtals 105.952 lestir. Á sama tima i fyrra var heild- araflinn samtals 44.215 lestir og þá höfðu 52 skip fengið afla. Gera má ráð fyrir að aflaverð- mæti landaðrar loðnu sl. laugar- dagskvöld hafi numið um 357 milj. króna. ei0i Mynd þessa tók Ari Kárason inni i Sundahöfn, en þar var þá verið að landa loðnu úr aflaskipinu Guð- mundi RE. Verkfall þann 19. Á fundi 30 manna nefnd- ar ASÍ í gær var einróma samþykkt að leggja fil við verkalýðsf élögin að þau boði til vinnustöðvunar frá og með 19. febrúar nk. haf i samningar ekki tekist f yrir þann tíma. Samningafundur ASÍ og VSí hófst klukkan 15 í gær- dag. Lítið gerðist framan af og ekkert nýtt tilboð frá atvinnurekendum leit dagsins Ijós. Var því 30 manna nefndin kölluð á sérf und þar sem verkfalls- boðunin var samþykkt. Fari svo að til vinnu- stöðvunar komi munu um 100 verkalýðsfélög stöðva vinnu og eru þar í öll stærstu og þýðingarmestu félögin innan Alþýðusam- bandsins. Leggst þvi öll vinna niður á miðnætti mánudagsins 18. febrúar. —ÞH Samið iun launahækk- anir 1 Straumsvík Samningar tslenska álfélagsins h.f. og hlutaðeigandi verkalýðsfé- laga runnu út þann 31. desember 1973. Viðræður um gerð nýs samnings höfðu þá þegar staðið frá 27. nóvember. Samningar hafa nú tekist án milligöngu sáttasemjara, og voru hinir nýju samningar undirritaðir I Straumsvik i gær að loknum samningafundi, sem staðið hafði svo til óslitið frá þvi kl. 11 á laug- ardagsmorgun. Samninganefnd verkaiýðsfé- laganna undirritaði samningana með venjulegum fyrirvara um samþykki funda. Aðild að þessum samningum eiga 10 verkalýðsfé- lög. Samningurinn er gerður til tveggja ára og gildir frá 1. janúar siðastliðnum. Við spurðum Guðjón Jónsson, formann Félags járniðnaðar- manna um hvaö hefði verið sam- ið. Guðjón sagði, að efni þessara samninga yrði ekki gert opinbert i heild fyrr en búið væri að fjalla um þá hjá hinum ýmsu starfshóp- um i Straumsvik, sem aðild eiga að þessari samningsgerð, en það tekur væntanlega 2—3 daga. Engu að siður sagði Guðjón það nú þegar á almannavitorði, að þarna hafi verið samið um 13% kauphækkun nú, og siðan 4% til viðbótar 1. sept. nk. og enn 4% þann 1. april 1975. Mest kaup- hækkun verður hjá starfsfólki i mötuneyti og við ræstingu, sem færist úr 1. flokki i 2. launaflokk. Loðnan: Bræla komin á miðin — litil loðnuveiði var i gœr, en góð veiði var um helgina Bræla var komin á loðnumiðin i gærdag, og tilkynntu aöeins 10 skip um afla, samtals 2000 tonn, frá miðnætti á sunnudag fram að. kvöldmat i gær. Hins vegar var mjög góð veiði um helgina, og frá miðnætti á föstudag til miðnættis á sunnudag tilkvnntu 83 skip um afia samtals 19.240 tonn, og er þá heildaraflinn kominn upp i 130 þús. tonn. Ekkert þróarrými er nú að finna allt frá Austfjaröahöfnum og i Faxaflóa. Allt þróarrými var að þrjóta i Reykjavik i gær, en þar voru nokkur skip aö landa afla. Eini staðurinn viö Faxaflóa þar sem eitthvert þróarrými er til, er á Akranesi, og munu skip vera á leiðinni þangað. Að visu losnar alltaf eitthvert þróarrými á Austfjarðahöfnum, en þar eru 10 fyrir einn að landa, ef smuga gefst. Mestan afla á laugardag var Eldborg meðj520 tonn. A sunnu- dag var Reykjaborg með mestan afla, 500 tonn, og i gær var það Börkur NK með 620 tonn, og mun hann nú vera i hópi aflahæstu skipanna ásamt Gisla Arna, Eld- borgu og Guðmundi RE. —S.dór Karpof mætir Spasskí MOSKU 4/2 — Anatoli Karpof stórmeistari, sem er aðeins 21 árs að aldri, hefur tryggt sér rétt til að mæta Boris Spasski i undanúr- slitum i baráttunni um heims- meistaratitilinn. Vann hann i gær landa sinn Polúgaévski i þriðja sinn. Karpof sigraði i áttundu skák einvigisins, og gafst Polúgaévski upp i 41. leik. Spasski hafði áður sigraðByrne frá Bandarikjunum. Likur benda til þess, að allir undanúrslitamenn veröi sovéskir. Kortsjnoj er nú tveim vinningum yfir Mecking frá Brasiliu, og Petrosjan hefur vinning yfir Portisj frá Ungverjalandi. Þeir hafa allir gert sex jafntefli. Staðið verði að fullu við ákvæði málefnasamningsins segir Magnús Kjartansson Þjóðviljinn birtir á 4. siöu blaðsins I dag viðtal við Magnús Kjartansson, ráðherra, um við- horfin i herstöðvamálinu og hvað gerst hefur i þeim efnum. 1 viðtalinu kemur fram, að Al- þýðubandalagið lagði fram tillög- ur I rikisstjórninni fyrir helgina, en í viðtalinu segir Magnús m .a.: „Folk spyr að vonum, hvað átt sé við með „hreyfanlegri flug- sveit”. Þetta orð hreyfanleg mun hugsað sem þýðing á enska orð- inu „rotational”, sem merkir, að þegar ein flugsveit fer, þá komi önnur jafn stór og taki við af henni. Þetta er svipuð skipan og nú tiðkast á Keflavikurflugvelli, — flugsveitirnar, sem þar starfa hafa verið fluttar milli staða á þennan hátt. Ef þessi aðstaða héldist óbreytt, fæli það að sjálf- sögðu i sér, að hluti af herliðinu á Keflavikurflugvelli yrði þar á- fram. Þetta telur Alþýöubanda- lagið i algeru ósamræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans og getur þvi ekki fallist á slika skip- an”. Siðar i viðtalinu segir ráðherr- ann: „Við Alþýðubandalagsmenn höfum lýst þvi mjög ákveðið yfir, að við teljum það ekki samrým- ast stöðu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar, að löggæsla á eina al- þjóðaflugvelli Islands yrði áfram að nokkru eða öllu leyti i höndum útlendinga”... „Þær kvaðir sem á okkur hvila gagnvart NATO eru takmarkaðar af fyrirvörunum frá 1949, sem kveða svo á, að hér skuli hvorki vera erlendur her né herstöðvar á friðartimum”. Og enn segir Magnús i viötal- inu: „Af hálfu okkar ráðherra Al- þýðubandalagsins er farið fram á það eitt, að staðið verði að fullu yið ákvæði málefnasamnings rikisstjórnarinnar um brottför hersins. Af okkar hálfu hefur þvi margsinnis verið lýst yfir. að framkvæmd þessa fyrirheits sé forsenda þess, að stjórnarsam- starfið geti haldið áfrarn og sú af- staða hefur i engu breyst”. Sjá nanar síðu ©

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.