Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. febrúar 1974. Rætt við Magnús Kjartansson ráðherra um herstöðvamálið: Alger brottför er forsenda þess að stjórnarsamstarfið geti haldið áfram Þjóðviljinn ræddi i gær við Magnús Kjartansson, ráðherra um viðhorfin i herstöðvamálinu og það sem gersthefur i þeim efn- um siðustu dagana innan rikis- stjórnarinnar. Viðtaliö fer hér á eftir: — Nú hefur það komið fram opinberlega fyrir nokkru, að utanrikisráðherra hafi lagt fram tillögur innan rikisstjórnarinnar varöandi hersWðvamálið. Hvern- ig hafið þið ráðherrar Alþýðu- bandalagsins tekið þessum tillög- um, og hver hafa verið svör ykk- ar? Ráðherrar Alþýðu- bandalagsins lögðu fram tiilögu .. — A rikisstjórnarfundi s.l. föstudag lögðum við Lúðvik Jósepsson fram formlega tillögu i málinu ásamt greinargerð, og á þeim fundi komu einnig fram til- lögur frá ráðherrum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Tillögur okkar voru að forminu til breytingartillögur við tillögur utanrikisráðherra, fjölluðu um alla þætti þeirra og bættu nýjum 'atriöum við. Ég tel ekki rétt að birta þessar tillögur að svo stöddu, meðan verið er að fjalla um þær I rfkisstjórninni. — Allar eru þessar tillögur vinnuplögg, og fela í sér tilraunir til að koma á samstöðu stjórnarflokkanna um framkvæmd á fyrirheiti stjórnar- sáttmálans um brottför hersins. — Utanrikisráðherra hefur skýrt frá þvi, að hann leggi til, að herinn fari i þremur áföngum á árunum 1974, 1975 og 1976. Hvaö segir þú um þessar timasetning- ar? — Alþýðubandalagið er enn sem fyrr þeirrar skoðunar, að halda bæri fast við þá stefnu- mörkun, að herinn færi á kjör- timabilinu. Ég er sannfærður um, að Bandarikjastjórn ætti mjög auðvelt með að flytja her sinn brott á þeim tima, og framleng- ing til ársins 1976 finnst mér veru- leg vanefnd á þeirri sameiginlegu stefnumörkun, að herinn væri að fullu farinn i lok kjörtimabilsins. Hins vegar hefur miðstjórn Al- þýöubandalagsins til samkomu- lags við tillögur Framsóknar- flokksins fallist á, að endanleg brottför megi dragast i um hálft ár fram yfir lok kjörtimabilsins, enda verði meirihluti hersins far- inn áður en kjörtimabilinu lýkur. Tillögur okkar i rikisstjórninni eru i samræmi við þessa sam- þykkt miðstjórnarinnar, og jafn- framt leggjum við áherslu á, aö gerður verði bindandi samningur nú þegar um alla áfanga brott- flutnings. Hvað um „hreyfanlega flugsveit” og löggæslu? — Það hefur komið fram, að i tillögum. utanrikisráðherra felist, að hér yrði áfram viss aðstaða fyrir „hreyfanlega flugsveit” Bandarikjamanna. Hvað viltu segja um þetta atriði og afstöðu Alþýöubandalagsins? — Um þetta er i fyrsta lagi það að segja, að fólk spyr að vonum, hvaö átt sé við með hreyfanlegri flugsveit. Þetta orð „hreyfanleg” mun hugsað sem þýðing á enska orðinu „rotational”, sem merkir, að þegar ein flugsveit fer, þá komi önnur jafn stór og taki við af henni. Þetta er svipuð skipan og nú tfðkast á Keflavikurflugvelli, — flugsveitirnar, sem þar starfa hafa verið fluttar milli staða á þennan hátt. Ef þessi aðstaða héldist óbreytt fæli það að sjálf- sögöu I sér, að hluti af herliðinu á Keflavikurflugvelli yrði þar á- fram. Þetta telur Alþýðubanda- lagið i algeru ósamræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans og getur þvi ekki fallist á slika skip- an. — Hvað er rætt um löggæslu á Keflavikurflugvelli, þegar herinn væri farinn? — Það hafa heyrst hugmyndir um að fela bandarísku liði eöa liði frá NATO að halda uppi löggæslu Magnús Kjartansson. á Keflavikurflugvelli, án þess að þar væri um hermenn að ræða. Viö Alþýðubandalagsmenn höf- um lýst þvi mjög ákveðið yfir, að við teljum það ekki samrýmast stöðu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar, að löggæsla á eina al- þjóðaflugvelli Islands yrði að nokkru eða öllu leyti i höndum út- lendinga. Við leggjum þvi mjög eindregið til, að Islendingar taki að sér alla löggæslu á þessu svæöi, eins og annars staðar á landinu. Vafalaust yrði þarna að vera um að ræða sérþjálfaða lög- gæslumenn, hliðstætt við land- helgisgæsluna, en löggæslan yrði i einu og öllu að vera undir is- lenskri stjórn og löggæslumenn- irnir Islenskir. Hvaða kvaðir vegna NATO? — Nú segir I samþykkt mið- stjórnar Alþýðubandalagsins, að aðild að NATO fylgi „vissar kvaðir”. Hvað felst I sliku orða- lagi? — Það liggur að sjálfsögðu I hlutarins eðli, að við Alþýðu- bandalagsmenn teljum að kvaðir fylgi aðild okkar að NATO, og einmitt þess vegna hefur það ver- ið gert að baráttumáli I aldar- fjórðung, að íslendingar segi skil- ið viö þetta hernaðarbandalag. Viö gerðum okkur það hins vegar ljóst, þegar við tókum þátt i myndun núverandi rikisstjórnar, aö við værum með þvi að losa okkur við hersetuna, en yrðum enn um sinn að beygja okkur und- ir þátttöku i NATO. Þarna var sem sagt um að ræða fyrri áfanga af tveimur samkvæmt okkar stefnu, og sú stefna stendur aö sjálfsögðu óhögguð. Þær kvaðir, sem á okkur hvila gagnvart NATO eru takmarkaðar af fyrirvörunum frá 1949, sem kveða svo á, að hér skuli hvorki vera erlendur her né herstöðvar á friöartimum. Hitt kann svo að vera álitamál, hverjar skuldbind- ingar við verðum á okkur að taka meðan viðerum i þessum hernað- ar samtökum. Ég tel að i þvi sam- bandi gæti ísland t.d. tekið að sér rekstur ratsjárstöðvanna á Suð- urnesjum og i Hornafirði, eins og við höfum þegar gert varðandi slikar stöðvar i Vik i Mýrdal og á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Varla verður undan þvi komist að fallast á, að einhverjar flug- vélar NATO hafi lendingarleyfi á Keflavikurflugvelli I viðlögum, en þó þannig að ekki verði um neina fasta bækistöð að ræða. 1 sam- bandi við slikar lendingar kynni aö vera óhjákvæmilegt að heim- ila þar einhverja varahluta- geymslur og veita mjög fámenn- um hópi flugvélavirkja og slíkra tæknimanna vinnuaðstöðu, þar sem búnaður þessara flugvéla er með þeim hætti, að sérhæfða menn þarf til að þjónusta þær. Það er vissulega óskemmtilegt fyrir andstæðinga aðildar Islands aö NATO að þurfa að fjalla um efni af þessu tagi, enda ætti það að verða okkur öllum hvatning til að herða baráttuna fyrir úrsögn íslands úr hernaðarbandalaginu. Tekst samkomulagið? — Hvaða likur telur þú á, að samkomulag takist i rikisstjórn- inni? — Af hálfu okkar ráðherra Al- þýðubandalagsins er farið fram á það eitt, að staðið verði að fullu við ákvæði málefnasamnings rikisstjórnarinnar um brottför hersins. Náist ekki samkomulag um það, getur það ekki stafað af neinu öðru en þvi, að einhverjir aðrir aðilar I samstarfinu vilja ekki standa við þetta sameigin- lega fyrirheit eða telja sig ekki geta það. Af okkar hálfu hefur þvi marg- sinnis verið lýst yfir, að framkvæmd þessa fyrir- heits sé forsenda þess, að stjórnarsamstarfið geti haldið áfram og sú afstaða hefur I engu breyst. Framkvæmd á fyrirheiti stjórnarsáttmálans þýðir að sjálfsögðu það, að herstöðin verði lögð niður i raun, en ekki að þeim störfum, sem þar fara nú fram, verði haldið þar áfram með ein- um eða öðrum hætti af öðru visi klæddum mönnum. — Nú hefur þess orðið vart, að einstaka aðilar i hópi herstöðva- andstæðinga hafa nokkrar á- hyggjur af „undanhaldi” Alþýðu- bandalagsins i herstöðvamálinu. Telur þú þær áhyggjur réttmæt- ar? — Ég tel slikar áhyggjur vera algerlega tilefnislausar. Alþýöu- bandalagið hefur ævinlega talið baráttuna fyrir brottför hersins meginatriði I stefnu sinni og svo er enn. 1 rikisstjórnarsamstarfi „Ekki gómur” Raufarhafnarbúar fá enga loðnu enn — Hér hefur ekki sést svo mik- ið sem gómur af loðnu, sagði Heimir Ingimarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn er blaðiö hafði tal af honum i gær. — Það virðist vera ætlunin að fylla allt Faxa- flóasvæðið áður en við fáum eitt- hvað. — Það sem helst hamlar þvi aö við fáum eitthvað núna er veður- farið. Hér hefur verið strekkingur alla siðustu viku og mér er sagt að menn séu heldur ragir að fara með hlaöin skip um Langanes- röstina. — Það sem okkur gramdist mest var að fá ekkert af henni á meðan hún var hérna út af Aust- fjörðunum. Svo teljum við okkur geta sýnt fram á að það er ekkert óhagkvæmara að keyra hana hingað frá Ingólfshöföa þar sem þeir eru núna, heldur en að fara með hana I Faxaflóann. En það er greinilegt aö áhersla er lögð á að koma henni á Reykjavíkursvæöið áður en hún kemur hingað. — Okkur finnst það ansi hart að hafa lagt í mikla vinnu og kostnað við að gera allt klárt til að taka á móti loðnu ef við eigum svo ekk- ert aö fá af henni. Hér hafa menn veriðað vinna við undirbúninginn og nú getum við tekið við einum lOþúsund tonnum I þrær og tanka og liklega sex þúsund tonnum á plön auk þess sem löndunaraö- staða er hin fullkomnasta. — Hvernig er atvinnuástandið hjá ykkur núna? — Þaö er nú ekki glæsilegt. Héðan er ekki gerður út sem stendur nema skuttogarinn Rauðinúpur. Aðrir bátar hafa ekki róið síðan fyrir miðjan desember. Rauðinúpur verður þvi að halda hér uppi atvinnu og endar ná ekki saman hjá honum. Hann kemur inn á 10—14 daga fresti. Siðast landaði hann um næstsiöustu helgi og á fimmtu- dagskvöld var búið að gera að afl- anum. Næst kemur hann svo á miövikudaginn og það þýöir að fjórir dagar falla úr hjá verka- fólkinu. Það ,er þvi full þörf að bæta einhverju við. — A næstunni erum við að fá Heimir Ingimarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn. nýkeyptan 60 tonna bát sem verð- ur geröur út á línu og net. Von- andi bætir það ástandið nokkuð. Þeir á Þórshöfn hafa fiskað dável að undanföTnu út af Þistilfirðin- um. — Við erum svo óheppnir að tveir bátar héðan hafa átt I véla- havarii I allan vetur en hinir eru allir það litlir að þeir eru ekki geröir út á þessum árstima. Rauðinúpur nægir engan veginn fólkinu sem I landi vinnur þvi eins og við vitum er ekki nóg að hafa bara dagvinnuna. Til þess að hafa mannsæmandi kaup veröur fólkið að hafa uppgripavinnu. —ÞH verðum við að sjálfsögðu að reyna að trýggja sameiginlega framkvæmd á fyrirheiti stjórnar- sáttmálans og taka þá nokkurt tillit til sjónarmiða samstarfs- flokka okkar, meðan þau brjóta ekki i bága við það grundvallar- atriði að herinn fari. Við höfum sýnt þennan samstarfsvilja með þvi að fallast á, að brottflutningur gæti dregist hálft ár, þótt okkur dytti svo sannarlega ekki slikt i hug, ef við værum einir i ráðum. Og við höfum tekið þátt i að fjalla um það, hvaða kvaðir fylgi aðild- inni að NATO, þegar herinn væri farinn og engin herstöð hér leng- ur. Allt er þetta til marks um bar- áttu okkar fyrir þvi að ákvæði stjórnarsáttmálans verði fram- kvæmt, en sist af öllu vottur um neinn undanslátt. í þessu máli sem öðrum skiptir það öllu, að menn kunni að greina aðalatriðin frá auka- atriðunum og láti hugsanlegan á- greining um minniháttar fram- kvæmdaatriði ekki skyggja á meginatriði málsins i huga sin- um. Nú skiptir einmitt öllu máli, að herstöðvaandstæðingar, hvar i vlokki sem þeir kunna aö standa, skipi sér saman á úrslitastund. Treysti á eldmóð og baráttuhug unga fólks- ins — Hvaða áhrif telur þú, að nýj- ustu athafnir hernámssinna hér á landi kunni að hafa á viðhorf Bandarikjamanna i viðræðunum við íslenska ráðamenn um her- stöövamálið? — Rikisstjórnin gerði sér vonir um það, að samkomulag gæti tek- ist við Bandarikjamenn um brott- för hersins. Þær vonir voru ekki tilefnislausar vegna þess, að kunnugt er að Bandarikjamenn hafa verið að leggja niður her- stöövar viða um lönd að undan- förnu, vegna vaxandi andstöðu Bandarikjaþings við herstöðva- kerfið. Mér sýnist einsætt, að undirskriftasöfnuninni og of- stækisáróðri Morgunblaðsins er fyrst og fremst ætlað að koma i veg fyrir að slikt samkomulag geti tekist. Það er mikið alvöru- mál, þegar stór hópur Islendinga gerist erindreki erlends stórveld- is, á sama tima og ríkisstjórn landsins á I veigamiklum samn- ingaviðræðum við þetta stórveldi. En takist nú að ná samkomu- lagi stjórnarflokkanna um aö setja Bandarikjamönnum loka- kosti I herstöðvamálinu, en Bandarikjastjórn neiti að fallast á þá kosti, —þá mun koma að þvi, eins og forsætisráðherra ölafur Jóhannesson hefur lýst yfir á al- þingi oftar en einu sinni, að rikis- stjórnin mun leita eftir heimild alþingis nú I vetur til að segja upp hernámssamningnum frá 1951. Fari svo óliklega, mót von minni, að slik tillaga um uppsögn samn- ingsins frá 1951 nái ekki fram að ganga á alþingi, þá litur Alþýðu- bandalagið svo á, að rlkisstjórn- inni beri að rjúfa þing þegar I stað og efna til nýrra kosninga. 1 slik- um kosningum mundi vilji þjóð- arinnar koma i ljós, og'ég er ekki i neinum vafa um hver úrslitin yrðu i slíkum kosningum, og treysti ég þá ekki sist á eldmóð og baráttuhug unga fólksins i land- inu. Sannfæring min er sú, að unga fólkið á Islandi muni áður en langt um Hður ekki aðeins tryggja herlaust tsland, heldur einnig úr- sögn okkar úr NATO.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.