Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 13
o Þriðjudagur 5. febrúar 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍDA 13 keppinautar M?„e,,,r inn vill hann gjarnan ná taki á mér, svo að enginn annar hrifsi mig fyrir framan nefið á honum. Hvað gerir herra Alvis Cart- ridge? Hvað gerir hann? — Megum við geta þrisvar? sagði ég. — Hann kemur hingað á morg- un. Róbert var á svipinn eins og það væri alversti glæpur Cartridges. — Hann kom æðandi hingað i morgun, er það ekki rétt, Jói? — Jú sagði ég. — Jói sá það sjálfur, sagði Ró- bert. — Jói getur sagt þér það allt saman. Það var ekki nokkur manneskja vöknuð i húsinu og hann æddi bara inn og barði að dyrum á vinnustofunni. Klukkan niu. Þú getur sjálfur spurt Jóa. — Spurðu mig, Ned, sagði ég. — Og ég mun segja þér sannleik- ann. — Bara til að segja mér, hélt Róbert áfram, — bara — til — að — segja — mér, hann þagði við, — alls konar þvætting og bull sem hann hefði betur látið ósagt. Ned hafði staðið upp við vegginn og hlustað með krosslagða hand- leggi, en nú rétti hann úr sér og gekk nær, eins og timi væri kom- inn til þess að hann tæki málin i sinar hendur. — Við verðum að fá einhverjar staðreyndir, vinur minn, sagði hann uppörvandi. — Hvað sagði hann nákvæmlega — — Staðreyndir, hvæsti Róbert. Sjálft orðið fyllti hann meiri reiði en nokkuð annað sem sagt hafði verið. 1 margar minútur stóðum við álút öll þrjú og biðum eins og fólk sem hlustar á bæn I sam- kunduhúsi, meðan hann ruddi úr sér orðaflaumi. — Og loks kom að þvi, sagði hann loks, — að hann bauð mér að sýna i einum af góðu sýningarsöl- unum. Hann stansaði til að gefa okkur tima til að spyrja hvað væri at- hugavert við það, en við vorum öll svo vön framsetningu hans; viss- um að framhaldið kæmi sjálf- krafa. — Prýðilegt. Ég teygði mig sem sé eftir reipinu sem hann lét hanga niður til min. Ég teygði mig eftir þvi. Það virtist vera fyrirtaks reipi. Ég greip um það með fingrunum. Og hvað gerði þessi svikahrappur þá? Hann dró reipið upp aftur, út úr höndunum á mér. — Staðreyndirnar, Róbert, haltu þér við staðreyndir, greip Ned fram i. Nú var röddin oröin dálitið hvöss og gaf til kynna að hann væri að verða óþolinmóður. Samt óskaði ég þess að hann hefði þagað. Það var ég sem átti að koma i veg fyrir að árekstrar yrðu milli þeirra, og ef Ned kæmi fram á þennan hátt, gæti það reynst erfitt. Róbert stansaði og starði á Ned. — Það er einmitt það sem ég geri, sagði hann. — Liggur þér svona mikið á? Ef þú þarft að ná i lest, þá flýttu þér. Það er enginn sem heldur i þig. Við — Nú tók Celia til sinna ráða. Ég var fegin að hún var þarna. Þetta var sigilt dæmi um hæfileika konu til að sefa karlmann. Hún tók báðum höndum um andlit hans — sem ég hefði reyndar ekki kært mig um sjálfur —og fór að hvisla og mala og kurra i eyrun á hon- um. Við Ned stóðum þarna fullir af viðbjóði, en of miklar hetjur til að hniga niður. Rétt eins og þrek- menni sem neyðast til að vera viðstödd uppskurð. — Hann fer svo fljótt úr jafn- vægi, sagði hún um öxl. — Hann þarfnast einhvers sem getur hjálpað honum. Lifið er miskunn- arlaust við menn eins og hann. Ég býst við að hún hafi lesið um miskunnarleysi lifsins f skáld- sögu eða heyrt um það i lélegu leikriti. En þetta hafði áhrif á mig og mér hefur oft dottið það i hug seinna á ævinni, þegar ég hef séð Róbert ana áfram i blindni og rekast á öll hvössu hornin sem urðu á vegi hans. — Nú, jæja, sagði Róbert allt i einu og hristi af sér hendur henn- ar ein og þegar hnefaleikamaður hristir þjálfárann af sér. — Við urðum sammála um að ég ætti að halda sérsýningu þar sem allir gætu komið og horft á verkin min og rætt um þau og gert mig fræg- an og keypt þau, að þvi ógleymdu að ég yrði rikur maður. Og þá bætti hann allt I einu við smáatr- iði sem skipti dálitlu máli. Fimmtiu pund! I þögninni sem á eftir kom sagði ég: — 1 peningum? — Nei, i hundaskit, hrópaði Ro- bert ofsareiður og langa stund ruddi hann úr sér nöfnum á ýmsu hvimleiðu sem hann ætti að út- vega i pundatali. Jafnvel Celiu þótti nóg um. — Vegna þess að sýningar- nefndin vill aðeins taka á sig hálfa áhættuna og vegna þess að það kostar svo sem hundrað pund að koma þessu öllu i kring, sagði hann loks örþreyttur. — Hanastélsboði? spurði Ned fagmannslega. — Hanastélsboði, já, og prenta kort og senda þau út, auglýsa, kaupa skeinisblöð — byrjaði Ró- bert og taldi upp fleiri ósmekk- lega hluti sem kaupa átti fyrir peningana. Þegar hann var loks þurrausinn og það varð hljótt i eldhúsinu, tók ég eftir þvi, að Ned haföi dregið stól að borðinu og var sestur. Hann ýtti til hliðar óhreinu leir- taui og gömlum rúmdýnum til að fá rúm til að skrifa. Ég teygði fram álkuna til að sjá hvað hann væri að skrifa, það var ávisun. — Þegar blekið er þurrt er þetta þin eign, Róbert, sagði hann og reif hana úr heftinu. Róbert kom og tók hana. Svo lagöi hann hana á borðið og hristi höfuðið einbeittur á svip. — Þú verður að fyrirgefa, Ned, sagði hann. — Og ég met þetta mikils og allt það. En þetta eru min vandræði og ég verð sjálfur að ráða fram úr þeim. Ég vil ekki byrja á neinni vitleysu. Ned sat og vaggaði sér á eld- hússtólnum. Svo teygði hann frá sér fæturna og stakk höndum i jakkavasana og horfði á Ró- bert. — Biddu nú hægur, sagði hann. — Þú vilt ekki byrja á neinni vitleysu, eins og þú tekur til orða. Við skulum athuga þessa staðhæfingu nánar. — Athugaðu hana nánar sjálf- ur, sagði Róbert óþolinmóðlega. — Haltu henni upp að birtunni og skoðaðu hana. — Svona, svona Róbert, sagði Ned. — Þú getur skoðað rassgatið á þér betur i kiki, hélt hann áfram ótrauður. Það voru hans ær og kýr að hengja sig fastan i eitthv. ákveðið atriði og vikja ekki frá þvi. — Þú getur athugað — — Elskan, hlustaðu á hann, sagði Celia og gekk til hans. Ég sá á henni að hún hafði verið að hugsa um allan þann vanda sem ávisunin gæti leyst. — Leyfðu honum að ljúka máli sinu. Ég bjóst hálfpartinn við þvi að Róbert ryki upp, en hann lokaði augunum þreytulegur á svip. — Celia, sagði hann lágri röddu. — Viltu gera dálitið fyrir mig? Bara dálitið smávegis? Hann þagnaði svo að hún gæti spurt: — Hvað á það að vera?,en hún gerði það ekki. Hann tók það sem samþykki. — Viltu gera svo vel að fara upp og sækja ullar- sloppinn minn?, sagði hann og strauk á henni höndina. — Já, en þú áttengan ullarslopp. — Erfiðleikar eru til að sigrast á, elskan, sagði Róbert og brosti þolinmóðlega. -r Þú ræður ein- hvernveginn fram úr þvi. Þú ferð bara út og kaupir dálitið af ullar- garni og bandprjóna og byrjar að prjóna hann handa mér. — Prjóna? — Og þegar þú ert búin, þá verðum við lika búnir að ráða fram úr þessum viðskiptum okk- ar og þú hefur haft eitthvað að dunda við á meðan. An þess að mæla orð gekk Celia þvert yfir gólfið og útum dyrnar. Ég sá ekki framani hana, þvi ég stób i horninu andspænis þeim, en á bakið var hún sýnilega Desdemona eftir að Othello er bú- inn að gefa henni sitt undir hvorn i návist Feneyjasendimannsins Lodovico. Þegar hún var farin, sagði Ró- bert: Agætt, Ned, ég tek við pen- ingunum og segi kærar þakkir. Við komum ekki upp orði og ég sá á Ned, að hann átti erfitt með að skilja þessi snöggu umskipti. Róbert hafði verið þrjóskur og verið að búa i haginn fyrir að af- þakka og nú stóðum við þarna hvumsa eins og maður sem hopp- , ar i myrkri útum glugga i tuttugu feta hæð og kemst að raun um að hæðin var reyndar ekki nema þrjú fet. — Það gleður mig að þú skulir taka við þeim, sagði Ned loks. — Það gleður mig lika, sagði Róbert og stakk tékkanum i vesk- ið, þar sem fyrir voru tveir strætisvagnamiðar og ein hárnál. — En ég er dálitið undrandi, hélt Ned áfram. — Undrandi? — Mér fannst þú hreyfa svö miklum andmælum áðan, en þú hefur bersýnilega skipt um skoð- un. Róbert brosti. — Það er gott að vita hvenær maður á að skipta um skoðun, sagði hann. Við Ned störðum á hann. Það þýddi vist ekki að vænta frekari sicýringa. Við gátum velt vöngum yfr þessu það sem við áttum eftir ólifað, en við fengjum aldrei að vita hvort hann hefði vitað allan timann að hann ætlaði að þiggja peningana og beið aðeins eftir að losna við Celiu, eða hvort hann hefði i rauninni skipt um skoðun á tiu sekúndum. Ég lit nú þannig á málib nú eins og þá, að hann hafi Brúðkaup Þann 24.11. voru gefin saman i hjónaband i Bústaðakirkju af séra Ólafi Skúlasyni Kristin Gisladóttir og Orn Baldursson. Heimili þeirra er að Sörlaskjóli 56. (Nýja myndastofan) Þann 27.10. voru gefin saman i hjónaband i Kópavogskirkju af séra Árna Pálssyni Linda Róbertsdóttir og Ólafur Gunnars- son. Heimili þeirra er að Æsufelli 4. (Nýja myndastofan) Þriðjudagur 5. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna ki. 8.45: Vilborg Dagbjarts- dóttir byrjar að lesa söguna „Börn eru bezta fólk” eftir Stefán Jónsson. Morgun- leikfimikl. 9.45. Tilkynning- ar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Ég man þá tíð kl. 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögnum og tón- list frá liðnum árum. Tón- leikar kl. 11.25: Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leikur „Marche Slave” op. 31 eftir Tsjaikovský og „Eldfugl- inn”, svitu eftir Stravinský. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökul JakobssonJíöfundur les (4). 15.00 Miðdegistónleikar: Sinfóniuhljómsveitin i Chi- cago leikur Sinfónisk til- brigði eftir Paul Hindemith um stef eftir Weber,- Rafael Kubelik stj. Hljómsveitin Philharmonia leikur Sinfóniu nr. 5 I B-dúr op. 100 eftir Sergej Prokofjeff; Paul Kletzki stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónlistartimi barnanna. Ólafur Þórðarson sér um þáttinn. 17.30 Framburðarkennsla i frönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Fréttaspegill. 19.20 Á vettvangi dómsmál- anna.Björn Helgason hæsta- réttarritari talar. 19T40 Tónleikakynning.Gunnar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri segir frá tón- leikum Sinfóniuhljómsveit- ar Islands i vikunni. 19.50 Finnsk kvæði. Elin Guðjónsdóttir les kvæði eft- ir Runeberg og Topelius, svo og upphafsljóö Kale- valadrápu. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Hæfilegur skammtur, GIsli Rúnar Jónsson og Július Brjánsson sjá um þátt með léttblönduðu efni. 21.30 A hvitum reitum og svörtum. Guðmundur Arn- laugsson flytur þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Morðbréf Margeirs K. Laxdals, — fjórði hluttSaga eftir Hrafn Gunnlaugsson i útvarpsgerð höfundar. Flytjendur með honum: Rúrik Haraldsson leikari, Orn Þorláksson og Lárus Óskarsson. 23.00 Á hljóðbergi, „Pyg- malion” leikrit eftir Bern- ard Shaw, — siðari hluti. Helstu hlutverk og leikarar: Eliza Dolittle/Lynn' Red- grave, Henry Higgins prófesor/Michael Red- grave, Pickering liðs- foringi/Michael Horden, Al- fred Dolittle/Donald Pleas- ence. Leikstjóri: Peter Wood. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar, 20.30 Skák. Stuttur, banda- riskur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haralds- son. 20.40 Bræðurnir. Bresk fram- haldsmynd. 10. þáttur. Hringurinn lokast. Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 9. þátt- ar: Hafnarverkfallið lamar alla starfsemi Hammond- fyrirtækisins. Sir John Borret itrekar tilboð sitt um fjárhagsaðstoð, gegn þvi að fyrirtækin sameinist. Ed- ward kallar saman stjórn- arfund og eftir nokkrar um- ræður er ákvörðun um til- boð Borrets slegið á frest til morguns. Ann, kona Brians, flytur að heiman með börn- in. Ekki virðist vera ann- arra kosta völ, en ganga að tilboði Barrets. Loks berast þó fréttir um, að verkfallinu sé lokið, og flutningarnir hefjast að nýju. 21.25 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. Durban. Bresk frétta- mynd um kjör svertingja i Durban i Suður-Afriku. 1 myndinni er lýst bágborn- un kjörum þessa fólks og ! ugmyndum til úrbóta. Jóga til heilsubótar. Myndaflokkar meö kennslu I jógaæfingum. 9. þáttur. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. Dagskrárlok. LEIKFANGALAND Leikfangaland Veltusundi l.Sfmi 18722. Fjölbreytt úrval leik- fanga fyrir börn á öllum aldri. — Póstsendum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.