Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. febrúar 1974. Vals-liðið er hrapað niður á plan miðlungsliða en Ármenningar bæta sífellt við sig íslandsmótið 2. deild KA úr toppbaráttunni hlaut aðeins 1 stig úr tveim leikjum um heigina Nú er ljóst, að það verða að- eins Þróttur, KR og Grótta, sem berjast um sigurinn f 2. deild í ár. KA frá Akureyri átti mögu- leika fram að sfðustu helgi, en það kom til Reykjavfkur um helgina og lék hér tvo leiki, tap- aði öðrum, en gerði jafntefli I hinum. Þar með eru allar sig- urvonir KA úr sögunni. KA lék fyrri leik sinn við KR og hafði þar yfir 11:9 i leikhléi. 1 siðari hálfleik hrundi allt til grunna hjá Akureyringunum og KR sigraði stórt eða 23:17. Daginn eftir lék svo KA við ÍBK og náði aðeins jafnt 21:21. Þá voru Húsvikingarnir á ferðinni hér syðra og léku tvo leiki. Þeir töpuðu fyrir IBH 16:21 og fyrir KR 17:27 eftir að hafa verið undir i leikhléi 5:13. Loks léku svo Breiðablik og Fylkir i 2. deild og sigraði Breiðablik 22:21 eftir að hafa haft yfir i leikhléi 15:8. 1 þeirri miklu baráttu sem fer fram um sigurinn i 2. de stendur Þróttur óneitanle best að vigi. Þróttur hefur taf 4 stigum, Grótta 4 og KR 6. Ki eftir að leika gegn Gróttu á £ tjarnarnesinu, heimave Gróttu, og Grótta á eftir að lei gegn KA fyrir norðan. Þróti er búinn að leika fyrir norðan hefur lokið báðum leikjuni gegn Gróttu, en á eftir siðj leikinn gegn KR. Valsmenn voru heppnir að ná iöfnu gegn Ármanni valinn Það er alveg Ijóst orðiö að islandsmeistarar Vals eru nú fallnir niður á plan meðalliðanna í handknatt- leik. Liðinu virðist fyrir- munaðað ná sér upp og má þakka fyrir þessi 12 stig sem það hefur þegar hlotið. Á sunnudagskvöldið mátti Valur þakka fyrir jafntefli gegn Ármanni 18:18. Það var fyrst og fremst klaufaskapur Ármanns-liðsins sem olli þessu. Ármann hafði yfir 15:12 og 17:13 þegar langt var liðið á síðari hálfleik eii missti þetta mikla for- skot niður á loka- minútunum. Ármann var ekki sloppinn úr fallbar- áttunni fyrir þennan leik og gat því ekki slappað af eins og Valsmenn sem hvorki geta fallið né sigrað. Þessi afstaða réð eflaust mestu um hvernig leikurinn þróaðist loka- minúturnar. Þegar Valsmenn jöfnuðu var eftir um það bil ein minúta af leiktimanum. Siðasta sóknarlota Armanns var mjög fálmkennd og þegar rúmar 20 sekúndur voru eftir náðu Valsmenn boltanum. Þeir hófu sókn og reyndu skot frá hægri kantinum en Ragnar Gunnarsson, besti maður Ármanns i þessum leik, varði og boltinn hrökk yfir á vinstri væng þar sem Hermann Gunnarsson var fyrir og skaut að þvi er manni virtistá tómt markið,en allt í einu kom Ragnar fljúgandi og varði. Þetta var næsta ótrúlegt afrek hjá Ragnari, og þarna bjargaði hann stigi fyrir lið sitt. Hinsvegar hefði það verið heimsins mesta óréttlæti hefði Valur skorað þarna og unnið leikinn. Það áttu Valsmenn ekki skilið eins og leikurinri hafði gengið fyrir sig. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og komust i 4:1 og 7:3. En þá var eins og allur vindur væri úr liðinu og Armenningar jöfnuðu 8:8 og voru komnir i 10:8 i leik- hléi. Bæði vörn og sókn var i molum hjá Val þessar minútur. Byrjun síðari hálfleiks var ekki góð hjá Armanni og Valur jafnaði 11:11 og 12:12,en þá kom einn besti kafli Armenninga i leiknum og staðan breyttist i 15:12 og siðan I 17:13. Sjálfsagt héldu þá flestir að Armenningar hefðu sigurinn i höndum sér, en ótrúlegur klaufaskapur þeirra olli þvi að Valsmenn náðu að jafna 18:18 og voru svo aðeins hárs- breidd frá sigri i lokin. Ármenningar, með þá Hörð Kristinsson, Jón Astvaldsson, Þorstein Ingólfsson og Ragnar Gunnarsson sem bestu menn, áttu mjög góðan leik að þessu sinni i 45 mfnútur, en siðustu 15 min. voru afar slakar hjá liðinu. Úr þessu eru Armenningar ekki i neinni fallhættu og vart getur neitt komið i veg fyrir fall Þórs- liðsins. Aðeins Ölafur H. Jónsson og Gunnsteinn Skúlason risa uppúr meðalmennskunni hjá Val, allir aðrir leikmenn eru langt frá sinu besta. Ölafur Benediktsson markvörður var settur útúr iiðinu vegna æfingaskorts og hlýtur staða hans i landsliðinu að standa mjög tæpt. Mörk Á'rmanns: Jón Á. 5, Vilberg 6 (2 viti), Björn 4, Jens, Hörður og Olfert 1 mark hver. Mörk Vals: Hermann 5 (2 viti), Ólafur 4, Stefán 3, Agúst, Gisli og Gunnsteinn 2 mörk hver. —S.dór. Eins og menn eflaust muna frestaði landsliðsnefnd HSÍ að velja 3-markvörðinn til farar- innar á HM þar til I janúarlok. Nú hefur hún tekið ákvörðun og varð Hjalti Einarsson, markvörðurinn snjaiii úr FH, fyrir valinu, og kemur það svo sannariega engum á óvart. Þetta verður þvi I 5. sinn sem Hjalti tekur þátt i HM og I 4. sinn sem hann tekur þátt I lokakeppninni. Það þarf eng- um orðum um það að fara, að Hjalti á þetta sæti skilyrðis- iaust nú, og kæmi ekki á óvart þótt hann yrði markvörður númer eitt með iiðinu að þessu sinni. ÓlafurH. Jónssoná Hugiog skorar (Ljósm. GSP) 1. deild í körfuknattleik: ÍR-ingar á ystu nöf sigruðu UMFN með aðeins eins stigs mun — Valur sigraði Ármann með 5 stiga mun íR-ingar komust heldur betur I krappan dans i körfuknattleikn- um um siðustu heigi. í leik tR og landsmeisturum Vals I hand- knattleiknum tekur körfuknatt- leiksliðið við og gerir garðinn frægan. Liðið hefur nú forystu I 1. deild og hefur aðeins tapað einum leik. Um heigina lék Valur við Ar- mann og sigraði 80:75 og bjuggust menn við að Armann myndi veita Val harðari keppni, jafnvel sigra eins og I Reykjavlkurmótinu I haust, en þá vann Armann Val nokkuð örugglega. UMFN skiidi aðeins eitt stig i milli, 92:91, er fiautað var til ieiksloka, og kom það mönnum að sjáifsögðu á óvart að þetta fræga ÍR-lið skyldi standa svo naumt gegn Njarðvikingunum. Þess ber þó að geta að IR-liðið er mjög ungt, enda hefur það misst marga af sinum reyndustu og sterkustu mönnum frá þvi I fyrra. En eigi að siðurkomu þessi úrslit á óvart. Þegar allt er að hrynja hjá Is- Hjalti var

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.